Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 1
Slippstöðin: Eldur í viðgerðarpalli Eldur varð laus í viðgerðarpalli við togarann Harðbak í Slipp- stöðinni á Akureyri síðdegis í gær. Slökkviliði og starfsmönn- um stöðvarinnar tókst í sam- einingu að slökkva eldinn. Togarinn Harðbakur er í slipp hjá stöðinni og var hann uppi í viðgerðarstól í stöðinni. Tjaldað hafði verið yfir viðgerðarpall við togarann með segli en starfsmenn voru að rafsjóða þegar kviknaði í seglinu. Skemmdir urðu ekki aðrar í þessum bruna. JÓH Leikfélag Akureyrar: Finun sækja um stöðu leikhússtjóra Miklar skemmdir urðu af eldi á miðhæð hússins við Hafnarstræti. Akureyri: Mynd: Golli Eldur laus í mannlausri Mð - grunur um að eldsupptök séu í eldavél Slökkviliðið á Akureyri var kvatt að húsi nr. 86A við Hafnarstræti kl. 11.30 á sunnu- dagsmorgun en þá var laus eld- ur á miðhæð hússins. íbúi á ris- hæð varð var við reyk í húsinu og fór þegar og vakti íbúa á neðstu hæðinni en íbúðin á nnðhæðinni, þar sem eldurinn kviknaði, var mannlaus. Mennina sakaði ekki og tókst slökkviliðsmönnum fljótlega að slökkva eldinn. Mestur virðist eldur hafa verið í eldhúsi íbúðarinnar á miðhæð- inni en stuttu eftir að kallað hafði verið á slökkviliðið varð mikil reyksprenging í íbúðinni og við það brotnuðu rúður og hljóp eld- ur þá um alla íbúð. Tómas Búi Böðvarsson, Knattspyrna: I’vjólíur í byrjunarliöi Stuttgart - átti þátt í tveimur mörkum Eyjólfur Sverrisson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stuttgart á laugardaginn. Liðið lék þá á heimavelli gegn Köln og sigr- aði 3:2. Eyjólfur átti mjög góð- an leik og átti m.a. þátt í tveimur mörkum Stuttgart. Frammistaða Eyjólfs vakti athygli í Þýskalandi og fékk hann mjög góða dóma í blöðunum, auk þess sem hann var tekinn í viðtal í þýska sjónvarpinu. Einn leikmanna liðsins spáði því að það gæti orðið erfitt fyrir hinn fræga Fritz Walter að vinna sætí sitt í liðinu á nýjan leik en hann var meiddur og því fékk Eyjólfur tækifærið. Sjá nánar á bls. 7. slökkviliðsstjóri, segir að þegar að var komið hafi eldtungur stað- ið langt út um eldhúsgluggann og aðra glugga á hæðinni. „Þetta leit því illa út en eldurinn var ekki búinn að ná neinni fótfestu, nema í eldhúsinu, þannig að greiðlega gekk að ráða niðurlög- um hans. Það vildi líka svo vel til að þegar útkallið kom voru 4 menn á vakt vegna annara verk- efna og því var strax hægt að senda reykkafara inn í húsið og það sló mjög fljótt á eldinn," sagði Tómas. Að sögn Tómasar var mestur eldur í eldhúsi íbúðarinnar. Mjög miklar skemmdir urðu af reyk í risíbúð hússins og þá urðu einnig talsverðar skemmdir á íbúð á neðstu hæðinni sökum vatns. Upptök eldsins voru ekki full- rannsökuð í gær en að sögn Daníels Snorrasonar beinist grunur helst að eldavél í íbúðinni á miðhæðinni. JÓH Fimm umsóknir bárust um stöðu leikhússtjóra hjá Leik- félagi Akureyrar, en umsókn- arfrestur rann út sl. föstudag. Þeir sem sækja um stöðuna eru Signý Pálsdóttir, Erlingur E. Halldórsson, Hávar Sigur- jónsson, Jakob S. Jónsson og María Sigurðardóttir. Sunna Borg, formaður Leik- félags Akureyrar, sagði að stefnt væri að því að ráða í stöðuna sem allra fyrst. Leikhúsráð verður með fund næstkomandi miðviku- dag og þar verða línurnar lagðar. Nokkra athygli vekur að Signý Pálsdóttir skuli vera meðal umsækjenda en sem kunnugt er var hún leikhússtjóri LA á undan Pétri Einarssyni. Hinir umsækj- endurnir eru einnig þekktir í leikhúslífinu. Hávar Sigurjóns- son og María Sigurðardóttir hafa bæði leikstýrt á Norðurlandi og María er reynd leikkona. Erling- ur E. Halldórsson er leikstjóri og leikritahöfundur. Jakob S. Jóns- son hefur verið búsettur í Sví- ..... ..... . „ .... Y„..^ UUJVllU. . Trillu með tveimur sjómönnum frá Hvammstanga saknað Brak úr bátnum fannst á Húnaflóa í gær Tveggja manna er saknað eftir að fjögurra tonna plastbátur sökk á Húnaflóa sl. sunnu- dagskvöld. Loftskcytastöðin á Siglufirði heyrði neyðarkall um 18.00 og þá strax hófust leitaraðgerðir. Á þriðja tug báta, þyrla Landhelgisgæslunn- ar og varðskipið Týr leituðu fram eftir nóttu og víðtæk leit hélt síðan áfram í gærmorgun. Fjörur voru gengnar og leit á sjó og í lofti var haldið áfram. Brak fannst úr bátnum í gær en leitin að mönnunum hafði ekki enn borið árangur þegar blaðið fór í prentun. Báturinn, sem gerður er út frá Hvammstanga, fór til línuveiða um hádegisbilið á sunnudaginn og tveir menn innanborðs. Um sexleytið heyrði loftskeytastöðin á Siglufirði síðan neyðarkall frá bátnum þess efnis að hann væri að sökkva, en engin staðarákvörð- un var fyrir hendi. Björgunar- aðgerðir voru þá settar af stað og þyrla Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr kölluð á vettvang. Fjöldi báta leitaði á Húnaflóa á sunnudagskvöld og byrjað var að ganga fjörur, en ekkert fannst. í birtingu í gær var leit síðan hald- ið áfram og tugir manna gengu fjörur frá Skagatá og inn að Heggstaðanesi. Gott veður var bæði á sunnudag og í gær við Húnaflóa og ágætt í sjóinn. Eftir hádegi í gær fannst brak úr bátnum, en leitin að mönnun- um stóð enn yfir þegar blaðið fór í prentun. Vitað er að gúmbjörg- unarbátur var um borð. Hjálparsveita- og björgunar- sveitamenn úr Húnavatnssýslum hafa tekið þátt í leitinni og voru búnir að ganga allar fjörur við Flóann seinnipartinn í gær án þess að finna nokkuð. SBG þjóð undanfarin ár og verið virk- ur í leiklistarlífi íslendinga þar. Núverandi leikhússtjóri LA, Sigurður Hróarsson, mun láta af störfum í lok mars á næsta ári en hann hefur verið ráðinn leikhús- stjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og fer því úr Samkomuhúsinu í Borgarleikhúsið. SS Ólafsfjarðarmúlagöngin: „Stefhum að því að hafa göngin opin um jólin“ - segir Sigurður Oddsson, hjá Vegagerð ríkisins „Við erum auðvitað ekkert hressir með þessa frestun,“ segir Bjarni Kr. Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, en nú þykir nokkuð Ijóst að jarð- göngin í Ólafsfjarðarmúla verða vígð á nýju ári, trúlega í síðari hluta janúar eða um mánaðamótin janúar-febrúar. Rætt hafði verið um að göngin yrðu tilbúin í nóvember eða des- ember, en nú þykir ljóst að af því getur tæplega orðið. Krafttaks- menn vinna nú að því að setja upp kapalstiga í loft ganganna og í kjölfar þeirra verður lýsingin sett upp. Sigurður Oddsson, hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, segir erfitt að áætla hversu langan tíma þessi verkþáttur taki. „En við stefnum að því að hleypa umferð í gegnum göngin um jólin. Það er mikill þrýstingur á það í Ólafs- firði og við stefnum að því að geta orðið við því,“ sagði Sigurð- ur. óþh Miklilax hf. í Fljótum: Heitt vatn úr nýju holunni Borinn Glaumur sem verið hefur að bora eftir heitu vatni að Lambanesreykjum í Fljót- um fyrir Miklalax hf. kom nið- ur á 60 gráðu heitt vatn á tæp- lega 90 metra dýpi og er það mun betri árangur en gert var ráð fyrir. Áfram verður borað og kannað hvort ekki fæst heit- ara vatn. „Þetta er óhemju vatnsmagn og árangurinn frábær. Vafalaust eigum við eftir að stórbæta hann, því við erum rétt að byrja að bora. Ljóst er áð nú þegar er kornið það vatn sem leysir vand- ann í sambandi við vatnshita í stöðinni að vetrinum," sagði Gunnar Reynir Pálsson, fram- kvæmdastjóri hjá Miklalaxi. Lágt hitastig að vetrinum í stöðinni hefur heft vaxtarhraða fisksins yfir vetrarmánuðina. Ein heitavatnsborhola var fyrir hjá Miklalaxi, en hún annaði ekki þörfum. Sú hola sem nú er strax farið að koma vatn úr, bætir ástandið því mikið og einnig tvær holur að Hraunum sem úr kemur „síaður“ sjór og voru boraðar fyrr í vetur. Að sögn Reynis verður borað áfram og sagðist hann búast við að fljótlega kæmi mun heitara vatn upp úr holunni. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.