Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, miðvikudagur 6. júní 1990 Kodak Express Gæöaframköllun Tryggðu f ilmunni þinni ^besta ^Pedr6myndir ^ Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Hvammstangahreppur: Sami meiri- hluti áfram Á Hvammstanga hafa H-listi félagshyggjufólks og G-listi Alþýðubandalagsins og óháðra komið sér saman um málefna- samning vegna meirihlutasam- starfs í hreppsnefnd Hvamms- tanga næstu fjögur árin. Þessir flokkar voru í meirihluta síð- asta kjörtímabil. Gengið var frá málefnasamningnum sl. mánudagskvöld en eftir er að fá hann staðfestan hjá tlokks- mönnum listanna. Guðmundur H. Sigurösson, efsti maður á G-lista, reiknaði með að málefnasamningurinn rynni ljúflega í gegn hjá flokkun- um, þar sem ekki væri svo mikið um breytingar frá síðasta kjör- tímabili. „Mesta breytingin er að nú verða þrír fulltrúar í meiri- hluta í stað fjögurra áður, G-list- inn missti mann yfir til L-lista frjálslyndra borgara," sagði Guð- mundur. Flokkarnir leggja til að Þórður Skúlason verði áfram sveitar- stjóri og ekki er búist við öðru en að Þórður gangi að því. Væntan- leg hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps mun að öllum líkindum koma saman upp úr næstu helgi. -bjb Einar Sveinn Ólafssun, útvarpsstjóri Útvarps Þórs, við stjórntækin í gær. Mynd: KI. Útvarp Þór á 75 ára afmælinu í dag, miðvikudaginn 6. júní, fagnar íþróttafélagið Þór 75 ára afmæli. Mikið verður um dýrðir í tilefni dagsins. Meðal annars verður starfrækt útvarpsstöð, Útvarp Þór á FM 100,4, fram á nk. laugardag. Útvarpsstöðinni var hleypt af stokkunum í gær og þá var þessi rnynd tekin. í dag verður send út dagskrá fra kl. 15 til 18 sem helguð verður yngri kynslóðinni. Spjallað verður við iðkendur og leikin óskalög. Klukkan 18 til 19 verður samtenging Rásar 2 og Útvarps Þórs. í kvöld kl. 19-23 verður síðan send út sérstök afmælisdagskrá frá Þórssvæðinu. Á morgun, fimmtudag, föstudag og laugardag verður fjölbreytt dagskrá í Útvarpi Þór. Útsendingar hefjast alla dagana kl. 15. Þess má geta að tekið er á móti kveðjum og óskalögum í símum 26970 og 26667. Nánar um 75 ára afmæli Þórs á bls. 4, 5 og 6 í dag. óþh Lífrænt gas í jarðlögum í Öxarfirði: Sumarið notað til frekari rannsókna og endurvinnslu gagna Áhugi virðist vera fyrir því í iðnaðarráðuneytinu að kanna uppruna á lífrænu gasi sem kemur úr borholu í Oxarfirði. Oddviti Öxarfjarðarhrepps hefur rætt við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra, og ákveðið er að í sumar verði unnið að rannsóknum á djúpsýnum og gögn frá rannsóknum liðinna ára endurunnin. Oddvitinn, Björn Benediktsson í Sandfellshaga, segir að vitað hafi verið um lífrænt gas í jarðlögum í Öxarfirði í nokkur ár, en ekkert gert til að rannsaka uppruna þess. „Okkur þykir þetta ákaflega undarleg vinnubrögð. Fyrir Banaslys á Skagastrandarvegi: Ung stúlka lést í bflveltu Banaslys varð að morgni sl. laugardags á Skagastrandar- vegi við Vatnahverfi. Ung stúlka lést þegar bifreið, sem hún ók, lenti útaf í beygju og valt. Stúlkan var ein í bifreiðinni. Hún hét Bryndís H. Stein- dórsdóttir og var frá Skaga- strönd. Bryndís var á 18. aldursári. -bjb nokkrum árum var borað á kostnað ríkisins í Flatey til að kanna setlög og leita eftir hugs- anlegum vísbendingum um gas eða olíu. Holan sem boruð var gaf engan árangur hvað þetta snerti. Nokkrum árum síðar kom lífrænt gas upp fyrir tilviljun við borun í Öxarfirði. Enginn áhugi var fyrir að skoða það frekar. Ég held þó að nú hafi' tekist að ýta því máli eitthvað af stað, og í samtali sem ég átti við iðnaðar- ráðherra sagðist ráðherrann hafa mikinn áhuga á að þetta yrði skoðað. Djúpsýni verða tekin út holunni í sumar, og upplýsingar sem þegar liggja fyrir um svæðið endurunnar, en þær eru þó nokkrar. Um er að ræða rann- sóknir Orkustofnunar undanfarin ár, athuganir sovéskra vísinda- ntanna og kannanir sem skipið Western Geophysical gerði árið 1978,“ sagði Björn Benediktsson í Sandfellshaga, oddviti Öxar- fjarðarhrepps. Spurningin sem vísindamenn ætla að reyna að svara er hvaðan lífræna gasið kemur, þ.e. hvort það kemur neðan úr dýpri jarðlög- um eða frá aðliggjandi efri jarð- lögum. Komi gasið úr djúpum jarðlögum bendir flest til að full ástæða sé til áframhaldandi rann- sókna. EHB Blönduvirkjun: Unnið allan sólarhringinn - 500 manns á svæðinu Framkvæmdir viö Blöndu- virkjun eru nú að komast á fullt skrið, en í sumar munu vinna þar á fimmta hundrað manns. Stefnt er að því að klára allar helstu framkvæmdir á svæðinu á þessu ári og verður í sumar unnið allan sólarhring- inn alla daga vikunnar í verk- um þeim sem þarfnast sumar- veðráttu. Unnið hefur verið nánast í all- an vetur í Blönduvirkjun og var það fyrst og fremst Hagvirki sem vann við skurðgröft vegna veitu- leiðar frá aðaluppistöðulóninu. Framkvæmdir fóru síðan af stað í meira mæli í apríl og eru nú að komast í gang fyrir alvöru. Mikl- ar stífluframkvæmdir verða og Blöndustífla sjálf, mun í sumar hækka um 15 metra og verður þá komin upp í 32 metra, en hún er stærsta stíflan á svæðinu. Áætlað er að hægt verði að vinna í stífl- um fram í október. í sumar verða einnig lokuvirki sett upp og bygg- ingu stjórnhúss á að vera lokið 1. nóvember. Bygging þjónustuhúss fyrir starfsfólk virkjunarinnar er að hefjast og í stöðvarhúsi verða steypuframkvæmdir að mestu kláraðar. Það eru um sjö verktakafyrir- tæki, innlend og erlend, sem koma til með að vinna þessi verk og önnur í sumar. Á vegum þeirra munu starfa á fimmta hundrað manns, svo að ljóst er að svæðið við Blönduvirkjun mun frekar minna á lítið þorp heldur en vinnusvæði. Fram- kvæmdum við virkjunina mun að mestu Ijúka á næsta ári og á að taka fyrstu túrbínuna af þremur í notkun haustið 1991. MA ’90 16. júní: Búist við 700 manns í mat Ljóst er þegar að á stúdcnta- hátíðinni í íþróttahöllinni á Akureyri um aðra helgi verða ekki undir 500 manns í mat. Fyrir skömmu var sent út dreifibréf til stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri þar sem óskað var tilkynninga um þátttöku og bárust þegar svör frá yfir 500 manns. For- svarsmenn þessarar hátíðar sem ber titilinn MA-’90 efndu til blaðamannafundar í gær þar sem fram kom að búist er við að 700 manns verði í mat. Eins og kornið hefur fram í blaðinu vaknaði hugmynd að þessari hátíð í hópi 25 ára stúd- enta frá MA. Mikið het'ur verið unnið að undirbúningi í vetur og hefur dagskráin tekið á sig endanlega mynd. Húsið verður opnað kl. 18 að kvöldi 16. júní og fram til kl. 02 um nóttina verður fjölbreytt dagskrá, þar á meðal endurvakning á MA-kvartett í hópi 25 ára stúdenta. Gert er ráð fyrir að alls komi fram um 100 manns í þessari dagskrá en þegar á líður kvöld taka danshljóm- sveitir við stjórninni. Umsjón með veitingum á há- tíðinni hefur Bautinn á Akureyri og sagði fulltrúi veitingastaðarins á blaðamannafundinum í gær að búast megi við að um 50 manns vinni að framkvæmd veislunnar. Skólaslit MA verða að venju að morgni 17. júní í Höllinni og verður fjölmennt lið í vinnu alla nóttina við að gera húsið tilbúið fyrir skólaslitin. Sérstök skrifstofa verður opn- uð til afgreiðslu á miðum á þessa hátíð dagana 14., 15. og 16. júní í heimavist MA en ætlunin er að selja alla miða á þessa hátíð fyrir- fram þar sem um lokaða skemmt- un er að ræða. Þó var lögð á það rík áhersla í gær að þeir sem fengið hafa send dreifibréf til- kynni þátttöku sem fyrst. JÓH Lágheiði mokuð Starfsmenn Vegagerðar ríkis- ins á Sauðárkróki hófu mokst- ur á Lágheiði á fimmtudaginn. Hlé varð á mokstrinum yfir hvítasunnuhelgina, en í gær var hafist handa á ný. Ekki er hægt að segja um hve- nær vegurinn um Lágheiði verður opnaður. Mokstur gengur seint, en þriggja til fjögurra metra snjólag er á vegarstæðinu. Veg- urinn verður ekki opnaður fólks- bílum til umferðar fyrst í stað, en venja hefur verið að láta hann þorna áður. Óvenju mikill snjór er á Lágheiði miðað við árstíma, enda var síðasti vetur afar þung- ur í Fljótum og Stíflunni. EHB ✓ Blönduósbær: Ofeigur endurráðinn Ofeigur Gestsson hefur verið endurráðinn bæjarstjóri á Blönduósi en nýr meirihluti var myndaður í bæjarstjórn- inni fyrir helgina. Forseti bæjarstjórnar verður Pétur A. Pétursson af H-lista. Sjálfstæðismenn náðu sam- komulagi við H-lista um samstarf í bæjarstjórn Blönduóss næsta kjörtímabil. Á síðasta kjörtíma- bili voru H-listi og K-listi í meiri- hlutasamstarfi en þessir flokkar deildu um hafnarmál og náðu ekki samkomulagi um áfram- haldandi samstarf. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.