Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 13
Aon w .—i ro anriAn - ci- Akureyrarkirkja: Jólakort til ágóða fyrir Saftiaðar- heimilið Allt frá því að hafist var handa um byggingu Akureyrarkirkju, sem nýlega átti stórafmæli, hefir Kvenfélag Akureyrar- kirkju veitt ómetanlegan stuðning, nú síðast gefið veg- legar gjafir í Safnaðarheimilið. Það er mikill hugur í konunum að halda áfram á sömu braut. Því hafa þær látið gera fögur jólakort og gjafakort til ágóða fyrir Safn- aðarheimilið. Kortin prýðir mynd af listaverki gjörðu af Iðunni Ágústsdóttur. Þau verða til sölu í Bókabúð Jónasar, í Bókvali og í Keramikgalleríi Margrétar Hafnarstræti 103. Þá verður Kvenfélag Akureyr- arkirkju með sinn árlega basar í Safnaðarheimilinu eftir messu sunnudaginn 2. desember. Þá munu þær jafnframt hafa á boð- stólum súkkulaði og heitar klein- ur. Fjölmenni hefur jafnan sótt konurnar heim á fjáröflunardög- um þeirra og vonandi verður svo einnig nú. Birgir Snæbjörnsson. Jólakortið, sein er litskrúðugt, prýðir pastelmyndin „Kveikt er ljós“ við jólasálm eftir Stefán frá Hvítadal. Kyimingarfiindir um umhverfismál hjá sveitarfélögum á Norðurlandi - fundirnir eru haldnir á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga með aðild umhverfisráðuneytisins Fjórðungssamband Norðlend- inga ákvað á síðasta fjórðungs- þingi að megin verkefni þess á milli fjórðungsþinga verði umhverfismál. í þessu sambandi leitaði sam- bandið eftir samráði við um- hverfisráðuneytið um eftirtalin atriði, sem snerta sérstaklega sveitarfélögin á Norðurlandi: a) Samráðsfundi í samvinnu við sérfræðinga umhverfisráðu- neytisins, þar sem fjallað verði um fyrirkomulag sorp- hirðu, sorpeyðingu, söfnun- arstaði brotamálma og um aðra hollustuhætti og meng- unarvarnir á vegum sveitarfé- laga. b) Stuðlað verði að samstarfi sveitarfélaganna um sorpeyð- ingu og staðarval söfnunar- staða brotamálma. Með tilvísun til þessa var leitað eftir samstarfi við umhverfisráðu- neytið um samráðsfundi sveitar- stjórnarmanna í Norðurlandi, ásamt sérfræðingum ráðuneytis- ins og að einnig komi fram sjón- armið heimamanna. Fundur fyrir Norðurland vestra veröur í Safnahúsinu á Sauðárkróki 29. nóvember nk. Fundur lýrir Norðurland eystra verður á Hótel KEA Akureyri 30. nóvember nk. Á báðum fundunum verða kynntar tillögur nefndar um- hverfisráðherra sem fjallar um bætta sorphirðu í landinu. Hugað verður að hugmynd um flokkun sorps og kynntar tillögur um frá- gang sorphauga, sorpeyðingar- stöðvar og um meðferð hættu- legra efna. Júlíus Sólnes, umhverfisráð- herra, mun hafa framsögu á báð- um fundunum. Birgir Pórðarson, frá Hollustu- vernd ríkisins, mun hafa fram- sögu á báðum fundunum. Davíð Egilsson, frá Náttúru- verndarráði, og Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, frá umhverfisráðu- neyti, munu hafa framsögu á báðum fundunum. í samráði við Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum mun Vil- hjálmur Grímsson, tæknifræð- ingur, kynna á báðum fundunum lausnir, sem koma til álita, bæði tæknilega og fjárhagslega séð. Rétt er aö geta þess að Vil- hjálmur Grímsson vinnur að hliðstæðum málum fyrir Suður- nesjamenn. Framsögumenn heimamanna á fundinum á Norðvi'andi vestra: Sveinn Guðmuna son, fram- kvæmdastjóri Heilbi jðiseftirlits Norðurlands vestra, mun kynna stöðu mengunarvarnarmála í sínu umdæmi. Bjarni Þór Einarsson, sveitar- stjóri á Hvammstanga, mun ræða um tæknilega hlið mengunar- varna sveitarfélaga. Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á Sauðárkróki, mun ræða um fjárhagshliðina. Framsögumenn heimamanna á fundinum á Norðurlandi eystra: Valdemar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, kynnir stöðu meng- unarvarnarmála á sínu svæði. Auður Arnórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, mun kynna aðstæður í mengunarvarnarmál- um í Þingeyjarsýslum. Guðmundur Guðlaugsson, yf- irverkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, ræðir um tæknileg atriði varðandi framkvæmd mengunar- varnarmála. Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Dalvík, ræðir fjármála- hlið mengunarvarna sveitarfé- laga. Hilmar Kristjánsson, varafor- maður Fjórðungssambands Norð- lendinga, verður fundarstjóri á fundinum á Sauðárkróki og Sig- ríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar, verður fund- arstjóri á fundinum á Akureyri. Eftir þessa fundi mun Fjórð- ungssamband Norðlendinga leita eftir samstarfi heimaaðila um staðarval sorpeyðingar og staði til söfnunar brotamálma. Þetta verður gert í samráði við stærstu sveitarfélögin, héraðsnefndir og ráðuneyti. Viltu hafa áhrif á framboÖs- mál Kvennalistarts? Ef svo er, mættu þá á fund! Fundir verða á eftirtöldum stöðum: Akureyri, Brekkugötu 1, þrið. 27. nóv. kl. 20.30. Grenivík, miðv. 28. nóv. kl. 21.00. Sólgarður, fim. 29. nóv. kl. 21.00. Freyjulundur, fim. 29. nóv. kl. 21.00. Allir velkomnir, konur sem karlar! Þriðjudagur 27. nóvember 1990 - DAGUR - 13 á 2.500,- tímar á 1.300,- 23 mínútur í lampa og stofan til afnota í eina klst. JÓLST0FA DúFU © 23717 KOTARQERÐI2 "-----------------------------------------N Fyrsti des. í Lóni Hinn árlegi fagnaður verður haldinn í Lóni laugardaginn 1. desember. Eldri og yngri kórfélagar og aðrir velunnarar eru hvattir til að koma og taka með sér gesti. Upplýsingar um þátttöku þurfa að berast til Ingva Rafns (Raftækni) fyrir fimmtudaginn 29. nóv. sími 26383. KARLAKÓR AKUREYRAR GEYSIR. Sóknarprestar - sóknamefiidir Venju samkvæmt mun Dagur birta upplýsingar um kirkjustarf á Norðurlandi um jól og áramót. Þessar upplýsingar verða birtar í seinna Jólablaði Dags sem út kemur þann 19. desember nk. Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknar- nefnda eru beðnir að koma upplýsingum um messu- hald í sinni sókn á framfæri við ritstjórn Dags við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 13. desember nk. Síminn er 96-24222. AKUREYRARB/ER Fóstrur Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir forstöðumanni og fóstrum til starfa við leik- skólann Iðavðll frá 1. janúar 1991. Iðavöllur tekur til starfa að nýju 15. janúar n.k. eft- ir að endurbótum á húsnæðinu er lokið. Aðstoðað verður eftir megni við útvegun hús- næðis á Akureyri. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Dagvistardeildar Akureyrarbæjar. Allar nánari uppl. veitir hverfisfóstra í síma 24600 virka daga milli kl. 10.00 og 12.00. it Faðir okkar, GÚSTAV JÓNASSON, rafvirkjameistari, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13.30. Ingibjörg Gústavsdóttir, Bolli Gústavsson. Hjartans þakkir til allra er sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU S. HAFDAL, frá Akureyri. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.