Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 7
hans og spennan nær hámarki
þegar kettirnir blása til gagn-
sóknar gegn vígreifum ofsókn-
armönnum. Ýmsum Norðlend-
ingum mun þykja söguvettvang-
urinn kunnuglegur, enda bjó
höfundurinn lengi á Akureyri.
Helgi Guðmundsson er löngu
landskunnur fyrir störf sín að
félags- og sveitarstjórnarmálum.
Hann hefur einnig verið blaða-
maður og starfar nú sem ritstjóri
Þjóðviljans.
Sérstæð sakamál
- íslensk og norræn
Bókin Sérstæð sakamál, íslensk
og norræn, er komin út hjá
Almenna bókafélaginu og gefur
forlagið hana út í samvinnu við
íþróttasamband lögreglumanna.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir valdi og
skráði sakamálin í bókina.
Hin tuttugu mál sem bókin
segir frá eiga það öll sameiginlegt
að vera sérstæð og spennandi en
eru að öðru leyti mjög fjölbreyti-
leg. Sum segja frá furðufuglum
sem leika á náungann með ótrú-
legum klækjabrögðum og komast
oft æðilangt í því efni, önnur eru
ískyggilegri þar sem teflt er um
líf og dauða, nokkur hreinn
harmleikur. Sjö þessara mála eru
íslensk, unnin upp úr opinberum
gögnum, viðtölum og blöðum,
þrettán eru frá hinum Norður-
löndunum.
Af heitum úr íslenska hlutan-
um mætti nefna Þýskur banka-
ræningi í Breiðholtinu, Kókaín-
salarnir í Hveragerði, Gullránin í
miðbænum, og úr þeim erlenda
Svikapresturinn. Bankaræningi
tekur gísl og Nótt þjáninganna.
Bókin Sérstæð sakamál eru
187 bls. að stærð í stóru broti og
skreytt ljósmyndum.
Spádóma- og
spásagnalist
Út er komin fjölfræðibókin Spá-
dóma- og spásagnalist, eftir
Francis X. King.
í kynningu á bókarkápu segir
m.a.: „Karlar og konur hafa á
öllum tímum heillast af framtíð-
inni og hvað hún ber í skauti sínu
þeim til handa. Frá því í árdaga
hafa menn leitað með ýmsu móti
véfrétta um ókomna atburði.
Stuttu eftir að þú opnar þessa
bók getur þú byrjað að skyggnast
inn í framtíðina. Hér er sagt frá:
tarotspilum, kínverskri og vest-
rænni stjörnuspeki, talnaspeki,
spám með venjulegum spilum,
lófalestri, skyggningu, rúnum og
AI-Ching.“
Höfundur bókarinnar, Francis
X. King hefur skapað sér nafn
sem einn fremsti rithöfundur
heimsins á sviði heimspeki,
óhefðbundinna lækninga og sögu
minnihlutahreyfinga. Spádóma-
og spásagnalist er 196 blaðsíður
að stærð. Útgefandi er Skjald-
borg.
I K IS X KiNf.
Aígreiðslutími verslana
í desember umfram venju
Laugardagiim ......... 15. desember frá 'líl. 10.00-22.00
I Imn11xiclaííiiin..... 20. desember írá Id. 09.00-22.00
Föstudaginn ........... 21. desember frá lel. 09.00-22.00
Langardagiiin ......... 22. desember Irá ld. 10.00-23.00
Mánudaginn ........... 21-. desember ii’á Id. 09.00-12.00
Kaupfélag Byfirðtnga — Kaupmannafélag Akureyrar