Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 17
Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 17 bœkur Hausthefti Skírnis komið út Hausthefti Skírnis, Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 164. árg. er komið út. Ritstjórar eru Vilhjálmur Árnason og Ástráður Eysteinsson. Dauðinn er meginefni þessa Skírnisheftis. I fjórum ólíkum ritgerðum er fjallað um dauðann eins og hann birtist í bókmennt- urn, sögunni og samtímanum. Margrét Eggertsdóttir, fjallar um dauðann í ljóðum þeirra Hall- gríms Péturssonar, Francois Vill- on og Johns Dunn. Vilhjálmur Árnason veltir fyrir sér siðferði- legri þýðingu dauðans í mannlíf- inu og setur fram siðfræðilegar hugmyndir um aðhlynningu deyj- andi fólks. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir, fjallar um óttann við dauðann og um reynslu þeirra sem vinna með dauðvona sjúklingum. í ritgerð Matthíasar Viðars Sæmundsson- ar er dauðinn líka eitt meginstef- ið, ásamt þeim hryllingi sem atvik á borð við Tyrkjaránið og Spánverjavígin vekja. Kristin trú er viðfangsefni Por- steins Gylfasonar í ritgerð sent hann nefnir „Ljósið sem hvarf“. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson og Vilborg Dagbjarts- dóttir skrifa um systurnar Mál- fríði og Sigríði Einarsdætur frá Seiður sléttunnar Komin er út hjá Vöku-Helgafelli fjórða skáldsaga Jean Auel úr bókaflokknum um Börn jarðar. Þessi bók nefnist Seiður sléttunn- ar og í henni heldur áfram sagan um stúlkuna Aylu og flakkarann Jondalar. Ayla, aðalpersóna Jólaspilið! Jólaspilið er nýtt og sérstætt al- íslenskt fjölskylduspil hannað af Níls Gíslasyni hönnuði hjá fyrir- tækinu DNG á Akureyri. Spilið er mjög vandað í alla staði og er úr stáli. Undir leik- peðunum eru seglar þannig að peðin festast við leikflötinn. í spilinu er ferðast um slóðir Biblíunnar og gefa svörin reiti sem flytja peðin áfram. Á leikfletinum er litprentað kort af Palestínu, með reitum sem liggja frá Nasaret til Betle- hem og þaðan til „Egyptlands“. Frá Egyptalandi er haldið áfram meðfram ströndinni og aftur til Nasaret. Spilið er í senn bráðskemmti- legt og fróðlegt. Útgefandi er Hvítasunnu- kirkjan á Akureyri og rennur all- ur ágóði í nýja kirkjubyggingu sem söfnuðurinn er að byggja. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtaldri fasteign fer fram á eigninni sjálfri, á neðangreindum tíma: Norðurgata 57, Akureyri, með vélum, tækjum og búnaði, þingl. eigandi Sana h.f., miðvikud. 19. des., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Iðnþróunarsjóður, Iðnlánasjóður, Ingólfur Friðjónsson hdl., Bæjarsjóður Akureyrar, Lands- banki íslands og Hreinn Pálsson. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. sögunnar um Börn jarðar, er þekkt og elskuð af milljónum les- enda um allan heim. Bækur Jean Auel hafa alls stgðar orðið met- sölubækur og hér á landi hafa fyrstu þrjár bækur bókaflokksins selst í samtals 15.000 eintökum. Seiður sléttunnar er löng bók og efnismikil. íslenska útgáfan er 741 blaösíða. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina, en henni til aðstoðar var María Guðjónsdóttir. Munaðarnesi. Þessar skáldlegu endurminninar ásamt myndunum sem fylgja, varðveita skemmti- legt brot úr íslenskri menningar- sögu. Mikil gróska er í Skírnismál- um. Þeir Hjörleifur Guttorms- son, alþingismaður, og Sigmund- ur Guðbjarnason, háskóla- rektor halda áfram þeirri ntikil- vægu umræðu sem hafin var í síð- asta hefti um áhrif aðildar íslands að Evrópubandalaginu. í öðrunt Skírnismálum varpar Páll Skúla- son fram ögrandi spurningum til rithöfunda og Þórir Kr. Þórðar- son birtir hugvekju um stöðu mannvísinda á íslandi. I greinum um bækur fjallar Ástráður Eysteinsson um prósa- verk Gyrðis Elíassonar, Gunnar Skarphéðinsson um íslensk skólaljóð, Jón Karl Helgason um nýjar íslenskar smásögur og Sigurður A. Magnússon skrifar um bók Neils Postman, Að skemmta sér til ólífis. Styttri umsagnir um fjögur fræðirit er að finna í nýjum þætti sem ber heit- ið „Fregnir af bókurn". Skáld Skírnis er Ingibjörg Har- aldsdóttir og birtast þrjú ljóð eft- ir hana í heftinu. Mynd Jóhann- esar Briem, Valkyrjur, prýðir forsíðu Skírnis og fjallar Halldór Björn Runólfsson um hana. Afgreiðslu Skírnis annast Hið íslenska bókmenntafélag, Síðu- múla 21. Afgreiðslan er opin virka daga frá 13-17. Ásamt með Skírni 1990 haust- hefti birtist hér Bókmenntaskrá Skírnis í 22. sinn. Að vanda eru þar rakin skrif um íslenskar bók- menntir síðari alda sem birst hafa á árinu 1989. Skráin er þó ekki einskorðuð við fagurbókmenntir í þrengsta skilningi, heldur eru einnig rakin skrif um leiksýningar og kvikmyndir sem íslenskir höfundar standa að. Er þessi skrá hin viðamesta sem hingað til hef- ur birst. ''-s-f'-j < ' - i m I' i í afskekktinni eftir Guðmund Halldórs- son frá Bergsstöðum. Þessi nýja skáldsaga Guð- niundar Halldórssonar frá Bergsstöðum gerist á heið- arbýli í byrjun fyrra stríðs. Aðalpersónur sögunnar eru hjón sem strita hörðum höndum fyrir lífsbjörg sinni og barna sinna, en hrekkur þó ekki til. Ómegð vex og skuldir hlaðast upp. Hreppsnefnd- in er sem á nálum um að fá þau á sveitina með alla ómegðina. Talið er að svipaðir atburðir og lýst er í þessari nýju skáldsögu Guðmundar frá Bergsstöð- um hafi gerst vítt og breitt um landið í tíð þeirra sem nú eru á efstu árum. Verð aðeins kr. 2.250. Bókaútgáfan HILDUR HAGKAUP Akureyri Skautar Vorum að fá skauta í unglinga- og fullorðinsstærðum. NUERU ALUR SEM EINN I JOLASKAPI Full búð af flottum vörum Vorum að taka upp nýja sendingu af úlpum, skíða- göllum, húfum, íþróttagöllum o.fl. Einnig eigum við til skó, töskur, boli, lúffur, sokka, inniskó, stuttbuxur, sundfatnað, og margt fleira. Þú færð jólagjöfina hjá okkur. TISKUSYNING í versluninni, laugardag kl. 14.00 og 20.30. Allir velkomnir I ÞROTTAVORUVERSLUN Strandgötu 6 • Sími 27771.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.