Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN GUNNAR HJARNASON KAUUNAirillR "1SCENZKA 'HESISINS <-Á 20 ÖISD Ættbók og saga íslenska hestsins 6. bindi í tilefni af 75 ára afmæli Gunn- ars Bjarnasonar, þann 13. des- ember, kemur á markaðinn 6. bindi af Ættbók og sögu íslenska hestsins á 20. öld. Þar með hefur Gunnar unnið það afrek að koma í eina aðgengilega ritröð lýsingu stóðhesta að nr. 1176 og lýsingu á hryssum að nr. 8071. Hvergi ann- ars staðar geta hestamenn og áhugamenn um hrossarækt geng- ið að öllum þessum upplýsingum. Ættbók og saga íslenska hests- ins á 20. öld er 360 blaðsíður að stærð. Útgefandi er Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri. Konuhjarta Út er komin bókin Konuhjarta, eftir Maya Angelou. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Kcnuhjarta er fjórða bindi hinnar hugnæmu sjálfsævi- sögu Mayu Angelou. Tilvera hennar hefur tíðast verið grimm og hún þurfti að beita öllum ráð- um til að verða ekki undir í bar- áttunni fyrir lífi sínu og sonar síns. Hún er óskólagengin og eignast son sinn 17 ára gömul. En hún yfirstígur alla erfiðleika og menntar sig sjálf í skóla lífsins." Þrjú fyrri bindi sjálfsævisögu Mayu Angelou eru: Ég veit af hverju fuglinn í búrinu f'mgur; Samankomnir í mínu nafni og Syngjum og dönsum dátt sem um jól. ♦pi.BARIUL PETIJRPM OGVAKDA Pétur Pan og Vanda Bókaútgáfan Skjaldborg hefur sent frá sér bókina Pétur Pan og Vanda. í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Hér er á ferðinni einstök bók. Allar síðurnar eru hreint listaverk og kalla á lesandann. Hann svífur með söguhetjunum gegnum himingeiminn í leit að ævintýrum. Pétur Pan og Vanda er með þekktustu ævintýrum sem um getur og hefur sjaldan verið jafnvinsælt og nú. Höfundur er J. M. Bari. Þýðingin er í höndum Vilborgar Dagbjartsdóttur rit- höfundar, en hún er þekkt fyrir að þýða barnaefni af alúð.“ Pétur Pan og Vanda er 96 blaðsíður að stærð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.