Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 20
Starf sman nahópar
Verslunareigendur
Munið okkar vinsælu rétti og smurða brauðið
þegar þið haldið litlu-jólin.
Norðurland eystra:
Hreinn Pálsson
biðst undan 2. sæti
álistaAlþýðuflokks
Kjördæmisráði Alþýðu-
flokksins í Norðuríandskjör-
dæmi eystra hefur borist
bréf frá Hreini Pálssyni,
bæjarlögmanni á Akureyri,
en samkvæmt prófkjöri
hafnaði hann í öðru sæti á
.Ii$ta flokksins fyrir væntan-
legar þingkosningar.
„Já, það er rétt að bréf hef-
ur borist til kjördæmisráðsins
frá Hreini Pálssyni, hvers inni-
hald er að Hreinn biðst undan
að taka annað sæti á lista
Alþýðuflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra. Ekki
hefur verið fundað í ráðinu
vegna þessa enn og því ekkert
um málið að segja,“ sagði
Gunnar Salomonsson, for-
maður Kjördæmisráðs Al-
þýðuflokksins.
Ekki náðist til Hreins Páls-
sonar í gærkvöld áður en blað-
ið fór í prentun. ój
Bruninn í
Hafnarstræti:
Konan laus
úr gæslu-
varðhaldi
„Annríkið hefur verið
mikið. Mörg innbrot, rann-
sókn á sifjaspellsmáli og
íkveikjumáli fyrir utan atriði
sem ekki er hægt að greina
frá,“ sagði Daníel Snorra-
son, rannsóknarlögreglu-
maður á Akureyri.
Að sögn Daníels er lokið
rannsókn íkveikjumálsins úr
Hafnarstrætinu og gæsluvarð-
haldsfanginn er laus úr gæslu-
varðhaldi. Málið er komið til
ríkissaksóknara.
„Sifjaspellsmálið er einnig
komið til ríkissaksóknara.
Maðurinn, sem þar átti hlut að
máli, er laus úr gæsluvarð-
haldi,“ sagði Daníel Snorra-
son.. ój
Akureyri:
Maður féll úr jólatrénu
á Ráðhústorgi
klifraði niður og því fékk enginn
kassana tvo. Lögreglunni var til-
kynnt um atburðinn og mennirnir
voru fluttir til yfirheyrslu, hvar
þeir viðurkenndu verknaðinn,“
sagði Ingimar Skjóldal, varð-
stjóri. ój
Fóðurverksmiðjan
ístess hf.:
Framleiðsla á
loðdýrafóðri
hefst í dag
í dag hefst framleiðsla á loð-
dýrafóðri hjá Fóðurverk-
smiðjunni ístessi hf. á Akur-
eyri. Að sögn Einars Sveins
Olafssonar verksmiðjustjóra,
verða til að byrja með aðeins
framleidd 10-20 tonn og síðan
séð til með hvernig viðbrögð
við fóðrinu verða.
Um er að ræða þurrfóður, sem
síðan er blandað með vatni á
notkunarstað, jafnóðum og það
er gefið. Þannig geymist fóðrið
mun lengur en blautfóðrið og
flutningskostnaður er minni, þar
sem ekki þarf að flytja vatn með
í fóðrinu.
„Ef allt er tekið með í reikn-
inginn, er þetta fóður á mjög
sambærilegu verði og blautfóðrið
og yfir vetrartímann, þegar sam-
göngur er oft erfiðar, ér hagstæð-
ara að vera með þurrfóðrið,"
sagði Einar Sveinn.
Ekki er um neinar breytingar
að ræða á verksmiðjunni vegna
framleiðslunnar. „Verksmiðjan
var í upphafi jafnframt byggð til
framleiðslu loðdýrafóðurs og því
er ekki um neinar breytingar að
ræða fyrir þessa framleiðslu."
Einar Sveinn sagði að vinna
hjá ístessi hafi heldur dregist sam-
an að undanförnu. Fyrir viku var
fækkað um 4 starfsmenn í verk-
smiðjunni og vinna þar nú 14
starfsmenn á tveimur átta tíma
vöktum. -KK
Fjárlagafrumvarpið í umijöllun á Alþingi:
Flest bendir til að pneiting
ta HA verði samkvæmt frumvarpimi
- „viðhorf til Háskólans nokkuð að breytast“
Málmfríöur Sigurðardóttir,
þingmaður Kvennalistans í
Norðurlandskjördæmi eystra
og fulltrúi í fjárveitinganefnd
Alþingis, segir ekkert benda til
annars en Háskólinn á Akur-
eyri fái þá fjárveitingu sem
honum er ætlað samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu sem nú er
til meðferðar á Alþingi. Allt
verði gert til að auka við fjár-
veitinguna frekar en hitt.
Eins og fram hefur komið í
blaðinu hafa nú verið lagðar fram
tillögur að viðbótarnámi við
rekstrardeild skólans en hvort
hægt verður að fara af stað með
þessar nýju brautir ræðst nokkuð
af þeirri fjárveitingu sem skólinn
fær á næsta ári. Stefán Jónsson,
deildarstjóri rekstrardeildarinn-
ar, sagði að gangi þetta eftir sé
hann sæmilega bjartsýnn á að
hægt verði að hefjast handa við
þessar nýju brautir á hausti
komanda en nánar verði að fara
yfir málið þegar endanleg fjár-
veiting til skólans liggi fyrir, þæ-
þegar fjárlögin hafi hlotið fulln-
aðarafgreiðslur á Alþingi.
Málmfríður sagðist í samtali
við blaðið telja að viðhorf til
Háskólans á Akureyri sé nokkuð
að breytast. „Menn sjá að hér er
um alvöruskóla að ræða en ekki
einhverja „pjattstofnun“, eins og
virtist vera viðhorfið hér áður.
Menn sjá að þessi skóli er stað-
reynd, sagði Málmfríður. JÓH
„Menn fá ýmsar flugur í
höfuðið þegar Kakkus ræður
ríkjum og þannig var með
mennina tvo sem reyndu að
klifra upp jólatréð á Ráðhús-
torgi,“ sagði Ingimar Skjóldal,
lögregluvarðstjóri á Akureyri.
Aðfaranótt fimmtudagsins 13.
desember, þegar krám hafði ver-
ið lokað, safnaðist mannfjöldi
fyrir á Ráðhústorgi. Að sögn
Ingimars voru menn nokkuð við
skál og ærsl í mönnum. Á Ráð-
hústorgi er mikið og fallegt
jólatré, ljósum skrýtt, sem er gjöf
frá vinabæ Akureyrar í Dan-
mörku.
Lúsíuhátíðin var í gær 13. desember. Af því tilefni var þessi mynd tekin á
FSA, hvar stúikur gengu um ganga með logandi kerti og sungu sðngva.
Mynd: Golli
„Veðmál upphófust um að sá
er gæti klifrað upp tréð og skrúf-
að efstu peruna lausa fengi tvo
kassa af vodka. Ungur ofurhugi
hóf að læsa sig upp tréð og er
hann var kominn vel upp hóf
annar klifur, en sá var mikið ölv-
aður. Þá er sá mikið ölvaði hafði
klifrað upp nokkra metra fataðist
honum klifrið og hrapaði til
jarðar. í fallinu braut hann
nokkrar ljósaperur og greinar, en
hlaut ekki meiðsl af. Ljósin
slokknuðu og sá er í trénu var
rl. Ég hef lifað mér til gamans
Gylfi Gröndal
Kr. 2.780,-
2. Þá hló þingheimur
Árni Johnsen og Sigmund
Kr. 2.880,-
3. Bubbi
Silja Aðalsteinsdóttir og
Ásbjörn Morthens
Kr. 2.980,-/1.980,-
4. Seiður sléttunnar
Jean M. Auel
Kr. 3.480,-
5. Kristján
Garðar Sverrisson
Kr. 2.680,-
6. Neistar frá sömu sól
Svanhildur Konráðsdóttir
Kr. 2.680,-
7. Næturverðirnir
Alistair McaNeill
Kr. 1.788,-
8. Saga Akureyrar
Jón Hjaltason
Kr. 5.000,-
9. Matarlist
Benedikta G. Waage,
Dómhildur A. Sigfúsdóttir
Kr. 1.390,-
10. Það hálfa væri nóg
Guðrún Guðlaugsdóttir
Kr. 1.990,-
Barna- og unglingabækur
1. Tár, bros og takkaskór
Þorgrímur Þráinsson
Kr. 1.290,-
2. Emil, Skundi, Gústi
Guðmundur Ólafsson
Kr. 998,-
3. Ráðgátan í víkinni
Enid Blyton
Kr. 1.148,- 8
4. Afi gamli jólasveinn
Brian Pilkington
Kr. 878,- 9
5. Haltu mér, slepptu mér
Eðvarð Ingólfsson
Kr. 1.390,-
6. Anna í Grænuhlíð 3 10.
L.M. Montgomery
Kr. 1.190,-
7. í pokahorninu
Karl Helgason
Kr. 998,-
Bók er besta jólagjöfín
Leitin að demantinum eina
Heiður Baldursdóttir
Kr. 998,-
Solla Bolla og Támína
- Jólaskemmtunin
Elfa Gísla og Gunnar Karlsson
Kr. 878,-
Axlabönd og bláberjasaft
Sigrún Eldjárn
Kr. 980,-
TÖLVUTÆ5KI
BÓKVAL