Dagur - 24.07.1990, Page 16

Dagur - 24.07.1990, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 24. júlí 1990 Saudárkrókur Húsavík Einn á báti. Mynd: KL Sigurbjörg ÓF-1: Mesta aflaverðmæti í eiimi veiðiferð Frystitogarinn Sigurbjörg ÓF- 1 kom á föstudagsmorgun með fullfermi af frystum þorskflök- um og grálúðu til löndunar á Ólafsfirði. Aflinn var 166 tonn og aflaverðmæti 37 milljónir króna sem er mesta aflaverð- mæti skipsins í einni veiðiferð. Aflanum verður landað í frystigáma, en í næstu viku mun Hofsjökull, skip Eimskips, lesta gámana til útflutnings. Umræður hafa farið fram milli forráða- manna Eimskips og Ólafsfjarðar- bæjar um siglingar Eimskips til Ólafsfjarðar, og eru taldar líkur á að koma Hofsjökuls til Ólafs- fjarðar í næstu viku sé aðeins byrjun þess að Eimskip hætti við þá ákvörðun að fella niður allar Beina flugið Akureyri-Sviss: Flugstöðin á Akureyri of lítil - brottfararfarþegar verða að bíða utandyra meðan tollskoðun fer fram Mikil aðsókn er að beina flug- inu Akureyri-Sviss, og er upp- bókað í allar ferðir nema eina, þann 13. ágúst. Hjá Ferða- skrifstofunni Nonna fengust þær upplýsingar að ferðir þess- ar sæktu á og væru greinilega vinsælar. Þó er Flugstöðin á Akureyri of lítil, að margra mati, til að hægt sé að veita ferðafólkinu fullkomna þjón- ustu þar. Nokkrir aðilar hafa haft sam- band við Dag vegna fyrirkomu- lagsins á Akureyrarflugvelli. Pot- urnar frá TEA lenda kl. 23.30 á Akureyri og brottför er kl. 01.05. Flugstöðinni er lokað meðan toll- verðir sinna sínum skyldustörf- um. Á meðan bíða farþegar sem eru á leið til Sviss utandyra, því þeir mega ekki fara inn fyrr en tollverðir hafa lokið störfum. Bent hefur verið á að þetta sé ekki heppilegt, þótt það sé senni- lega óhjákvæmilegt miðað við lög um tollgæslu og útlendingaeftir- lit. Brottfararfarþegar koma sumir það snemma að dæmi eru um að þeir hafi þurft að bíða í klukku- stund meðan flugstöðin er lokuð. Hjá Ferðaskrifstofunni Nonna fengust þær upplýsingar að eftir- lit tollvarða tæki u.þ.b. hálfa klukkustund, en brottfararfar- þegum væri sagt að mæta ekki fyrr en rétt upp úr miðnætti. Sú spurning hefur vaknað upp, í kjölfar beina flugsins, hvort ekki þyrfti að stækka flugstöðina á Akureyri og jafnvel setja þar upp litla fríhöfn. Þá væri hægt að halda brottfararfarþegum að- greindum frá komufarþegum undir sama þaki. Þorgrímur Þorgrímsson hjá Ferðaskrifstofunni Nonna segir það álit sitt að tvímælalaust þyrfti að stækka húsið, en eins og er rúmar það ekki bæði komu- og brottfararfarþega í hverja þotu- ferð. Hann segir að engar kvart- anir hafi borist frá brottfararfar- þegum vegna lokunar flugstöðv- arinnar, enda viti ferðafólkið að húsið sé ekki opnað fyrr en rúm- lega tólf. Auk þess getur fólkið beðið í áætlunarbifreiðum meðan tollafgreiðsla og vegabréfaskoð- un fer fram. Meðan flugstöðin er ekki stærri er ekki um annað að gera en hafa þetta svona. Hvað fríhöfnina snertir er það mál leyst til bráðbirgða með góðu vöruúr- vali um borð í þotunum. EHB Hvammstangi: AðkaUandi hafnarframkvæmdir smábátahöfnin tilbúin Smábátahöfnin á Hvamms- tanga er nú komin í fulla notkun. I síðustu viku var flot- bryggjimum komið fyrir og landvegurinn steyptur svo að aðstaða smábáta er orðin mjög góð á Hvammstanga. Frekari verkefni eru þó aðkall- andi í hafnarframkvæmdum á staðnum að sögn Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra, og þar er dýpkun efst á blaði. „Hafnarframkvæmdir eru hér ódýrar og þannig hefur það verið í gegnum tíðina. Skilyrðin eru góð frá náttúrunnar hendi og auðvelt að gera hér höfn að þvf leytinu til. Síðan höfum við ágæt- an mann hér á staðnum sem hef- ur séð um þessar framkvæmdir og það hefur ekki síður sparað fé,“ segir Þórður, en smábáta- höfnin var gerð fyrir afgang af fjármagni sem varið var í fram- kvæmdir við aðalhöfnina á síð- asta ári og henni lokað þá með grjótgarði. Þær framkvæmdir sem voru við höfnina í fyrra voru lagfæringar á norðurgarðinum og þar segir Þórður að þörf sé á frekari aðgerðum og sérstaklega þarf að styrkja fremsta hlutann á gamla kerjagarðinum með stálþili. Dýpkun á höfninni er einnig verulega aðkallandi og verður hún að gerast strax á næsta ári að sögn Þórðar, því að bátarnir eiga orðið í erfiðleikum með að kom- ast út og inn úr henni. Ástæðan er þó ekki sú að dýpið sé að minnka í höfninni, heldur eru bátarnir sem um hana fara alltaf að stækka. SBG siglingar til Ólafsfjarðar vegna slæmra hafnarskilyrða þar eins og fram hefur komið í Degi. Skipstjóri á Sigurbjörgu er Vil- hjálmur Sigurðsson. GG Þingeyjarsýsla: Tvær bflveltur Bflvelta varð í Vaglaskógi um helgina og rétt fyrir helgi varð bflvelta í Mývatnssveit. Ekki urðu slys á fólki við þessi óhöpp en í báðum tilfellum eru ökumenn grunaðir um ölvun við akstur. Mikill ferðamannstraumur hef- ur verið í Þingeyjarsýslu undan- farna daga og mjög mikil umferð, sem hefur gengið óhappalaust að sögn lögreglu á Húsavík. Að sögn lögreglu á Egilssöðum hefur verið gífulega mikið af ferðafólki þar og tjaldstæði KHB voru full af tjöldum í fyrrinótt. Fjöldi ferðafólks tjaldaði einnig í Atlavík, en þrátt fyrir mikla umferð hefur hún gengið óhappa- laust fyrir sig. IM Lögreglan: Ekið á belju Dalvík: Framúrakstur á Hafnar- braut varð þess valdandi að bif- reiðin sem ekið var á er talin ónýt. Engin slys urðu á mönnum. Ólafsfjörður: Ókumaður frá Ólafsfirði ók á belju við bæinn Hátún á Árskógsströnd sl. föstu- dag. Beljan slapp með skrámur en bifreiðin er mikið beygluð. Nokkrir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur um helg- ina. Akureyri: Veruleg ölvun var í bænum um helgina, og voru fjór- ir gestir fjarlægðir vegna óspekta af tjaldsvæðinu. 2 ökumenn sem sviptir höfðu verið ökuréttindum voru teknir og 8 fyrir of hraðan akstur. GG Húsavík: Innbrot á útimarkað - sex peysum stolið í blíðviðri Sex lopapeysum var stolið úr tjaldi útimarkaðarins á Húsa- vík aðfaranótt sunnudags. Þjófnaðurinn var kærður til lögreglu sem enn hefur ekki upplýst málið. Þetta er þriðja sumarið sem Sveinn Hauksson starfrækir úti- markað á Húsavík, og þar til nú hefur ekki verið hróflað við tjald- inu á næturnar. Sveinn sagði í samtali við Dag að sér fyndist að menn legðust lágt að vera að hnupla úr tjaldinu og geta ekki séð það í friði. Blíðuveður var á Húsavík um helgina en ekkert tveggjapeysuveður og því síður sexpeysuveður. Sá fingralangi ætti því að sjá sóma sinn í að skila ónotuðum peysunum hið fyrsta. IM Akureyri: Andanmgar týna tölunni Kcttirnir á Brckkunni eru iðnir við að fylgjast með Andapollinum fyrir neðan Sundlaug Akureyrar þessar vikurnar. Um helgina tóku þeir tvo andarunga, og eru þá aðeins sex ungar eftir. Árni Steinar Jóhannsson, deildarstjóri Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, var spurður hvort ekki væri eitthvað til ráða svo ungunum fækkaði ekki á þennan sorglega hátt. Hann sagði að í fyrra hefði verið gerð tilraun til að setja upp búr á varphólfnanum. Þá hefði cinn starfsmaður umhverfisdeildar- innar vaktað hólmann í frítíma sínum, með góðum árangri. Nú væru ekki aðstæður fyrir hendi til að endurtaka það. í ár er enginn sérstakur vakt- maður við Andapollinn. Árni Steinar segir að hann óski auð- vitað alltaf eftir fólki sem vilji leggja sitt af mörkum til að vakta ungana, en slík vinna kostar mikið og Umhverfis- deildin hafi ekki fé til að leggja í þetta. Náttúran verði að hafa sinn gang, fáist ekki einhverjir aðilar til stuðnings ungunum. Mávur og svartbakur hafa drepið geysilegan fjölda af æðar- og andarungum við Poll- inn í vor og sumar, eins og áhugamenn urn fugla vita gjörla og hafa margir fylgst með þessu í sumar. Æðarkollurnar voru með fimm til sex unga úr eggjum, en strax eftir fyrstu viku á sjó voru oftast aðeins tveir til þrír ungar eftir með hverri æðarkollu. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.