Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 27.11.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 27. nóvember 1990 Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Arnarsíða 12 b, Akureyri, þingl. eigandi Sveinn Ævar Stefánsson, föstud. 30. nóv., ’90, kl. i 5.15. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnaeðisstofnun ríkisins, Ólafur Birgir Árnason hrl. og Ásgeir Thor- oddsen hdl. Fagrasíða 9 c, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn Verkamannabústaða, föstud. 30. nóv. ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Bæjar- sjóður Akureyrar. Hjallalundur 20, íb. 401, Akureyri, talinn eigandi Guðmundur Gísla- son, föstud. 30. nóv., ’90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Gunnar Sólnes hrl. Hjallalundur 5 a, Akureyri, þingl. eigandi Nanna Marinósdóttir, föstud. 30. nóv., ’90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. ísborg EA-159, Hrísey, þingl. eig- andi Borg h.f., föstud. 30. nóv., ’90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Karlsrauðatorg 26 b, Dalvík, þingl. eigandi Anton Ingvason, föstud. 30. nóv., '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Kaupangur v/Mýrarveg E-hl., þingl. eigandi Matthías Þorbergsson ofl., föstud. 30. nóv., ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: (slandsbanki, Bæjarsjóður Akur- eyrar og Björn Jónsson hdl. Langamýri 32, e.h„ Akureyri, þingl. eigandi Álfhildur Pálsdóttir, föstud. 30. nóv., ’90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: fslandsbanki, Landsbanki fslands og Húsnæðisstofnun ríkisins. Litli—Dunhagi III, Arnarneshreppi, þingl. eigandi Stefán Guðmundsson o.fl., föstud. 30. nóv., ’90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs- son hdl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Tryggingastofnun ríkisins. Mímisvegur 16, Dalvík, talinn eig- andi Rafvélar s.f., föstud. 30. nóv., '90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Húsnæðisstofnun ríkisins. Smárahlíð 24 h, Akureyri, þingl. eigandi Guðmundur Friðfinnsson, föstud. 30. nóv., '90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Þverbrekka, Öxnadal, þingl. eigandi Þórarinn Guðmundsson, föstud. 30. nóv., ’90, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Benedikt Ólafsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöidum eignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Norðurgata 57, Akureyri, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eigandi Sana h.f. föstud. 30. nóv., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður, Ingólfur Friðjónsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eigandi Hallgrímur Antonsson, föstud. 30. nóv., ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Gunnar Sólnes hrl. Verksm.hús, starfsm.hús, vélar og tæki, Krossanesi, þingl. eigandi Istess h.f., föstud. 30. nóv., ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. GnmdvöUur lagður að ným og raunsærri byggðastefiiu - ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um byggðamál 21. flokksþing Framsóknar- flokksins, haldið að Hótel Sögu dagana 16.-18. nóvember 1990, leggur áherslu á að þjóðin nýti kosti landsins alls. Síðasta áratug hefur verið mik- ill flutningur fólks til höfuðborg- arsvæðisins frá öðrum landshlut- um. Af þeim sökum hefur meðal annars skapast þar óæskileg þensla og hagvöxtur stöðvast í þjóðfélaginu. Sporna verður gegn slíkri þróun, enda er hún hvorki æskileg fyrir höfuðborgar- svæðið né landsbyggðina. Til þess að draga megi úr byggðaröskun eða stöðva hana þarf að skapa hagstæð skilyrði til uppbyggingar og framfara í öll- um landshlutum. Þörf er á raunsærri byggða- stefnu, sem fylgt verður eftir með markvissum aðgerðum. Forsenda hennar er að takist að skapa jafn- vægi á sem flestum sviðum þjóð- mála. Með því jafnvægi f efna- hagsmálum, sem tekist hefur að koma á með núverandi stjórnar- stefnu undir forystu Framsóknar- flokksins, hefur verið lagður grundvöllur að slíku. Höfuðmarkmið hinnar nýju byggðastefnu verði eftirfarandi: - að auðlindir lands og sjávar nýtist á hagkvæman hátt og rösk- un byggðar hamli ekki hagvexti, - að byggð dafni í öllum lands- hlutum þannig að íbúarnir búi við alhliða framfarir. Til þess að ná framangreindum markmiðum leggur fiokksþingið áherslu á eftirfarandi aðgerðir: 1. Við hagstjórn verði tekið tillit til áhrifa hennar á þróun byggðar. Lögð verði áhersla á jafnvægi í efnahagslífinu og að skráning gengis miðist við já- kvæða afkomu útflutningsat- vinnuveganna. 2. Mynduð verði öflug atvinnu- og þjónustusvæði þar sem aðstæður skapist fyrir fjölbreytt- an iðnað og þjónustustarfsemi. Sérstakt átak verði í uppbygg- ingu samgöngukerfis á þessum áratug f þessu skyni. Með skipu- lögðum framkvæmdum verði komið á beinum samgöngum við útlönd úr öllum landshlutum. 3. Atvinnusvæðin verði skil- greind. Þar verði mynduð öflug samtök, atvinnuþróunarfélög, með samstarfi heimamanna og Byggðastofnunar. Markmið atvinnuþróunarfélaganna er al- hliða þróun og endurskipulagn- ing þess atvinnulífs sem fyrir er. Sérstök áhersla skal þó lögð á að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Þá er brýnt að virkja konur í ákvarðanatöku um uppbyggingu atvinnulífsins og auka fjölbreytni í atvinnu fyrir þær. Ráðgjafa- þjónusta verði efld og samræmd í öllum landshlutum og tengd hag- nýtum rannsóknum. 4. Við uppbyggingu orkufreks iðnaðar verði tekið tillit til byggðasjónarmiða og þjóðhags- legrar hagkvæmni. 5. Verkmenntun verði aukin og skólakerfið tengt betur atvinnu- lífinu og nýtt meira til rannsókn- af í þágu þess. Áhersla skal lögð á eflingu Háskólans á Akureyri og annarra menntastofnana á landsbyggðinni. Mikilvægt er að ungt fólk geti stundað nám og störf án þess að tengslin við heimabyggð rofni. 6. Hefðbundin búvörufram- leiðsla verði áfram undirstaða byggðar í sveitum landsins. Fækkun starfa þar vegna aukinn- ar framleiðni og þröngra mark- aðsaðstæðna verði mætt m.a. með fjölbreyttari nýtingu land- kosta til ferðaþjónustu og ann- arra verkefna. Jarðakaupasjóður verði efld- ur til að auðvelda aðlögun að þessum breytingum. 7. Við nýtingu fiskistofna verður að gæta ýtrustu hagkvæmni. Við framkvæmd fiskveiðistefnu verði þess gætt að hún stuðli að eflingu atvinnulífs og jafnvægi í byggð. Afla þarf nýrra markaða og styrkja þá sem fyrir eru. Fram- leiðsluaðferðir þurfa að vera í sí- felldri endurskoðun þannig að ávallt fáist bæsta verð fyrir af- urðirnar. 8. Stjórnkerfi landsbyggðarinnar verði eflt með sameiningu og samstarfi sveitarfélaga. Staða þeirra og verkefni verði endur- metin og sjálfsforræði aukið. Fjölgun starfa í opinberri stjórn- sýslu verði að mestu þar á næstu árum. Komið verði á fót stjórn- sýslustöðvum í öllum kjördæm- um og margvísleg þjónusta þess opinbera flutt þangað. Jafnframt verði haldið áfram flutningi ein- stakra ríkisstofnanna frá höfuð- borgarsvæðinu. 9. Tryggt verði að allir lands- menn hafi jafnan aðgang að almennri velferðarþjónustu ríkis- ins, s.s. læknisþjónustu, félags- þjónustu og kennslu á grunn- skólastigi án þess að taka á sig auknar greiðslur. 10. Verð á orku, síma og annarri opinberri þjónustu ríkisvaldsins verði jafnað um land allt. Staða dreifbýlisverslunar verði endur- metin og ríkisvaldið hafi frum- kvæði um aðgerðir er leiði til bættrar stöðu hennar. 11. Byggðastofnun verði stórlega efld til að sinna betur þróunar- og uppbyggingarstarfi. Hún veiti atvinnuþróunarfélögunum öflug- an stuðning og verði gert kleift að leggja fram áhættufjármagn til vænlegara fyrirtækja þar sem skortur á því hindrar fram- kvæmdir. Skatttar af stóriðju renni til þessarar starfsemi. Heildarsamtök launþega og atvinnurekenda, samtök sveitar- félaga og fulltrúar margra stofn- ana hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn mikilli byggðarösk- un. Fjölbreytt og öflugt félags- og menningarstarf er stór þáttur þess að byggð dafni hvarvetna og þjóðin glati ekki menningararfi sínum. Framtíð þjóðarinnar byggist á auðlindum lands og sjávar, þar sem þær eru og verða okkar dýrmætasta eign og undirstaða sjálfstæðis. Athugasemd frá Knattspymudeild Þórs í Degi þann 20. nóvember sl. birtist í fasta dálknum „smátt og stórt“ hugleiðing um verslunar- port okkar Þórsara og annarra sem stunda portmennsku hér í bæ. Það var nú í sjálfu sér grein á léttari nótunum um auglýsinga- stríð aðila sem standa að þessari starfsemi, og birtist í svokölluð- um sjónvarpsdagskrám og Degi í viku hverri. Það var nú eins og oft vill verða í dálki sem þessum að heldur frjálslega var farið með staðreyndir og full ástæða til að leiðrétta rangfærslur sem þar komu fram. Ekki síst vegna þess að ritstjóri „Bæði Gagn og Gaman“ fékk hland fyrir hjartað þegar Dagur vó nærri útgáfu hans í sömu grein. Hann ætlaði að bæta um betur og leiðrétta vit- leysuna úr Degi í blaði sínu sl. fimmtudag en tókst ekki betur til en svo að staðreyndir málsins eru nánast komnar út í hafsauga. Því sé ég mig knúinn til að upplýsa menn um hvernig þetta portmál allt saman er til komið. Knattspyrnudeild Þórs hóf starfsemi Portsins við Dalsbraut snemma árs árið 1990 og hélt því gangandi fram að keppnistíma- bili knattspyrnumanna sem hefst í maí hvert ár. Það var alltaf meiningin að hvíla portið yfir hásumarið vegna anna kringum önnur störf tengdum knattspyrn- unni og mannafæðar. Ennfremur vegna þess að margir aðilar sem voru með bása hjá okkur voru ennfremur með sölubása í göngu- götunni hvern föstudag á góð- viðrisdögum yfir sumarmánuðina og því fyrir séð að erfitt yrði að halda starfseminni gangandi af einhverju viti þennan tíma. Það var síðan seint í júlímán- uði að bílasalinn við Dalsbraut kom að máli við mig og hótaði því að ef við kæmum ekki og héldum port þá mundi hann gera það sjálfur. Ég tjáði honum að við hefðum ákveðið að hefjast ekki handa fyrr en eftir keppnis- tímabilið og lauk þar með okkar samtali. Síðan skeður það að hann auglýsir opnun portsins næsta laugardag á eftir og hefur síðan þá þumbast við að halda þessari starfsemi gangandi. Þegar við ætluðum síðan af stað aftur þá stóð okkur ekki annað til boða en að vera básaleigjendur, sem við höfðum engan áhuga á að vera, og fórum við því að svipast eftir öðrum stað undir okkar starfsemi. Þegar við vorum svo komnir með fast aðsetur í Höllinni vor- um við beðnir að koma út í Dalsbraut aftur og halda þar áfram en þá var ekki aftur snúið og vita menn sem fylgst hafa með auglýsingaherferð beggja aðila framhald þessa máls. Það skal viðurkennt að erfið- lega gekk að koma Hallarportinu á legg en nú er svo komið að við erum með fullt hús alla laugar- daga og gríðarlega sölu í hverjum bás. Þetta gefur fjárvana íþrótta- félagi þó nokkrar tekjur í viku hverri og söluaðilar þéna líka. Þetta er einhver sú besta fjáröfl- unarleið sem við höfum farið í því þarna fá þeir sem bása leigja eitthvað fyrir sinn snúð, misjafn- lega mikið að vísu, enginn tap- ar á þessum viðskiptum. Þetta greinarkorn er nú orðið örlítið lengra en til stóð í upphafi en ég vil þakka bæði Degi og Gagni og Gamni fyrir þeirra greinaskrif sem án efa hafa vakið forvitni fólks fyrir þessari starf- semi og aukið aðsóknina að Hall- arportinu en fyrir alla muni leit- ið ykkur upplýsinga um stað- reyndir málsins áður en þið geis- ist fram á ritvöllinn. F.h. Knattspyrnudeildar Þórs Benedikt Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.