Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 27. nóvember 1990 Kodak Express Gæöaframköllun ★ Persónuleg jólakort með þínum myndum. náví'ZlLénuöi^PeóiSmyndiJ^ Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Eins og sjá má eru miklar skemmdir í brú norska togarans. Mynd: Golli Togarinn Stáltor fékk á sig brotsjó norðaustur af Horni: Stjómtækin í brúnni ónýt - Harðbakur EA fylgdi togaranum til Akureyrar Mjög vont veður var úti af Vestfjörðum sl. föstudag, 12 vindstig og haugasjór. Togarinn Stáltor sendi út neyðarkall kl. 14.23. Ekkert samband náðist við skipið fyrr en ki. 16.00, því flestöll tæki í brú skipsins voru skemmd eða ónýt eftir að brot- sjórinn reið yfir. Flugvél Land- helgisgæslunnar og varðskipið Týr voru send af stað, en sneru Togarinn Stáltor, sem er norskur og var á leið til rækjuveiða á Dohrn-banka, fékk á sig brotsjó 25 sjómílur norðaustur af Horni sl. föstu- dag. Skipið er nú við viðlegu- kantinn í SlippstÖðinni á Akureyri eftir aö Harðbakur EA 303 hafði fylgt honum til hafnar. við þegar ljóst var að Harðbak- ur hafði náð sambandi. Harð- bakur kom að skipinu kl. 18.30 og skipin lögðu af stað til Akur- eyrar klukkutíma síðar. Ferðin til Akureyrar gekk vel í alla staði og ekki er ákveðið enn hvar viðgerð fer fram að sögn skipverja. Slys urðu ekki á mönnum. ój Varnarliðsþotur rufu hljóðmúr: Otvírætt brot á reglum Flugmenn á tveimur varnarliðs- þotum sem rufu hljóðmúrinn yfir norðanverðum Eyjafirði síðastliðinn flmmtudag fengu heimild til þess eftir beiðni en bæði er þetta óheimilt yfir landi og ennfremur átti flug- mönnum vélanna að vera full- kunnugt um þær reglur. Friðþór Eydal, upplýsingafull- trúi varnarliðsins, segir að vél- arnar hafi verið á heimleið eftir að hafa flogið á móti sovéskum þotum er stefndu inn í lofthelg- ina. Hafi flugmennirnir óskað eftir heimild til að rjúfa hljóðmúr og fengið hana er. engin skýring hafi enn fengist á því hvers vegna þeir þurftu að rjúfa hljóðmúr. „Það er helst álitið að þarna hafi orðið einhver misskilningur á milli manna þannig að flugmenn- irnir framkvæmdu þarna hluti sem bæði þeir og flugumferðar- stjórarnir áttu að vita að væru bannaðir," sagði Friðþór. Hann segir eftirmála þessa ekki aðra en þá að menn læri af mis- tökunum og gæti þess að svona lagað gerist ekki aftur. JÓH Akureyri: Innbrot og bflstuldur Aðfaranótt laugardags var brotist inn í Sléttbak EA 304, togara Útgerðarfélags Akur- eyringa, þar sem hann lá við bryggju á Akureyri. Innbrots- þjófarnir voru greinilega í leit að lyfjum en þeir lögðu á flótta þegar þeir urðu vaktmanns varir en náðust síðar um nótt- ina og þá vegna gruns um ölv- un við akstur. Daníel Snorrason hjá rann- sóknarlögreglunni á Akureyri segir að innbrotsþjófarnir hafi verið á leið upp í brú skipsins þegar þeir urðu vaktmannsins varir. Honum tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra og komust þeir þvt undan. Síðar um nóttina hafði lögregl- an á Akureyri grun um að tveir ntenn sem sést hafði til á bíl væru báðir undir áhrifum áfengis. Peir náðust skammt fyrir utan bæinn Jökulsárgljúfur: Ahugi fyrir stækkiui þjóð- garðsins austur fyrir Jökulsá - engar viðræður enn við landeigendur eða íjárveitingavald Ahugi er fyrir því hjá Náttúru- verndarráði að stækka þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum austur fyrir Jökulsá. Til þess að af því geti orðið þarf að ná samkomulagi við hlutaðeig- andi landeigendur í Öxarfjarð- arhreppi og fjárveitingavaldið. Þær viðræður eru enn ekki hafnar. Á sjöunda Náttúruverndar- þingi í Reykjavík í lok síðasta mánaðar var samþykkt ályktun þar sem skorað var á Náttúru- verndarráð að leita eftir sam- komulagi við jarðeigendur í Öxarfjarðarhreppi og fjárveit- ingavaldið um að stækka þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum aust- ur fyrir Jökulsá. I ályktunni var einnig lagt til að stofnað verði nú þegar embætti þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum. Að sögn Pórodds S. Þórodds- sonar, framkvæmdastjóra Nátt- úruverndarráðs, er vilji hjá því að kanna þennan möguleika. Byrjunin yrði að ræða við land- eigendur, sem hlut eiga að máli, en Póroddur sagði enga ákvörð- un hafa verið tekna um hvenær leitað yrði eftir viðræðum. Póroddur sagði ekki hafa verið rætt úm hve stóra stækkun gæti ver- Krossanes: Loðnubræðsla hafin Loönubræðsla hófst í Krossa- nesi í gær. Fyrsta loðnan á vertíðinni barst til verksmiðj- unnar á fimmtudag með Guð- mundi Ólafi ÓF 91. Að sögn Jóhanns Péturs Andersen, framkvæmdastjóra Krossaness, var Guðmundur Ólafur með 400 tonn af loðnu.i Undanfarna daga hefur Krossa- nesverksmiðjan verið keyrð á beinum frá Ú.A. til að prófa tækjabúnaðinn, og er því ekkert að vanbúnaði að hefja loðnu- bræðsluna. Reiknað er með að verksmiðjan verði eitthvað á annan sólarhring að bræða þessi 400 tonn. EHB ið að ræða, „en menn hafa talað um svæðið neðan frá brúnni yfir Jökulsá og upp fyrir Dettafoss.“ Þjóðgarðurinn í Jökulsár- gljúfrum er í allt um 15 þúsund hektarar að stærð. Þóroddur seg- ir spurninguna hvort telja megi þjóðgarðinn gjörnýttan. Víða sé mikið álag á land innan hans, en minna annars staðar. óþh en þegar að var gætt kom í ljós að bifreiðinni höfðu. þeir stolið. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni viðurkenndu þeir síðan að hafa brotist inn í Sléttbak EA en þar skemmdu þeir þrjár klefahurðir. Helgin var að mestu slysalaus á Eyjafjarðarsvæðinu nema hvað bíll valt á nýja veginum að ganga- opinu norðan Ólafsfjarðar á sunnudag. Hann fór 5 veltur en ökumaður slapp ómeiddur. Hann var í öryggisbeltum og var einn í bílnum. JÓH Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði: Verkamenn teknir af launaskr á Verkamenn hjá Sfldarverk- smiðjum ríkisins á Siglufirði mættu ekki til vinnu í gær þar sem þeim var tilkynnt bréflega í síðustu viku að þeir yrðu, frá gærdeginum að telja, teknir út af launaskrá hjá fyrirtækinu. Astæðan er hráefnisskortur. Að sögn Þórðar Andersen, verksmiðjustjóra, var þessi ákvörðun tekin í samráði við fjármálaráðuneytið. Ekki mun algengt að ríkisstarfsmenn séu teknir af launaskrá með þessum hætti og hyggjast verkamennirnir leita réttar síns. Þá hefur Þormóður rammi hf. sagt upp fastráðningarsamning- um við hluta af sínu starfsfólki en þetta er gert vegna stöðvunar tog- aranna um jól og áramót. JÓH Vestur-Húnavatnssýsla: Loftorka byggir laxastiga í Austurá - stiginn á að vera tilbúinn fyrir næsta sumar og kostar rúmar 17 milljónir Fyrirtækið Loftorka vinnur nú að byggingu laxastiga í Aust- urá í Austurárdal, sem samein- ast Miðfjarðará skammt frá Barkarstööum í Fremri-Torfu- staðahreppi. Tilboð Loftorku- manna í verkið hljóðaði upp á rúmar 17 milljónir króna, en auk þeirra bauð Hagvirki í byggingu stigans. Miðað er við að verkinu Ijúki fyrir næsta sumar. Að sögn Böðvars Sigvaldason- ar á Barði í Ytri-Torfustaða- hreppi er laxastiginn rúmiega 17 metra hár, en Veiðifélag Miðfirð- inga stendur að byggingu háns. Böðvar sagði að með byggingu stigans opnaðist um 10 kílómetra svæði fyrir ofan stigann. „Það er búið að sýna fram á það að þetta svæði fóstrar lax. Við höfum nýtt það í tíu ár til uppeldis," sagði Böðvar. Loftorku-menn hafa byggt nokkra aðra laxastiga, m.a. Glanna í Norðurá, og því hafa þeir áunnið sér reynslu í slíkum framkvæmdum. Böðvar sagði að fleiri járn hefðu verið í eldinum hjá for- svarsmönnum Veiðiféiags Mið- firðinga. Nýlega var lokið við að flytja grjót í ána og búa til veiði- staði. „Við búum til þröskulda úti í ánni sem við gröfum einn og hálfan til tvo metra niður. Með þessu erum við að búa til örugga legustaði fyrir laxinn og afdrep fyrir seiðin, auk þess að stöðva landbrot," sagði Böðvar. Hann sagði að við þessar fram- kvæmdir hafi verið farið eftir teikningum norsks lífræðings. Þetta hefur ekki áður verið reynt hér á landi, en gefist vel erlendis. „Það er margt sem á að vinnast með þessu. Það er síður en svo verið að skemma lífríkið, heldur þvert á móti miða þessar fram- kvæmdir að því að bæta allar aðstæður,“ sagði Böðvar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.