Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 3
fréttir Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 3 Niðurstöður launanefndar BSRB og prmálaráðuneytisins um framlengingu svokallaðrar þjóðarsáttar: Hugsanlegur viðskiptakjarabati komi fram í launaumslögunum Undanfarna daga hefur launa- nefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármálaráðu- neytisins setið á rökstólum og farið yfir stöðu samningsmál- anna með framlengingu svo- kallaðrar vþjóðarsáttar“ að leiðarljósi. I kjarasamningnum frá 2. febrúar 1990 segir að endurskoða skuli meginforsend- ur samningsins fyrir síðari hluta samningsins í nóvember 1990. I niðurstöðu viðræðufunda undanfarna daga segir að í ljósi þess að framfærsluvísitalan í nóvember er ívið hærri en gert var ráð fyrir í forsendum kjara- samninga hafi verið ákveðið að til viðbótar 2% launahækkun 1. desember nk. komi 0,55% hækk- un frá sama tíma. Heildarlauna- hækkunin frá 1. október verður því 2,83% Þá voru aðilar sammála um að Björn Sigurbjörnsson og Gunnar Þórðarson. Sauðárkrókur: til þess að ná því markmiði kjara- samningsins að búvöruverð hækki minna en nemur almenn- um verðlagsbreytingum á síðari hluta samningstímans yrði miðað við að stjórnvöld myndu, til við- bótar þeim niðurgreiðslum sem áformaðar eru í fjárlögunr, lækka kjarnfóðurgjald (grunngjald) um helming frá 1. janúar nk. Ennfremur gerðu aðilar bókun um viðskiptakjör. Þar segir m.a.: „Vegna þeirrar sérstöku óvissu um þróun viðskiptakjara sem Ieitt hefur af olíuverðshækkunum eru aðilar sammála um að taka viðskiptakjörin til sérstakrar skoðunar í febrúar og maí- mánuði nk. Hafi þau þá batnað með marktækum hætti umfram forsendur samninga munu aðilar í sameiningu taka afstöðu til þess á hvern veg launafólki verður veitt hlutdeild í þeim viðskipta- kjarabata sem verða kann umfram forsendur samninganna á síðari hluta samningstímans. Skal þeirri skoðun lokið fyrir 20. dag útreikningsmánaðar.“ í spá um þróun verðlags, sem Þjóðhagsstofnun gaf út 24. nóvember sl., er gert ráð fyrir 7,3 prósenta hækkun á tímabilinu desember 1990-desember 1991. óþh Múrarar Aöalfundur Múrarafélagsins verður haldinn 30. nóvember kl. 18.00 aö Flögusíðu 3. Stjórnin. Öðruvísi aðventuskreytingar hefðbundnar aðventuskreytingar og allt þar á milli Kerti, dúkar, servíettur og skreytingaefni í ótrúlegu úrvali Blómabúðin Laufás Blómleg búð. Opið laugardaga og sunnudaga í Hafnarstræti frá kl. 09.00-16.00 og 10.00-14.00 í Sunnuhlíð laugardaga frá kl. 10.00-18.00 Gagnfræðaskólinn fær gjöf Fyrir skömmu færði Bridge- klúbbur Sauðárkróks, Gagn- fræðaskólanum á Sauðárkróki nokkra uppstoppaða fugla að gjöf, með von um að það verði fyrsti vísirinn að stærra safni. Þetta voru tjaldur, lundi, hrossa- gaukur, lóa og urtandarpar. Gunnar Þórðarson afhenti Birni Sigurþjörnssyni, skólastjóra, gjöfina fyrir hönd bridgeklúbbs- ins. Bridgeklúbbur Sauðárkróks hefur afnot af aðstöðu fyrir starf- semi sína í Gagnfræðaskólanum og fuglagjöfin var einskonar þakklætisvottur fyrir það. SBG Samningur SSI og LÍÚ: Samningur innan þjóðarsáttar Nýr kjarasamningur Sjómanna- sambands Islands og Lands- sambands íslenskra útvegs- manna leit dagsins Ijós sl. laug- ardag. Samningurinn er í flest- um atriðum eins og kjarasamn- ingur LÍU og FFSI og því inn- an þjóðarsáttar. „Samningurinn verður nú bor- inn undir atkvæði félaga í Sjó- mannasambandi íslands og úrslit ráðast á næstu vikum,“ sagði Konráð Alfreðsson hjá Sjómanna- félagi Eyjafjarðar. Að sögn Konráðs er olíuverðs- tengingin í samningi SSÍ og LÍÚ sú sama og í kjarasamningi LÍÚ og FFSÍ. Tímakaupshækkanir eru þær sömu, hlutfalislega, og einnig eru í samningi þessum önnur atriði svo sem tafabætur í siglingum. „Nú fá sjómenn ákveðið fyrir tonn sem landað er í gáma, þegar verið er að undir- búa afla fyrir sölu erlendis. í samningnum er ákvæði um að stóru togararnir, sem ekki eru á bátakjarasamningum, verði inni um jól og áramót. Áður bar þeim að vera inni annaðhvort um jól eða áramót. Við náðum einnig verulegum úrbótum hvað við- kemur sjúkrabótum,“ sagði Kon- ráð Alfreðsson. ój Fínull hf. Formaður LASK boðaður á stjómarfund Magnús Pálmason, formaður Landssambands kanínubænda, hefur verið boðaður til fundar með stjórn Fínullar og verður fundurinn haldinn í Byggða- stofnun á hádegi í dag. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins boðaði Magnús til fundarins. Þessi fundur kemur í framhaldi af mikilli umræðu á síðustu dög- um um málefni Ffnullar hf. í Mosfellsbæ en mikill vilji er með- al kanínubænda að flytja starf- semi fyrirtækisins út á land og hefur Akureyri verið sterkast inni í þeirri mynd. Magnús Pálmason hefur í því sambandi lagt fram fyrirspurnir til atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar um hugsanlega flutninga fyrirtækis- ins þangað. Á hinn bóginn hefur Bjarni Einarsson, stjórnarfor- maður Fínullar, lýst yfir að ekki sé eftir miklu að sækjast þar sem um lítið fyrirtæki sé að ræða sem ekki standi undir miklum kostn- aði við flutninga. Auk þess hafi hugsanlegir flutningar aldrei ver- ið ræddir í stjórn Fínullar, en það verður væntanlega gert í dag eins og fyrr segir. JÓH AAKUREYRI ALLA FIMMTUDAGA! ■■ Vikulega að sunnan. ■■ Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. ■“ Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. ■■ Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími 24131. EIMSKIP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.