Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 11
Guðmundur Bjarni
Kristinsson:
„Mig langar mest í peninga."
Árbjört Bjarkadóttir:
„Eitthvað dót, kannski dúkku.
Svo langar mig í bækur. Ég á
margar bækur og finnst mjög
gaman að lesa og hlusta á
sögur.“
Roar Björn Arvidsson:
„Mig langar mest í smíðadót.
Mér finnst svo gaman að
smíða.“
Heiðdís Norðfjörð
Gunnarsdóttir:
„Mig langar í bókina Á baðkari
til Betlehem. Ég er mjög hrifin af
bókum."
Gunnar Karlsson:
„Fótboltaspil. Ég á ekkert fót-
boltaspil en mér finnst gaman
að leika mér í því og mig langar
mest í það.“
spurning vikunnor
Hvað langar þig til að
fá í jólagjöf?
...aðrir gripu í spil.
Ræðuskörungarnir, Helena og Helga Jóna, ásamt Evu Lilju Skagfjörð, flytja jólalagið „Snjókorn falla“ við góðar
undirtektir viðstaddra.
Það var tilkomumikil sjón að sjá 162 logandi kerti í rökkrinu. Leifturljós myndavélarinnar gerir það að verkum að sú stemmning skil-
ar sér ekki alls kostar á myndinni.
Hanna Sigríður Kjartansdóttir, umsjónarmaður Félagsmiðstöðv- Helena Sveinbjörnsdóttir og Helga Jóna Sigurðardóttir flytja
arinnar í Síðuskóla, tekur við blómakörfu úr hendi Aldísar Aspar „hátíðarræðu“ fyrir hönd unglinganna í Síðuhverfi. Ræðuflutn-
Sigurjónsdóttur. Blómakarfan var frá Steindóri G. Stcindórssyni, ingur þeirra var frumlcgur; þær enduðu t.d. ræðuna með eins
forstöðumanni félagsmiðstöðvanna á Akureyri, sem nú er stadd- konar söng sem gjarnan er nefndur „rapp“ á vondu máli.
ur í náms- og kynnisferð í Svíþjóð. Körfunni fylgdu bestu ham-
ingju- og heillaóskir hinni nýju félagsmiðstöð til handa.
.eða fengu sér sæti í leðurhægindinu í setustofunni.
Að skemmtiatriðunum loknurn var öllum viðstöddum fengið logandi kerti í
hendur og var mikill handagangur í öskjunni við útdeilingu kertanna...
Myndir:
Hermann
Sigtryggsson
Sumir brugðu sér í sjoppuna á staðnum...
Þóroddur Hjaltalín sá um að leika „réttu“ plöturnar.
Vanur maður sem kann sitt fag, enda búinn að sitja
tækjanámskeið íþrótta- og tómstundaráðs og þar af
Ieiðandi með plötuþcytaraskírteini upp á vasann!
Jón Baldvin Hannesson, skólastjóri
Síðuskóla. flvtur ávaro.
Vígsluhátíd í Síðuskóla
TVT'' • X i •• X j 1 • * j 1 __
- Ný félagsmiðstöð tekin í notkun
Síðastliðið þriðjudagskvöld var ný félagsmiðstöð
fyrir unglinga í Síðuskóla formlega tekin í notkun,
sú fyrsta sinnar tegundar í hverfinu.
Það er íþrótta- og tómstundaráð Akureyrar sem
hefur veg og vanda af rekstri þessarar nýju félags-
miðstöðvar, í góðri samvinnu við stjórnendur
Síðuskóla, sem Ieggja til húsnæðið. Undanfarnar
vikur hefur verið unnið að innréttingum og breyt-
ingum á húsnæðinu, sem er í suðausturhluta kjall-
ara skólans. Byggingadeild Akureyrarbæjar hafði
umsjón með framkvæmdunum.
Félagsmiðstöð Síðuskóla verður opin tvisvar í
viku í vetur, á þriðjudögum og fimmtudögum frá
kl. 20.00 til 22.30. Umsjónarmaður félagsmið-
stöðvarinnar er Hanna Sigríður Kjartansdóttir.
Fjölmenni var viðstatt opnunarhátíðina; auk
unglinganna nefndarmenn í íþrótta- og tómstunda-
ráði, skóla- og menningarfulltrúi Akureyrar, skóla-
stjóri Síðuskóla og nokkrir foreldrar unglinganna í
hverfinu.
Fjölmargt var gert til skemmtunar á opnunar-
kvöldinu og tala myndirnar sínu máli um það. BB.
Gunnar Jónsson, formaður íþrótta-
og tómstundaráðs Akureyrar flytur
ávarp.
Verðkönnun Neytendafélags Akureyrar og nágrennis:
Jólasteikin 1990
Loksins kemur hin árvissa
könnun neytendafélagsins á
verði þeirrar kjötvöru sem er
á matseðli flestra heimila yfir
jólin. Mikil spenna ríkti hjá
kaupmönnum við gerð þess-
arar könnunar, verðið hefur
verið að lækka dag frá degi í
samkeppninni um hylli neyt-
enda, verðskráin frá því fyrir
helgi orðin úrelt vegna sí-
felldra undirboða og tilboðs-
verða. Hagkaup hefur lækk-
að verð á sinni kjötvöru
umfram flesta aðra, og vilja
keppninautarnir meina að
einhverjar tegundir hljóti að
vera seldar undir venjulegu
heildsöluverði, t.d. býður
Hagkaup margar tegundir á
lægra verði en B. Jensen sem
er næstódýrastur þótt hann
vinni vöruna sjálfur og selji
milliliðalaust. Ekki er ólík-
legt að kjötvörurnar séu hér
í hlutverki gulrótarinnar í
alþekktri sögu. Við neytend-
ur vil ég því segja þetta: Not-
ið tækifærið, en gætið vand-
lega að verðinu á öllum hin-
um vörunum sem þið kaup-
ið, þannig að ekkert verði
líkt með ykkur og ferfætl-
ingnum í sögunni. Verði
ykkur að góðu og gleðileg
jól.
Vilhjálmur Ingi.
SVlNAKJÖT: Læri m/beini kq HAGKAUP B. JENSEN MATVÖRUMARKAÐURINN HRÍSALUNDUR 2 2 M D C < PS w o D ÍX o Eh w 2 < w
675 673 677 675
Læri úrbeinað kq 1170 1105 1149 1170 1170
Bóqur hrinqskorinn kq 585 610 638 588 683 588
Kótilettur kg 1198 1095 1198 1221 1157 1111
Lærissneiðar kq 762 684 715 728 687
REYKT SVlNAKJÖT:
Hamborqarhryqqur m/beini kq 1089 1277 1282 1351 1270 1351
Hamborqar.hryqqur úrb. kq 1649 1805 1951 2147
Læri m/beini kq 839 785 985 841
Bayoneskinka kq 995 1160 985 1120 1010 1120.
Kambur úrbeinaður kq 1164 1112 1150 -1176 1113 n?6
Bógur hringskorinn kq 719 758 768 764
LAMBAKJÖT:
Hryqqur kg 692 644 694 695 651 677
Læri kg 615 717 783 668 615 764
Læri rauðvinsleqið kq 928 928 928 874
Londonlamb úr framparti kq' 689 765 768 768
Londonlamb úr læri kg 1236
Hangilæri m/beini kg 792 778 798 822 798
Hangilæri úrbeinað kg 1096 1191 1135 1239 1170 1239
Hanqiframp. m/beini kg 489 „ J?? 499 ,,,18? 503
Hangiframp. úrbeinaóur kg 828 934 879 927 962 928
Hrvqqur léttreyktur kq 645 726 699 648 711 648
NAUTAKJÖT:
Lundir kq 2399 1963 1898 2580
Innanlærisvöðvi kg 1799 1695 1754 1974
FUGLAKJÖT:
Rjúpur óhamflettar stk 488 488 497 488
Riúpur hamflettar stk 564
Aliqæs kq 1269 1269 1269
Kalkún k? 998 1075 998 1075
Læqsta verð er undirstrikað
AEG JOLATILBOÐ