Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 06.06.1990, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 6. júní 1990 - DAGUR - 9 2. deild: Markvörðuriim inn- siglaði sigur KS - skoraði síðasta markið gegn Selfyssingum úr vítaspyrnu Knattspyrna: Vormót KRA í fullan gang Vormót KRA fór af stað fyrir skömmu og nokkrir leikir hafa þegar farið fram. A hverju sumri fara fram þrjú mót á vegum KRA fyrir alla flokka nema meistaraflokk, vormót, sumarmót og haustmót. Samanlagður árangur úr þess- um þremur mótum gildir síðan þegar Akureyrarmeistarar eru krýndir. Hér á eftir fer yfirlit yfir þá leiki sem hafa farið fram. Meistaraflokkur kvenna KA og Þór mættust í meistara- flokki kvenna ekki alls fyrir löngu. Leikurinn var nokkuð þokkalegur af vorleik að vera og var jafnræði með liðunum. Bæði lið fengu ágæt marktækifæri, Þórsarar þó heldur fleiri, en öll fóru þau forgörðum og leiknum lavjk með markalausu jafntefli. 2. flokkur karla KA sigraði Þór 2:1 í 2. flokki karla. Þórir Áskelsson náði for- ystunni fyrir Þór á fyrstu mínút- um leiksins en Birgir Arnarson jafnaði metin fyrir KA úr víta- spyrnu. Skapti Ingimarsson skor- aði síðan í seinni hálfleik og tryggði KA sigurinn. Leikurinn var þófkenndur og heldur slakur en jafn og hefði getað farið á hvorn veginn sem var. 3. flokkur karla í 3. flokki karla mættust bæði a- og b-lið félaganna og deildu þau sigrunum. Þórsarar sigruðu 3:1 í leik a-liðanna og skoruðu þeir Guðmundur Benediktsson, Ágúst Bjarnason og Kristján Kristjánsson mörk Þórs en Hreinn Hringsson mark KA. B- lið KA tryggði sér 1:0 sigur í sín- um leik með marki Ingimars Erl- ingssonar. Sá leikur var reyndar flautaður af í leikhléi og mun skýringuna vera að finna í boðun dómara sem misfórst eitthvað. 4. flokkur karla í 4. flokki höfðu Þórsarar gífur- lega yfirburði og unnu sannkall- aðan stórsigur. Lokatölurnar urðu 12:2 eftir að staðan í leik- hléi var 10:0. Kristján Örnólfsson skoraði 5 mörk fyrir Þór, Sig- urgeir Finnsson, Elmar Stein- dórsson og Atli Samúelsson 2 hver og Hafsteinn Lúðvíksson 1. Matthías Stefánsson og Óskar Bragason skoruðu mörk KA. Knattspyrna: Meiðsli hjáKS - Þorleifur frá í ár Tveir menn úr byrjunarliði KS, Þorleifur Elíasson og Hörður Bjarnason, eiga nú við meiðsli að stríða. Kemur þetta sér illa fyrir Siglflrðinga þar sem hópurinn hiá þeim er frek- ar lítill. Sóknarmaðurinn Þorleifur Elíasson er með slitin krossbönd og verður hann frá í 10-12 mán- uði. Ástandið er ekki alveg jafn slæmt með Hörð Bjarnason þótt slæmt sé, hann er viðbeinsbrot- inn og er reiknað með að hann geti leikið á ný eftir 4-6 vikur. 1. deild kvenna: Tvö töp Þórs - gegn ÍA og Val KS hlaut sín fyrstu stig í 2. deildinni á þessu keppnistíma- bili þegar liðið sigraði Selfoss 3:1 á Sigluflrði í fyrrakvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu þar sem Sigl- flrðingar höfðu betur og var sigur þeirra sanngjarn. KS-ingar voru ákveðnari strax í byrjun og þegar um 15 mínútur voru liðnar af leiknum náðu þeir forystunni þegar Henning Henn- ingsson skoraði af stuttu færi eftir barning í vítateig Selfyssinga. Annað mark KS kom þegar stundarfjórðungur var til leik- hlés. Þorsteinn Þormóðsson tók þá aukaspyrnu töluvert fyrir utan vítateig Selfyssinga. Hann tók þann kostinn að skjóta á markið og boltinn fór á milli fóta mark- varðarins. Skotið var fast og snúningur á boltanum en markið hlýtur að skrifast á markvörðinn. Selfyssingar minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks. Mark þeirra skoraði Júgóslavinn Der- vic úr vítaspyrnu. Selfyssingun- um gekk erfiðlega að skapa sér færi í framhaldinu og KS innsigl- aði sigur sinn undir lok leiksins. Jón Örn Þorsteinsson komst þá í gegnum vörn Selfyssinga en markvörðurinn braut á honum og vítaspyrna var dæmd. Úr henni skoraði enginn annar en mark- vörður KS-inga, Kristján Karlsson, og þar nteð voru fyrstu stig KS-inga í höfn. Sverrir Sverrisson reynir að koma knettinum fyrir mark Leiftursmanna í leiknum á mánudagskvöldið. Mynd: -bjh 2. deild: Fyrsti sigur Leifturs - 1:0 í baráttuleik gegn Tindastól Leiftur vann sinn fyrsta sigur í 2. deild á þessu keppnistíma- bili þegar liðið lagði Tindastól á hcimavelli sínum sl. mánu- dagskvöld með einu marki gegn engu. Eins og áður þegar þessir erkifjendur mætast var hart og mikið barist í leiknum. Sigurmark Ólafsflrðinga kom skömniu fyrir leikhlé eftir nokkra pressu á Tindastóls- niarkið en segja má að dæmið hafl snúist við í seinni hálfleik og gestirnir sótt öllu meira. Torfasonar og skoraði Sigurbjörn af öryggi. Leikmenn Tindastóls tóku völdin á vellinum er líða tók á síðari hálfleik og náðu að skapa sér nokkur tilvalin marktækifæri. En ef boltinn fór ekki framhjá markinu þá lenti hann í öruggum höndum Þorvaldar Jónssonar markvarðar Leifturs. Leiftur átti nokkrar skyndisóknir í seinni hálfleik, en lítið kom út úr þeinr. í heild má segja að jafntefli hefði talist sanngjörnustu úrslitin í leiknum en það eru heimamenn sent standa eftir með stigin þrjú. Hjá Leiftri voru Þorlákur Árna- son og Ómar Torfason atkvæða- mestir, ásamt Þorvaldi í mark- inu. Bestir í annars jöfnu liði Tindastóls voru Guðbjartur Magnason, Ólafur Adolfsson og Björn Björnsson, auk þess sem Stefán varði nokkrum sinnum meistaralega. Dómari var Ólafur Sveinsson og hafði hann í nógu að snúast, gaf fjögur gul spjöld og skipti þeim bróðurlega á milli liðanna. -bjb Hafþór Kolbcinsson og félagar eru koinnir á blað í 2. deildinni. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill til að byrja með en eftir því sem mínúturnar liðu tóku heimamenn öll völd á vellinum. Leiftur sótti stíft en Tindastóll átti eina og eina skyndisókn sem fjaraði jafn- an út í sandinn. Það var svo á þeirri frægu markamínútu, fer- tugustu og þriðju, sem Sigur- björn Jakobsson skoraði eina mark leiksins. Boltinn barst til hans eftir að Stefán Arnarson hafði varið fast skot Óntars Stúlkurnar í 1. deildarliði Þórs héldu suöur um helgina og léku tvo fyrstu lciki sína í Islandsmótinu. Sá fyrri var gegn IA á Akranesi og lauk honum með 1:0 sigri ÍA eftir spennandi leik. Sá síöari var gegn Val á Hlíðarenda daginn eftir og lauk honum ineð örugguni sigri Vals, 4:0. Leikurinn á föstudaginn var jafn og spennandi. Skagastúlk- urnar voru meira með boltann en Þórsarar vörðust vel og beittu skyndisóknum. Þetta gaf góða raun og jafntefli hefði ekki verið ósanngjörn niðurstaða. ÍA fékk í rauninni aðeins eitt færi en það var þegar Sigurlín Jónsdóttir skoraði á 25. mínútu. Þórsarar fengu gott færi á lokamínútunum en tókst ekki að nýta það. í leiknum á móti Val fengu Þórsstúlkurnar á sig klaufamark á fyrstu mínútum leiksins og eftir það var aðeins spurning um hversu stór sigur Vals yrði. Þær höfðu mikla yfirburði enda Þórs- stúlkurnar þreyttar eftir leikinn daginn áður. Er spurning hvort ekki er of mikið af leika tvo leiki í tveggja daga ferð. Ragnheiður Víkingsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val og Ingibjörg Jónsdóttir og Guðrún Sæmundsdóttir 1 mark hvor. Valgerður Jóhannsdóttir fyrirliði Þórs. Landsliðið U-18: Guðmundur skoraði tvö Guömundur Benediktsson, hinn ungi og stórefnilegi knattspyrnumaður úr Þór, var í sviðsljósinu þegar íslenska U-18 ára landsliðið inætti Skotum í tveimur æflngaleikjum um helgina. Báðum leikjunum lauk með 1:1 jafntefli og skoraöi Guð- inundur bæði mörk íslands. Leikirnir voru liðir í undir- búningi liðanna fyrir Evrópu- keppnina sem hefst í haust. Þrír noröanmenn voru í hópnurn, Guðmundur, Eggert Sigmundsson og Þórður Guð- jónsson, báðir úr KA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.