Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 4
OI IO AO /\nr\ ► í' >m mr>kMÍ4íirl a 4 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRiMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Afstaðan til EB stærsta kosningamálið Þegar umræðan um stöðu íslands í sameinuðu evrópsku efnahagssvæði hófst hér á landi kom fljótlega í ljós, að því er virtist, almenn samstaða um nauðsyn þess að ísland tæki þátt í slíku samstarfi Evrópuþjóða. Jafnframt virtist ríkja alger einhugur um að full aðild íslands að Evrópu- bandalaginu kæmi ekki til greina. Þess í stað skyldi leita allra leiða til að ná fram samningum við EB þar sem sér- staða íslands yrði virt að verðleikum. Þessar samninga- viðræður hafa staðið yíir síðustu misseri og skilað nokkr- um árangri, þótt ljóst sé að róðurinn er þungur og langt í land ennþá. Að undanförnu hefur því miður komið í ljós að flótti er brostinn í þann hóp er áður virtist einhuga um að ísland ætti ekki undir neinum kringumstæðum að sækja um aðild að EB. Sumir eru tvístígandi í afstöðu sinni enn sem komið er en sumir hafa hreinlega skipt um skoðun eða komið úr felum með skoðanir sínar og vilja ísland inn í EB. Flestir eru þó sem betur fer enn þeirrar skoðunar að ísland eigi ekkert erindi inn í Evrópubandalagið. Samband ungra jafnaðarmanna varð fyrst íslenskra stjórnmálasamtaka til að segja það fullum fetum að til greina kæmi að sækja um aðild að EB. Þessa hugmynd settu ungkratar fram í stjórnmálaályktun fyrir fáum vikum. Sjálfstæðisflokkurinn gaf þessari hugmynd síðan byr undir báða vængi í lok október, er Ragnhildur Helga- dóttir, fráfarandi þingmaður flokksins í Reykjavík, lýsti þeirri skoðun sinni í ræðu á Alþingi að íslendingar ættu tafarlaust að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. For- maður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa einnig gefið í skyn að til greina komi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu. Þessi skoðun virðist eiga vaxandi fylgi að fagna innan stærsta stjórnmálaflokks landsins og er það verulegt áhyggjuefni. Á það hefur oftlega verið minnt að full aðild íslands að Evrópubandalaginu yrði dýru verði keypt. Hún þýddi að að íslendingar yrðu að afsala sér sjálfsákvörðunarrétti sínum um grundvallarmál. Full aðild að EB hefði í för með sér að auðlindir íslands yrðu settar undir sameiginlega stjórn ríkja bandalagsins. Sú stjórn hefur aðsetur í Brussel og fram hefur komið að vægi íslands við ákvarð- anatöku hins sameiginlega Evrópumarkaðar yrði þar V96, þ.e.a.s. eitt atkvæði á móti 96 atkvæðum hinna EB- og EFTA-ríkjanna. Þetta eru þær staðreyndir málsins sem mestu máli skipta; staðreyndir sem alls ekki má horfa fram hjá í umræðunni um þetta mál. Enginn þarf að fara í grafgötur um hver stefna Fram- sóknarflokksins er gagnvart Evrópubandalaginu. Hún er einfaldlega sú að afsal sjálfsforræðis komi ekki til greina og þar með sé aðild að Evrópubandalaginu ekki til umræðu. Samstarf og samvinnu við aðrar Evrópuþjóðir verði að byggja á samningum sem virði sjálfstæði íslensku þjóðarinnar í einu og öllu. Með tilliti til þeirra gífurlegu hagsmuna sem hér er um að ræða er mjög mikils um vert að þau stjórnmálaöfl sem vilja ísland inn í EB verði ekki aðilar að þeirri ríkisstjórn sem mynduð verður að loknum næstu alþingiskosning- um. Þess vegna verður ekki undan því vikist að gera afstöðuna til EB að kosningamáli í vor. Það verður tví- mælalaust þýðingarmesta mál sem þjóðin hefur í áratugi kosið um. BB. Barátta - ekki barlómur Atvinnumálaumræðan Fáir þéttbýliskjarnar í þessu landi, að höfuðborgarsvæðinu undan- skildu, hafa komist hjá áföllum vegna atvinnuástands í landinu. Þetta hefur snert sveitarstjórnir misjafnlega mikið, en víst er að verulegir fjármunir hafa runnið frá sveitarfélögunum með beinum eða óbeinum hætti til þess að sporna við þeirri þróun að atvinnulíf dræg- ist saman og til þess að sporna gegn fólksfækkun. Því miður hafa þessar aðgerðir heimamanna ekki dugað til og áframhaldandi fækkun íbúa á landsbyggðinni virðist blasa við. Færsla fiskveiðiheimilda og skipa frá einum stað til annars hefur þar lítii áhrif. Þar er um að ræða inn- byrðis hreyfingar landsbyggðarinn- ar, sem eflir einn á kostnað annars. Oft er því borið við að þessi staða sé tilkomin vegna ónógra aðgerða af hálfu sveitarstjórna, sem veiti atvinnulífinu ekki nægan stuðning. Slíkri fullyrðingu er ein- faldast að svara með því að benda á þá staðreynd að þar sem atvinnu- lífið hefur minnst orðið fyrir áföll- um af samdrætti líðandi ára þar hafa sveitarstjórnir nánast ekkert gert til þess að styðja við atvinnu- lífið á meðan mestur tími sveita- stjórnamanna, utan höfuðborgar- svæðisins, fer í vinnu tengda atvinnumálum. Sveitarsjóðir reyna að taka þátt í atvinnulífinu með beinum og óbeinum stuðningi. Oft- ast þarf að taka lán til þess að veita nýu fjármagni inn í atvinnulífið, sem seint skilar beinum arði og takmarkar því um leið svigrúm sveitarstjórnar til annarra fram- kvæmda og þjónustu. Þessum skollaleik þarf að hætta með einum eða öðrum hætti. Þetta leiðir aðeins til þess að þegar fram líða stundir verða sveitarstjórnir á allan hátt svo aðþrengdar að svigrúm til þess að sinna almennum þjónustu- störfum íbúanna verður ekkert. Sveitarfélögin þurfa sína tekju- stofna til að standa undir lögboðn- um framkvæmdum. Fyrirtækin þurfa þá afkomumöguleika að þau geti vaxið og eflst af framtaki ein- staklinganna og samtaka þeirra án opinberra afskipta. Áhrif stóriðju á þróun byggðar Á undanförnum vikum og mánuð- um hafa farið fram ítarlegar umræður um byggðamál í þessu landi. Umræðan hefur að sjálf- sögðu snúist að verulegu leyti um staðsetningu stóriðju í landinu og áhrif af staðsetningu hennar. Ég hef sagt það áður og segi það enn að sú ákvörðun stjórnvalda að staðsetja stóriðju á þeim stað sem hún er nú ákveðin á eftir að hafa veruleg áhrif á byggðaþróun í þessu landi. Áhrif staðsetningar hennar á Austur- eða Norðurlandi hefði þó haft enn meiri áhrif á byggðaþróun, en þá í átt til þeirrar jákvæðu þróunar sem við viljum gjarnan sjá. Það er augljóst mál að staðsetn- ing stóriðjunnar var aldrei neitt kappsmál hjá íslenskum stjórn- völdum. Næðust viðunandi samn- ingar um skatta og orkuverð þá voru íslensk stjórnvöld tilbúin til þess að láta erlendum samnings- aðilum staðsetninguna eftir. Þessum staðsetningarleik er nú lokið og vonandi tekst að ná viðun- andi samningum um orkuverð, svo þetta mikilvæga mál geti orðið að veruleika og tími kyrrstöðu og aðgerðarleysis, sem dregið hefur hagvöxt hér langt aftur úr ná- grannalöndum okkar, verði senn á enda. Það er hins vegar enn sann- færing mín að hefðu stjórnvöld staðið að þessu máli á annan veg hefði verið hægt að ráða ferðinni í staðsetningarmálum. Það er slæmt til þess að vita að enn geti svo farið að við stöndum uppi með ófull- nægjandi orkuverðssamning og óhagstæða staðsetningu, með tilliti Sigurður Jóh. Sigurðsson. til byggðaþróunar og hver verður staðan þá? Ræða rektors Háskóla íslands í þeirri umræðu um byggðamál sem farið hefur fram að undan- förnu hefur margt verið tínt fram byggðaþróun til stuðnings. Þó virð- ist sem þetta mál nái illa eyrum stjórnvalda og athyglivert á hvern hátt þessar raddir virðast hljóma þegar inn á höfuðborgarsvæðið er komið. Fyrir skömmu flutti rektor Háskóla íslands, Sigmundur Guð- bjarnason, ræðu við útskrift nemenda frá háskólanum. Sú ræða hans felur í sér margvísleg hvatn- ingarorð til þeirra sem nú hafa lok- ið námi og leggja til framhalds- náms eða til starfa í atvinnulífinu. Einn þáttur í ræðu hans fjallaði um landsbyggðina og þau sjónarmið sem þar ríktu. Þar kemur fram það sjónarmið að barlómur sveitar- stjórnarmanna víða um land auki á byggðavandann og eigi sinn þátt í því að flæma fólk burt úr byggðar- lögum og að slíkur barlómur hafi skapað þá ímynd að staða lands- byggðarinnar sé vonlaus. Hér hefur rektor, að mínu áliti, sett fram sjónarmið við kandidata frá Háskóla íslands, sem endur- spegla þau viðhorf sem ríkja á suð- vesturhorninu í garð landsbyggðar- innar, en eiga sér ekki stað í raun- veruleikanum. Slík innræting er síst til þess fallin að hvetja þetta unga fólk til þess að takast á við þau verkefni, víðsvegar um land, sem bíða og þarfnast þeirrar þekk- ingar sem það hefur aflað sér. Ég tek hins vegar undir orð rekt- ors um að vandi landsbyggðarinnar verði ekki leystur með því að hindra breytingar, hvorki tækni- framfarir né byggðabreytingar. Sveitarstjórnarmenn hafa fyrst og fremst verið að vekja athygli á þeirri uggvænlegu þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og allri uppbyggingu virðist stefnt á suðvesturhornið og nálgast það kraftaverk þegar hægt er að snúa málum til annars vegar. Það er hreinn misskilningur að uppgjöf ríki hjá sveitarstjórnarmönnum á landsbyggðinni, en við erum í baráttu fyrir því að málum verði hagað á annan hátt en hingað til og að ná þeirri stöðu sem víðast í landinu að jafnræðis gæti meðal íbúa landsins. Nýr lífsstíll, ný þjónusta og fjöl- breytni í atvinnulífi þarf að geta þróast sem jafnast í þessu landi, þó augljóst sé að aldrei geti ríkt full- kominn jöfnuður. Það gera allir sér ljóst. Fundarherbergi og biðstofur Þrátt fyrir mikla tæknibreytingu og þróun, sem gerir mönnum mögu- legt að hafa samskipti í gegnum tölvur, póstfax og farsíma, er eitt sem lítið virðist hafa breyst. Það eru sífelld ferðalög landsbyggð- armanna til þess að fylgja málum sínum eftir í höfuðborginni. Hvað veldur því að jafn mikill tími sveitar- stjórnarmanna og forsvarsmanna atvinnufyrirtækja fer í ferðalög, bið og fundi fyrir „sunnan"? Kansillí- stíll, forskrúfað fyrirkomulag. Þar sitja forsvarsmenn landsbyggðar- innar á biðstofum eða í fundarher- bergjum til þess að reyna að þoka málum fram. Ósjálfstæði okkar er slíkt og leikreglur kerfisins þannig að ríkið hefur úrskurðarvaldið og afskipti af allt of mörgum ákvörðunum. Þar breytir litlu hvort um samskipti við sveitarfélögin er að ræða eða einstaklinga. Þessi stjórnskipun endurspeglast síðan í sveitarstjórn- um, þó í minna mæli sé. Þegar lögum var breytt til þess að kalla fram gleggri verkaskil milli ríkis og sveitarfélaga tókst ekki betur til en svo að fjölmörg verk- efni eru enn sameiginleg og veldur slíkt sífelldri togstreitu um skilning á verkaskiptalögunum. Það hefur ekki gerst að raunhæf- ur hvati hafi myndast til þess að fækka og stækka sveitarfélögin í landinu, svo þau verði betur fær um að sinna sínu hlutverki. Dæmi um framsýni í þeim málum eru þó til svo sem þegar þrír öflugir hreppár frarnan Akureyrar samein- ast nú. Slíkt ætti að verða öðrum fyrirmynd og tímabær ábending. Þjónustudreifing Það hlýtur að koma sá tími að menn átti sig á þeirri staðreynd að núverandi fyrirkomulag í stjórnun er úrelt og getur ekki gengið, nema þegnarnir verði helst allir á einum stað. Þannig yrði borgríkið full- komnað. Með þessum orðum er ég ekki að kasta rýrð á höfuðborgina okkar því hana viljum við hafa. Ég vil hins vegar ekki trúa því að ekki sé hægt að dreifa þjónustu þannig um landið í einu eða öðru formi að landsmenn geti nýtt sér hana heima í héraði. Fjölmörg störf mundu með slíkum hætti skapast fyrir vel- menntað fólk um land allt og átt víðtækan þátt í þeirri nauðsynlegu eflingu sem þessi þjóð þarf á að halda. Öðru máli gegnir um sjálfstætt starfandi stofnanir, sem hafa afmörkuðu hlutverki að gegna. Þeim er ekki hægt að dreifa, þær er aðeins hægt að flytja í heilu lagi. Það er líka hægt ef vilji er fyrir hendi. Því miður virðist sem til þessa vanti pólitískan vilja að gera eitthvað raunhæft í málunum og mikið er embættismanna valdið. Þegar tækifærin hafa gefist hafa þau verið misnotuð. Barlómur og kveinstafir Það sem gerði að verkum að ég skrifa þessi orð er fyrst og fremst sú skoðun mín að sveitarstjórnar- menn hafi ekki hagað málflutningi sínum á þann veg að slíkt eigi að skiljast sem barlómur og kveinstaf- ir. Sveitarstjórnarmenn eru að berjast fyrir áframhaldandi byggð í sínu héraði. Það skal ítrekað sem áður var sagt og tekið undir orð rektors Háskóla íslands að enginn vandi verður leystur með því að hindra breytingar og byggðabreyt- ingar munu eiga sér stað. Þær byggðabreytingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti, sem við sjáum nú, að öllu sé stefnt á höfuðborgarsvæðið. Það er ekki barlómur að halda slíku fram, það eru kaldar staðreyndir. Því fyrr sem menn viðurkenna þá staðreynd og í stað þess að ýta öllum ábend- ingum og nauðsynlegum breyting- um til hliðar og fara þess í stað að vinna ötullega að breytingum til nýrrar þróunar f landsbyggðarmál- um því betra. Sigurður Jóh. Sigurðsson. Höfundur er formaður bæjarráðs Akur- eyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.