Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 6. júní 1990 4. deild: HSÞ-b vann upp jriggja marka brystu Magna Magni og HSÞ-b skildu jöfn þegar liðin mættust í E-riðli 4. deildar á Grenivík á laugardaginn. Segja má að Magnamenn hafi kastað frá sér sigrinum því þeir höfðu þriggja marka forystu í hléi, 3:0, en HSÞ-b náði jafna í síðari hálfleikn- um. Magnamenn voru mun sterkari í fyrri háifleik og Reimar Helgason náði fljótlega forystunni fyrir þá með skallamarki. Kristján Kristjánsson bætti öðru marki við og Reimar var svo aftur á ferðinni fyrir hlé. í síðari hálfleik datt botninn úr leik Magna og liðsmcnn HSÞ-b gengu á lagið. Ari Hallgrímsson skoraði fyrsta markið, síðan skoraði Magnamaðurinn Þorsteinn Friðriksson sjálfsmark og Viðar Sigurjóns- son jafnaði síðan metin með skoti úr þröngu færi. Stórsigur UMSE-b á Narfa UMSE-b átti ekki í miklum vandræð- um með Narfa úr Hrísey þegar liðin mættust á Laugalandsvelli á laugardag- inn. Um algera einstefnu var að ræða og svo fór að UMSE-b sigraði 9:0. Narfamenn sýndu ágæta baráttu í fyrri hálfleik og náðu að standa nokkuð í and- stæðingum sínum. UMSE-b náði þó að skora þrtvegis fyrir hlé og í síðari hálfleik virtust Hríseyingarnir gefast upp og mörk- in létu ekki á sér standa í framhaldinu. UMSE-b hefði hæglega getað bætt við mörkum en færin létu á sér standa hjá Narfa. Ásgrímur Reisenhus var í miklum ham í leiknum og skoraði fjögur nrörk fyrir UMSE-b. Baldvin Hallgrímsson og Jón- berg V. Hjaltalín skoruðu tvö hvor og Garðar Jónsson eitt. SM hafði betur á Raufarhöfn SM sigraði Austra 2:1 þegar liðin mætt- ust í 4. deildiuni á Raufarhöfn um helg- ina. Leikurinn var ágætlega leikinn og jafnræði ríkti með liðunum. Hefði jafn- tefli scnnilega verið sanngjörnustu úr- slitin. SM-menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu þá forystunni. í sfðári hálfleik snerist dæmið við, Austramenn voru frískari og náðu að jafna metin. Þeg- ar skammt var til leiksloka skoruðu þeir mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Sá dómur var afar umdeildur en ekki er unnt að leggja mat á hann hér. SM náði svo að tryggja sér sigurinn skömmu seinna. 4. deild - E-riðill UMSE-b HSÞ-b S.M. Magni Austri Rau. Narfi 2 2-0-0 14:0 6 2 1-1-0 5:3 4 2 1-0-1 2:3 3 1 0-1-0 3:3 1 2 0-0-2 1:7 0 1 0-0-1 0:9 0 3. deild: Markaregn hjá Reykjavíkur-Þrótti Þróttur Reykjavík vann stór- sigur á Einherja frá Vopnafirði þegar liðin mættust syðra í 2. umferð 3. deildar á föstudags- kvöldið. Þegar leikurinn var flautaður af höfðu Þróttarar skorað sjö mörk án þess að Vopnfirðingunum hefði tekist að svara fyrir sig. Þróttarar voru mun sterkari allan leikinn og Einherjamenn náðu sér ekki á strik eins og töl- urnar gefa til kynna. Sigur Þrótt- ar var þó sennilega heldur of stór miðað við gang leiksins. Staðan í leikhléi var 2:0 og þótt undarlegt megi virðast léku Einherjamenn mun betur í síðari hálfleik en þeir gerðu í þeim fyrri. Þróttarar hafa mjög sterkt lið og virðist eitthvað mikið þurfa að gerast til að þeir fari ekki upp. Óskar Óskarsson og Ásmund- ur Vilhelmsson skoruðu tvö mörk hvort fyrir Þrótt og Sigurð- ur Hallvarðsson, Ásmundur Helgason og Haukur Magnússon skoruðu eitt hver. 3. deild: Völsungssigur á Húsavflk - 2:1 gegn Völsungar léku gegn TBA í 3. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu á föstudag. Völsungar höfðu betur, sigruðu með tveim mörkum gegn einu. Leikurinn var þokkalega leik- inn af beggja hálfu, þó voru það Völsungar sem höfðu nokkra yfirburði sérstaklega í fyrri hálf- leik og náðu þá að skapa sér nokkur góð marktækifæri. Það var á 30. mín. að dró fyrst til tíð- inda. Jónas Grani Garðarsson sendi boltann fyrir markið þar sem Sveinn Freysson afgreiddi hann í netið með góðu skoti. Aðeins tveim mínútum síðar átti Erlingur Aðalsteinsson, sem átti góðan leik fyrir Völsunga, skot úr þröngri stöðu eftir að hafa leikið á tvo varnarmenn TBA, boltinn lá inni, 2:0 fyrir Völsung. Leikmenn TBA tók góðan sprett undir lok hálfleiksins og náði Halldór Jóhannsson þá að 3. deild: Reynir steinlá í Kópavogi IK úr Kópavogi vann stórsigur á Reyni Arskógsströnd þegar liðin mættust í 3. deildinni á heimavelli þeirra fyrrnefndu á laugardag. ÍK-ingar sigruðu 7:2 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 3:0. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en á 25. mínútu náðu ÍK-ingar að skora og í kjöl- farið fylgdu tvo ódýr mörk. Reynismenn virtust brotna við þetta og ÍK bætti við fjórum mörkum í síðari hálfleiknum áður en norðanmenn náðu að svara fyrir sig. Ólafur Torfason skoraði fyrst fyrir Reyni og Garð- ar Níelsson bætti síðan öðru marki við áður en leikurinn var úti. Hörður Már Magnússon skor- aði tvívegis fyrir IK og Júlíus Þorfinnsson, Steindór Elíasson, Ómar Jóhannsson, Davíð Garð- arsson og Skúli Þórisson skoruðu eitt mark hver. Reynismenn áttu flestir mjög slakan dag að þessu sinni ef und- an eru skildar fyrstu mínúturnar. IK-ingar voru sprækir og höfðu mikla yfirburði eins og tölurnar gefa til kynna. nýliðum TBA minnka muninn í 2:1. Þannig var staðan í hléi. Síðari hálfleikur var tíðindalít- ill, meira jafnræði var með liðun- um, en minna um tækifæri. Undir lok leiksins áttu Völsungar þó tvö dauðafæri en Einar Kristjánsson, markvörður og einvaldur TBA varði vel, eins og oft áður í leikn- um. óhú 2. deild - Úrslit í 2. umferð Víðir-KS 1:0 UBK-Grindavík 2:1 Tindastúll-ÍR 3:1 Fylkir-Leiftur 3:0 Selloss-ÍBK 1:2 Úrslit í 3. umferð: Grindavík-Víðir 2:3 ÍR-UBK 1:5 Leiftur-Tindastóll 1:0 ÍBK-Fylkir 1:2 KS-Selfoss 3:1 Staðan Fylkir 3 3-0-0 7: 2 9 UBK 3 2-1-0 7: 2 7 Víðir 3 2-1-0 4: 2 7 ÍBK 3 2-0-1 4: 3 6 Tindastóll 31-1-1 4: 3 4 Leiftur 3 1-1-1 2: 4 4 KS 3 1-0-2 3: 3 3 Grindavík 3 0-1-2 4: 6 1 Selfoss 3 0-1-2 3: 6 1 ÍR 3 0-0-3 3:10 0 3* deild - Úrslit í 2. umferð Þróttur R.-Einherji 7:0 Haukar-Þróttur N. 3:1 BÍ-Dalvík 1:2 Völsuugur-TBA 2:1 ÍK-Reynir 7:2 Staðan Þróttur R. ÍK Dalvík Þróttur N. Haukar Völsungur TBA BÍ Reynir Einherji 2 2-0-0 12:3 6 2 2-0-0 8:2 6 2 2-0-0 4:2 6 2 1-0-1 5:3 3 21-0-1 6:6 3 2 1-0-1 2:2 3 2 1-0-1 2:2 3 2 0-0-2 1:6 0 2 0-0-2 3:9 0 2 0-0-2 0:8 0 Kristján Hjálmarsson, kylfingur frá Húsavík sem nú er búsettur á Akureyri byrjaði vertíðina með sigri. Kristján vann opnunarmótið - 70 þátttakendur á fyrsta móti sumarsins að Jaðri Kristján Hjálmarsson sigraði í keppni án forgjafar á opnunar- móti GA á laugardaginn. Jað- arsvöllurinn var oþnaður á laugardaginn og var mótið haldið í tilefni af því. Kristján lék á 77 höggum, einu færra en Magnús Karlsson sem varð í öðru sæti. I keppni með for- gjöf sigraði Jóhann Jóhanns- son. Skúli Ágústsson og Konráð Gunnarsson voru jafnir í 3. sæti á 79 höggum og þurftu því bráða- bana til að knýja fram úrslit. Hann fór fram á 18. holu og hafði Skúli betur, lék holuna á tveiniur höggum, eða einu undir pari. I keppni með forgjöf varð Ríkarður Ríkarðsson annar á 65 höggum en Haraldur Júlíusson og Jónas Bragason voru jafnir á 66 höggum. Jónas hreppti hins vegar þriðja sætið vegna betri árangurs á þremur síðustu holun- um. Guðjón E. Jónsson varð næst- ur holu á 18. braut og hlaut kúlu- kassa fyrir afrekið. Ekki er hægt að segja annað en golfvertíðin hafi farið vel af stað á Akureyri. Keppendur fengu einstakt blíðuveður, sól og hita. Mótið þótti heppnast mjög vel og voru þátttakendur um 70 talsins sem er feykilega gott. Mót þetta taldi ekki til forgjaf- ar en fyrsta mótið af því tagi verður um næstu helgi og kallast það Stjörnusól, en Stjörnusól mun gefa verðlaunin í það. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar og verða ljósatímar í aukaverðlaun. Á sunnudeginum verður síðan punktamót. Sagt verður nánar frá þessum mótum síðar í vikunni. 3. deild: Dalvíkingar náðu í þijú stig á ísafirði - unnu BÍ 2:1 Dalvíkingar kræktu sér í þrjú stig er þeir sóttu BÍ heim um helgina. Dalvíkingar unnu leikinn 2:1 og hafa því fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Dalvíkingar byrjuðu leikinn á ísafirði vel og voru mun grimm- ari í fyrri hálfleiknum. Þeir náðu forystunni á 9. mínútu þegar Ágúst Sigurðsson slapp í gegnum vörn BÍ og skoraði af öryggi. Þorsteinn Guðbjartsson bætti síðan öðru marki við um miðjan fyrri hálfleik með glæsilegum skalla og staðan í hléi var 2:0. Dalvíkingar voru ekki eins sprækir í seinni hálfleik og sóknir heimamanna þyngdust. Stefán Tryggvason minnkaði muninn fyrir þá og skömmu seinna fengu þeir kjörið tækifæri til að jafna. Dæmd var þá vítaspyrna á Dal- víkinga en Isfirðingarnir misnot- uðu hana og Dalvíkingar hirtu því stigin þrjú. Segja má að sigur Dalvíkinga hafi verið sanngjarn því þótt heimamenn hafi átt mun meira í síðari hálfleiknum voru færi Dal- víkinganna mun fleiri og hefði sigur þeirra þess vegna getað ver- ið stærri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.