Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 5 lesendahornið Erna Indriðadóttir, deildarstjóri RÚVAK: Þegar kjarkuriim bQar Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Mér flugu þessi fornu spak- mæli Hávamála ósjálfrátt í hug þegar ég leit í Helgardag 17. nóvember sl. og las þar bréf „les- anda“ um svæðisútvarpið. Þar var veist að einum dagskrárgerð- armanna Ríkisútvarpsins á Akur- eyri, Snorra Guðvarðssyni, með einkar ósmekklegum hætti. Ekki það að menn megi ekki gagnrýna útvarpsmenn eða það efni sem útvarpið flytur. Útvarpsmenn eru rnargir og misjafnir. Þeir eru jafnvel ekki fullkomnir og verður stundum á í messunni rétt eins og öðrum ódauðlegum mönnum. Og um þá eru skiptar skoðanir. Við því er ekkert að segja. En það er ekki sama hvernig gagn- rýni er fram sett. Þegar menn taka sér fyrir að gagnrýna nafn- greint fólk á opinberum vettvangi er ekkert athugavert við að sýna almenna kurteisi. Það telst til dæmis til almennrar kurteisi, ef ekki mannasiða, að kynna sig, þegar rætt er við ókunnuga. „Lesandi“ hirti ekki um það. Kannski eru honum ekki kunn þessi óskráðu lög. Það er nefni- lega svo miklu þægilegra þegar kjarkurinn bilar, að stunda grjótkast úr felum og þurfa ekki að standa frammi fyrir þeim sem steinninn hittir fyrir, augliti til auglitis. En það hefur aldrei ver- ið talið stórmannlegt. Þótt við búum á litlum stað og séum fá, ættum við að hafa uppburði í okkur að þora að standa við orð- in sem við Iátum falla á opinber- um vettvangi, vegna þess að gagnrýni sem verður hvati málefnalegra skoðanaskipta er af hinu góða og bætir mannlífið. Sumir hafa ekki kjarkinn og eru þess vegna ekki svara verðir. Því miður. Dagur eða „Daily Mail“: Létt spaug Snorra brá birtu á gráma skanundegisins Útvarpshlustandi hringdi og hafði þetta að segja: „Kæri Dagur, ógn var hvimleitt að sjá á síðurn þínum eftirhreytur gamla Akureyrarþurradrambsins og á ég þar við fúkyrði lesanda í garð Snorra Guðvarðssonar dagskrár- gerðarmanns. Ég hef sjálfur tek- ið mér í munn líkinguna „Daily Mail“, Vor daglegi póstur, um okkar ágæta Dag, án þess að mér kæmi í hug lítilsvirðing hvað þá klám. Ég hlýddi á Snorra umræddan morgun og fannst létt spaug hans bregða birtu á gráma skammdeg- isins. Snorri er fyrirtaks útvarps- maður. Áfram með spaug á léttu nótunum RÚVAK-menn. Les- anda vil ég benda á að athuga hvort félagið Alvara er enn starf- andi og sækja þar um inngöngu." „Ég skammast mín líka...“ Hlustandi skrifar. „Já, ég skammast mín líka fyrir þurrpumpuhátt og geðvonsku samSorgara míns, sem kýs að kalla sig „lesanda", í laugar- dagsblaði Dags, eða „Daily Mail“ eins og við Akureyringar köllum blaðið svona okkar í milli. Það kallar „lesandi“ að „klæm- ast á bölvanlegan hátt að nafni blaðsins“ og skammast sín öll ósköp fyrir þann „fíflahátt“ Snorra Guðvarðssonar dag- skrárgerðarmanns að láta þessa nafngift heyrast opinberlega. Æ, mikið eigum við nú bágt ef sú óskapar geðvonska og morgun- fýla hefur nú heltekið almenning svo að ekki megi lengur gera til- raun til að fá fólk til að brosa út í annað í morgunsárið. Fyndni og húmor þykja misgóð og lengi rná deila um hvað er velheppnað grín en þetta umrædda atvik er varla tilefni til að draga fram stóru orð- in og opinbera eigin húmorskort. Enda þykist ég fullviss um að kollegum Snorra á Degi dettur ekki í hug að móðgast yfir nafn- giftinni „Daily Mail“ enda ekki meint í niðrandi merkingu. Að lokum, Snorri Guðvarðsson og aðrir dagskrárgerðarmenn: Upp með húmorinn, haldið áfram á sömu braut. Blaðið heitir Dagur Eftir að bréf ónafngrefnds les- anda birtist í laugardagsblaði Dags nýlega, hafa ónefndir pennar á Akureyri séð sig knúna til þess að taka upp hanskann fyrir Snorra Guðvarðsson dagskrárgerðar- mann hjá Útvarpi Norðurlands. Málið snýst um það hvort það er húmor eða ekki húmor að tala um Dag sem „Daily Mail“. Einnig fullyrðir annar bréfritarinn að okkur á Degi detti ekki í hug að móðgast yfir því að talað sé um „Daily Mail“, enda hafi það ekki verið meint í niðrandi merkingu. Til upplýsingar langar mig að benda bæði útvarpshlustendum og lesendum blaðsins á það að við hér á Degi erum ekki móðguð yfir því að blaðið hafi verið kall- að „Daily Mail“ í útvarpinu eða að einhverjir Akureyringar kalli blaðið því nafni sín á milli. Hins vegar þykir mér rétt að benda á að blaðið heitir Dagur og þannig viljum að það sé kynnt í öðrum fjölmiðlum. Kristján Kristjánsson, fréttastjóri Dags. Skotveiðimenn! Loksins eru þær komnar Baikal tvíhleypurnar, þessar margeftirspurðu. Hlið við hlið - verð 36 þúsund. Undir og yfir - verð 45.900. ★ Svartfuglinn fyllir fjörðinn, feitur og freistandi. Með Tunet og Ultra-Max skotunum tryggja veiðimenn sér toppárangur. NORÐURLAND - REYKJAVÍK - ÚTLÖND SAUÐÁRKRÓKUR - DALVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK HEIMSBYGGÐIN SKIPADEILD SAMBANDS/NS SAMBANDSHUSINU KIRKJUSANDI 105 REYKJAVÍK SIMI 91-698300 TELEX 2101 TELEFAX 91-678151 ísland - Evrópa Bandaríkin vikulega HEIMAN OG HEIM Innanlandsáadlun Skipadeildar er samræmd millilandaáætluninni í háöar áttir. Vörur frá útlöndum eru sendar áfram noröur án tafar, og vörur aö noröan fara taíarlaust út í heim. Noröurland - Reykjavík vikulega HEIMAN OG HEIM Ný og stórbætt aöstaöa umboösmanna okkar eílir þjónustuna. Frá Reykjavík - alla fimmtudaga Á Húsavík - alla sunnudaga Á Akureyri - alla mánudaga f.h. Á Dalvík - alla mánudaga e.b. Á Sauöárkróki -alla mánudaga (kvöld) I Reykjavík - alla miövikudaga LANDSBYGGÐIN HOLTABAKKI REYKJAVIK Færeyjar Varberg Helsinki Hull New York Kaupmannahöfn Moss Rotterdam Hamborg SAMSTILLT ÁTAK FLÝTIR FLUTNINGI MEÐ XXSKIPADEILD

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.