Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR. LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Róttækar tillögur stjómar Sambandsins Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga hefst á morgun í Reykjavík. Ef fram fer sem horfir er mikilla tíðinda að vænta frá fyrrnefndum fundi og mun hann væntanlega marka þáttaskil í sögu samvinnu- hreyfingarinnar hér á landi. Á stjórnarfundi Sambandsins sl. fimmtudag var samþykkt tillaga til aðalfundar SÍS þar sem honum er falið að leita allra leiða til að treysta starfsgrundvöll fyrirtækisins. í samþykkt stjórnarinnar er m.a. lagt til að deildum Sambandsins verði breytt í hlutafélög eftir starfsgreinum. Þessi hlutafélög verði til að byrja með a.m.k. í helmingseign Sambandsins en leitað verði markvisst eftir utanaðkomandi hlutafé til að styrkja fjárhagsgrundvöll þeirra. Þar er einnig lagt til að gerð- ar verði sérstakar ráðstafanir, bæði skipulags- og rekstrarlegs eðlis, til að snúa við taprekstri verslunar- deildarinnar og Jötuns. Takist það ekki verði eignir þeirra seldar og deildirnar lagðar niður. Stjórn Sam- bandsins vill einnig að eðli Sambandsins verði breytt á þann veg að „félagið fáist ekki við rekstur", eins og það er orðað, heldur hafi Sambandið eftir þessar breytingar fyrst og fremst „hlutverk stefnumótunar, samræmingar og eignastjórnunar.“ Þetta eru svo sannarlega róttækar tillögur, því þær fela í sér gerbylt- ingu á eðli Sambandsins og rekstrarfyrirkomulagi. Það sem meira er: Flest bendir til þess að þær verði sam- þykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða aðal- fundarfulltrúa, jafnvel samhljóða. Eins og flestum er kunnugt hefur Samband íslenskra samvinnufélaga átt við langvarandi rekstrarvanda að etja. Verulegt tap hefur orðið á rekstri þess síðustu ár og eigið fé þess hefur rýrnað jafnt og þétt. Þrátt fyrir víðtækar aðhaldsaðgerðir og endurskipulagningu í rekstri hefur stjórnendum Sambandsins ekki tekist að snúa við taflinu. Af þeim sökum var viðbúið að grípa þyrfti til mjög róttækra aðgerða Sambandinu til bjargar. Það þarf nauðsynlega á nýju fjármagni að halda til að komast út úr þeirri kreppu sem það á nú í og hefja nýja sókn til framfara. Reynsla síðustu ára hefur sýnt að samvinnu- rekstrarformið á undir högg að sækja, ekki síst vegna þess að svokallað áhættufjármagn eða nýtt eigið fé skilar sér ekki inn í rekstur samvinnufyrirtækja. Þar hefur hlutafélagaformið ótvíræða kosti umfram sam- vinnureksturinn. Þess vegna eru breytingar í þá veru, sem stjórn Sambandsins hefur nú lagt til að verði gerðar, óhjákvæmilegar, ætli samvinnuhreyfingin áfram að beita sér fyrir þeim hugsjónum sem hún hef- ur ávallt haft að leiðarljósi. Segja má að hér sé fyrst og fremst um það að ræða að samvinnuhreyfingin í land- inu lagi baráttuaðferðir sínar að ríkjandi aðstæðum í þjóðfélaginu. Rekstrarfyrirkomulagi Sambandsins og uppbyggingu þess þarf að breyta í veigamiklum atrið- um. Með þeim breytingum verður þó engan veginn horfið frá samvinnuhugsjóninni sem að baki býr. Hún á jafn brýnt erindi við okkur nú og hún átti fyrir rúmri öld, þegar samvinnuhreyfingin var stofnuð. BB. Afmælisdagskrá Þórs íþróttafélagið Þór á Akureyri er 75 ára í dag, en stofnfundur félagsins var haldinn 6. júní 1915. I tilefni dagsins ætla Þórsarar að halda fagnað á fé- lagssvæði sínu í tengslum við leik Þórs og KR í 1. deild karla í knattspyrnu. Milli klukkan 18 og 20 verður kátt á hjalla í Hamri, félagsheim- ili Þórs en hluti hússins verður tekinn í notkun á afmælinu. Boð- ið verður upp á grillaðar pylsur fyrir ungu kynslóðina og kaffi og afmælistertu í boði kvennadeild- ar Þórs. Kl. 19.15 leggur skrúðganga með lúðrasveit í broddi fylkingar af stað frá íþróttahúsi Glerár- skóla áleiðis niður á aðalleik- vanginn á Akureyri en leikur Þórs og KR er fyrsti leikurinn sem þar fer fram í sumar. Leikur- inn hefst svo kl. 20 þegar fallhlíf- arstökkvari hefur lent á vellinum með boltann sem notaður verður. Að sögn Aðalsteins Sigurgeirs- sonar, formanns Þórs, verður frekari hátíðarhöldum frestað til haustsins. Þórsarar ætla að efna til veglegrar veislu 29. september og þann dag er einnig ráðgert að vígja aðstöðuna í Hamri form- •ega. Þórsarar starfrækja útvarps- stöð í tengslum við afmælið. Útvarp Þór hófst í gær og verður útvarpað næstu daga, eða allt fram á aðfaranótt sunnudags, á FM 100,4. Frá kl. 15-18 er dag- skráin helguð yngri kynslóðinni en ráðgert er að tengjast Rás 2 kl. 18-19. Um kvöldið er boðið upp á tónlistardagskrá og létt spjall við unga sem aldna Þórs- ara. Símanúmer Útvarps Þórs eru 26970 og 26667. SS Fyrstu spor félagsins íþróttafélag Oddeyringa - Þór - var stofnað 6. júní. Aðal- hvatamaðurinn að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess var Friðrik Einarsson, en hann var þá 15 ára gamall. Með honum í stjórn voru Jakob Thorarensen og Jörgen Hjalta- lín. Á fyrsta meðlimalistanum voru 46 félagar en þeir munu vera um 1700 nú 75 árum seinna. A fyrstu árunum voru félagar í Þór á aldrinum 10-15 ára, jafnt stúlkur sem drengir. í fundagerð- um kemur fram að starfsemi félagsins var fjölbreytt. Á fund- um voru lesnar smásögur og Ijóð, skipað í nefndir og fleira. Félagar æfðu leikrit og stóðu fyrir ýmsum skemmtunum, Það má þykja kátbroslegt að hver fundur hófst á þvf að for- maður spurði hvort einhver hefði brotið af sér. Oft kom það fyrir að félagar játuðu smávægilegar yfirsjónir eða voru klagaðir fyrir að stelast til að reykja, en slík iðja var rneð öllu óheimil í íþróttafélaginu Þór. Betra að vera í buxum Hér er að sjálfsögðu ekki ætlunin að rekja sögu Þórs heldur aðeins að rifja upp fyrstu spor félagsins. Lítum t.d. á 36. fund stjórnarinn- ar: „Sunnudaginn 5. nóv. 1916 hjelt fjelagið Þór fund í Bíó. Brot: Formaður spurði um brot og voru engir kærðir. Upplestur: Gellir, Víkingur og Jónsbók voru lesin upp. Mál: Jón Hjaltalín, hvort ekki ætti að kjósa eftirlitsmenn með reykingunum, kosnir voru 4 menn (til eftiriits) í eftirlitsnefnd; Steindór Hjaltalín, Jón Hjaltalín, Friðrik Einarsson og Egill R. Ólafsson. Friðrik Einarsson, hvort er betra að vera í buxum eða pilsum. Flestir fjelagsntenn, sem viðstaddir voru, voru á því máli að betra væri að vera í buxum.“ Fleira var gert á þessum fundi, kosin framkvæmdanefnd til að koma á skíðaferðum og skemmti- nefnd. Þá var rætt um hvort betra væri að hafa kvenmann eða karlmann sent ritara. Það kom fyrir áð menn voru reknir úr félaginu vegna reykinga eða óspekta á fundum, en sumir gengu í það aftur. Félagssvæðið á Gleráreyrum Þórsarar skiptu liði og léku knatt- spyrnu. Þeir fóru líka fljótlega að halda áramótabrennur, hina fyrstu 1916, og álfadans var stig- inn í fyrsta sinn á þrettándanum 1926. Fyrsta blómaskeið íþróttafé- lagsins Þórs var 1918-1924, en í lok tímabilsins hafði félagið unn- ið Silfurknöttinn til eignar, sem keppt hafði verið um á Knatt- spyrnumóti Norðlendingafjórð- ungs síðan 1919. Þórsarar unnu KA, sjálfan höfuðandstæðinginn, í fyrsta sinn í knattspyrnu 1. flokks árið 1931, en þá hafði Þór yfirleitt haft bet- ur í viðureignum yngri flokk- anna. Vallarmál færðust smám sam- an til betri vegar. Árið 1928 heimilar bæjarstjórn Þór afnot af grasvellinum á Gleráreyrum og félagið fékk að byggja hlaupa- braut umhverfis völlinn. Tveimur árum síðar koma Þórsarar upp malarvelli vestan við grasvöllinn og átti hann eftir að reynast vel því bæjaryfirvöld tóku grasvöll- inn síðar undir kartöflugarða. Þórsarar héldu þessu athafna- svæði sínu og^ byggðu það upp næstu áratugi en voru endanlega sviptir því 1960 án nokkurra bóta. Það var ekki fyrr en 1965 að bæjarstjórnin veitt félaginu athafnasvæði í Glerárhverfi og hefst þá sú uppbygging sem flest- ir þekkja í dag. Hér er ekki rúm fyrir frekari upprifjun en benda má á að Þór gaf út rit á 65 og 70 ára afmælinu, rit sem vert er að kynna sér. SS Þetta er fágæt mynd af sveit Þórs í Oddeyrarboðhlaupinu 1951. Aftasta röð f.v.: Halldór Árnason, Jens Sumarliða- son, Jóhann Egilsson, Agnar Óskarsson, Tryggvi Georgsson, Baldur Jónsson, Hinrik Lárusson, Einar Gunnlaugs- son, Karl Óskarsson, Sigurður Bárðarson, Magnús Jónsson, Gunnar Óskarsson. Miðröð f.v.: Tryggvi Gestsson, Valgarður Sigurðsson, Hreinn Óskarsson, Gunnar Jónsson, Hallgrímur Tryggvason, Kristján Kristjánsson. Fremsta röð: Páll Stefánsson, Kristinn Bergsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.