Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Ólæsið - hvað skyldi það nú vera? Jón Jónsson. Það er ekki að sök að spyrja og engum ógnar þó forseti vor og forsetarnir allir eða forsjármenn hrökkvi við og taki við sér þarna sem mega ekkert aumt sjá, án þess víkja að því orði með athöfn nokkurri og ekki ami þó eftir sé tekið. Eins og einu barni er ekki ann- að bágra við að búa þegar komið er í skólann að hausti en að geta ekki lesið. f»ó það hafi húkt kvöldum saman með kóka kóla og sleikjuspýtubrjóstsykur fram- an í sjónvarpinu og horft á mynd- ir með prentuðum texta undir sér. Máski myndir sem geta fyllt í tómarúm einhverra - margra sem þurfa þess með og eiga máski líka kröfurétt til þess sam- kvæmt orðanna hljóðan, því fjöl- miðill skal það vera. Það má stundum telja til hlunn- inda fyrir barn að reyna ekki athygli sína við textann þó kallað sé á þess móðurmáli. Hinar enda- lausu afþreyingarmyndir sem rása í úrræðaleysi um skerminn eru næg áraun og hugskotinu og þá venjulegri hlustunarhæfni tón- eyrans, úr því ekki er þá fyrir- skipað að nota eyrnahlífar gegn hávaðanum. Heyrt hefi ég að lestr- arkennarar kjósi sér heldur ólæst barn til umönnunar en „afbakað" barn, frá úreltri aðferð P...é...t Pét...ur, Pétur, sagði amma. Hér snertir margt hvað annað, og er nærri því lykillinn að drottins náð í tíma, hvar kennarinn er drott- inn, að minnsta kosti drottnar- inn. En ólæsið á byrjaðri ævi barns snertir fleira en myndir og málfar þess. Máski er það ólæsið alvar- legast sem fullorðnir eiga stærsta hlut, auðvitað er þetta allt saman hlutafélag þar sem fullorðnir eiga mests arðs að vænta, - blessuð börnin í skólanum. Hugleiða má að einstæðir foreldrar á íslandi eru taldir vera 7500 Það fylgir oftast sérstakur texti hverri mynd hverrar gerðar sem er, sem verður að lesa þegar menn fullorðnast, til að njóta myndarinnar og myndin fái sann- gjarnan dóm og ekki einfaldar það málið, þegar upplýst er að barn langt innan tvítugs aldurs hafi átt þess kost að horfa ekki á minna en átján þúsund misferlis- mál; morð, ofbeldi, og hvers kon- ar óhæfuatburði, sem hver viti- borin manneskja hlýtur að finna sér sem dýpstu niðurlæging dýrs, þó ekki héti maður. Þess vegna fannst mér, að ólíkt sé samanbor- ið, þegar börn voru rekin úr skóla hvar ég þekkti vel til með skjótum fyrirgangi, fyrir að vísu atvik sem þau máttu síst verða við kennd, en voru býsna eðlis- gróin þeirri dýrategund sem þau heyra undir og einnig þau skóla- yfirvöld sem um fjölluðu og hald- ið var að væru fluglæs á bók en bjuggu við fljóthuga skapgerð sem okkur mörgum er erfiðastur förunautur að búa við. Hvað þá þessi blanda sem mannfræðinni, sálarfræði og samvinnulöggjöf- inni er eilíft vandamál, þar sem hrosshausinn, kýrhausinn og þá loks hið mikla menntatákn þorskhausinn sem hæst reis við stjórnarráðið og var litli manns- hausinn fullur af hugmyndum fátæklega búinn til verka. En snobbið skal blífa, haldast við segir í orðabókinni, þó setji kross við. Þó kross þýði þar stundum „aflagt“ er hann það ekki í kirkj- um og reyndar ekki á fullveldis- fána þó hálfflatur sé. Enn er þó til sú þrenning... Góð lærdómskona í „greininni1 ræðir um málin: „Börnum sé hrint út í þjóðfélagið og óhófleg- ar kröfur séu gerðar til þeirra og geðheilsa unglinga á íslandi sé hvað verst meðal unglinga á Norð- urlöndum, svo mjög að tíu þús- und börn þurfi á sérstakri með- ferð að halda, hvað varðar geð- ræn vandamál... eða þá slysa- hættan sem þeim er búin.“ Enn er þó til sú þrenning: Barnið, for- eldrar og heimili. Og að mesta hagsmunamál barns sé athygli foreldranna. Máski mættu for- eldrar sem nú heita oftast foreldri víst vegna þessarar óvissu hver er hvað. En þó má hugleiða hvað þau skapa oft meiri vandræði en börnin. En víkjum að öðru. Vík- urblaðið á Húsavík hefir gjarnan sýnt árvekni hvað liðna tíð varð- ar og gefið dánu fólki mikið rúm á pappír sínum og má auðvitað ekki seinna vera, þó mun það fólk ekki endilega hafa lifað án athygli umhverfis, en líka man það afmæli fólks og fyrirtækja. Hulda Álfgrímsdóttir hvora ég ekki þekkti ræddi um að ná sambandi við álfabyggðir um byggingu álvers innan við Vaðla- heiði og „gæti þá vaxið úr klett- um Álfver hf.“, segir konan. Ég hafði vonað að sú álfabyggð sem virtist nema land í kjölsogi fram- leiðnisjóðs á sínum uppgangstím- um, þegar jafnvel Mjólkursamlag Þingeyinga átti að klæðast í álfadans í hvaða álfhól sem sá búnaður var uppfundinn. Svo tæpt sem einhverjir virtust standa þá og engin lögformleg bænastund til bjargar sem í ein- hverjum stressandi og öðrum skilnaðarmálum. Þó gat slíkt auðvitað orðið umræðugrunnur hinna nýju héraðsnefnda þegar vaxin er vísdómstönnin þeim. En latræk hefðu eyfirsku góðbúin orðið austur í Þingeyjarsýslu, þó furðu greitt hafi gengið að tog- mjólka forystu fyrirtæki samvinnu- manna frá Akureyri, hvort held- ur þau höfðu vígt sig í ull ellegar skinnum. Með iðandi lífsmætti vann þar fjöldi fólks að rammís- lenskum þjóðariðnaði og suður í Mosfellssveit þar sem nú þrengist um stórbýlið Blikastaði. Upp á þetta má horfa hinn aldni sam- vinnufrömuður Jakob Frímanns- son á Akureyri, hvar ég hitti sein- ast að moka snjó af tröppum sín- um. Það er ekki dauðinn sem drepur okkur, segir nóbelsskáld Nú bjargar ekki lengur trúnaður fólks og naumlega víst líka átrún- aður þess svo frjálslega sem hann er handfjatlaður ellegar með ýmsum fyrirgangi boðaður. Eng- um blöskraði þó hjól frumbyggj- anna á Halldórsstöðum í Laxár- dal sem frægastir voru af sínu framtaki, en þar snérust tóvinnu- vélar Magnúsar Þórarinssonar frá árinu 1883, ári seinna en kaupfé- lagið reis. Magnús og hans eftir- komendur ráku fyrirtækið í 40 ár með miklum sóma þangað til Kembivélahúsið á Halldórsstöð- um brann til kaldra kola árið 1923. Varð þá hlutverk K.Þ. að stofnsetja kembivélar á Húsavík og rak kaupfélagið fyrirtæki þetta með mjög happasælum árangri „um áratugi", segir Jón Gauti Pétursson í sinni sögu. Svo merkilegri sem var, gleymdi hann að setja nafn sitt við fyrr en undir eftirmálann. (Það mátti minnstu muna að það félli niður hjá Ara fróða líka.) Menn voru lélegir í „snobb- fræðum" lengst fram eftir í kaup- félögum, aldrei Iagðir hornstein- ar að byggingum þeirra eftir að byggingum var lokið, enda ekki einu sinni til forseti til að njóta þess verks, fyrr en elsta K.Þ. var mikið meira en hálfnað með 100 árin og ekkert hús einu sinni hornsteinalaust á Húsavík á 40 ára hátíðinni í ár en það verður nærri strax aftur eitthvert afmæli. Það er líka rætt um í heimsfrétt- um að breikka knattspyrnuhlið, svo fjölga megi mörkum og fleiri þrumuskot endurtakist í hrópum Bjarna Felixsonar svo jafnvel Völsungar njóti góðs af náttúr- lega endurvígslu þeirra mörgu hliða sem mættu heita hornstein- ar knattspyrnunnar. Einhver for- seti kynni að finna sér stað við slíka athöfn þegar vígja þarf hlið- stólpa. Stundum virðist sem komi regn úr heiðskíru lofti ellegar þá þruma. En ekki er það út í bláinn að forsetum vorum detti leikhús í hug bæði heima og erlendis og hafi þá orð um þau bágindin „að eiga ekki leikhús eins og stór- þjóðirnar", kannski jafnvel þeir búi við ólæsi nokkurt ellegar skort á hornsteinum til að leggja en reyna má að leggja nýjan hólk inn í holaðan kantstein Þjóðleik- hússins með nýjum texta sfnum, þegar hefir fengið nútímalega og menningarbúna reisn. Þegar forvígismenn kaupfé- lagsins völdu sér hinn ágætasta mann á tyllidegi að flytja sér and- legt munngát yfir veisluborði þar sem tugur hlutafélaga skráðu sig í ársskýrslum í jafnvægisreikningi. Þá gerði Þorgrtmur Starri það sannarlega vel og lýtalaust, en grátbroslegt þá slær síst fölva á brá Starra að hann skyldi knúinn átta árum seinna að ákæra sitt félag sem kallast nú sláturleyfis- hafi fyrir endurteknar sakir við sig í viðskiptum og sína stétt. Og engum ógnar þó fleirum en for- setum hvarfli í hug leikhús á slík- um tíma. En öðrum verður hugs- að til Kaupfélags Þingeyinga langt aftur í sögu þess þegar bjó við endurteknar málssóknir sem vildu torvelda störf. Hvort sem Kaupfélag heitir sláturleyfishafi og framleiðsluráð heitir með mikil völd og jafnvel er enn til framleiðnisjóður sem borgar sumum mönnum lambs- verð án þess að þau lömb verði nokkurn tíma til, - virðist enginn veita sláturleyfishöfum rétt til að prenta peninga til sinna lögboðnu þarfa ellegar skipa bönkum að leggja féð til þaðan sem það er sem þeir eiga víst að fá aftur til baka. Hvar er svo forsjón vor og fyrirhyggja á landsvísu? Enginn mun nú lengur hafa löngun til að koma gömlu kaup- félagi á kné. Okkur nægir naumast nýjasta spekimál nóbelsskálds: „Það er ekki dauðinn sem drepur okkur heldur er það lífið.“ Enn eru þar lífbelti Kristjáns Eldjárns Nú eru senn tuttugu ár liðin síðan Kristján Eldjárn ræddi við ís- lendinga og sagði þá: „Varðveit- um lífbeltin tvö“ sagði forsetinn, „grónu ræmuna upp frá strönd- inni og sjóræmuna með ströndum fram, beltin sem allt byggist á, sitt hvoru megin við hinn skörð- ótta baug landsins sem skáld nefndi svo á bók.“ Á Húsavík virðist rík viðleitni að lesa texta Kristjáns Eldjárns og tileinka sér anda hans. Bæði í gömlum og líka glænýjum sam- tökum fólks er verið að verki að festa sig lífbeltunum tveimur „sem allt byggist á“ og hefir alltaf gert. Það hefir engu verið hnekkt í því efni með öllu smjatti sínu um listir, leiklist og íþróttir þó söng- ur og tónmennt hafi miklu bjarg- að í sál barns og manns og vöggu- ljóðið þrátt fyrir allt stríðir gegn tísku og tyldri sláturleyfishafinn á Húsavík og Útgerðarfélag Húsa- víkur hf. þó Einar Njálsson og Þorgeir Hlöðversson geti ekki sinnt leiklist um sinn. Og hung- urgöngulýður milljónaþjóðar mun og vonandi meira horfa til matarlandsins íslands en hins fagra og forsetamargra lands vors sem mest gleður þegar vorar. Undarleg árátta einnar og nokk- uð sérgóðrar þjóðar með „óhræs- ið“ enn stillt á 15. október þegar skjóta má rjúpur og jafnvel í frið- landinu Hrísey þarf að borða friðaðan fugl um jól, þó holda- nautin troðist þar um rimlagólfin. Eitt sinn stóð þeim ógn af kjarnorkunni, nú er það frægðarveikin Svo var gáfnafari íslenskra úrræðamanna háttað árið 1965 þegar mest var rætt um álver og loks þegar álvinnslan hófst í Straumsvík hinn annan júlí 1969 að þeir héldu því fram að kjarn- orkan væri að gera fallvatnaork- una verðlausa á heimalandi sínu. Þá var líka austan kaldinn frá Stalín með sinn viðkvæma en þó hjartakalda gust inn um allar gáttir, jafnvel í orkumálum. Nú mætti ætla að mennskur hiti væri kominn í slíkar umræður hjá oss, þegar jafnvel Kristur má vara sig, hvar nú einn maður í heimi geisl- ar af hugsjón „Gorbadsjov" má ólæs stafa af bók. „Menn eru á ferli með dútlið sitt, og ástunda heimsfrægð, fólk þjáist af eins konar frægðarveiki, fólk vill láta taka eftir sér eins og þjóðhöfðingja" segja málhagir blaðamenn. Við gerum hégóma oft að kappsmáli en svo er þetta land hollt sínu fólki að nærri stappar að ekkert sé til sem ekki er þar, úr því nú kornið óð upp úr öllu valdi á Vallanesi líka og fjölmiðl- ar tóku eftir því. Og svo eru tösk- ur okkar fullar af félagshyggju, velmegun og hugljómun, að þeg- ar Eyfirðingar leggja þrjá vel- megandi hreppa saman í eitt mannfélagsbú, þá leggjum við í Ljósavatnshreppi tvær hitaveitur nærri því samsíða, í það minnsta sína frá hvorri jarðstöð úr djúp- inu og stundum tvo barnaskóla sinn með hvoru heitu vatni og sinn í hvorum hreppi og teljum okkur aðeins nálægt 280 á þjóð- skrá. Líklega er það kallað „afstætt" að vera stór hvernig sem við skil- greinum það í „Útverði“ sem heitir, en ég vissulega kaupi og les með athygli. Hvað má ungum íslend- ingi yfir klungur lyfta? Áhugamannalið efndi til Lauga- hátíðar hinn 25. ágúst síðastlið- inn að minnast 65 ára langa tím- ans frá því Laugaskóli var fyrst settur hinn fyrsta vetrardag 24. október 1925 af Arnóri Sigur- jónssyni skólastjóra. Nokkur fjöldi fólks mætti til þessarar samkomu og máski frá flestum árgöngum skólans, sem ekki var víst fullkannað og máski ekki heldur frá fyrsta árgangi hans nema framliðnir sem nefndir voru og máski mættir. Við sung- um „Hvað er svo glatt“ og um brjóstin „sem geta fundið til“ og „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“. Það var eðlilega allt ann- ar söngur en ættjarðarlög hins fyrsta dags fyrir 65 árum eða þá vígsluljóð Sigurjóns Friðriksson- ar eða söngstjórn Kristjáns á Halldórsstöðum. Á fyrsta málfundi Laugamanna bar Ragnar Þorsteinsson frá Eskifirði upp spurnmguna: „Hvað má ungum íslendingi yfir klungur lyfta?" Svar þessa nem- endahóps varð: Minningar. Hversu margir skyldu muna það kvöld. En hverjir það sem eru, vita þeir og fleiri en Laugaskóla- menn. Fyrst er hugsun, síðan framkvæmd og loks er orðin minning til og sú minning má síst þurfa að verða eftirsjá. Fyrsta grein hinnar fyrstu reglugerðar Alþýðuskóla Þingey- inga hófst með þessum orðum: „Markmið skólans er að styðja þjóðlega heimilismenningu.“ Vafalaust liggja eðlileg rök til að hér er óþekkjanlegur skóli á Laugum í Reykjadal frá þeim sem fyrst var þar og forvitni nemenda ellegar kennara að vita með viti sínu, þjóni nýjum þjóð- félagsstofnum og þörfum og þá tískufyrirbrigðum slíkum sem ferðaþjónustu. Sé þá eðlilegt og langt bil frá því Jón í Ystafelli flutti sinn fyrirlestur. „Hvaða land er best?“ Fremstafelli, 15. október 1990, Jón Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.