Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 3
fréttir í- Húsbréfakerfíð: Greiðslugeta metin hjá þeim sem hyggja á nýbyggingar Félagsmálaráðherra hefur gef- ið út tvær reglugerðir um hús- bréfaviðskipti. Annars vegar er um að ræða reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfavið- skipti vegna kaupa eða sölu á notuðum íbúðum og kaupa, sölu eða byggingar á nýjum íbúðum. Reglugerðin kemur í stað eldri reglugerðar um hús- bréfadeild og húsbréfavið- skipti. Hins vegar er um að ræða reglugerð um breytingu á reglugerð um húsbréfakaup líf- eyrissjóða. Frá 1. júní sl. gátu þeir sem hyggjast nýta sér húsbréfavið- skipti vegna nýbygginga fengið greiðslugetu sína metna hjá hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar en skipti á húsbréfum og fasteigna- veðbréfum vegna nýbygginga koma þó fyrst til framkvæmda Skógrækt á Melgerðismelum: Fleiri sjállboðaliða vantar Á Melgerðismelum og í landi Melgerðis í Saurbæjarhreppi er unnið að miklu skógrækt- arátaki. Um síðustu helgi voru 20.000 plöntur gróðursettar á svæðinu. „Við ætlum að planta út 80.000 plöntum í sumar og vonandi enn betur á næsta sumri. Okkur gekk mjög vel um síðustu helgi, en þá gróðursettu flugmenn, starfs- menn Háskólans á Akureyri og fólk úr Saurbæjarhreppi rétt um 20.000 plöntur, cn okkur vantar fleiri sjálfboðaliða svo ætlun- arverkinu verði náð,“ sagði Jón Þórðarson, deildarstjóri við Háskólann á Akureyri. ój Aðalfundur SÍS á morgun Aðalfundur Sambands is- lenskra samvinnufélaga verður haldinn á morgun og á föstu- dag í fundarsal á fimmtu hæð í Sambandshúsinu að Kirkju- sandi. Að fundarsetningu lokinni og kosningu starfsmanna fundarins mun Ólafur Sverrisson, formaður stjórnar, flytja skýrslu stjórnar og síðan mun Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri, flytja sína skýrslu. Að því loknu verða umræður um skýrslur stjórnarformanns og for- stjóra. Til viðbótar við hefðbundin störf aðalfundar má gera ráð fyrir að umræður um skipulagsmál verði ofarlega á baugi. óþh Karlakórinn Heimir að ljúka vetrarstarfi: Heiinir suður yfir heiðar Karlakórinn Heimir i Skaga- firði er nú að Ijúka vetrarstarfi sínu. Lokapunkturinn verður söngför um Suðvestur- og Suðurland í þcssari viku. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason og undirleikarar þau Richard og Jacqueline Simm. Fyrstu tónleikarnir í ferðinni verða að Logalandi í Borgarfirði fimmtudaginn 7. júní klukkan 21. Kvöldið eftir verður kórinn síðan í Langholtskirkju og þar munu óperusöngvararnir, Sig- urður Björnsson og Sieglinde Kahlmann, syngja með kórnum auk þess sem Atlantic trio frá Wales kemur fram í sönghléi. Þessir tónleikar hefjast klukkan 20:30. Á laugardaginn syngur kórinn svo í Hveragerðiskirkju klukkan 16:30. Endirinn á ferð- inni verður í Aratungu að kvöldi laugardagsins, þar sem kórinn syngur klukkan 21. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur svo fyrir dansi fram eftir nóttu. Heimir hélt sína síðustu tón- leika í Skagafirði á þessu starfsári að kvöldi annars í hvítasunnu. Starfsemi kórsins hefur í vetur verið með mesta móti og kórfé- lagar verið hvorki fleiri né færri en fimmtíu og sjö talsins. SBG 4 skák i Islandsmót grunnskólasveita í skák: Sveit Gagnfræðaskóla Akureyrar hálfum viimingi frá titlmum Sveit Gagnfræðaskóla Akur- eyrar náði 2. sæti á íslandsmóti grunnskólasveita í skák sem fram fór í Reykjavík um síð- ustu helgi. Dræm þátttaka var í mótinu að þessu sinni og mættu aðeins 11 sveitir til leiks. Samt sem áður var spennan mikil og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu skákun- um. Fyfsta sætinu og jafnframt íslandsmeistaratigninni náði sveit Hagaskóla í Reykjavík en sú sveit fékk 19,5 vinninga af 28 mögulegum. Sveit GA varð í öðru sæti með 19 vinninga, í þriðja sæti varð sveit Æfinga- skóla Kennaraháskólans með 18,5 vinninga og í fjórða sæti varð sveit Hólabrekkuskóla með 18 vinninga. Sveit Gagnfræðaskóla Akur- eyrar vann Hagaskólasveitina í innbyrðis viðureign þeirra með 2,5 v. gegn 1,5 v. Pórleifur Karls- son sigraði Héðin Steingrímsson glæsilega á 1. boröi en öðrum skákum lauk með jafntefli. Sveit Gagnfræðaskólans skip- uðu þessir nemendur: 1. borð Þórleifur Karlsson, 2. borð Smári Teitsson, 3. borð Örvar Arngrímsson, 4. borð Pét- ur Grétarsson. Sigtryggur Símon- arson var varamaður en liðsstjóri var Pór Valtýsson. JOH eftir 15. nóvember n.k. I sömu reglugerð eru einnig ákvæði til bráðabirgða sem stuðla að því að leysa erfiðleika þeirra sem fest hafa kaup á íbúð eða hafa hafið byggingu íbúðar og bíða eftir almennu láni hjá Hús- næðisstofnun. Þeir sem fest hafa kaup á íbúð eftir 1. janúar 1988 eða hafið byggingu og byggingin liafi orðið fokheld eftir sama tíma, geta sótt um að komast í húsbréfakerfið. Skilyrði þess eru að íbúðarkaupandinn eða byggj- andinn hafi lagt inn umsókn um lán hjá Húsnæðisstofnun og eigi lánsrétt. Einnig eru sett þau skil- yrði að viðkomandi hafi ekki fengið lán afgreitt frá stofnuninni vegna kaupanna eða byggingar- innar, þeir fullnægi skilyrðum um greiðslugetu og skuldareigendur samþykki greiðslu skulda með húsbréfum. Sú breyting sem gerð hefur verið á reglugerð um húsbréfa- kaup lífeyrissjóðanna felst í því að á árinu 1991 sé lífeyrissjóðum heimilt að fullnægja samnings- bundnunt skuldabréfakaupum af Húsnæðisstofnun ríkisins með því að kaupa húsbréf fyrir 18% af ráðstöfunarfé sínu. JÓH Miðvikudagur 6. júní 1990 - DAGUR ' A VERÐBRÉFA- MARKAÐNUM 6. JÚNÍ '90 HUSBREF Kaupum og seljum húsbréf og veitum hverskonar ráðgjöf varðandi viðskipti með húsbréf. Sölugengi verðbréfa þann 6. júní. Einingabréf 1 4.902,- Einingabréf 2 2.676,- Einingabréf 3 3.230,- Skammtímabréf 1 ,661 KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 'ýnmxæ} —SfSs.. ■- Tf . ' , J ,.r‘:7' ■ 7. Innlausn LUTABREFAI Samvinnubanka í S L A N D S H F . i SAMRÆMI VIÐ SAMNING LANDSBANKA IsLANDS VIÐ SaMVINNU- BANIKA ÍSLANDS H F. l_I M SAMEININGU BANKANNA HEFUR LANDSBANKINN AÐ UNDANFÖRNU LEYST TIL SfN HLUT ABRÉF ( Samvinnubankanum. i^ANDSBANKINN HEFUR LEYST RESSI BRÉF TIL SINI A 2,749-FÖLDU NAFNVERÐI OG MIBAST KAUI'IN VIÐ l JANÚAII 1990. ÞeTTA FELUR f SÉR AE> GREIDDIR ERU VEXTIR Á KAUFVEIIÐIÐ FRÁ PEIM TfMA. 3f NNLAUSN HLUTABRÉFA ER IM O LANGT KOMIN EN VEGNA FJÖLDA ÖSKA FRA HLUTHÖFUM HEFUR VERIÐ AKVEÐIÐ AÐ LEIMGJA FRESTINN SEM HLUTHAFAR HAFA TIL INNLAUSNAR. FRESTURINN RENNUR UT 10. JÚLf N. K. • • O, LLUM HLUTHÖFUM HEFUR VERIÐ SENT BRÉF SEM HEFUR AÐ GEYMA TILBOÐ BANKANS. NaUDSYNLEGT ER AD HAFA TILBOBS- BRéFIÐ MEÐFERÐIS PEGAR GENGIB E R FRA INN1.AUSN. Landsbankí á íslands Banki allra landsmanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.