Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 íþróttir Úrvalsdeild A-riðill UMFN-Haukar Snæfell-KR UMFN KR Haukar Snæfell ÍR B UMFG-UMFT ÍBK-Þór ÍBK Tindastóll UMFG Þór Valur 99:84 65:87 11 8- 3 1000: 858 16 12 8- 4 975: 930 16 12 6- 6 994:1003 12 11 2- 9 843: 987 4 110-11 726:1072 0 98:83 83:75 11 9-2 1076: 963 18 11 9-2 1085: 977 18 12 8-4 1038: 976 16 12 4-8 1100:1109 8 11 3-8 881: 970 6 -riðill Blak 1. deild karla Þróttur N.-Fram ÍS-KA Þróttur N.-Fram Þróttur R.-KA Þróttur R. KA ÍS HK Þróttur N. Fram 1. deild Þróttur N.-Víkingur ÍS-KA Þróttur N.-Víkingur UBK-KA Víkingur UBK Völsungur ÍS KA Þróttur N. HK 3:0 3:1 3:0 2:3 8 6-2 22: 9 12 8 6-2 21:12 12 7 5-2 17:12 10 6 3-3 15:11 6 10 3-7 12:21 6 9 1-8 4:26 2 kvenna 0:3 3:1 2:3 1:3 9 9- 0 27: 4 18 8 6- 2 20:10 12 8 6-2 19:10 12 9 5-4 17:16 10 10 4- 6 19:21 8 12 2-10 13:32 4 8 0- 8 1:24 0 Námskeið um unglingaþjálfim á vegum ÍBA Dagana 7.-9. desember mun íþrótt- abandalag Akureyrar gangast fyrir námskeiði um unglingaþjálfun, svoköll- uðu grunnstigi ÍSl. Námskeiðið inniheldur samræmt náms- efni og er ætlað leiðbeinendum barna og unglinga í iþróttum. Það verður 26 x 40 mínútur að lengd og er að meginhluta bóklegt. Farið verður yfir þætti svo sem vaxtarþroska, hreyfiþroska, sálrænan þroska, félagsþroska, kennslufræði, nær- ingu, meiðsli og leiki. Námskeiðið fer fram í Glerárskóla og hefst föstudaginn 7. desember kl. 18. Aðalleiðbeinandi verður Olga Lísa Garð- arsdóttir, íþróttakennari. Þátttökugjald er ekkert. Þátttakendur eru beðnir að skrá sig hjá varaformanni ÍBA, Sigurði P. Sig- mundssyni, í sírna 27435, eftir kl. 19 fyrir 2. desember nk. Úrvalsdeildin: Tindastóll-ÍBK íkvöld í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Tindastóll og ÍBK mætast á Sauðarkróki og verður þar ef- laust hart barist enda bæði lið í toppbarátt- unni. Þá leika Valur og Grindavík í Reykjavík. Báðir leikirnir hefjast kl. 20. J Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Úrvalsdeildin í körfuknal Annar ósigur Si - töpuðu 83:98 í Grind „Þetta var kærkominn sigur. Tindastólsliöið er mjög sterkt og skipað góðum mönnum en okkar lið hefur verið að smellá saman í síðustu leikjum eftir slæma byrjun. Ahorfendurnir voru sjötti maðurinn í okkar liði í kvöld og slíkur stuðningur er hvetjandi,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari Grinda- víkurliðsins í körfuknattleik, eftir 98:83 sigur á Tindastól í Grindavík á sunnudagskvöld- ið. Þetta var sjöundi sigur Grindvíkinga í röð og jafn- framt annar ósigur Tindastóls- liðsins. Norðanmenn byrjuðu betur og virtust mun sterkari aðilinn. En veður skipast oft fljótt í lofti í körfuboltanum og eftir að staðan var orðin 6:15 fóru heimamenn í gang. Þeir fundu leiðir framhjá Tindastólsrisunum Pétri Guð- mundssyni og Ivan Jonas, eink- um Jóhannes Kristbjörnsson, sá útsjónarsami leikmaður, og þeg- ar 5 mínútur voru til hlés jöfnuðu Grindvíkingar 31:31 og náðu síð- an forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir var af leikn- um. Staðan í hléi var 60:47. Mikill hraði var í leiknum, sér- staklega í lok fyrri hálfleiks, en þá var grimmt skorað. Enda var mikill handagangur í öskjunni sem áhorfendur kunnu vel að meta. Bandaríkjamaðurinn Dan Krebbs var langbestur í liði Grindvíkinga og hafa þeir greini- lega verið heppnir með leik-. mann. Hann skoraði 33 stig og átti Gott framan af hjá Þórsurum - en þó ósigur í Keflavík, 75:83 Keflvíkingar sigruðu Þór 83:75 í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í Keflavík á sunnudag. Þórsarar voru betri aðilinn framan af leiknum, áttu mjög góðan fyrri hálfleik og leiddu með 10 stiga mun í hléi, 35:45. Þeir náðu hins vegar ekki að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik og Keflvíkingar gerðu út um leikinn á síðustu mínút- unum. í fyrri hálfleik náðu Þórsarar að slá Keflvíkinga út af laginu með góðum varnarleik. Peir pressuðu og náðu að hemja hraðaupphlaup Keflvíkinga og trufla sóknarleikinn þannig að þeir hittu illa. Á sama tíma var hittnin í góðu lagi hjá Þórsurum, sérstaklega hjá Sturlu Örlygs- syni, sem skoraði 4 þriggja stiga körfur, og Konráð Óskarssyni sem skoraði 3 slíkar. Þegar 5 mínútur voru til leikhlés höfðu Þórsarar náð 14 stiga forystu, 24:38, og munurinn var 10 stig í hléi eins og fyrr segir. í seinni hálfleik söxuðu Kefl- víkingar smátt og smátt á forskot Þórsara og náðu loks að jafna 63:63. Þórsarar komust aftur yfir, 71:69, en þá skoruðu Keflvíking- ar 9 stig í röð og þar rrieð voru úrslitin ráðin. Þórsarar höfðu þennan leik í hendi sér framan af en náðu ekki að halda haus. Keflvíkingar fóru að dæmi þeirra í seinni hálfleik og spiluðu pressuvörn sem sló þá út af laginu. Hittnin versnaði, sem dæmi má taka að Konráð skoraði 15 stig í fyrri hálfleik en 2 í þeim seinni og Sturla skoraði 14 stig í fyrri hálfleik en ekkert eftir hlé. Á sama tíma fór Sigurður Ingimundarson á kostum hjá Keflvíkingum en hann skoraði 23 stig í seinni hálfleik. Stig ÍBK: Sigurður Ingimundarson 27, Tom Lyde 19, Falur Harðarson 15, Albert Oskarsson 12, Jón Kr. Gíslason 6, Egill Viðarsson 4. Stig Þórs: Cedric Evans 23, Konráð Ósk- arsson 17, Sturla Örlygsson 14, Jón Örn Guðmundsson 12, Guðmundur Björns- son 7, Björn Sveinsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristinn Albertsson. Sigurður Arnar Olafsson og félagar vandræðum gegn ÍS eins og oft áður Blak, 1. deild karla: KA heim með i - sigraði Þrótt en tapaði f Karlalið KA lék tvo leiki í Reykjavík um helgina. Á laug- ardaginn lék liðið við ÍS og tapaði 1:3 en daginn eftir sigr- aði það Þrótt í tveggja tíma baráttuleik, 3:2. KA-menn náðu sér ekki á strik gegn ÍS, móttakan var léleg og hávörnin skilaði litlu. Stúdentar börðust hins vegar af krafti, vörðust vel og fengu mikið af sóknarfærum út á það. Þeir unnu fyrstu hrinu 15:10 og aðra 15:9. KA-menn lifnuðu þá aðeins við og unnu 6:15 en ÍS vann öruggan sigur í þriðju og síðustu hrinu, 15:7. „Við lékum illa. Við töldum okkur vera vel undirbúna fyrir þennan leik en síðan var allt fros- ið þegar til kom. Það er eins og þeir hafi eitthvert tak á okkur,“ sagði Haukur Valtýsson, fyrirliði KA. Það var allt annað að sjá til KA-manna í leiknum gegn Þrótti. Móttakan var mun betri og blokkin sömuleiðis. Þróttarar unnu reyndar fyrstu hrinu 15:12 en KA-menn svöruðu 15:9. Þróttarar náðu forystunni með 16:14 sigri en KA-menn tryggðu sér sigurinn í tveimur síðustu hrinunum, 15:13 og 15:10. Stefán Magnússon átti mjög góðan leik í KA-liðinu, varði vel og setti mik- ið af boltum í gólfið. „Þetta var mjög erfiður leikur enda berjast þeir alltaf gríðarlega vel Þróttararnir. Ég verð þó að játa að ég átti von á þeim frísk- ari. En það var allt annað yfir- bragð á þessu hjá okkur en í fyrri Hrefna Brynjólfsdóttir átti mjög góðan leik í Kópavogi. Blak, 1. deild kvenna: Óvæntur útisigur KA á Breiðabliki - enn einn ósigurinn gegn IS Kvennalið KA í blaki lék tvo útileiki í 1. deildinni um helg- ina. Á iaugardag mætti liðið IS og tapaði 3:1 en sigraði síðan Breiðablik 3:1 á sunnudegin- um. KA-stelpurnar byrjuðu reynd- ar betur gegn ÍS og unnu fyrstu hrinu 15:6. Þær náðu sér hins vegar aldrei á strik það sem eftir var af leiknum og Stúdínur unnu næstu þrjár hrinur, 15:13, 15:2 og 15:12. Þess má geta að ÍS er eina liðið sem KA hefur aldrei náð að sigra. Ursula Juneman lék mjög vel fyrir ÍS en KA-liðið var jafnt. KA-liðið byrjaði einnig vel gegn Breiðabliki og vann fyrstu hrinu 15:13 og komst síðan í 12:5 í annarri. Þá hættu hlutirnir að ganga upp og Breiðablik jafnaði og vann síðan 16:14. En þá fór KA-liðið aftur í gang og vann tvær síðustu hrinurnar 15:2 og 15:8. KA-liðið lék vel í þessum leik. Hrefna Brynjólfsdóttir átti stór- leik, Birgitta Guðjónsdóttir var sterk og Halla Halldórsdóttir sömuleiðis. Oddný Erlendsdóttir var best hjá Breiðabliki en liðið átti slæman dag enda vantaði uppspilarann hjá þeim, landsliðs- konuna Sigurborgu Gunnars- dóttur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.