Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 9 itleik: tólanna avík auk þess góðan leik í vörninni. Jóhannes Kristbjörnsson var einnig góður en liðið var annars jafnt. Ivan Jonas og Pétur Guð- mundsson voru bestir í liði Tindastóls sem virðist aðeins vera að slá af. Það náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í þessum leik og hefur kannski haft sitt að segja að Valur Ingimundarson var meiddur á öxl og gat ekki beitt sér sem skyldi. Stig UMFG: Dan Krebbs 33, Jóhannes Kristbjörnsson 19, Guðmundur Braga- son 16, Steinþór Helgason 15, Rúnar Árnason 13. Sveinbjörn Sigurðsson 2. Stig Tindastóls: lvan Jonas 29, Pétur Guðmundsson 21, Valur Ingimundarson 13, Pétur V. Sigurðsson 12, Einar Einars- :on 6, Sverrir Sverrisson 2. Dóntarar: Bergur Steingrímsson og Leif- ur S. Garðarsson. Dæmdu vcl. MG ÍVÖ stig ýrir ÍS leiknum og sérstaklega var mót- takan betri. Mér sýnist þessi fjög- ur efstu lið vera tiltölulega jöfn en ef eitthvað er .þá eru Próttur og ÍS skrefinu á undan okkur. Við verðum að bæta okkur ef við ætlum að eiga von um titilinn sagði Haukur Valtýsson. unnu góðan sigur á Þrótti en lentu í •\KÍS|0U* Sigurlið Lcifturs frá Ólafsfírði. Myndir: JHB Coca-Cola mótið í innanhússknattspyrnu: Leiftur lagði KA í úrslitaleik Leiftur frá Ólafsfirði varð sig- urvegari á Coca-Cola mótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Leiftur sigraði meistarana frá í fyrra, a-lið KA, 3:2 í úrslitaleik. 13 lið tóku þátt í mótinu sem heppnaðist mjög vel. Leiftursmenn byrjuðu vel í leiknum gegn KA og komust í 3:0 áður en KA-menn svöruðu fyrir sig. Þeir náðu fljótlega að minnka muninn í eitt mark en lengra komust þeir ekki. Þór-a og Þór-b léku til úrslita um þriðja sætið og lauk þeim leik með öruggum sigri a-liðsins, 5:1. Kjartan Einarsson, KA, varð markakóngur mótsins, en hann skoraði 12 mörk. Þess má geta að félagi hans Ormarr Örlygsson varð næst markahæstur með 11 mörk. Það vakti nokkra athygli að Sigurbjörn Jakubsson, fyrirliði Leifturs, hanipar verðlaununum hróðugur á svip. Stjörnulið Gunnars Níelssonar komst ekki í undanúrslit, það sat eftir á lélegra markahlutfalli en Æsir. í liöinu voru margir kunn- ir knattspyrnumenn, s.s. Sævar Jónsson, Þorgrímur Þráinsson, Njáll Eiðsson og Heimir Karlsson. „Það var reynsluleysið scm varö okkur að falli," sagði Gunnar Níelsson að mótinu loknu. Kjartan Einarsson úr KA varð markakóngur mótsins, skoraði 12 mörk. Hér tekur hann við verðlaunum úr hendi Júlíusar Guðmundssonar, formanns Reynis. Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: Föstudagur: GNÚ-SM 3:0 Magni-KA b 2:3 Æsir-GNÚ 0:1 SM-Magni 0:4 KA b-Æsir 0:1 GNÚ-Magni 3:2 SM-KA b 0:6 Magni-Æsir 2:3 KA b-GNÚ 5:3 Æsir-SM 7:0 Laugardagur: KA a-UMSE b 5:2 Þór b-HA 5:0 Þór a-Hvöt 4:1 Dalvík-Leiftur 1:2 KA a-Þór b 4:1 UMSE b-HA 1:1 Þór a-Dalvík 7:2 Hvöt-Leiftur 2:2 KA a-HA 15:0 UMSE b-Þór b 3:4 Þór a-Leiftur 3:1 Dalvík-Hvöt 7:5 Undanúrslit: KA b-Þór b 1:2 Æsir-KA a 0:8 Þór b-Leiftur 0:2 Þór a-Æsir 5:1 KA b-Leiftur 1:1 KA a-Þór a 4:1 Það var ungmennafélagið Reynir frá Árskógsströnd sem hélt mótið en Coca-Cola gaf öll verðlaun að undanskildum auka- verðlaunum sem Sjallinn gaf sig- urvegurunum, mat og miða á rokksýningu. Vildu forráðamenn Reynis koma á framfæri þökkum til starfsmanna íþróttahallarinnar og þeirra sem þátt tóku í mótinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.