Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 19
íþróttir
Innanfélagsmót TBA í badminton:
Lengi lifir í gömliun...
- óvæntur sigur Karls Davíðssonar í B-flokki
Ná KA-menn að leggja íslands- og bikarmeistara Þróttar að velli í blak-
inu?
Toppslagur KA og Þróttar í blakinu:
„Vona að menn gleymi
ensku knattspymunni
og mæti á leikinn“
Á morgun veröur toppslagur
í blakinu þegar KA og Þrótt-
ur R. mætast á Akureyri kl.
13.30. Þróttarar eru í efsta
sæti deildarinnar meö 16 stig
og KA-menn í öðru sæti með
14 en eiga leik til góða. KA-
menn unnu Þróttara í mara-
þonleik í Reykjavík fyrir
skömmu og þegar það er haft
í huga að Þróttur hefur aldrei
náð sér á strik í íþróttahöll-
inni á Akureyri virðist ástæða
til bjartsýni fyrir KA-menn.
Haukur Valtýsson, fyrirliði
KA, segir hins vegar ekki
hægt að treysta á slíkt og
spáir mjög jafnri og spenn-
andi viðureign.
„Þróttarar hafa verið að
sækja sig að undanförnu og við
þurfum að eiga toppleik til að
leggja þá að velli. Þótt þeim
hafi gengið illa hér hafa þeir
það reynslumikið lið að það er
ekki hægt að treysta neitt á það.
Ég vil því vara við of mikilli
bjartsýni því þeir eru alltaf
geysilega erfiðir og ég er ekkert
of bjartsýnn. Ég tel að þeir séu
með besta liðið í dag,“ sagði
Haukur.
Hann sagði meginstyrk Þrótt-
ara liggja í því hversu vel þeir
verji aftur á vellinum og eins
hafi þeir verið með góðar upp-
gjafir. „Það er mikilvægt fyrir
okkur að vera með góða blokk
en það stoppar þá einna helst.
Svo verðum við auðvitað að ná
upp góðri baráttu og ef hún
verður í lagi og við fáum nóg af
áhorfendum eigum við mögu-
leika. Þeir hafa stutt okkur vel
til þessa og það er mjög mikil-
vægt. Þetta verður jafnt og
skemmtilegt og ég vona að
menn gleymi ensku knattspyrn-
unni og mæti á þennan leik,“
sagði Haukur Valtýsson.
1X21X2 1X2 1X2 1X2 1X21X21X2 1X2
Júlíus lagði Eirík
Júlíus Guðmundsson hafði sigur á Eiríki Eiríkssyni í fyrstu til-
raun í síðustu og er þátttöku þess síðarnefnda þar með lokið.
Mörg óvænt úrslit settu strik í reikninginn hjá þeim félögum eins
og öðrum tippurum og hlutu þeir 4 og 3 rétta. Júlíus skorar á
vinnufélaga sinn, kokkinn Þórð Jakobsson, og fara spár þeirra
hér á eftir.
Búið er að ákveða hvaöa leikir verða í beinni útsendingu yfir
jólin. Laugardaginn 22. desember verður leikur Liverpool og
Southampton á Anfield Road á dagskrá og viku seinna viður-
eign Manchester United og Aston Villa á Old Trafford. Á morg-
un er það hins vegar leikur Manchester City og Tottenham á
Maine Road.
Júlíus:
Arsenal-Wimbledon X
Coventry-Man. Utd. 1
Derby-Chelsea 2
Man. City-Tottenham 2
C.P.R.-Nott. Forest X
Southampton-Aston Villa 1
Sunderland-Norwich 1
Blackburn-Bristol City 2
Brighton-Barnsley X
Oldham-Wolves 1
Sheff. Wed.-lpswich 1
West Ham-Middlesbro 1
Þórður:
Arsenal-Wimbledon 1
Coventry-Man. Utd. 2
Derby-Chelsea 1
Man. City-Tottenham X
Q.P.R.-Nott. Forest 1
Southampton-Aston Villa 2
Sunderland-Norwich 1
Blackburn-Bristol City 2
Brighton-Barnsley 1
Oldham-Wolves X
Sheff. Wed.-lpswich 1
West Ham-Middlesbro 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Nýlega var haldið á Akureyri
innanfélagsmót Tennis- og
hadmintonfélags Akureyrar í
badminton. Mótið var haldið í
íþróttahúsi Glerárskóla og var
þátttaka mjög góð í öllum
flokkum.
Keppnin var mjög spennandi
og tvísýn, einkum í B-flokki
karla en þar áttust við Kristján
Kristjánsson og „gamla brýnið"
Karl Davíðsson. Óhætt er að
segja að Karl hafi komið á óvart
og var sigri hans í einliðaleik
fagnað gífulega af áhorfendum.
Þá kom Konráð Þorsteinsson
sterkur til leiks og varð þrefaldur
sigurvegari, þ.e. í öllum greinum
í A-flokki.
Úrslit urðu sem hér segir:
A-flokkur karla, einliðaleikur:
1. Konráð Þorsteinsson.
2. Kristinn Jónsson.
A-flokkur karla, tvíliðaleikur:
1. Konráð Þorsteinsson/Kristinn
Jónsson.
2. Girish Hirlekar/Tómas Leifsson.
A-flokkur kvcnna, einliðaleikur:
1. Guðrún Erlendsdóttir.
2. Ragnheiöur Haraldsdóttir.
A-flokkur kvenna, tvíliðaleikur:
1. Ragnheiður Haraldsdóttir/Elín
Guðmundsdóttir.
2. Guðrún Erlendsdóttir/Jakobína
Reynisdóttir.
A-flokkur, tvenndarleikur:
1. Konráð Þorsteinsson/Elín Guð-
mundsdóttir.
2. Girish Hirlekar/Guðrún Erlends-
dóttir.
B-flokkur karla, einliðaleikur:
1. Karl Davíðsson.
2. Kristján Kristjánsson.
B-flokkur, tvíliðaleikur:
1. Erlingur Aðalsteinsson/Finnur
Birgisson.
2. Jón Óttar Birgisson/Ingimar Erl-
ingsson.
Grenivík:
Magni með uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð íþróttafélags-
ins Magna frá Grenivík fór
fram í síðustu viku. Á hátíð-
inni voru útnefndir borðtennis-
maður ársins og frjálsíþrótta-
maður ársins auk þess sem
bestu og markahæstu knatt-
spyrnumönnunum voru veittar
viðurkenningar.
Stefán Gunnarsson var kjörinn
borðtennismaður ársins en Vala
Dröfn Björnsdóttir frjálsíþrótta-
maður ársins. Besti knattspyrnu-
maðurinn í flokki 12 ára og yngri
var kjörinn Ingi Hrannar Heimis-
son en markahæstur var Víðir
Örn Jónsson. í flokki 13-16 ára
var Elín Þorsteinsdóttir besti
leikmaðurinn en markahæstur
var Gunnar Leósson. í meistara-
flokki var Þorsteinn Friðriksson
kjörinn besti leikmaðurinn en
Kristján Kristjánsson var sá
markahæsti.
Sparisjóður Höfðhverfinga gaf
verðlaun í kjörinu um borðtenn-
ismann og frjálsíþróttamann
ársins. Kaldbakur hf. gaf verð-
laun fyrir knattspyrnuna nema
farandbikar fyrir besta leikmann-
inn í meistaraflokki, sem gefinn
var af Kristleifi Meldal, og far-
andbikar fyrir markahæsta leik-
mann í sama flokki sem gefinn
var af fjölskyldu Jóhanns A.
Oddgeirssonar til minningar um
Ægi Jóhannsson.
Frjálsíþróttamaður ársins, Vala Dröfn Björnsdóttir,
ásamt þjálfara sínuin, Rakel Gylfadóttur. Myndir: -kk
Elín Þorsteinsdóttir besti leikmaður í flokki 13-16 ára og
Gunnar Leósson, sá markahæsti.
Ingi Hrannar Heimisson og Víðir Örn Jónsson, sá besti Stefán Gunnarsson, borðtennismaður ársins.
og sá markahæsti í flokki 12 ára og yngri.
íþróttir
BLAK
í kvöld mætast Völsungur og Breiða-
blik í 1. deild kvenna. Leikurinn fer
fram á Húsavfk og hefst kl. 20. Á
morgun mætast KA og Þróttur
Rcykjavík í 1. deild karla á Akureyri
kl. 13.30 og strax á eftir KA og
Brciðablik í I. deild kvenna.
HANDKNATTLEIKUR
Tveir leikir verða í 2. deild karla á
Norðurlandi. I’ór og (BK mætast á
Akurcyri kl. 20.30 í kvöld og á morg-
un halda Keflvíkingar til Húsavíkur
og mæta Völsungi kl. 14. í 1. deild-
inni mætast Fram og KA í Laugar-
dalshöll kl. 20 í kvöld.
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR
Tvö frjálsíþróttamót fara fram um
helgina. í dag fer fram Jólamót
Magna á Grenivík og á sunnudag
Desembermót HSP á Laugum.
Allt fyrir
golfíð
Aldrei
meira úrval
Opið alla daga
fram að jólum
Golfverslun
n David Barnwell
r* Golfskálanum Jaðri
S 23846 & 22974