Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 íþrótfir f Liverpool í kröppum dansi sigur Arsenal í lokin - tvö mörk Gary Lineker gegn Norwich Það var mikið um fjöruga leiki í 1. deildinni ensku á laugardag og mörg mörk skoruð. Ovænt úrslit litu einnig dagsins Ijós, þó um tíma virtist sem þau yrðu fleiri en raunin varð á. Forskot Liverpool í efsta sæt- inu er öruggt, en næstu lið náðu þó að þrengja stöðu liðs- ins smávegis. En þá eru það leikir dagsins. Það urðu óvænt úrslit í leik Liverpool á heimavelli gegn Man. City og lokakafli leiksins var spennandi. Lið City sem ekki hefur unnið leik í deildinni á úti- velli í vetur kom í veg fyrir að Liverpool næði sínum venjulegu yfirburðum í fyrri hálfleik sem var markalaus. í síðari hálfleik komu leikmenn City mjög ákveðnir til leiks, sóttu stíft og náðu forystu á 63. mín. með marki úr vítaspyrnu. Ronnie Whelan braut þá á Mark Ward sem var á leið í boltann eftir að Bruce Grobbelaar hafði varið skalla Niall Quinn og Ward skor- aði sjálfur úr vítaspyrnunni. Liverpool hóf mikla sókn eftir markið og hélt flestum leikmönn- um City í vörn. Er 8 mín. voru til leiksloka fékk Liverpool horn- spyrnu, John Barnes skallaði áfram fyrir markið og Ian Rush sendi boltann í netið hjá City. Liverpool hélt áfram að sækja en er 3 mín. voru til leiksloka skor- aði Ronnie Rosenthal sem hafði komið inná sem varamaður ann- að mark Liverpool er hann lyfti laglega yfir Andy Dibble mark- vörð City. Sigur Liverpool virt- ist í höfn, en Quinn jafnaði fyrir City með skalla þegar mín. hafði verið leikin umfram venjulegan leiktíma og tryggði City sann- gjarnt stig. Lengi leit út fyrir tap Arsenal gegn grönnum sínum Q.P.R., en lið Q.P.R. saknaði margra sterkra leikmanna vegna meiðsla. Rétt fyrir hlé náði Roy Wegerle for- ystu fyrir Q.P.R. með marki úr vítaspyrnu og liðið var óheppið að bæta ekki tveim mörkum við eftir hlé. Wegerle átti þrumuskot í þverslá og Ray Wilkins skaut naumlega framhjá marki Arsenal. En leikmenn Arsenal vöknuðu loks til lífsins er 12 mín. voru til leiksloka, skoruðu þrjú mörk og tryggðu sér sigurinn. Paul Mer- son jafnaði fyrir Arsenal með Úrslit 1. deild Coventry-Leeds Utd. 1:1 Derby-Nottingham For. 2:1 Liverpool-Manchester City 2:2 Luton-Aston Villa 2:0 Q.P.R.-Arsenal 1:3 Sheffield Utd.-Sunderland 0:2 Southampton-Crystal Palace 2:3 Tottenham-Norwich 2:1 Wimbledon-Everton 2:1 Manchester Utd.-Chelsea 2:3 2. deild Blackburn-Port Vale 1:1 Hull City-Leicester 5:2 Bamsley-Wolves 1:1 Brighton-Millwall 0:0 Brístol Rovers-Oldham 2:0 Charlton-Portsmouth 2:1 Ipswich-Bristol City 1:1 Newcastle-Watford 1:0 Notts County-Swindon 0:0 Oxford-Middlesbrough 2:5 Plymouth-West Ham 0:1 W.B.A.-Sheffield Wed. 1:2 Mark Bright skoraði sigurmark Crystai Palace gegn Southampton. föstu skoti upp í þaknetið, Alan Smith bætti öðru við með góðu skoti í bláhornið og Kevin Campbell skoraði það þriðja á síðustu mín. með fallegu skoti, en hann hafði komið inn á sem varamaður. Q.P.R. lék vel, en leikmenn Arsenal gefast aldrei upp og hafa ekki gefið upp von- ina um að ná meistaratitlinum af Liverpool í vor. Leikmenn Tottenham og Norwich léku mjög góða knatt- spyrnu í sínum leik, nett spil sem minnti helst á æfingaleik. Gary Lineker náði forystu fyrir Totten- ham eftir hálftíma leik, en dóm- arinn lokaði augunum fyrir því að hann lagði boltann fyrir sig með hendi. Norwich lét ekki slá sig út af Iaginu og jafnaði 4 mín. síðar. Ian Crook sem eitt sinn var hjá Tottenham skoraði beint úr aukaspyrnu í stöng og inn. Leik- menn Tottenham vildu fá víta- spyrnu er David Phillips braut á Paul Stewart sem hefndi sín á Bryan Gunn markverði Norwich og var bókaður fyrir vikið. Tim Sherwood var síðan nærri að ná forystu fyrir Norwich fyrir hlé, eftir góða sókn. Sigurmark Tott- enham í leiknum kom síðan á 52. mín., Paul Allen sendi fyrir mark Norwich þar sem Stewart skallaði fyrir fætur Lineker sem þakkaði fyrir sig með öruggu marki. Mikill fögnuður áhorfenda Tott- enham braust út er fréttist að Liverpool og Arsenal væru bæði undir í sínum leikjum, en það átti eftir að breytast. Sigur Totten- ham verðskuldaður, en Norwich barðist þó til loka og lék mjög vel. Crystal Palace vann sanngjarn- an útisigur gegn Southampton í fjörugum leik. Richard Shaw bakvörður Palace skoraði þó sjálfsmark á fyrstu mín. en hann ætlaði að senda boltann aftur til Nigel Martyn markvarðar sem var kominn út úr markinu. Lið Palace lék mjög vel og Southamp- ton komst ekkert áleiðis. Matthew Le Tissier og Rod Wallace sókn- armenn Southampton sáust varla og Wallace var síðan skipt útaf. Ian Wright átti stórleik fyrir Palace og jafnaði með glæsilegu marki á 30. mín. og náði síðan forystu fyrir lið sitt rétt á eftir. Paul Rideout náði að jafna 2:2 fyrir Southampton með þriðja markinu á 5 mín. kafla. Vörn Southampton var óörugg, enda er liðið að leita að nýjum mið- verði og snemma í síðari hálfleik brást vörn liðsins eftir horn- spyrnu og Mark Bright skoraði sigurmark Palace sem fylgir topp- liðunum eftir eins og skugginn. Coventry hóf leik sinn gegn Leeds Utd. af miklum krafti og fékk dauðafæri strax á 5. mín. er bakvörðurinn Paul Edwards komst einn í gegn, en John Lukic í marki Leeds Utd. lokaði vel og skot Edwards fór framhjá. Coventry hafði undirtökin, en á 25. mín. brugðu leikmenn Leeds Utd. sér í sóknina. Eftir sendingu Mark Ward náði forystu fyrir Man. City gegn Liverpool með marki úr vítaspyrnu. fyrir mark Coventry varði Steve Ogrizovic markvörður Coventry skalla Lee Chapman, en hélt ekki boltanum og Chapman fékk ann- að tækifæri sem hann nýtti vel. Sjálfstraust leikmanna Coventry brást og liðið missti tökifi á leikn- um. En er 15 mín. voru liðnar af síðari hálfleik tókst liðinu þó að jafna leikinn, Chris Whyte mið- vörður Leeds Utd. ætlaði þá að renna boltanum til Lukic, en Kevin Gallacher komst inní sendinguna og renndi boltanum framhjá Lukic í markið. Fjör færðist í leikinn eftir markið og bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigur, en hvorugt átti þó rétt á sigri. Mikil harka var í leik Derby og Nottingham For. þar sem 5 leik- menn voru bókaðir og barist upp á líf og dauða. Steve Chettle náði forystu fyrir Forest með skoti sem fór af varnarmanni í netið, en Gary Mickelwhite lagði lag- lega upp jöfnunarmark fyrir Craig Ramage. Það var Mickelwhite aftur sem lagði upp sigurmark Derby um miðjan síðari hálfleik. Dean Saunders skallaði þá inn sendingu hans. Derby átti sigur- inn skilinn, en fallegt var það ekki. Dómarinn var áberandi í leik Wimbledon og Everton og bætti 10 mín. við leiktímann. Nokkur harka var í leiknum, en rriestar tafir urðu þó er dómarinn var að láta leikmenn laga á sér legghlíf- arnar. Minnstu munaði að auka- mínúturnar dygðu Everton til að ná stigi. Liðið var tveim mörkum undir eftir klukkutíma leik, Warren Barton með skalla og Terry Gibson með góðu skoti höfðu komið Wimbledon í 2:0. Er 12 mín. voru eftir af venjuleg- um leiktíma lagaði Kevin Sheedy stöðuna fyrir Everton úr víti eftir að Roger Joseph hafði brotið á Ray Atteveld. Prátt fyrir auka- mín. dugði það ekki Everton til að jafna og fyrsta tap liðsins síð- an Howard Kendall tók við var staðreynd. Ekki skánar ástandið hjá Sheffield Utd. sem nú tapaði heima gegn Sunderland 2:0. Marco Gabbiandini náði forystu fyrir Sunderland á 72. mín. eftir undirbúning Peter Davenport og Gabbiadini bætti síðara markinu við á síðustu mín. leiksins eftir að markvörður Sheffield hafði hálf- varið skot. Ekkert virðist geta bjargað Sheffield Utd. frá falli og liðið er nú langneðst í 1. deild. Sjónvarpið sýndi leik Luton gegn Aston Villa á gerfigrasinu í Chelseasigur á Old Trafford A sunnudag léku Man. Utd. og Chelsea á Old Trafford. Lið Man. Utd. stefndi að sigri til þess að fylgja efstu liðum eftir, en Chelsea stefndi að sínum fyrsta sigri á útivelli í vetur. Urslitin urðu óvæntur 3:2 sigur Chelsea. Lið Chelsea hefur aðeins tapað einum leik af síðustu fimm á Old Trafford þannig að úrslitin komu kannski ekki svo mjög á óvart. Sigurmark Chelsea var skorað úr umdeildri vítaspyrnu er um 15 mín. voru til leiksloka. Graham Stuart lék þá inn í vítateig Utd., Neil Webb hljóp fyrir hann og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu sem Dennis Wise skoraði úr. Heimamenn sóttu stíft það Dennis Wise skoraði sigurmark Chelsca gegn Man. Utd. úr um- deildri vítaspyrnu. sem eftir var leiks, en án árang- urs. Chelsea náði tveggja marka forskoti í fyrri hálfleik, Gary Pallister skoraði sjálfsmark á 15. mín. og skömmu síðar bætti Andy Townsend öðru marki við fyrir Chelsea með góðu skoti eftir að hafa náð boltanum af Mike Phelan. En Danny Wallace sem var hættulegasti maður Utd. í leiknum sá um að Utd. náði að jafna leikinn. Hanii náði að laga stöðuna með skallamarki á 23. mín., og um miðjan síðari hálfleik átti hann frábæra sendingu á Mark Hughes sem gat ekki annað en skorað. Síðan kom vítaspyrn- an sem áður er um getið og leik- menn Chelsea héldu heim til Lundúna með öll stigin. Þ.L.A. Luton. Leikmenn Villa ollu von- brygðum með leik sínum og tókst ekki að ógna heimaliðinu að neinu marki, þó fékk Stuart Gray dauðafæri í upphafi leiks, einn gegn markmanni, en Alec Chamberlain í marki Luton sá við honum. Heimamenn vanir vellinum voru mun sterkari og sigruðu 2:0. Kingsley Black skor- aði á 44. mín. eftir sendingu Lars Elstrup og Black átti síðar hörku- skot í slá Villa marksins. Síðara mark Luton skoraði Elstrup með góðu skoti á 84. mín. og gull- tryggði sanngjarnan sigur liðsins. 2. deild • West Ham hefur tekið forystu f 2. deild eftir sigurmark Frank McAvennie gegn Plymouth. • Oldham tapaði gegn Bristol Rovers, annað tap liðsins í röð. David Mehew og Devon White gerðu mörk Rovers. • Gary Robson bróðir Bryan hjá Man. Utd. kom W.B.A. yfir gegn Sheffield Wed., en það dugði ekki og Sheffield liðið skoraði tvívegis í síðari hálfleik. • Paul Cook skoraði mark Wolves gegn Barnsley, en mark heimamanna gerði Andy Saville. • Robert Lee og Gordon Wat- son skoruðu mörk Charlton, en Colin Clarke gerði eina mark Portsmouth. • Mick Quinn tryggði Newcastle sigur gegn Watford með marki úr vítaspyrnu. • Middlesbrough tók Oxford í gegn og skoraði Ian Baird þrennu fyrir liðið. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool Arsenal Tottenham Crystal Palaee Leeds Utd. Manchester City Manchester Utd. Wimbledon Luton Nottingham For. Norwich Chelsea Southampton Aston Villa Sunderland Coventry Derby Everton Q.P.R. Sheffield Utd. 14 14 14 12-2- 0 14 10-4- 0 14 8-5- 1 7-6- 1 6-5- 3 14 4-8- 2 14 6-3- 5 14 4-6- 4 14 5-3- 6 14 4-5- 5 14 5-2- 7 14 4-5- 5 15 4-3- 7 14 3-5- 6 14 3-5- 6 14 3-4-7 14 3-4- 7 14 2-6- 6 14 3-3- 8 14 0-4-10 32: 9 38 27: 6 32 25:11 29 22:14 27 23:15 23 22:20 20 18:16 20 18:2018 16:23 18 18:19 17 18:2217 18:22 17 19:26 15 14:16 14 15:19 14 12:17 13 10:21 0 18:20 12 19:27 12 6:26 4 2. deild West Ham Oldham Sheffield Wed. Middlesbrough Wolves Millwall Notts County Barnsley Brighton Bristol Rovers Bristol City Ipswich Plymouth Port Vale W.B.A. Blackburn Swindon Newcastle Portsmouth Oxford Hull City Leicester Charlton Watford 1811-7- 0 29:11 40 18 11-5- 2 32:17 38 17 10-5- 2 35:17 35 18 10-3- 5 33:18 33 18 7-7- 427:1828 18 7-6- 5 29:21 27 7-5- 6 25:22 26 6- 7- 5 28:21 25 74- 6 28:31 25 7- 3- 7 24:22 24 7-3- 6 26:27 24 6-6- 6 22:27 24 5- 7- 6 21:23 22 6- 4- 8 25:29 22 5-6- 7 23:24 21 18 18 17 17 16 18 18 18 18 18 6-3- 9 22:26 21 18 5-5- 8 23:28 20 17 5-6- 6 16:17 19 54- 9 22:31 19 4-6- 8 28:3618 4- 6- 8 29:43 18 5- 3-10 24:41 18 4-5- 9 23:28 17 24-1113:27 10 18 18 18 18 18 17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.