Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 11 hér & þar Austurrískur fallhlífarstökkvari í stórslysi: Lenti á rafmagnsstreng með 30.000 volta spennu Franz Wuggetzer, austurrískur fallhlífarstökkvari, komst á ótrú- legan hátt lífs af þann 2. júlí í sumar þegar hann rakst á há- spennustreng meö um 30 þúsund voltaspennu. Höggið var gríðar- legt og blossinn ógurlegur og því grunaði engan sem með þessu fylgdist að maðurinn gæti með nokkru móti lifað þetta slys afi En óhætt er að kalla það krafta- verk sem þarna gerðist því nú er Franz kominn á ról á ný eftir langa sjúkrahúsvist. „Það grunaði engan að maður- inn væri lifandi," sagði Heinz Lindner, þýskur ferðamaður sem náði myndum af atburðinum. Fegar að var komið var fallhlífar- stökkvarinn eitt flakandi bruna- sár auk þess að vera bæði brotinn á fæti og hendi. „Hann hlýtur að hafa snert strenginn í um hálfa sekúndu en þá kom gríðarlegur ljósblossi og mikill hvellur líkt og um eldingu væri að ræða. Því næst hrundi hann til jarðar," sagði vitni að slysinu. Peir sem á horfðu brugðust skjótt við. Franz var meðvitund- arlaus og strax var reynt að blása í hann lífi. Björgunarþyrlur voru komnar á staðinn innan stundar sem fluttu hann strax á sjúkra- hús. Slysið átti sér stað þann 2. júlí. Franz stökk ásamt félögum sín- um í austurrískum fallhlífa- klúbbi, úr um 6000 feta hæð og ætlunin var að svífa niður dal einn. Niðurstreymi gerði hins vegar Franz lífið leitt og því fór sem fór. Pýski ferðamaðurinn horfði á hópinn en tók skyndilega eftir því að einn stökkvarinn stefndi á rafmagnslínuna og því byrjaði hann nánast ósjálfrátt að mynda atburðinn. Lindner þessi segir að Franz hafi ítrekað reynt að komast hjá línunni en það hafi engan árangur borið. Eftir um mánaðardvöl á sjúkrahúsi vaknaði Franz til lífs- ins á ný úr dáinu. Þegar á leið haustið voru brunasárin gróin og þá gat hann komist út í lífið á ný, þakklátur fyrir það kraftaverk að hafa lifað slysið af. RÍKISSKATTSTJÓRI FLYTURAÐ LAUGAVEGI166 Frá og með miðvikudeginum 28. nóvemberverðuröll starfsemi embœttis ríkisskattstjóra til húsa að Laugavegi 166, Reykjavík. Vegna flutninganna verða skrifstofur embœtlisins lokaðar dagana 26. og 27. nóvember nk. Nýttsímanúmer frá 28. nóvember verðun 91-631100 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Aðventuskreytingar og allt skreytingaefni fyrir aðventuna Úrval í gjafavöru. # *> aupangi • Akureyri mar 24800 og 24830 VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Verkmenntaskólinn é Akureyri hefur í hyggju að taka upp nám fyrir samningsbundna bókagerðarmenn á vorönn 1991, ef næg þátttaka fæst. Innritun lýkur 30. nóvember. Skólameistari. BÓKABÚÐ JÓNASAR Jóladagatöl frá Lions (súkkulaði) frá Sjónvarpinu með límmiðum. Einnig bakkar og baukar undir ,jólanammið KABÚÐ 'NASAR Hafnarstræti 108 • Sími 96-22685 Vinningstölur laugardaginn 24. nóv. ’90 VINNINGAR — FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 5.916.863,- 2.4^1« 5 120.339.- 3. 4 af 5 124 8.370.- 4. 3af 5 4.948 489.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.976.010.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.