Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON,
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, UÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASlMI 22791
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Meiríhlutíim vill landbúnað
Félagsvísindastofnun gerði þjóðmálakönnun dagana 2.
tii 8. nóvember sl. Markmið könnunarinnar var að afla
upplýsinga um viðhorf íslendinga til íslensks landbúnað-
ar og ýmissa mála sem honum tengjast. Meðal annars
var spurt um afstöðu til landbúnaðarstefnu hins opin-
bera, innflutnings á ýmsum landbúnaðarvörum og holl-
ustu og gæðaeftirlits með búvörum. Einnig var spurt um
skoðanir fólks varðandi umhverfismál er snúa að land-
búnaði og um afstöðu þess til ýmissa fyrirtækja og stofn-
ana.
í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 45%
þeirra er gáfu svör eru neikvæð gagnvart stefnu stjórn-
valda í landbúnaðarmálum en um 55% eru annaðhvort
jákvæð eða taka ekki afstöðu. Um 26% töldu að umræða
um landbúnað sé sanngjörn en 47% töldu hana ósann-
gjarna. Einna mesta athygli vekur að 64% þjóðarinnar,
samkvæmt könnuninni, eru andvíg innflutningi á sam-
bærilegum búvörum og framleiddar eru hér á landi en
einungis 31% er honum fylgjandi. Þátttakendur voru
einnig spurðir um afstöðu til innflutnings ef innfluttar
landbúnaðarvörur væru ódýrari en innlendar. Við þá
spurningu breyttist hlutfallið nokkuð og kváðust 40%
aðspurðra þá hlynnt innflutningi en 54% voru áfram
andvíg. Er þátttakendur voru spurðir um afstöðu til inn-
flutnings, ef ljóst væri að hann orsakaði verulegan sam-
drátt í landbúnaði og byggðaröskun, kváðust einungis
16% vera honum fylgjandi en 77% andvíg.
Fylgjendur innflutnings voru spurðir sérstaklega hvort
þeir vildu leyfa innflutning á tilteknum landbúnaðar-
afurðum. Þá töldu aðeins 4% þeirra að leyfa ætti innflutn-
ing á mjólk. Um 25% vildu leyfa innflutning á grænmeti
og 24% á nautakjöti. Þá vildu um 19% leyfa innflutning á
unnum komvörum, 15% á jógúrt og 14% á ís. Þess ber að
geta að hér er aðeins átt við þá er upphaflega svöruðu því
til að leyfa ætti innflutning á landbúnaðarvörum.
Tæplega 74% svarenda töldu hollustu íslenskrar
búvöru meiri en erlendrar, 25% töldu hana svipaða en
einungis 1% taldi hollustu erlendrar búvöru meiri.
Athyghsvert er að 60% fólks á aldrinum 18 til 75 ára telja
að unnt sé að flytja út íslenskt lambakjöt þannig að það
sé þjóðhagslega hagkvæmt þótt einungis 10% séu hlynnt
því að útflutningsbætur séu greiddar.
Af þessari könnun er ljóst að meirihluti íslensku þjóðar-
innar vill að landbúnaður verði áfram stundaður í land-
inu. Hann vill neyta innlendrar framleiðslu ug telur hana
þá bestu sem völ er á. Meirihluti landsmanna, samkvæmt
þessari könnun, er einnig andstæður mikilli byggðarösk-
un og telur meira virði að byggð haldist úti um land en
þótt unnt væri að lækka verð á búvöru um einhverjar
krónur vegna innflutnings á niðurgreiddum vörum.
Háværar raddir hafa haldið því fram að þjóðinni stafi
óhagræði og tjón af landbúnaði. Með því að leggja hann
niður væri unnt að leysa fleiri vandamál í einu vetfangi en
áður hefur þekkst. Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir
að þær raddir eru í hrópandi ósamræmi við vilja meiri-
hluta landsmanna, sem telur íslenskan landbúnað eina af
forsendum þess að við búum í þessu landi. ÞI
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Borgarbíó sýnir: Hcfndinu (Revenge).
Leikstjóri: Tony Scott.
Aðalhlutverk: Kevin Costner, Madeleine
Stowe og Anthony Quinn.
Framleiðandi: New World entertainment
1990
Ég man ekki alveg hvenær ég sá
Anthony Quinn síðast á hvíta
tjaldinu, ég hallast þó helst að
því að þið hafi verið í stórmynd-
inni um Múhameð spámann (af
tillitssemi við íslamsáhangendur
var spámaðurinn sjálfur aldrei
sýndur). Quinn var stórkostlegur
í þeirri mynd og hann er engu
síðri í Hefndinni. Hið sama má
raunar segja um bæði Kevin
Costner og Madeleine Stowe.
Quinn leikur hinn kokkálaða
og hefnigjarna eiginmann.
Costner er vinurinn sem fellur
fyrir eiginkonunni og breytist í
höggorm. Stowe er eiginkonan,
gift sér miklu eldri manni sem
meðhöndlar hana eins og brot-
hætta postulínsstyttu eða verð-
mætt Van Gogh-málverk. Hún á
að vera honum auðsveip, veita
honum, gömlum manninum,
hlutdeild í æsku sinni og jafn-
framt að vera verðmætasta djásn-
ið og mesta puntið í vinaboðum
og veislum. I raun er Quinn
ótíndur glæpamaður, hann á
enga sanna vini, aðeins keypta,
hann býr við vopnað öryggi, þarf
sífellt að vera á verði og treystir
engum, ekki einu sinni eiginkonu
sinni sem þó giftist honum í
blindri ást en ekki til fjár. Þetta
er brothættur heimur og þegar
myndast sprungur í dýrasta
djásninu verður eitthvað undan
að láta.
Kevin Costner og Madeleine Stowe, loksins laus undan vökulu augnaráði
eiginmannsins. Hefndin er magnþrungin kvikmynd sem ég mæli hiklaust
með fyrir alla þá sem kunna að meta kvikmyndir sem einhver veigur er í.
Hefndin er sláandi tvískipt
mynd. Fyrri helmingur hennar er
rómantískur og fallegur. Undir-
tónninn er þó þungur, það liggur
einhver ógn í loftinu. Þegar
kemst upp um samdrátt Costners
og Stowe verður fjandinn laus og
eftir það er Hefndin ein ljótasta
mynd sem ég hef séð, ekki vegna
þess að blóð renni í stríðum
straumum eða vegna stórvægi-
legra og hrottalegra drápa; nei
hvorugu þessu er til að dreifa svo
að orð sé á gerandi. Það er miklu
frekar hinn snöggi paradísarmiss-
ir söguhetjanna allra þriggja.
Eiginmaðurinn hefnir sín á konu
sinni með því að koma henni fyr-
ir á pútnahúsi og lítur ekki glað-
an dag eftir það. Costner er hinn
friðlausi leitandi sem finnur að
lokum en missir að eilífu í sömu
mund. Konan nærist á draumi er
rætist að lokum til þess eins að
leysast upp jafnharðan og hverfa
í faðm dauðans.
Hefndin er áhrifamikil mynd,
hún rennur fram eins og seigfljót-
andi hraunelfa, undir niðri býr
mikill hiti sem að lokum brýtur
sér farveg upp á yfirborðið og
brennir lífverurnar til bana.
He&idin
Ljósmyndir í Kveimasmiðjumii
- sýning Ingu Sólveigar á Sauðárkróki
Fyrsta desember opnaði Inga
Sólveig ljósmyndasýningu í húsa-
kynnum Kvennasmiðjunnar á
Sauðárkróki. Á sýningu Ingu
Sólveigar eru svarthvítar ljós-
myndir og einnig litaðar auk upp-
límiverka, sem unnin eru að
mestu úr litaljósmyndum.
Það er greinilegt af sýningunni
í Kvennasmiðjunni, að Inga Sól-
veig hefur auga fyrir formi og
myndhorni. Flestar myndanna
eru þó einungis vel teknar Ijós-
myndir án verulegs listræns
inntaks, tjáningar eða myndræns
skáldskapar. Þó skáru nokkrar
myndir sig ánægjulega úr og
sýndu, að Inga Sólveig hefur
meira til brunns að bera en næmt
auga fyrir því hvernig raða skuli
myndefni í flötinn. Hér má nefna
svarthvítar myndir nr. 12 og
myndapar, sem ber heitið „Á
höggstokknum", sér í lagi mynd
nr. 19. í þessum myndum er
veruleg tjáning, sem dregur að
sér athygli áhorfandans. Af þeim
vakna vonir um að góðs megi
vænta frá hendi ljósmyndarans,
verði áfram unnið í svipuðum
anda af kostgæfni og marksækni.
Það er greinilegt að Ingu Sól-
veigu liggur talsvert á hjarta í
upplímimyndunum á sýningunni
í Kvennasmiðjunni. Því miður er
þó svo, að boðskapurinn virðist
hafa verið henni um of ríkur í
huga í flestum myndanna, svo að
þær verða yfirhlaðnar táknum og
myndefni. Þær glata því styrk og
merking þeirra verður óljós og
þvögluleg. Nokkrar upplími-
myndanna eru þó nærri hófi í
tjáningarsækninni. Þar má helst
nefna mynd númer 5, sem nefnist
„Annar veruleiki".
Ógetið er Ijósmyndar sem ber
heitið „Kímónó“. I þessari mynd
hefur Ingu Sólveigu tekist vel að
ná fram mikilli hreyfingu með
tímaskoti og hefur fest glaðlegt
flæði á filmuna. Dökkur bak-
grunnur eykur verulega á áhrifin.
Ljósmyndir eru listgrein sem
er ekki sinnt sem skyldi hér á
landi. Menn taka bara myndir.
Þó kemur fyrir öðru hvoru, að
upp eru settar Ijósmyndasýningar
og fyrir kemur að út koma bækur
með listrænt teknum ljósmynd-
um. Slíkt er ævinlega forvitnilegt
og ánægjulegt til skoðunar. Það
er því gott framtak hjá Kvenna-
smiðjunni á Sauðárkróki að hafa
veitt Ingu Sólveigu aðstöðu í
húsnæði sínu. Hafi listamaðurinn
og Kvennasmiðjan þökk fyrir.
Haukur Ágústsson.
bœkur
-i
Söngvagleði
- óperuhandbók
Fyrsta íslenska óperuhandbókin
er komin út. Hún kallast Söngva-
gleði og útgefandinn er Fjölvi.
Hún er í sama formi og Tóna-
gjöfin um sígild tónskáld, sem
kom út fyrir ári hjá sama forlagi.
Nýja óperuhandbókin er samin
af Þorsteini Thorarensen, en með
ráðgjöf frá Peter Gammond og
með samstarfi við Salamander-
útgáfuna í London sem hefur
aðstoðað við hönnun og útvegun
á fjölda Ijósmynda.
I Söngvagleði er sagt frá 111
óperutónskáldum og rakinn
söguþráður í 280 ólíkum óper-
um. Sem dæmi má nefna, að þar
eru raktar allar óperur Wagners
og flestar þær óperur sem skipta
máli eftir Verdí, Puccini, Doni-
zetti, Bellini. Hún spannar og yfir
öll tímabil, jafnt Hándel, Mozart,
Weber, Offenbach, yfir rússnesku
og tékknesku tónskáldin og einn-
ig fjölda nútímaópera, jafnt
Britten og Shostakovich.
í formála segir höfundurinn
Þorsteinn Thorarensen, að Operu-
handbókin sé hönnuð þannig að
fólk geti auðveldlega haft hana
með sér á ferðalögum, í tösku
eða veski eins og hvert annað
leiðsögurit á ferðum. Hún er líka
leiðsögurit um undraheima söng-
listarinnar.
Söngvagleðin er 240 bls., ríku-
lega myndskreytt. Sérstakur hluti
bókarinnar fjallar um óperuflutn-
ing á íslandi og er það mikill listi,
kemur þar fram hvenær þær voru
fluttar og hvar, hver var stjórn-
andi og hverjir fóru með aðal-
hlutverk. Þá eru og taldar upp
allar íslenskar óperur, sem samd-
ar hafa verið bæði fluttar og
ófluttar.
Markús Árelíus
Markús Árelíus heitir ný barna-
bók eftir Helga Guðmundsson
sem komin er út hjá Máli og
menningu.
Sagan segir frá spökum heim-
iliskettí sem skapar sér óvinsældir
með því að gera sig heimakom-
inn hjá nágrönnunum. Leikurinn
æsist svo að loks er setið um líf