Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 Leigumiðlun Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri Félagsstofnun óskar eftir herbergjum og íbúðum af öllum stærðum og gerðum á skrá. Félagsstofnun kemur á sambandi milli leigusala og leigutaka. Félagsstofnun útvegar ábyrgðartryggingu ef óskað er eftir. Húseigendur sem geta hugsað sér að leigja stúdentum við Háskólann á Akureyri hafi samband við skrifstofu Háskólans 5.-8. júní í síma 27855. Nánari upplýsing- ar veita Jón Þórðarson og Ólafur Búi Gunnlaugsson. —— ------ ------------------* Björn Sigurösson ■ Baldursbrekku 7 • Símar41534 • Sérleyfisferöir • Hópferðir • Sætaferðir ■ Vöruflutningar SUMARIÐ 1990 HUSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK 01.06-31.08. S M Þ Ml Fl FÖ L Húsavík-Akureyri Akureyri-Húsavík 19.00 21.00 08.00 '16.00 13.00 16.00 08.00 '16.00 13.00 16.00 08.00 16.00 'Ekið frá Akureyri um Húsavik, Ásbyrgi, Raufarhöfn, Þórshöfn til Vopnafjarðar. HÚSAVÍK-MÝVATN-HÚSAVÍK 22.06-06.09 S M Þ Ml Fl FÖ L Húsavik-Mývatn '08.00 '08.00 '08.00 Húsavík-Mývatn 12.00 09.20 08.40 08.40 08.40 09.20 12.10 Húsavík-Mývatn 18.30 19.10 19.10 19.10 18.30 Mývatn-Húsavík 11.30 08.30 08.10 08.10 08.10 08.30 11.30 Mývatn-Húsavík 18.00 18.30 18.30 18.30 18.00 Ekið um Húsavíkurflugvöll tímar geta breyst ef flugáætlun breytist. '1/6-30/8. ekið um Aðaldal og Kinn, með Sérleyfisbílum Ak. Kross Mývatn. HÚSAVÍK-ÁSBYRGI-HÚSAVÍK 05.06.-31.08 S M Þ Ml Fl FÖ L Húsavík-Ásbyrgi Ásbyrgi-Húsavík Ásbyrgi-Húsavík 18.00 '10.00 11.45 '17.00 18.00 '10.00 11.45 '17.00 'Gildir frá 20.06 til 24.08. HÚSAVÍK-ÁSBYRGI-RAUFARHÖFN-ÞÓRSHÖFN-VOPNAFJÖRÐUR-HÚSAVÍK 05.06.-31.08. S M Þ Ml Fl FÖ L Húsavík-Vopnafj. Vopnafj.-Húsavik 18.00 08.00 18.00 08.00 Ferðir i tengslum við áætlun til og frá Reykjavík og Akureyri. AFGREIÐSLUR ERU HJÁ EFTIRTÖLDUM AÐILUM Akureyri: Umferðamiöstöðin Hafnarstræti 82 .............. S. 96-24442 Húsavík: Björn Sigurðsson Garðarsbraut 7 ............... S. 96-42200 Mývatn: Eldá hf. ferðaþjónusta Reykjahlíð ............. S. 96-44220 Mývatn: Hótel Reynihlíð................................ S. 96-44170 Ásbyrgi: Veitingastaður og bensínsala................... S. 96-52260 Kópasker: Essoskálinn Kópaskeri ......................... S. 96-52183 Raufarhöfn: Snarlið við Sjávarbraut........................ S. 96-51211 Þórshöfn & Bakkafjörður: Essoskálinn Þórshöfn............. S. 96-81205 Vopnafjörður & Bakkafjörður: Hótel Tangi Vopnafirði....... S. 97-31224 Farsímar: 985-20034, 985-20035, 985-20036, 985-25730, 985-27540. Sérleyfishafi. Vallarhúsið og félagsheimilið Hamar er mikil lyftistöng fyrir Þór og verður hluti af húsinu tekinn í notkun á 75 ára afmælinu. Þórsarar ætla síðar að byggja íþróttahús vestan við Hamar og þá dreymir um að leggja gervigras á mal- arvöllinn. Verkefnin eru næg. Mynd: kl „Ákvörðun um byggingu Hamars eftirmnmileg“ - segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Pórs Núverandi formaður Þórs er Aðalsteinn Sigurgeirsson, sem lék handknattleik, knattspyrnu og einnig körfubolta með góð- um árangri hér á árum áður. Við ætlum að ræða við Aðal- stein um hið mikla uppbygg- ingarstarf Þórs á síðustu árum og horfa til framtíðarinnar. Fyrst ætlum við þó að forvitn- ast um fyrstu afskipti hans af félaginu. „Ég gekk í Þór sem polli, sennilega átta ára gamall. Síðan spilaði ég fótbolta, handbolta og körfubolta alla yngri flokkana en þegar ég var kominn í 2. flokk þá lét ég handboltann og fótboltann nægja. Ég byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBA í handbolta 15 ára gamall og ætli ég hafi ekki byrjað með ÍBA í fótboltanum 1965,“ sagði Aðalsteinn. Hann hélt áfram í báðum boltagreinunum eftir að ÍBA var skipt í Þór og KA og hann vann líka mikið við þjálfun hjá Þór. Aðalsteinn keppti alveg fram undir 1980 en þá voru meiðsli far- in að setja strik í reikninginn. - Fórstu fljótlega að taka þátt í félagsmálunum? „Á þeim tíma sem ég spilaði var ég alltaf meira eða minna í stjórn handknattleiksdeildar Þórs. Ég var í félagsmálunum samhliða mest allan tímann.“ „Húsið á eftir að nýtast okkur vel“ Aðalsteinn tók sér stutt frí frá félagsstörfunum þegar hann hætti að keppa en kom síðan inn í aðalstjórn Þórs sem varaformað- ur 1985. Þá var ný stjórn mynduð með Benedikt Guðmundsson sem formann. Baddi flutti úr bænum haustið 1986 og Steini tók við formennskunni. A aðalfundi Þórs 1987 var hann síðan form- lega kjörinn formaður. - Hver eru eftirminnilegustu atvikin úr þinni stjórnartíð? „Þar má fyrst nefna þegar ákvörðun um byggingu vallar- hússins og félagsheimilisins Hamars var tekin í formannstíð minni og fyrsta skóflustungan tekin haustið 1987. Það var gert fokhelt haustið 1988. Áður höfðu menn lengi rætt um að byggja fé-. lagsheimili en þarna var ákvörð- un loks tekin.“ - Voruð þið ekkert hræddir við að ráðast í þessar stórfram- kvæmdir? „Nei, kannski hafa sumir talið húsið of stórt en ég er sannfærður um að húsið eigi eftir að nýtast okkur vel og að allir muni verða sammála um að þessi ákvörðun var rétt. Það er Ijóst að við verðum að koma húsinu í sem mestan rekst- ur yfir veturinn þegar við notum það minna sjálfir og ég get upp- Íýst það að við erum einmitt að ganga frá samningum um leigu á salnum næstu fimm árin fyrir vikulega starfsemi félags. Hamar er mjög skemmtilegt hús og ég er viss um að margir vilja fá leigða aðstöðu hjá okkur.“ íþróttahús við Hamar í framtíðinni - Nú eruð þið að taka í notkun hluta af búningaaðstöðu, en hvaða starfsemi verður í Hamri þegar húsið er tilbúið? „í kjallaranum verður bún- ingaaðstaða, ljósalampar, gufa, nuddherbergi og tækjageymsla. Á hæðinni verður síðan kaffi- tería, fundasalir og þreksalur og efst verður hver deild með funda- herbergi út af fyrir sig, setustofa og íbúð fyrir húsvörð. Húsið er rúmir 1200 fermetrar og það er gert ráð fyrir tengibyggingu við íþróttahús, sem við munum í framtíðinni byggja vestan við Hamar. Framkvæmdir lágu niðri í nær eitt ár, ekki vegna þess að við vorum komnir í vandræði en við þurftum m.a. að skipulegga framkvæmdirnar með tilliti til breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Eftir að við gerð- um samning við Akureyrarbæ í vor hefur verið unnið af miklum krafti og það er nánast kraftaverk hvað mikið hefur áunnist. Ég vil færa þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt gífurlega vinnu í húsið sérstakar þakkir. Á miðvikudaginn tökum við hluta af húsinu í notkun en það verður engin formleg vígsla fyrr en í haust. Við ætlum að fara aðeins lengra áður en að henni kemur.“ Aðalsteinn sagði að í sumar væri stefnt að því að taka bún- ingaaðstöðu og hluta af félags- legri aðstöðu í notkun, enda væri það grundvallaratriði í starfi félags á borð við Þór að hafa góða aðstöðu fyrir félagsmenn. Iþróttahúsið er síðan langtíma- verkefni. Knattspyrnusvæðið vel á veg komið - Nú eru komnir fjórir knatt- spyrnuvellir á félagssvæði Þórs. Er ekki aðstaðan fyrir knatt- spyrnumenn að verða býsna góð? „Jú, þriðji grasvöllurinn klár- aðist í fyrra. Við sáðum í nýjan völl og hann ætlar að koma mjög vel út, en hinir voru þökulagðir. Keppnisvöllurinn er á við einn og hálfan völl að stærð og með þessa fjóra velli og ríflega það þá erum við komnir með aðstöðu sem er með þeim betri á landinu. Knattspyrnusvæðið er vel á veg komið. Við höfum frábæra aðstöðu frá náttúrunnar hendi fyrir áhorfendur, við höfum unn- ið við að girða og planta trjám og nú er draumurinn að setja gervi- gras á malarvöllinn. Þegar Sana- völlurinn hverfur missum við æfingaaðstöðu á vorin.“ Aðalsteinn rifjaði upp fleira sem upp hefur komið á síðustu árum, m.a. það að Þórsarar réðu starfsmann í fyrsta sinn í sögu félagsins, Árna Gunnarsson. „Það eru ekki margir frídagar sem Árni hefur fengið,“ sagði Aðalsteinn. - Kannski við víkjum aðeins að árangri Þórsliðsins í keppnis- íþróttum á síðustu árum. Er hann viðunandi? „Já, þegar á heildina er litið er hann það. Auðvitað vildi maður sjá betri árangur en við eigum bæði karla- og kvennalið í 1. deild í fótbolta og Úrvalsdeildar- lið í körfu. Þótt titlarnir láti á sér standa erum við í hópi þeirra bestu. Við erum í 2. deild í hand- boltanum en eigum rnjög efnilega yngri flokka og ég hef trú á því að Þór eigi eftir að spjara sig. Þá eig- um við gott skíðafólk, t.d. hefur Haukur Eiríksson náð frábærum árangri.“ Aðalsteinn segir að það vanti tilfinnanlega betri aðstöðu fyrir innanhússgreinarnar, íþróttahús- in eru þétt setin og lítið svigrúm fyrir æfingar. „Ég vil að lokum þakka öllum sem hafa unnið sjálfboðastörf fyrir félagið, í aðalstjórn, stjórn- um deilda, kvennadeildinni og öllum velunnurum Þórs. Þetta fólk hefur skilað ótrúlega mikilli vinnu,“ sagði Aðalsteinn. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.