Dagur - 12.10.1990, Page 2

Dagur - 12.10.1990, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 12. október 1990 Nýtt Port á Akureyri: íþróttafélagið Þór opnar Hallarport í íþróttahöUinni fréftir Á morgun, laugardag, kl. 11.00 mun íþróttafélagið Þór á Akureyri opna nýtt Port, Hall- arportið, í Iþróttahöllinni. „Starfsemi Þórs á þessu sviði hefur legið niðri í sumar, en nú förum við aftur af stað með við- höfn og skemmtileghcitum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrum íþróttakappi úr Þór. „Síðastliðinn vetur rákum við Þórsarar Port við Dalsbrautina í líkingu við Kolaportið í Reykja- vík. I vor var ákveðið að hvíla í sumar og aðrir aðilar við Dals- brautina tóku upp þráðinn. Allt- af var á áætlun hjá Þór að skipta um húsnæði og nú er svo komið að við förum í Höllina og opnum Hallarportið á laugardaginn. Við væntum góðrar aðsóknar, því margt er um að vera á staðnum á íþróttasviðinu, sem styrkir stöðu okkar. Á laugardaginn verður vöruúrvalið fjölbreytt, rafmagns- vörur, fatnaður, matvara og ýmislegt annað. Ráðgert er að bjóða upp á skemmtiatriði á hverjum laugardegi, þegar Hall- arportið er opið, og þessu lýkur í sumar með miklu karnivali í júlí,“ sagði Benedikt Guðmunds- son. ój Hafþórsmálið: Vestfirðingar eiga næsta leik Eins og kom fram í blaðinu í gær er Dögun hf. út úr mynd- inni hvað varðar kaup á Haf- þóri, skipi Hafrannsókna- stofnunar. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur kallað næst til leiks Togaraútgerð Isafjarðar hf. sem var ásamt Ingimundi og Gjögri hf. með næsta tilboð fyrir neðan. Hafþór hefur verið á leigu fyrir vestan sl. sex ár og nú er að sjá hvort framhald verður á því. Togaraútgerðin átti 200 milljóna króna tilboð í skipið og 50 millj- ónir í útborgun. Þeir hafa frest fram á næsta fimmtudag til að útvega sér bankatryggingar og annað sem ráðuneytið krefst. Hafþór hefur verið gerður út til rækjuveiða síðustu árin, en þarfnast nú lagfæringa áður en hægt er að gera hann út. Talað hefur verið um 60-80 milljónir króna í kostnað til að hefja sjó- sókn á honum aftur fyrir utan breytinga fyrir aðrar veiðar. Því er ljóst að mikill kostnaður til viðbótar við kaupverð kemur á kaupanda skipsins hver svo sem hann verður. SBG Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 Helgartilboð Mais Bakaðar korn baunir Kiwi 340 g dós 400 g dós ca. 1 kg 75 kr. 42 kr. 163 kr. Kjúklingar 444 kr. Hverdags franskar 750 g 165 kr. Nemli hreingerningalögur 2 lítrar 74 kr. Discount kaffi 1/2 kg 169 kr. 'JLUL'/ _ MH! Opið alla daga til Kl. 20.00, ITka sunnudaga KJÖRBUÐ KEA BYGGÐAVEGI 98 Jón Víkingsson eigandi Kirnunnar og starfsfólk hans, til vinstri Bryndís Jóhannesdóttir og til hægri Hanna Vigdís Jóhannesdóttir. Ný matvöruverslun á Akureyri: „Vandað verður til vöruúrvals og hráefnis“ - segir Jón Víkingsson, verslunareigandi Ný matvöruverslun, Kirnan, var opnuð í gær í Innbænum að Hafnarstræti 20, Höepfn- ershúsinu, sem er gamalgróið verslunarhúsnæði reist 1911 af Carli Höepfner. Eigandi versl- unarinnar Kirnunnar er Jón Víkingsson. „Við munum leitast við að veita sem besta þjónustu þeim sem hingað sækja. Vandað verð- ur til vöruúrvals og þess gætt að vera með nýtt og gott hráefni. Sérstök alúð verður lögð á kjöt- borðið, en síðar í mánuðinum fáum við stórt og veglegt kjöt- borð frá Þýskalandi, sem gerir okkur mögulegt að auka úrvalið enn frekar. Bændur og aðrir viðskipta- menn KEA, sem versla við kaup- félagið út í reikning með bláum nótum, eins og sagt er, geta versl- að hér í versluninni á sama hátt,“ sagði Jón Víkingsson. Verslunin Kirnan er opin hvern virkan dag frá kl. 9.00 til 22.00 og um helgar frá kl. 10.00 til 22.00. ój Mývatnssveit: Stefnt að því að ljúka við 30 km girðingu næsta sumar Stefnt er að því að Ijúka upp- setningu girðingar í nágrenni byggðarinnar í Reykjahlíð í Mývatnssveit næsta sumar. í sumar hefur verið unnið af kappi við að girða. Landgræðsla ríkisins hefur umsjón með girð- ingarvinnunni. Um er að ræða nálægt 30 kíló- metra langa girðingu sem er sam- starfsverkefni Landgræðslu ríkis- ins, Skútustaðahrepps, Kísiliðj- unnar og Kröfluvirkjunar. Að sögn Sigurðar R. Ragnars- sonar, sveitarstjóra Skútustaða- hrepps, er margþætt markmið með þessari girðingu. í fyrsta lagi að stöðva landeyðingu, sem er töluverð á svæði sem lendir innan girðingar, í öðru lagi að halda búfénaði frá byggðarkjarnanum í Reykjahlíð, í þriðja lagi að girða af athafnasvæði Kísiliðjunnar og Kröfluvirkjunar og í fjórða lagi að girða af tjaldsvæði og flugvall- arsvæðið. Að norðan og sunnan er girt á landamerkjum Reykjahlíðar og Grímsstaða annars vegar og hins vegar Reykjahlíðar og Voga. Að austan er farið yfir Námafjall og Dalfjall. óþh Kaupfélag Eyfirðinga: Nítján gerðu tilboð í vöruflutningana - öll tilboðin frá Akureyri og Reykjavík Nítján tilboð bárust Kaupfé- lagi Eyfirðinga í vöruflutninga fyrir fyrirtækið en ætlunin er að leggja núverandi bifreiða- deild félagsins niður, fáist við- unandi tilboð í flutningana. Þau tilboð sem bárust eru öll frá fyrirtækjum á Akureyri og í Reykjavík og í flestum tilvik- um lýsa aðilar jafnframt yfir áhuga á að kaupa vöruflutn- ingabifreiðar af KEA. Síðdegis í gær var ekki búið að reikna öll tilboóin út og fékkst því ekki uppgefið hvert þeirra væri hagstæðast. Sigmundur Ófeigsson hjá KEA sagði þó tals- verðan mun á tilboðum. Þrjú þeirra komi frá skipafélögum unt flutninga á sjó. Hann ségir að þegar lokið verði mati á öllum til- boðunum verði valin úr 5-6 tilboð og rætt við þá aðila sem þau gerðu. Ekki sé sjálfgefið að tekið verði aðeins einu tilboði heldur geti svo farið að samið verði við tvo aðila. Á síðasta ári námu vöruflutn- ingar fyrir KEA unt átta þúsund tonnum en Sigmundur segir að heimilt sé að hluti af þessum vörum, eða allt að 3 þúsund 1 tonn, verði flutt með skipi. JÓH ■ Bæjarráð hefur samþykkt að sækja til félagsíbúðadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins um heimild til byggingar 12 félagslegra íbúða í fjölbýlis- húsum árið 1991. Með um- sókninni fylgi beiðni um frest til að gcra og skila lögbundinní könnun á húsnæðisástandi á Siglufirði. ■ Bæjarráð hefur samþykkt makaskipti á eignarhlut ríkis- ins í Gránugötu 18 annars veg- ar og leiguréttindum á lóð bæjarins að Gránugötu 8 hins vegar, samkvæmt kaupsamn- ingi milli ríkissjóðs og bæjar- sjóðs en kaupsamningur þessi lá frammi á bæjarráðsfundi. ■ Bæjarráði hefur borist umsókn frá Framtaki sf. þar sem sólt er um lóð undir stál- grindarhús fyrir tækjageymslu og aðra starfsemi. Ráðið sam- þykkti að úthluta umsækjanda lóöunum Egilstanga 1-3. K Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarráðs nýlega að ólokið væri fyllingu við viðlegukant fyrir urn 2-2,5 milljónir kr. sem nauðsynlegt væri að ljúka nú í haust og rnælti Vita- og hafnamálastofnun eindrcgið ineð því að þessu verki yrði lokið sem fyrst. Bæjarráð sam- þykkti að fela bæjarstjóra og bæjartæknil'ræöingi að ganga til samninga um þessi verklok við sömu verktaka og unniö hafa að fyllingunni fram að þessu. ■ Þráinn Sigurðsson bæjar- tæknifræðingur hefur sagt starfi sínu lausu rneð 3ja mán- aða fyrirvara og lætur hann því af störfum frá og með 1. janúar 1991. ■ Bæjarráði hefur borist erindi frá Gesti Frímannssyni þar sem hann segir upp samn- ingi sínum um sorphirðu fyrir Siglufjarðurkaupstaö meö 3ja mánaða fyrirvara og mun því láta af störfum um næstu ára- mót. Bæjarráð hefur sam- þykkt að fela bæjartæknifræð- ingi að augiýsa útboð um sorp- hirðu fyrir Siglufjarðarkaup- stað. ■ Jón Dýrfjörð hefur sótt um byggingalóð á hafnarsvæðinu, „nánar tiltekið á eða við hafn- arbryggjuna." Hyggst hann ásamt öðrum reisa vöru- skemmu og skrifstofuhúsnæði á löðinni sem hann telur æski- legt að sé af stærðinni ca. 16x34 nt. Bæjarráð samþykkti að vísa þessu erindi til umsagnar í hafnarnefnd áður en það fær áfgreiðslu í bæjar- ráði. ■ Veitunefnd hefur sam- þykkt aö ganga til samninga við Jarðboranir hf. um borun rannsóknarhola í Skarðsdal á komandi hausti. Samningur- inn skal gerður af veitustjóra með vitund opinberra aðila. ■ Á fundi skólanefndar nýlega kom m.a. fram að nokkuð mikið hafi borið á ruðubrotum í neðra skólahúsi það sem af er árinu og er heildarkostnaður frá árainöt- um til 31. júlí kr. 97.786.-.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.