Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 7
 »* n #*».» Miðvikudagur 6. júní 1990 - DAGUR - 7 Arni Þór Arnuson var mjög frískur í lciknum gegn Fram. Hér fiskar hann vítaspyrnu í síöari hálfleiknum en Birkir Kristinsson varði slaka spyrnu Bjarna Sveinbjörnssonar. MvnJ. Kl Hörpudeildin: KA-menn heillum horfnir - töpuðu þriðja leiknum í röð og sitja einir í neðsta sæti íslandsmeistarar KA töpuðu sínum þriðja leik í röð er liðið mætti IA í 3. umferð Hörpu- deildarinnar á laugardag. Leikurinn fór fram á Akranesi og lauk honum með 2:1 sigri heimamanna eftir að KA- menn höfðu náð forystunni í fyrri hálfleik. Verður að segj- ast eins og er að ekki er mikill meistarabragur á leik KA-liðs- ins þessa dagana og það virðist engan veginn þola þá pressu sem fylgir því að leika með titilinn í farteskinu. KA rekur nú lestina í deildinni, er eina liðið sem ekkert stig hefur hlotið, og er ekki seinna vænna en að liðið fari að sýna hvað í því býr. Þrátt fyrir að KA léki undan nokkurri gjólu í fyrri hálfleiknum á laugardag voru heimamenn sterkari aðilinn fyrstu mínúturn- ar og voru þá tvívegis nálægt því að skora. Haraldur Ingólfsson átti þrumuskot rétt framhjá markinu og skömmu seinna skall- aði Sigursteinn Gíslason framhjá úr galopnu dauðafæri. KA-menn lifnuðu fljótlega við og höfðu yfirhöndina síðustu 30 mínútur hálfleiksins. Þeir náðu svo forystunni á 32. mínútu og var ákaflega vel að því marki staðið. Bjarni Jónsson átti fallega stungusendingu á Árna Her- mannsson sem var á auðum sjó, lék á Gísla Sigurðsson, markvörð Skagamanna, og renndi boltan- um í tómt markið. Margir vildu meina að Árni hefði verið rang- stæður en þeir svartklæddu voru ekki á sama máli og fyrsta mark KA á tímabilinu var staðreynd. I byrjun síðari hálfleiks átti Ormarr ágætt skot að Skaga- markinu en Gísli náði að slá bolt- ann yfir. Skagamenn sóttu nú í sig veðrið og jöfnuðu metin á 66. mínútu. Arnar Gunnlaugsson tók þá horn frá hægri, sendi snúningsbolta fyrir og Bjarki Pét- ursson skallaði í markið eftir að KA-menn höfðu bjargað á línu. Heimamenn pressuðu nokkuð eftir markið og það bar árangur á 75. mínútu. Heimir Guðmunds- son óð þá upp vinstri kantinn af miklu harðfylgi, sendi boltann fyrir og þar var Arnar Gunn- laugsson t'yrir og skoraði með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Heimamenn bökkuðu eftir markið og KA-menn pressuðu stíft. Bjarni Jónsson var nálægt því að jafna í leikslok þegar hann fékk dauðafæri eftir hornspyrnu en skalli hans fór framhjá og fyrstu stig Skagamanna voru þar nieð í höfn. Leikur þessi var ekki sérlega vel leikinn en Skagamenn voru sterkari aðilinn og áttu sigurinn skilið. KA-liðið er langt frá því að vera sannfærandi, það virkar þungt og þreytt og lykilmenn ná sér ekki á strik. Erlingur var sterkur í loftinu en hefur oftast leikið betur og Heimir barðist vel á miðjunni. Heimir Guðmundsson í Skaga- liðinu lék mjög vel og var lang- besti maður vallarins. Pá voru Guðbjörn og Karl góðir og Arnar stóð sig vel. ES/JHB Lið IA: Gísli Sigurðsson. Heimir Guð- mundsson, Jóhannes Guðlaugsson, Guð- hjörn Tryggvason, Sigurður B. Jónsson. Sigurstcinn Gíslason, Alexander Högna- son, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfs- son. Bjarki Pétursson og Arnar Gunn- laugsson. I-ið KA: Haukur Bragason, Arnar Bjarnason, Árni Hermannsson (Kjartan Einarsson á 78. mín.). Halldór Halldórs- son. Erlingur Kristjánsson. Heimir Guð- jónsson, Bjarni Jónsson. Jón Grétar Jónsson. Steingrímur Birgisson. Haf- steinn Jakohsson og Ormarr Örlygsson. Gul spjöld: Hcimir Guðjónsson og Orm- arr Örlygsson. KA. Dómari: Ólafur Sveinsson. Hann dæmdi þokkalega. Hörpudeild Úrslit í 3. uinferð: Þór-Fram 0:0 KR-ÍBV 0:1 FH-Stjarnan 5:1 Valur-Víkingur 1:1 ÍA-KA 2:1 Staðan Fram 3 2-1-0 8:0 7 Valur 3 2-1-0 4:1 7 FH 3 2-0-1 6:3 6 KR 3 2-0-1 5:3 6 ÍBV 3 2-0-1 3:4 6 Víkingur 3 1-1-1 4:3 4 Stjarnan 3 1-0-2 4:8 3 ÍA 3 1-0-2 2:6 3 Þór 3 0-1-2 0:4 1 KA 3 0-0-3 1:5 0 Markaliæstir: Guðmundur Steinsson, Fram 3 Antony Karl Gregory, Val 2 Ámi Sveinsson, Stjörnunni 2 Baldur Bjarnason, Fram 2 Goran Micic, Víkingi 2 Hördur Magnússon, FH 2 Ólafur Kristjánsson, FH 2 Pálmi Jónsson, FH 2 Ragnar Margeirsson, KR 2 Ríkhardur Daðason, Fram 2 Sigurjón Kristjánsson, Val 2 Hörpudeildin: Baráttan færði Þórsurum stig - misnotuðu vítaspyrnu er þeir gerðu markalaust jafntefli við Fram Bikarmeistarar Fram töpuðu sínum fyrstu stigum á Islands- mótinu í ár er þeir mættu Þórs- urum á grasvelli þeirra síðar- nefndu á laugardaginn. Leikn- um Iauk með markalausu jafn- tefli og þrátt fyrir að sigur heimamanna hefði varla verið sanngjarn verður ekki á móti mælt að Framarar hafi sloppið með skrekkinn því Þórsarar misnotuðu vítaspyrnu þegar tæpar 20 mínútur voru til leiks- loka. „Eg hcld að þetta hafi verið sanngjörn úrslit og mér sýnist þetta vera að koma hjá okkur. Liðið lék eins og fyrir það var lagt - það vantaði bara mörkin,“ sagði Sigurbjörn Viðarsson, aðstoðarþjálfari Þórs, að leik loknum. Þórsarar voru greinilega ákveðnir í að sýna Frömurum í tvo heimana strax í upphafi. Bar- áttan í liðinu var gífurleg, e.t.v. heldur mikil á köflum, og bikar- meistararnir fengu aldrei frið til að byggja upp hið skeinuhætta spil sitt. Reyndar gekk Pórsurum einnig erfiðlega að spila knettin- um og leikurinn þróaðist fljótlega út í geysilega baráttu á miðjunni en færin létu á sér standa. Luca Kostic átti tvö ágæt skot beint úr aukaspyrnum sem Birkir Krist- insson varði án teljandi erfiðleika en hættulegasta færi fyrri hálf- Ieiks kom í hiut Fram á 23. mín- útu. Ríkharður Daðason og Ant- on B. Markússon léku þá skemmtilega upp hægri vænginn og allt í einu var Ríkharður á auðum sjó í vítateig Pórs. Hann missti knöttinn hins vegar aðeins of langt frá sér og Friðrik var eld- snöggur út úr Þórsmarkinu og hirti boltann. Síðari hálfleikur var ákaflega keimlíkur þeim fyrri. Baráttan var í fyrirrúmi og Guðmundur Haraldsson, dómari, hafði í nógu að snúast enda leikmönnum heitt í hamsi. Þurfti hann m.a. að vísa einum úr hvoru liði af velli. Á 67. mínútu skallaði Guð- mundur Steinsson rétt framhjá Þórsmarkinu eftir góðan undir- búning Péturs Ormslev og 5 mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Brotið var greinilega á Árna Þór Árnasyni innan teigs en Guðmundur lét leikinn halda áfram. Árni hélt áfram af miklu harðfylgi, féll aftur og þá dæmdi Guðmundur víti og var það sennilega jafn rangur dómur og að sleppa því í fyrra tilfellinu. Bjarni Sveinbjörnsson tók vítið og Birkir Kristinsson átti ekki í neinum vandræðum með að verja afar slakt skot hans. Framarar pressuðu stíft undir lokin og á síðustu mínútunni sendi Ríkharður boltann fyrir Þórsmarkið. Sendingin fór öllu innar en hún átti sennilega að fara og Friðrik áttaði sig á síðustu stundu, náði að slá boltann í þverslána og skömmu seinna var leiktíminn úti. Leiki Þórsliðið áfram eins og það gerði á laugardaginn kernur þaö trúlega í hlut annarra að fást við falldrauginn. Baráttan var gífurleg og allir gáfu það sem þeir áttu. Spilið var að vísu ekki upp á það besta en liðið hefur sýnt- að það er fyrir hendi og trúlcga er ekki skynsámlegt að reyna að leika nettan fótbolta gegn þess- um andstæðingum. Árni Þór var afar frískur í framlínunni og þess verður væntanlega ekki langt að bíða að hann opni markareikning sinn. Sigurður Lárusson var öryggið uppmálað í vörninni, það sama má segja um Friðrik í markinu, og Kostic skilaði sínu á miðjunni. Mótspyrnan sem Framarar mættu kom þeim greinilega í opna skjöldu. Liðið náði ekki að ráða spilinu eins og svo oft og það sló leikmenn þess útaf lag- inu. Birkir Kristinsson lék vel, Viðar var sterkur að vanda og Baldur áberandi meðan hans naut við. Lið Þórs: Friðrik Friðriksson. Sigurður Lárusson. Nói Björnsson. Þorsteinn Jónsson, Sævar Árnason, Siguróli Krist- jánsson, Þórir Áskelsson, Luca Kostic, Hlynur Birgisson, Bjarni Sveinbjörnsson (Júlíus Tryggvason á 75. mín.) og Árni Þór Árnason. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveins- son, Þorsteinn Þorsteinsson, Viðar Þor- kelsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev. Kristinn R. Jónsson, BalcJur Bjarnason, Anton B. Markússon, Rík- haröur Daðason og Guðmundur Stcins- son. Gul spjöld: Hlynur Birgisson, Luca Kost- ieogSævar Árnason. Þór. Þorsteinn Þor- steinsson. Jón Sveinsson og Pétur Ormslev, Fram. Rauð spjöld: Baldur Bjarnason, Fram, og Sævar Árnason, Þór. Dómari: Guðnumdur Haraldsson. Hann hafði ekki fulla stjórn á leiknum þrátt fyrir að hann væri óspar á spjöldin og gcrði sín mistök. Línuvcrðir: Eyjólfur Ólafsson og Svan- laugur Þorsteinsson. Þór-KR á Akureyrar- vefli - í kvöld kl. 20 í kvöld heldur 4. umferð Hörpudeildarinnar í knatt- spyrnu áfram. A Akureyri mætast Þór og KR kl. 20 og fer leikurinn fram á Akureyrar- velli. Verður það fyrsti leikur sumarsins á vellinum en knatt- spyrnuunnendur bíða þess jafnan með nokkurri eftir- væntingu að hann verði tekinn í notkun. í tilefni af 75 ára afmæli Þórs verður ýmislegt gert til hátíðar- brigða eins og fram kemur í blað- inu í dag. Verður m.a. boðið til veislu í Hamri, hinu nýja félags- heimili Þórs, frá kl. 18-20 í kvöld. Þar verður boðið upp á heljar- mikla afmælistertu, pylsur o. fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.