Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. júní 1990 - DAGUR - 5 Iþróttafélagið Þór 75 ára Iþróttafélagið Þór 75 ára „Afskaplega skemmtilegt starf ‘ - segir Haraldur Helgason, sem var formaður Þórs í 20 ár Hann var beðinn um að vera formaður í hálft ár en árin urðu tuttugu. Haraldur Helga- son var formaður Þórs 1960- 1980 og við fengum hann í stutt spjall til að rifja upp formanns- tíðina og ýmsa eftirminnilega atburði. Haraldur hefur líka ákveðnar skoðanir á íþrótta- málunum í dag. „Ég bjó í Norðurgötu 15 þegar ég kom í bæinn 10 ára gamall. Það voru Þórsar^r í öllum fjórum íbúðunum í húsinu og það kom því sjálfkrafa að ég gengi í Þór. Ég spilaði knattspyrnu sem ungl- ingur, en eftir tvítugt kom ég lítið nálægt knattspyrnu nema á inhanfélagsmótum KEA. Ég var ekki beinh'nis í félags- störfum hjá Þór nema þegar haldnar voru skemmtanir í fjár- öflunarskyni, t.d. þegar við sett- um upp leikrit og skemmtanir í samkomuhúsinu sem þá var. En stjórnunarstörf hófust ekki fyrr en ég varð formaður.“ - Þú hefur þá tekið þátt í ýmsu sjálfboðaliðastarfi eins og aðrir félagsmenn. „Já, sjálfboðaliðastarfið er slíkum félagsskap nauðsynlegt og mér finnst of lít.ð um sjálfboða- vinnu nú miða við þá. Við þurft- um ekki að kaupa nokkra vinnu við vellina, hvorki malarvöllinn né grasvöllinn. En sjálfboðaliðar hafa auðvitað haldið áfram með vellina og ég veit að mikið starf hefur verið unnið í húsinu.“ . „Átti stóran þátt í / skiptingu ÍBA“ - Segðu mér, Haraldur, hvað sténdur upp úr á formannsferli þíiium? „Verkefnin voru næg, en það sem stendur upp úr er skemmt- Únin sem maður hafði áf því áð starfa í þessu. Það skiptust á skin og skúrir, en ánægjustundirnar eru mér eftirminnilegastar. Á þessum árum urðu mjög miklar breytingar til hins betra. Ég átti stóran þátt í því að ÍBA var skipt í Þór og KA. Staðan var orðin þannig að við vorum að missa góða stráka úr bænum í önnur félög því hér var bara eitt lið sem hægt var að keppa með. Ég varð fyrir töluverðu aðkasti, bæði frá félögum mínum og KA- mönnum, þegar ég var að vinna að skiptingunni, en það sér eng- inn eftir þessu í dag. Við ættum ekki tvö lið í 1. deild í dag hefði þetta ekki verið gert á þessum tíma. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að fá sem flesta inn í íþróttir og með því að skipta ÍBA upp feng- um við tvö lið og þar með tvöfalt fleiri sem komust að.“ - Nú er töluvert um manna- breytingar í knattspyrnuliðun- um og jafnvel talað um „kaup“ á mönnum. Hvað finnst þér um þá þróun? „Ég tel að Akureyringar eigi að búa að sínum mönnum en ekki kaupa þá að. Við eigum mjög svo frambærilega menn og ég veit ekki hversu hollt það er fyrir félögin að fá marga aðkomumenn. Þarna er reyndar ekki ym kaup að ræða, en félögin útvega þessum mönnum vinnu og hafa milligöngu um að útvega húsnæði. Oft eru þetta góðir ein- staklingar en ég held þó að þessi stefna hafi ekki alltaf borið þann árangur sem ætlast var til.“ Þór sigraði KA 4:0 í aukaleik um sigurinn í 3. deild. Á myndinni eru Aðal- steinn Sigurgeirsson, fyrirliði og núverandi formaður Þórs, Haraldur Helga- son, fyrrverandi formaður, og Samúel „Corrigan-Killer“ Jóhannsson. Haraldur að Þórssvæðið væri orðið mjög skemmtilegt. „Það var eitt allra mesta fram- faraspor í sögu félagsins þegar við gátum klárað grasvöllinn. Það var stórkostlegt þrekvirki og tók styttri tíma en nokkur þorði að vona.“ - Ferðu á völlinn ennþá? „Ekki mjög oft, en það kemur fyrir. Ég fer gjarnan og horfi á seinni hluta leiks, en ég hef varla taugar í það að fara á völlinn þeg- ar Þór er að spila.“ - Þú ert þá enn sannur Þórs- ari, heyrist mér. „Jú, ég er sannur Þórsari. Það er ábyggilega ekki til sannari Þórsari, nema ef vera skyldi Her- bert Jónsson. Það var afskaplega ánægjulegt starf sem við Hebbi áttum saman. Oft kom það fyrir að við hittumst út af alls konar málum sem þurfti að leysa með stuttum fyrirvara og ég vann með mörgum öðrum góðum mönnum. Þetta var afskaplega skemmtilegt starf alla tíð,“ sagði Haraldur að lokum. SS Þessir kunnuglegu strákar urðu Akureyrarnieistarar í 4. flokki 1972. Aftari röð f.v.: Magnús Sigþórsson, Hilmar Baldvinsson, Árni Stefánsson, Guð- mundur Skarphéðinsson, Sigurjón Gunnarsson, Nói Björnsson og Þröstur Guðjónsson þjálfari. Fremri röð f.v.: Heimir Ingvason, Björn Víkingsson, Arngrímur Arngrímsson, Oddur Jónsson og Tryggvi Sverrisson. „Peningar mega ekki vera alls ráðandi“ - En mannabreytingar hljóta að vera óhjákvæmilegar. Nú missa Akureyrarfélögin góða menn í nám til Reykjavíkur. „Já, það er rétt. Þeir ganga stundum til liðs við Reykjavíkur- félög með misjöfnum árangri. Ég „Ekki til sannari Þórsari“ Haraldur segir að þegar íþróttir eru farnar að snúast svona mikið um peninga þá hljóti það óhjá- kvæmilega að bitna á þeim félög- um sem hafa yfir litlum pening- um að ráða. Við ræddum ýmsar fram- kvæmdir á vegum Þórs og sagði Norðurlandsmeistarar í handknattleik kvenna 1947 eða 1949. Aftari röð f.v.: Bára Þorsteinsdóttir, Ásta Hauksdóttir, Gíslína Óskarsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir. Fremri röð f.v.: Lilja Sigurðardóttir og Hulda Jensdóttir. vona bara að skólastrákarnir skili sér aftur heim seinna meir. En í sambandi við knattspyrn- una þá finnst mér að meiðsli hafi farið vaxandi undanfarin ár. Dómarar eru ekki nógu harðir og leyfa of mikið. Maður hefur séð mjög grófan leik hjá mörgum félögum. Keppnisskapið hefur auðvitað alltaf verið til staðar, en það er eins og menn séu fastari og grófari. Ég átti von á að ástandið yrði skárra eftir að menn hættu að mestu að spila á malarvöllum en meiðslin virðast bara vera tíðari á grasvöllunum. Annað sem ég vil benda á er það, að peningar mega ekki vera alls ráðandi í félagsstarfinu. Á þessum fyrstu árum sem ég var í þessu lögðu félagarnir meira á sig og jafnvel borguðu fyrir sig sjálfir. Félagið styrkti auðvitað ntarga en nú virðist það ekki nægja öllum að fá greiddan ferðakostnað í sambandi við leiki heldur vilja þeir líka fá greitt fyr- ir mat. Mér finnst vera borgað of mikið fyrir menn. Það er engum til góðs og eftir því sem menn fá meira upp í hendurnar þá minnk- ar félagsandinn.“ Margir af kunnustu jöxlum Þórsara frá 1965. Aftari röð: Guöni Jónsson, Magnús Jónatansson, Gunnar Austfjörð, Anton Sölvason, Pétur Sigurðs- son, Aðalstcinn Sigurgeirsson. Freniri röð: Steingrímur Björnsson, Val- steinn Jónsson, Samúel Jóhannsson, Ævar Jónsson og Páll Jónsson. Fyrstu lög Þórs: Félagsmenn mega hvorki neyta tóbaks né áfengis I bankahólfi geyma Þórsarar dýrmæti, ekki gull og gim- steina heldur fundargerðabók fyrstu stjórnar Þórs. Þessi gulnaða stílabók geymir marga fróðleiksmola og skemmtilegar ályktanir og skulum við hér líta á fyrstu lög félagsins. Hætt er við að þau hafi breyst með tíman- um. 1. Fjelagið heitir „íþróttafjelag Oddeyringa" „Þór“. 2. Inngöngu í fjelagið fá aðeins þeir, sem eru 10-15 ára. Undan- tekning verður veitt ef það er samþykkt á fundi. 3. Mark fjelagsins er að efla all- ar íslenskar íþróttir. 4. Þeir sem ganga í fjelagið ntega ekki neyta tóbaks nje áfengis. 5. Þeir sem brjóta þrisvar, svo komist upp, eru burtrækir úr fjelaginu. 6. Þeir sein hilma með þeim fje- lagsmanni sem brýtur eru jafn- sekir. 7. Fjelagsmenn eru beðnir að leggja niður blót og vera stilltir á fundunt. 8. Fjelagsmenn verða að sækja fundi vel. 9. Inngangseyrir í fjelagið er 25 au. og árstillag 50 au. 10. Fjelagsmenn geta ekki gengið úr fjelaginu nenta á aðal- fundi sem er í janúar, og verða þá að mæta sjálfir eða senda skriflega úrsögn. 11. Þeir sem ganga í fjelagið verða að halda þessi lög eða það getur valdið burtrekstri úr fje- laginu. 12. Fjelagið er þriggja manna stjórn. Formaður var kosinn at meirihluta fjelagsmenna og for- maður kaus svo menn með sjer í nefndina. 13. Fyrsta brot 0,10 kr. annað brot 0,15 kr. þriðja brot 0,25 kr. 4. brot burtrekstur. 14. Stjórn er kosin til árs í senn. 15. Þeir scm hafa brotið fjórurn sinnum og eru burtrækir eftir 13. gr. fá inngöngu í fjelagið aftur ef þeir beiðast þess, en ef þeir brjóta tvisvar eftir það eru þeir algjörlega útilokaðir frá fj. 16. Tillögur fj. m. má ekki sam- þykkja nema 10 fj. m. sitji fundinn. 17. Nægilegt er að ef tveir fj. m. sjá fj. m. reykja þá geta þeir klagað hann. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.