Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 15
Utangarðsmenn. Myndin var tekin við upptöku á áramótaskaupi Sjónvarpsins árið 1980.
leiðindaþref, en það rættist úr, og
við fengum ágætis aðsókn í fé-
lagsheimilinu um kvöldið. Þar
hittum við ástralskar farand-
verkakonur sem dönsuðu gógó-
dans uppi á sviði hjá okkur og
sögðust ekki hafa áður skemmt
sér eins vel á Islandi.
Um nóttina gistum við á heim-
ili drengjanna í góðu yfirlæti og
keyrðum svo til Akureyrar daginn
eftir. Þar héldum við tónleika á
mánudagskvöldið sem tókust of-
boðslega vel. Fengum pakkfullan
Sjalla, yfir fjögur hundruð manns.
Kvöldið eftir spiluðum við í Dyn-
heimum fyrir krakkana, og það
varð annað eins. Við sáum fram á
að svona ferðir gætu alveg borg-
að sig, ef maður eyðilegði ekki
rútu í hvert skipti.
Klósettpappír í eyrun
Umboðsmaðurinn okkar var
nettruglaður og meistari í að
koma okkur í klúður. Hann var
að norðan og vildi endilega að
við kæmum við heima hjá
honum. Við gistum allir á bænum
þar sem foreldrar hans bjuggu,
og svo var haldið ball. Það átti að
sýna að nú væri sonurinn kominn
úr útlegð, frægur umboðsmaður
merkilegrar hljómsveitar að
sunnan. En við gerðum enga
lukku. Ég man að snemma á
dansleiknum tók ég eftir því mér
til furðu að allt fólkið í salnum
var með mislitar pappírsræmur
dinglandi út úr eyrunum. Ég
skildi ekki ástæðuna fyrr en ég
fór á klósettið í einni pásunni.
Klósettrúllurnar voru bleikar,
hvítar og gular, og fólkið hafði
rifið af þeim til að troða upp í
eyrun á sér-. Það vildi hanga á
ballinu af kurteisi við umboðs-
manninn okkar, en flestir héldu
sig utan dyra, sögðust hafa miklu
meiri ánægju af músíkinni þar en
inni.
Á þessu balli var risavaxinn
símamaður sem rændi okkur
Mikka. Þetta var tröll. Við náð-
um honum rétt í mitti og gátum
voða lítið barist á móti þegar
hann tók okkur eftir ballið, setti
okkur upp í Landroverjeppa og
keyrði með okkur lengst upp á
heiði, bar okkur inn í skúrinn
sem hann bjó í þar og vildi
drekka með okkur. Við vorum
orðnir dauðskelkaðir og leist
ekkert á þetta. Hann vildi hella
ofan í okkur brennivíni’, og svo
var hann sýknt og heilagt að
strjúka okkur! Eftir nokkurt þras
tókst okkur að telja honum trú
um að við þyrftum báðir að pissa
og stungum af.
Þegar við vorum komnir vel í
hvarf frá kofanum gátum við
hlegið að þessu og grínast með
hvað hefði skeð ef hann hefði
nauðgað okkur - hann hefði
þrætt okkur upp eins og perlur á
band! Eftir klukkutíma gang
komum við loks til byggða og
fannst við hafa sloppið úr miklum
lífsháska.
Byrjunin á fjár-
hagslegu hruni
Við komum út úr þessum fyrsta
landsbyggðartúr með stórfelldu
tapi, sem var byrjunin á fjárhags-
legu hruni okkar allra. En við
fórum aftur út á land og spiluðum
eins og geðsjúklingar á hverjum
einasta stað sem við fengum að
spila á. Ofast fyrir hálftómu húsi.
Einu sinni þegar við vorum að
spila í Stykkishólmi kom lítill,
þrekinn strákur labbandi yfir
gólfið, tók hljóðmanninn okkar
sem stóð hjá tækjunum og gerði
sig lfklegan til að berja hann. Ég
bjóst við að til mín væri leikurinn
gerður, því ég hafði heyrt fyrr um
kvöldið að dyraverðirnir voru að
segja þessum strák að „berja hel-
vítið“. Og það hvarflaði ekki
annað að mér en að drengirnir í
bandinu fylgdu fast á eftir mér
þegar ég hoppaði niður af sviðinu
til að tala við manninn. En þegar
hann dró mig út á dansgólfið sá
ég út undan mér að ég var einn
míns liðs. Ég setti hendur fyrir
aftan bak og treysíi því að hann
berði mig ekki meðan ég hefði
þær þar, svo reyndi ég að tala
hann til en það var engu tauti
komandi við hann. Þá brá ég fæti
aftur fyrir hælinn á honum og
skallaði hann í andlitið um leið.
Hann flaug í loftköstum í gólfið.
En hann var jafnfljótur upp aftur
með blóðbogann standandi úr
nebbanum á sér, og ég kýldi hann
hvað eftir annað.
Þegar hann hætti að standa
upp komu dyraverðirnir og tóku
hann frá mér, ekki fyrr. Ég var
búinn að berja hann illa en ég
vissi að það dugði ekki til, hann
var manngerð sem þurfti að berja
með járni eða einhverju álíka ef
það átti að stoppa hann. Og ég
vissi að hann myndi nota fyrsta
tækifæri til að launa mér í sömu
mynt.
Eftir ballið vorum við djöfulli
snöggir. Ég fór út í rútu meðan
bandið spilaði síðasta lagið, svo
komu strákarnir æðandi um leið
og síðasti tónninn var sleginn og
við læstum vandlega að okkur.
Hann kom æðandi með útihurð-
ina á félagsheimilinu á herðununt
alveg óður, en komst ekki lengra
en að rútinni. Þar sparkaði hann
og ólmaðist þangað til hann gafst
upp og fór.
Svona þurfti ég að slást stund-
urn kvöld eftir kvöld allan tíma
Utangarðsmanna. Ég slóst við
nærri því hvern einasta slags-
málahund í öllum þorpum hring-
inn í kringum landið. Ég hafði
bæði stúderað box og æft karate,
en mér fannst ekkert varið í að
slást lengur. Ég sóttist ekki eftir
þessum slagsmálum, ég var bara
að verja mig og félaga mína og
var oft sár vegna þess að þeir
hjálpuðu mér aldrei, þó að það
væri verið að kássast upp á þá.
Einu sinni reyndi Danni Pollock
að hjálpa mér, það var í Skjól-
brekku. Miklu oftar hefði ég kos-
ið að fá aðstoð.
Seig neðar og neðar
í sukkið
Þessar barsmíðar hættu með
Utangarðsmönnum. Við hljótum
að hafa verið miklu meira ögr-
andi en seinni hljómsveitirnar
sem ég starfaði með. Aðeins
einu smni man ég eftir sjómanni
sem rifbeinsbraut Rúnar á Akur-
eyri þegar Egó var að spila þar og
ég þurfti að gríp inn í. Ég náði að
kippa peysunni upp yfir höfuðuð
á sjómanninum og loka hann inni
í henni, svo kýldi ég hann eins og
hann væri niðri í poka. Það var
ekkert annað að gera - maðurinn
bað um þetta.
Þann 1. ágúst 1980 giftum við
Inga Sólveig okkur, og völdum til
þess daginn þegar Vigdís Finn-
bogadóttir tók við embætti for-
seta íslands. Samband okkar
Ingu hafði gengið vel þessa mán-
uði frá því við hittumst aftur,
okkur fannst við miklu þroskaðri
en þegar við skildum á Horna-
firði mörgum árum áður og við
vorum afskaplega ástfangin.
ísbjarnarblús hafði tekið strax
við sér og gengið prýðilega um
sumarið. Nú vildum við gera aðra
plötu og Jóhann Páll bauð okkur
að vera áfram hjá sér. En ég vildi
fara til Steinars Berg af því að
hann hafði sterkara dreifingar-
kerfi. Jóhann Páll skildi það
alveg. Hann lét mig hafa það sem
eftir var af upplaginu á ísbjarn-
arblús án nokkurra skilyrða og
kvaddi mig með feitri ávísun.
Hann hefur alltaf verið uppi á
hillu hjá mér síðan sem nokkuð
sérstakur maður, en peningarnir
fóru í sukk og svínarí.
Við gerðum plötuna Geisla-
virkir. Vinsældir okkar jukust við
hana og fólk fór að tínast á tón-
leika hjá okkur úti á landi. Við
tókum Ártún á leigu margar
helgar og spiluðum; fengum tutt-
ugu, fimmtíu, hundrað, hundrað
og fimmtíu manns. Allan vetur-
inn spiluðum við, spiluðum og
spiluðum. Fleiri grúppur komu
upp og náðu athygli og það var
heljarmikið að ske í músíkinni.
Eftir tónleika og böll skemmtum
við okkur og skemmtum okkur.
Nótt og dagur urðu endalaus
partý, og ég seig neðar og neðar í
sukk. Manni fannst það tilheyra.“
(Millifyrirsagnir eru blaðsins.)
Til jólagjafa!
Erum að taka upp alls konar
vörur til jólagjafa
Svo sem prjónastokka,
saumakassa, skæri í
gjafakössum, ámálaðar
myndir, grófa púða og
barnamyndir, jóladúka,
bakkabönd og
margt margt fleira.
Kemban
margeftirspurða
er komin
Póstur og sími
Akureyri
Póststofurnar verða opnar
sem hér segir til jóla:
Frá 10.-21. des. frá kl. 9-18.
Laugardagana 15. og 22. des. verður opið frá kl. 10-
16.
Aðfangadag jóla frá kl. 9-12.
Síðasti skilafrestur á jólapósti er mánudaginn
17. des.
Stöðvarstjóri.
FRAMSÓKNARMENN
IIII AKUREYRI
OPIÐ HÚS
nk. laugardag, 15. desember
Opið hús í Hafnarstræti 90, nk. laugardag kl. 16.30-19.00.
Veitingar - Spjall.
Framsóknarfólk er hvatt til að líta inn um leið
og það fer í bæinn.
Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar.
Hafnarstræti 103,
sími 24364.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Afleysingastaða sérfræðings
við Bæklunardeild F.S.A. er laus til umsóknar frá
og með 01.03. 1991.
Ráðningartími er 6 mánuðir.
Upplýsingar gefur yfirlæknir Bæklunardeildar í síma
F.S.A. 96-22100 eða heimasíma 96-21595.
Umsóknir sendist framkvæmdastjóra F.S.A. fyrir 15.
janúar 1991.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Dalb
r
heimili aldraðra
Sjúkraliðar!
Óskum að ráða sjúkraliða til starfa í fasta stöðu og til
afleysinga frá og með 15. janúar.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 96-
61379.