Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Bjartsýni hjá æðarræktendum - útflutningur æðardúns 3.300 kg á síðasta ári 4 fréttir ii- Bjartsýni ríkir nú hjá æðar- ræktendum. Arferði hefur ver- ið gott og eftirspurn eftir æðar- dúni farið vaxandi á erlendum mörkuðum. Dúntekja hefur aukist jafnt og þétt á undan- förnum árum og var útflutn- ingur á æðardúni tæp 3.300 kíló á árinu 1989. Þetta kom fram á aðalfundi Æðarræktar- félags Islands sem haldinn var nýlega í Viðey. Aðalfundur Æðarræktarfélags- ins lýsti áhyggjum sínum yfir mengunarslysi því sem nýverið varð við Laugamestanga í Reykja- vík en talið er að um eitt þúsund fuglar hafi farist í olíubrák af þeim sökum. Æðarræktarfélagið krafðist þess að komið verði á tryggu eftirliti með olíulöndunar- búnaði svo komið verði í veg fyr- ir að slíkt endurtaki sig. Þá fagnaði aðalfundur Æðar- ræktarfélagsins tilkomu hins nýja Myndlistarmenn á Akureyri: Boð um dvöl í Finnlandi Borist hefur boð frá Lathi í Finnlandi, vinabæ Akureyrar um að senda myndlistarmann til dvalar þar í 2-4 vikur í ágúst á næsta ári. Boðið er upp á frítt uppihald og dagpeninga meðan dvalið er. Gert er ráð fyrir að viðkomandi myndlistarmaður haldi sýningu á verkum sínum meðan á dvölinni stendur. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu menningarmála, Strandgötu 19b á Akureyri, sími 27245. Umsóknir um þetta boð þurfa að berast fyrir 1. desember nk. DAGUR Sauðárkróki 0 95-35960 Norðlenskt dagblað umhverfismálaráðuneytis og væntir góðs af störfum þess í framtíðinni. Fundurinn skoraði á hið nýja ráðuneyti að taka með- ferð sorps og úrgangs við vinnslu- stöðvar í sjávarútvegi og land- búnaði föstum tökum. Haugar af úrgangi séu væn forðabúr fyrir vargfugla og benti fundurinn á að samkvæmt nýlegum rannsóknum hafi komið í ljós að um 70% þessara fugla séu sýkt af salmon- ellu. Sigurlaug Bjarnadóttir, sem verið hefur formaður Æðarrækt- arfélagsins undanfarin sex ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Davíð Gíslason á Mýrum kjörinn formaður. PI Nýútskrifaðir sveinar heimsækja félagið Iðnsveinar í heimsókn hjá Félagi málmiðnaðarmanna Akureyri. F.v. efri röð: Jónas Jónasson, Hjalti Bergur Pálsson, Guðmundur Hannesson, Stefán Á. Björgvinsson, Peter Jones. Neðri röð f.v.: Muggur son, Anton Hallgrímsson, Þorgils Guðmundsson og Jón Norðfjörð. Á myndina vantar Jóhann Ingason Stefánsson. Dagsson, Matthías- og Ingvar Félag málmiðnaðarmanna Akureyri: Á föstudaginn komu nýútskrif- aðir sveinar í málmiðnaðar- greinum saman í skrifstofu Félags málmiðnaðarmanna, Akureyri. Tilefnið var að heimsækja starfsmenn félags- ins í húsakynnum þess, og fræðast um ýmis mál sem tengjast stéttarfélaginu. Einnig hittu þeir forsvarsmenn atvinnu- rekenda í málmiðnaði. Níu sveinar fengu afhent sveinsbréf sín á föstudag, en auk þess komu nokkrir sem höfðu útskrifast fyrr á árinu. Um var að ræða menn með sveinspróf í stálsmíði, vélsmíði eða bifvéla- virkjun. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, segir að hér sé um nýbreytni að ræða í tengslum við útskrift iðnnema, en tilgangurinn sé að auka tengsl iðnsveina í málmiðnaði við stéttarfélag sitt. Við þetta tækifæri komi þeir í heimsókn í húsakynni félagsins, hitti forsvarsmenn þess og for- svarsmenn vinnuveitenda og fái um leið ýmsar upplýsingar um starfsemi þessara aðila í málm- iðnaðargreinum. „Allt tengist þetta hugleiðing- um um starfsmenntun og sam- starf málmiðnaðarmanna á undanförnum árum, kannski fyrst og fremst því að mörgum iðnaðarmönnum finnst sinn hlut- ur í samfélaginu rýr hvað snertir aðstöðu og fjárveitingu til menntunar, þótt margt hafi vissu- lega lagast upp á síðkastið. Sömuleiðis er opinber umfjöllun um málefni iðnfræðslunnar held- ur neikvæð. Iðnaðarmenn geta lagt sitt af mörkum til að bæta úr ýmsu, og umræður eru nú innan raða margra fulltrúa iðngreina um að auka menntunarkröfur og gera iðnaðarmenn þannig ennþá hæfari í greinum sínum,“ segir Hákon. í spjalli við Hákon kom hann fram með þá hugmynd að útskrift iðnaðarmanna úr löggiltum iðn- greinum gæti farið fram á tiltekn- um degi um land allt, og væri þá haldinn e.k. hátíðisdagúr iðnað- armanna ár hvert. Áhersla á aukna menntun iðnaðarmanna og vaxandi samstarf og tengsl þeirra við stéttarfélögin gæfi tilefni til að kanna hvort ekki væri grundvöllur fyrir því að efna til slíks hátíðardags. „Við iðnað- armenn gætum átt okkar hátíðis- dag einu sinni á ári við útskrift iðnnema. í þessu sambandi gæti merki iðnaðarmanna verið eins konar sameiningartákn, afhent öllum sem ljúka sveinsprófi,“ segir Hákon Hákonarson. EHB 1 bridds i Kauphallarmót Bridgesambandsins: Jakob og Pétur í flórða sæti — lífleg viðskipti á „hlutabréfamarkaðinum“ Mál Snorra á Skipalóni gegn Glæsibæjarhreppi: Dómur féU steftianda í vU - ákvörðun hreppsnefndar um að loka vegi felld úr gildi með dómi ' Hinir knáu briddsspilarar frá Akureyri, Jakob Kristinsson og Pétur Guöjónsson, geröu það gott á „Kaupha!larmóti“ Bridgesambands Islands í Reykjavík um helgina. Þeir skutu mörgum þekktum bridds- spilurum aftur fyrir sig og lentu í fjórða sæti með 518 stig. Efst- ir urðu þeir Jón Baldursson/ Aðalsteinn Jörgensen með 1355 stig, Björn Eysteinsson/ Guðmundur Hermannsson í öðru með 783 stig og Símon Símonarson/Örn Arnþórsson í þriðja sæti með 666 stig. „Kauphallarmótið“, sem nú var haldið í fyrsta skipti, vakti óskipta athygli, enda nýtt og sér- stakt form á því. Samhliða spila- mennskunni var rekin á staðnum einskonar kauphöll, sem Verð- bréfamarkaður íslandsbanka sá um. Segja má að hver sem vildi hafi keypt hlutabréf í briddsspil- urunum og þannig tekið áhættu á að ávaxta sitt pund í árangri spil- aranna. Eins og í alvöru viðskipt- um fóru sumir illa út úr viðskipt- um sínum, aðrir græddu vel. Bréf efstu manna seldust á 140 þúsund en bréf þeirra Jakobs og Péturs seldust á 35 þúsund. í samræmi við góðan árangur þeirra félaga var ávöxtun þessarar upphæðar al|góð. óþh Nýlega var kveðinn upp dómur I aukadómþingi Eyjafjarðar- sýslu, í máli Snorra Pétursson- ar, Skipalóni, gegn hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps. Dómurinn var á þá leið að Snorri fékk viðurkennda kröfu sína til umferðar um veg þann sem liggur að landi hreppsins um Gáseyri, en veginn nýtir hann m.a. til sandtöku úr þeim hluta Gáseyrar sem tilheyrir Skipa- lóni. Kjartan Porkelsson, skipaður dómari, dæmdi í máli þessu sem Snorri Pétursson höfðaði gegn hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps. Málið var dómtekið 23. október. Dómkröfur stefnanda voru að viðurkenndur yrði réttur hans til nauðsynlegrar umferðar í landi Glæsibæjarhrepps á Gáseyri, til að nýta eignarhluta sinn í eyr- inni, aðallega sandtöku og æðar- varp. Krafa var gerð um að stefndi bæri málskostnað. Við munnlegan málflutning gerði hann þá varakröfu að ákvörðun hreppsnefndar yrði ógilt með dómi. Stefndi gerði þær kröfur að hann yrði sýknaður og stefnanda gert að greiða málskostnað. Við munnlegan málflutning kom fram krafa hans um að málinu yrði vísað frá dómnum. Stefnandi lýsir málsatvikum á þá leið að í júní 1988 hafi vegi þeim er liggur um Gáseyri verið lokað með þeim hætti að keðja var strengd milli tveggja staura og henni læst með hengilás. Til- raunir stefnanda til að fá stefnda til að fjarlægja þennan farartálma báru ekki árangur. Efri hluti Gáseyrar er í eigu Skipalóns, en syðri hlutinn í eigu Glæsibæjarhrepps. Eini vegurinn um eyrina liggur að þeim hluta sem er í eigu hreppsins. Sand- námið á Gáseyri hefur verið nýtt jöfnum höndum af báðum eig- endunum, en nýting þess hófst árið 1941. Stefnandi hefur nýtt æðarvarp í landi sínu, og notað akveginn m.a. í því skyni. Vörubifreiðastjórar höfðu um alllangt árabil tekið sand úr eyr- inn, og var málsaðilum greitt eftir því hvar sandurinn var tekinn hverju sinni. Samningurinn féll úr gildi 15. júní 1988, og var ekki framlengdur af hálfu hreppsins. Snorri á Skipalóni vildi þó fram- lengja hann fyrir sitt leyti, en vegna þessa ágreinings lét sveit- arfélagið loka veginum með áðurnefndri keðju og lás. í málflutningi hreppsins kom fram að Þorsteinn Kristjánsson hafi lagt veg niður á Gáseyri árið 1957. Sá vegur hafi verið lagður í landi Gása og hafi eigendur jarð- arinnar séð um allt viðhald hans til í 19 ár, til ársins 1976. Pá var Glæsibæjarhreppi seldur hluti Gása í Gáseyri. Eigendur Skipa- lóns hafi ekki komið nærri við- haldi vegarins eða gerð hans. Kröfur stefnanda eru að hann hafi unnið hefð á umferðarrétti samkvæmt lögum nr. 46 frá 1905. Sýknukröfur stefnda eru byggðar á því að stefnandi hafi aldrei haft þau afnot af veginum sem leitt gætu til eignar- eða afnotahefðar, en ef svo teldist að skilyrðum hefðar væri fullnægt þá væri langt frá að sá hefðartími væri fullnað- ur sem krafist er vegna hefðar- halds á ósýnilegum ítökum. Við vettvangskönnun kom í ljós að miklir annmarkar eru á að leggja annan veg niður á Gáseyri í Iandi Skipalóns, og yerði slíkt ekki gert nema með mjög kostn- aðarsömum aðgerðum. „Þegar ofangreint er virt þykir með vísan til meginreglna hefð- arlaga nr. 46 frá 1905, eðli máls- ins og þeirra þjóðhagslegu hags- muna sem búa að baki ákvæðum hefðarlaga, verða að viðurkenna rétt stefnanda til umferðar um veg niður að Gáseyrinni í landi stefnda sem og að afnotaréttur- inn taki til alls þess sem stefn- anda er nauðsynlegt til að nýta sinn eignarhluta í landi Gáseyrar, svo sem sandnám og æðarvarp. Þó svo í stefnu sé gerð krafa um viðurkenningu til umferðar um land stefnda á Gáseyrinni þykir hafa komið fram við rekstur málsins að krafa stefnanda snúi að afnotarétti að nefndum vegi niður að Gáseyrinni. Krafa stefnanda um ógildingu á ákvæðum hreppsnefndar þykir vera of seint fram komin og er því hafnað af þeim sökum. Sama gildir um frávísunarkröfu stefnda enda þykir mál þetta ekki sæta frávísun án kröfu. Samkvæmt þessari niðurstöðu ber að dæma stefnda til að greiða stefnanda kr. 180.000.- í málskostnað. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.