Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 7 Knattspyrna: Eyjólfur í byijunar- liði og sló í gegn - átti þátt í tveimur mörkum Eyjólfur Sverrisson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stuttgart þegar liðið sigraði Köln 3:2 á heimavelli á laugardaginn. Eyjólfur nýtti tækifærið mjög vel, lék frábærlega og átti þátt í tveimur mörkum Stuttgart. Hann fékk mjög góða dóma í blöðunum og var tekinn í viðt- al í þýska sjónvarpinu. Tveir fastamenn í Stuttgartlið- inu, Fritz Walter og Manfred Kastel, voru meiddir um helgina og það varð til þess að Eyjólfur fékk tækifærið. Og það má segja að hann hafi nýtt það til hins ýtr- asta. I flestum blöðunum fékk hann tvo eða þrjá í einkunn sem er mjög gott þar sem einn er besta einkunn sem gefin er. Cristopher Daum, hinn nýi þjálf- ari Stuttgart, sagði eftir leikinn að Eyjólfur hefði komið sér mjög á óvart. „Hann á vissulega ýmis- Handknattleikur: Tveir Þórsarar í landsliðshóp Tveir ungir handknattleiks- menn úr Þór, Rúnar Sig- tryggsson og Ingólfur Guð- mundsson, hafa verið valdir til æfinga með 16-18 ára landsliðinu. Þeir taka þátt í æfingabúðum með liðinu 13.-22. desember og aftur milli jóla og nýárs. Nokkur verkefni bíða liðsins, Beneluxmótið verður haldið á næsta ári og Norður- landamót fer fram næsta sum- ar svo eitthvað sé nefnt. Þjálf- ari liðsins er Geir Hallsteins- son. Júdó: Freyr Gauti vann eina - frábært hjá Bjarna Bjami Friðriksson, Ármanni, náði frábærum árangri á Opna skandinavíska meist- aramótinu í júdó um helg- ina. Bjarni vann tvenn gull- verðlaun, í -86 kg þyngdar- flokki og opnum flokki. Freyr Gauti Sigmundsson úr KA var meðal þátttakenda á mótinu og náði þokkalegum árangri. Freyr Gauti vann sænskan júdómann í 1. umferð en tap- aði í 2. og 3. og var þar með úr leik. Þess ber að geta að þetta var fyrsta stórmótið sem Freyr Gauti tekur þátt í á þessu ári, auk þess sem hann er aðeins 18 ára gamall. legt ólært en hann spilar með hjartanu og frammistaða hans lofar mjög góðu.“ Bakvörðurinn Gúnther Scháf- er var einnig ánægður með fram- mistöðu Eyjólfs. „Hann stóð mjög vel fyrir sínu enda gefur hann aldrei þumlung. Það gæti orðið erfitt fyrir Walter að vinna sæti sitt aftur í liðinu,“ sagði Scháfer. Köln byrjaði betur í leiknum og skoraði tvö fyrstu mörkin. Þá fóru leikmenn Stuttgart í gang og Miklar líkur eru á að knatt- spyrnumaðurinn Steingrímur Birgisson leiki með liði á höfuðborgarsvæðinu næsta sumar. Steingrímur hefur leik- ið með KA undanfarin ár. „Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu en aðallega er það vinnan, bæði mín og konunnar,“ sagði Steingrímur. „Þetta er ekki alveg ákveðið en eins og staðan er í dag eru mun meiri líkur á þessu. Því miður verð ég að segja því það er erfitt að fara um leið og félagið er að missa aðra menn og eins þegar Ormarr er að fara að þjálfa. En það er lítið við þessu að gera.“ Steingrímur segir ekki ákveðið hvaða lið verði fyrir valinu ef af þessu verður en hefur nokkur í sigtinu. „Það er líklegast að það verði Valur, Stjarnan eða KR. Valur og Stjarnan hafa haft sam- band við mig en ég var í KR áður en ég fór í KA þannig að það félag kemur einnig til greina." íslenska landsliðið í hand- knattleik lék um helgina þrjá leiki við Tékka í Laugardals- höll. íslenska liðið sigraði í fyrsta leiknum en jafntefli varð í hinum tveimur. Fyrsti leikurinn fór fram á föstudagskvöldið og þá unnu íslendingar öruggan sigur, 26:22. Á laugardaginn gerðu liðin 21:21 jafntefli og skildu svo aftur jöfn á sunnudagskvöldið, 22:22. Þess má geta að í síðasta leiknum skaut Júlíus Jónasson í þverslána úr vítakasti þegar leiktíminn var útrunninn. náðu að skora þrívegis. Eyjólfur átti þátt í tveimur fyrstu mörkun- um, var auk þess mikið í boltan- um allan tímann og átti bæði hættulegt skot og skalla að marki Kölnar. Hann fékk síðan að líta gult spjald fyrir háskalega tækl- ingu. Á sunnudagskvöldið var Eyjólf- ur í stuttu viðtali við þýska sjón- varpið. Hann var þar m.a. spurð- ur hvernig honum litist á nýja þjálfarann og lét hann vel af honum. Steingrímur er 26 ára. Hann hefur leikið 80 deildarleiki í 1. deild auk þess sem hann hefur leikið tvo A-landsliðsleiki og 9 leiki með yngri landsliðunum. Steingrímur Birgisson. Landsliðið keppir við Banda- ríkjamenn í Stykkishólmi í kvöld. Um mánaðamótin heldur það síðan til Danmerkur þar sem leikið verður gegn Frökkum, Dönum og Bandaríkjamönnum. 19. desember kemur lið samein- aðs Þýskalands til íslands og leik- ur einn leik. Liðin halda síðan bæði til Þýskalands og spila þar tvo leiki, 21. og 22. desember. Milli jóla og nýárs verður haldið alþjóðlegt mót hér á landi með þátttöku íslendinga, Japana, Norðmanna og heimsmeistara Svía. Knattspyrna: Hættir Steini með KA? - Valur, KR og Stjarnan koma til greina Handknattleikur, landsliðið: Sigur og tvö jafti- tefli gegn Tékkum - Svíar til íslands í desember Eyjólfur Sverrisson er farinn að láta að sér kveða í Þýskalandi Bikarmót KRAFT: 18 íslandsmet féllu í Haftiarfírði Bikarmót Kraftlyftingasam- bands íslands var haldið í íþróttahúsi Víðistaöaskóla í Hafnarfiröi á laugardag. Keppendur voru 27 í 9 flokkum. 18 íslandsmet voru sett á mótinu, 2 drengjamet, 7 unglingamet og 9 fullorðins- met. Jón Guðmundsson setti drengjamet í bekkpressu í -82,5 kg flokki, Ingimundur Ingimund- arson unglingamet í réttstöðu- lyftu í -75 kg flokki, Bárður Ólsen 2 unglingamet í hnébeygju í 82,5 kg flokki og hann setti einnig met í réttstöðulyftu og tvö met í samanlögðu. Jón Gunnars- son keppti nú í fyrsta sinn í -100 kg flokki og sló að sjálfsögðu öll gildandi met í flokknum og var hann jafnframt stigahæsti kepp- andinn á mótinu. Guðni Sigur- jónsson setti glæsilegt íslandsmet í réttstöðulyftu í -110 kg flokki, met sem hefur staðið óhreyft frá árinu 1979. Hann setti einnig met í samanlögðu. Þá setti Baldvin Skúlason met í bekkpressu í -110 kg flokki. Úrslit í einstökum flokkum fara hér á eftir. Fyrst er árangur í hnébeygju, þá bekkpressu, rétt- stöðulyftu og Ioks samanlagt. -56 kg: Jóhannes Ein'ksson -67,5 kg: Hilmar Gunnarsson -75 kg: Kári Elíson Ingimundur Ingimundars. -82,5 kg: Bárður Ólscn Kristinn Ægisson Már Óskarsson Jón Guðmundsson Rúnar Friðriksson Atli Ólafsson -90 kg: Halldór Eyþórsson Björgúlfur Stefánsson Ólafur Sveinsson Jóhannes Kjartansson Njáll Torfason Grétar Hrafnsson -lðð kg: Jón Gunnarsson Flosi Jónsson Auðunn Jónsson -116 kg: Guðni Sigurjónsson Kjartan Helgason Stefán Hallgrímsson Tómas Einarsson Baldvin Skúlason -125 kg: Birgir Viðarsson Jóhann Sigurðsson +125 kg: Kristján Falsson 154, 70, 147,5, 362,5 170, 85.160. 415 240, 165, 260,665 212.5 122,5 240, 575 260.155, 290. 705 230,130,232,5,592,5 240.125, 225, 590 220, 122,5 197,5 540 200.125, 205, 530 205,115,180,500 295,140,280, 715’ 260,175, 230, 665 270,150, 220, 640' 250.140, 240, 630 230.140, 250, 620 165, 75,172,5 412,5 340, 200, 330, 870 300.165,285,750 285,160, 270, 715 335, 210, 355,900 245,160,260, 665 230.155, 220, 605 230,135, 205, 570 65,223,125,412,5 165,175,150,510 130, 70,140, 340 225.147.5 220,592,5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.