Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 6. júní 1990 - DAGUR - 15 öðrum af lífsgleði sinni og þeim fróðleik sem hann var stöðugt að afla sér. En Tóti var bókhneigður og haldinn miklum fróðleiks- þorsta. Hann var fljótur að læra en vildi síður eyða tíma í að liggja yfir því sem honum þótti skipta litlu máli. íslendingasög- | urnar, ferðabækur og þjóðlegur fróðleikur þóttu honum mun | meira freistandi lestrarefni en þurrar námsbækur. Hann hafði líka afstöðu til tónlistarnámsins. Oft fannst honum það tefja fyrir sér að lesa nótur og spila æfingar. Hann þurfti ekki að heyra lag nema einu sinni til að geta spilað það á píanóið og því fylgdi þá líka sá kostur að hann gat ráðið útsetningunni sjálfur. Töluvert fékkst hann líka við að semja lög. „Yesterday all my troubles seemed so far away,“ / í gær virt- ust vandamálin víðsfjarri. Petta var kveðjulag og uppáhaldslag Tóta míns. í gær brosti lífið við okkur, í dag virðist það hrunið til grunna. Á morgun verðum við að reyna að byrja að byggja það upp að nýju, á annan hátt en fyrr, ein- um færri. Aldrei verður það eins gott og skemmtilegt og það var áður en við verðum að reyna að hjálpast að við að gera það bæri- legt aftur. Aldrei framar eigurn við eftir að sitja saman í stofunni hennar ömmu og hlusta á Tóta spila á píanóið, aldrei framar á hann eftir að spila fyrir okkur jólasálmana á aðfangadagskvöld og aldrei framar sjáum við hann þeysa í hlað á hjólinu sínu eða snjósleðanum, snara sér af og bjóða litlu krökkunum eina bunu. En minningarnar tekur enginn frá okkur og sá dagur kemúr vonandi að þær gleðja okkur en græta ekki. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín, segir Kal- ihl Gibran í Spámanninum. Sannarlega var Tóti gleðigjafi og fyrir tímann sem við áttum hann ber að þakka. Kveðja mín til elsku Tóta er ástarþökk fyrir að glæða líf okkar litum um nær 18 ára skeið. Hjartans þökk frá 'Hillu frænku og Jafet, og frá Jóhönnu og Ara Hermóði sem litu á hann eins og stóra bróður. Við geymum hann öll í minning- unni. Hildur Hermóðsdóttir. Það er komið kvöld, vinnudegi er lokið og annar bíður eftir okkur að morgni. Klukkan losar mið- nættið, úti berjast sumar og vetur í grámósklegu frostinu, vetur konungur reynir enn að halda völdum með klóm sínum. Dyrabjallan glymur, á tröpp- g unum stendur séra Björn ogsegir okkur þær hörmulegu fréttir að bróðursonur minn Þórólfur Baldvin Hilmarsson sé látinn. Það er eins og veturinn í dauða- teygjunum grípi um hjarta mitt og kremji það miskunnarlaust saman. Þessi ungi piltur, sem kvaddi okkur fyrir þremur dögum, fullur af gleði og tilhlökkun. Nú átti að halda á erlenda grundu og fagna velheppnuðum prófum. Til útlanda hafði Tóti aldrei komið áður. Tóta vannst aldrei tími til að skoða hinar fögru lendur Spánar. Strax á fyrsta degi er honum kippt í burtu frá okkur í einu af hinum voðalegu slysum, enn eitt af ^læsilegum ungmenn- um okkar Islendinga fallið í val- inu nú á örskömmum tíma. Mað- I ur spyr almættið hvers vegna, en fær ekkert svar. Ég spyr aftur ahnættið af hverju allt þetta unga fólk, meðan sjúk gamalmenni, södd lífdaga, biðja Himnaföður- inn dag eftir dag og ár eftir ár, að taka sig til sín. Hinir öldruðu fá ekkert svar og það fæ ég ekki heldur. Þórólfur eða Tóti eins og hann var oftast kallaður, vorbarnið okkar, var vel gefinn myndarpilt- ur, sem hefði oröið átján ára 23. maí, ef hann hefði lifað. Tóti var allur í mótorsporti og áttu vél- sleðar og vélhjól mikil ítök í honum. Einnig spilaði hann á píanó og hljómborð enda mjög músíkalskur. Tóti samdi líka lög á hljóðfærin sín. Ég var stödd uppi í Árnesi daginn áður en hann lagði af stað. Eitt af því síðasta sem ég heyrði hann segja við for- eldra sína var „við bræðurnir för- um í fjósið í fyrramálið, en þið sofið og hvílið ykkur," sem auð- vitað var þegið með þökkum. Núna skoðar þú, Tóti minn, þær strendur sem eru trúlega feg- urri en þig óraði nokkurn tímann að erlend lönd gætu verið. Ég trúi, að á ströndinni hinum megin hafi afi Hermóður, Steingrímur langafi og Sigríður langamma beðið eftir þér og fylgt þér um nýju heimkynni þín, alla leið að borði Drottins. Tóti rninn, Guð gefi þér góða heimkomu í framtíðarstaðinn þinn og ég vona að þín fyrsta og síðasta utanlandsferð hafi ekki valdið þér vonbrigðum. Guð styrki ykkur bróðir, mágkona, Hermóður Jón, Árni Pétur, Ester Ósk, amma Jóhanna, amma Gerður og afi Jón. Guð hjálpi okkur öllum. Sigga frænka. „Grátum ekki, munum heldur." Munum allt fagurt sem fyrir augu brá, alla yndishljóma er oss barst til eyrna, allt það góða sem við nutum, munum það, gleðjumst af því en grátum það eigi. Þessar línur úr ritsafni Theo- doru Thoroddsen hjálpa okkur að bægja frá þeirri þungu sorg er kvaddi dyra þegar drengur í æskuljóma var skyndilega og vægðarlaust hrifinn burt, fjarri foreldrum og heimabyggð. Þórólfur Baldvin, „Tóti“, var elsta barn foreldra sinna, Áslaug- ar Önnur Jónsdóttur og Hilmars Hermóðssonar, fæddur 23. maí 1972. Ólst hann upp í Árnesi ásamt þremur systkinum, Hcr- móði Jóni, Árna Pétri og Jitlu systurinni Ester Ósk. Naut hann þar í uppvextinum ástríkis for- eldranna og ömmu Jóhönnu og afa Hermóðs, sent lést fyrir all- nokkrum árum. Tóti var að eðlisfari dagfars- prúður og hægur, en jafnan stutt í brosið þótt undir byggi létt lund. Samviskusemin var honum í blóð borin og vildi hann vinna foreldrum og búi sem mest og best. Þegar hann kom heirn í helgarfrí úr skóla var sjálfsagt að ganga í verkin. Þá hafði tónlist- argáfan ekki látið hann ósnort- inn, lék hann á píanó og hljóm- borð og um tíma æfði hann í hljómsveit ásamt félögum sínum. Nábýli er á Nesjabæjum og samgangur mikill á milli frænd- systkina á líku reki. Varla leið sá dagur að þeir frændur Tóti og Völli Snær þyrftu ekki að hittast og ræðast við þegar báðir voru heima. Nú verður þess sárt sakn- að að heyra ekki drepið létt á dyr og brosmildan dreng spyrja eftir frænda sínum. En æskuárin voru fljót að líða við leik og starf. Eftir tveggja ára nám á framhaldsbraut við Lauga- skóla skyldi að loknum prófum haldið á vit ævintýra á suðlægum slóðum ásamt skólafélögum. Tilhlökkun og eftirvænting ríkti í huga piltsins sem nú bjó sig til ferðar til framandi landa í fyrsta sinn. Fjölskylda og frændlið gladdist með, engan grunaði að þetta yrði jafnframt sú hin síð- asta á þessari jörð, honunt var ætluð önnur og lengri för. Fyrir aðeins mánuði kornu ætt- ingjar og vinir saman til að gleðj- ast með yngsta bróðurnum, Árna Pétri, á fermingardaginn. Það var sól og vor í lofti eftir langan og strangan vetur. En aftur dimmdi yfir og þennan sunnudag stönd- um við klökk og orðvana. Megi algóður Guð styrkja for- eldra, systkini og ástvini alla ásamt ferðafélögunum ungu sem urðu fyrir þungbærri reynslu. Um leið og við þökkum ungum vini samfylgdina sendir Völundur Snær góðum frænda hinstu kveðju. Fjölskyldan í Álftanesi kveður Þórólf Baldvin með þess- um ljóðlínum: Skært hann skein skein eigi lengi. Þá varð dimmt í dal. er andi drottins af upphæðum blés á hið bjarta Ijós. (Sveinbj. Egilsson.) Halla L. Loftsdóttir. Ekkert megnar að lýsa þeim sárs- auka sem greip okkur þegar við fréttum að náinn vinur okkar og frændi hafi látist i hörmulegu slysi úti á Mallorka, þar sem hann var í skólaferðalagi ásamt félögum sfnum úr Laugaskóla. Þórólfur eða Tóti, eins og við kölluðum hann, ólst upp í Árnesi í Aðaldal. Hann var sonur hjónanna Ás- laugar Önnu Jónsdóttur og Hilm- ars Hermóðssonar, elstur fjög- urra systkina. Samband hans við systkini sín og foreldra var mjög gott. Hann var bræðrum sínum sem félagi og litla systir hans Est- er Ósk naut mikillar athygli af hans hálfu. Það var einnig gott samband rnilli okkar frændsystkinanna þar sem við ólumst upp í nánd hvert við annað. Samgangurinn á milli var mjög mikill og oft var kornið saman til að skemmta sér eða til að spjalla. Núna er Tóta sárt saknað í okkar hópi. Alltaf var gott að tala við Tóta og gerði hann ekki mun á fólki í því sambandi. Hann var hress og kátur og fús til hjálpar. Tóti átti auðvelt með nám og stefndi á stúdentsprófið. Hann hafði líka mikinn áhuga á tónlist og lærði m.a. á píanó og hljómborð. Áhugi hans snérist einnig um vélsleða og mótorsport. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. V. Briem. Þar sem dauðinn fer um spyr hann ekki að aldri og þótt við spyrjum aftur og aftur; af hverju þetta hafi þurft að gerast, fáum við það eina svar: Drottinn gaf og Drottinn tók. Það voru þung sporin þegar við fylgdum frænda okkar hinsta spölinn. En í hjarta okkar allra sem þekktum hann varðveitum við dýrmætar minningar sem inunu gleðja okkur og styrkja í sorginni, því við grátum yfir því sem var gleði okkar. Elsku Ása. Himmi, Hernmi, Pési, Ester Ósk, ömmurnar Jó- hanna og Gerður og afi Jón. Guð gefi ykkur og öðrum ástvinum styrk til að standast þessa raun. Þetta er okkar hinsta kveðja til okkar elskulega frænda Tóta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. V. Briem. Vigga og Steingerður. dagskró fjölmiðla h Sjónvarpid Miðvikudagur 6. júni 17.50 Sídasta risaeðlan. (Denver, the Last Dinosaur.) 18.20 Þvottabirnirnir. (Racoons.) 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Úrskurður kviðdóms (3). (Trial by Jury.) 19.20 Umboðsmaðurinn. (The Famous Teddy Z.) 19.50 Abbott og Costeilo. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Listahátiíð í Reykjavík 1990. Kynning. 20.35 Grænir fingur (7). Efni til garðbygginga. Hvað stendur garðeigendum til boða af ýmis konar byggingarefni til garðræktar og fegrunar? Umsjón: Hafsteinn Hafliðason. 20.50 Sálnaveiðar. (The Hunting Ground.) Ný bresk heimildamynd um áhrif krist- inna trúboða á nokkur frumstæð samfé- lög indíana í Suður-Ameríku. Vestrænir menningarkvillar fylgja oftar en ekki í kjölfarið. 21.40 í launsátri. (Suddenly) Bandarisk spennumynd frá árinu 1954. Aðalhlutverk: Frank Sinatra, Sterling Hayden, Nancy Gates og James Gleason. Þrír leigumorðingjar yfirtaka hús i lítilli borg. Forsetinn er á leið í veiðiferð og það er vitað að hann komi við í borginni. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 6. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Fimm félagar. (Famous Five.) 17.55 Albert feiti. 18.20 Funi. (Wildfire.) 18.45 í sviðsljósinu. (After Hours.) 19.19 19:19. 20.30 Af bæ í borg. (Perfect Strangers.) 21.00 Okkar maður. Bjarni Hafþór Helgason er okkar maður á ferð og flugi um landið. 21.15 Bjargvætturinn. (Equalizer.) 22.00 Jane Fonda. (Unauthorized Biography of Jane Fonda.) Seinni hluti. 22.50 Michael Aspel. 23.30 Skelfirinn. (Spectre.) Spennandi hrollvekja. Aðalhlutverk: Robert Culp, Gig Young og John Hurt. Bönnuð börnum. 01.10 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 6. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fróttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Dagfinnur dýra- læknir" eftir Hugh Lofting. Kristján Franklin Magnús les (8). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. 10.00 Fréttir. 10.03 Þjónustu- og neytendahornið. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. 12.01 Úr fugla- og jurtabókinni. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - í heimsókn á Barða- strönd. 13.30 Miðdegissagan: „Persónur og leikendur" eftir Pétur Gunnarsson. Höfundur les (5). 14.00 Fróttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fréttir. 15.03 Mæramenning. 16.00 Fróttir. 16.03 Að utan. 16.10 Dagbókin. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fróttir. 18.03 Sumaraftann. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Fágæti. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Ættleiðingar. 21.30 Sumarsagan: „Birtingur" eftir Voltaire. Halldór Laxness les þýðingu sína (3). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.25 Úr fugla- og jurtabókinni. 22.30 Birtu brugðið á samtímann. 23.10 Sjónaukinn. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 6. júní 7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðardóttur og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. - Þarfaþing kl. 11.30. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Sólarsumar heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. 16.03 Dagskrá. Sigurður G. Tómasson, Þorsteinn J. Vil- hjálmsson og Katrín Baldursdóttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur i beinni útsendingu, simi 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. 20.30 Gullskifan. 21.00 Smiðjan. 22.07 Landið og miðin. 23.10 Fyrirmyndarfólk litur inn i kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11,12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Á gallabuxum og gúmmiskóm. 2.00 Fréttir. 2.05 Áfram ísland. 3.00 Landið og miðin. 4.00 Fróttir. 4.03 Sumaraftann. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Glefsur. 5.00 Fróttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Zikk zakk. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Afram ísland. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 6. júni 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.35-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 6. júni 07.00 7-8-9... Pétur Steinn Guðmundsson og Hulda Gunnarsdóttir ásamt Talmáls- deild Bylgjunnar. 09.00 Fróttir. 09.10 Ólafur Már Björnsson. 11.00 í mat með Palla. 13.00 Valdis Gunnarsdóttir. 15.00 Ágúst Hóðinsson. 17.00 Kvöldfréttir. 17.15 Reykjavik síðdegis. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson. 20.00 íslandsmótið Hörpudeild. Valtýr og Hafþór fylgjast með leikjum Þórs og KR á Akureyri og leik Vikinga og ÍA á Víkingsvelli. 22.00 Þorsteinn Ásgeirsson. 02.00 Freymóður T. Sigurðsson. Hljóðbylgjan Mlðvikudagur 6. júní 17.00-19.00 Timi tækifæranna á sinum stað kl. 17.30. Þáttur fyrir þá sem þurfa að selja eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.