Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 13
bœkur Föstudagur 14. desember 1990 - DAGUR - 13 íslandsbók Fjölva „ísland cr nafn kállast stór ljósmyndabók um ísland, sem Fjölvaútgáfan hefur gefið út. Höfundar eru hinn frægi þýski Ijósmyndari Erich Spiegelhalter og Sigurður A. Magnússon rit- höfundur. Á sama tíma eru gefn- ar út sérstakar útgáfur af bókinni á ensku, frönsku og þýsku. Spiegelhalter er einn kunnasti listræni Ijósmyndari Fýskalands. Fjölva-útgáfan fékk hann í sam- starf við Herder-útgáfuna í Frei- burg til að koma og ferðast um landið og er bókin og 80 litmynd- ir hans, flest heilsíðumyndir, árangur þess starfs. Sigurður A. Magnússon skrifar svo við hlið ljósmyndanna um sambúð þjóðarinnar við landið, út frá ýmsum sjónarhornum. Þannig yrkja þeir tveir rithöf- undurinn og ljósmyndarinn sann- kallaðan ástaróð um landið, enda heillaðist Spiegelhalter af landinu og hinum furðulegu leikjum lit- anna í ljósi og skugga, sem hér er öðruvísi, en hann hafði áður kynnst. Sigurður skiptir bókinni í 6 kafla, sem lýsa hver með sínu móti afstöðu fólksins til landsins, sambúð lands og lýðs. Þar er fjallað um þætti eins og gróður- farið, um örnefni, um ættjarðar- ástina, um þjóðtrú og þjóðsögur, um túlkun landsins og ástina til þess í ljóðum, í listaverkum og jafnvel nútíma skáldsögum. Hin enska útgáfa íslandsbók- arinnar kallast Iceland Isle of Light og er eftir þau sendiherra- hjónin Marshall Brement og Pamelu Sanders, þar sem þau rifja upp margvísleg kynni af þjóðinni og landinu. Franska útgáfan kallast L’Islande Désert de luniiére og er eftir Gérard Lemarquis, sem er búsettur hér og þýska útgáfan sem Herder sér um er eftir íslandsvininn Hug- Fleck. Hver þessarar bóka er 112 bls. í stóru broti og með 80 litljós- myndum Spiegelhalters, en með sjálfstæðum texta og ýtarlegum myndskýringum. Hermann Pálsson: Heimnr Hávamála Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út nýtt rit eftir dr. Her- mann Pálsson prófessor í Edin- borg. Heitir það Heimur Háva- mála og fjallar um hið víðkunna og snilldarlega fornkvæði í ljósi rita sem skáldið kunni að hafa numið á sínum tíma, en einnig er vísað til meistara er fært hafi sér Hávamál í nyt á síðari öldum. Útgefandi kynnir bókina svo á kápu: „Hávamál eru í hópi kvæða sem hver hugsandi íslendingur telur sér skylt að lesa af gaum- gæfni, ekki einungis í því skyni að kynnast Óðni „hinum háva,“ höfuðskáldi allra norrænna þjóða frá upphafi vega, heldur einnig til að fræðast um mannleg verðmæti og vandamál af vörum hins forna goðs. En með því að kvæðið er myrkt á köflum telja spekingar rétt að lesa það í ljósi þeirra rita sem skáldið kann að hafa numið á sínum tíma. Á hinn bóginn þykir fróðlegt að vita einhver skil á Hallgrími Péturssyni og öðrum meisturum sem færðu sér Hávamál í nyt. Heimur Hávamála er fjórða bindið í flokknum íslensk ritskýr- ing, en áður hafa birst þar: Upp- runi Njálu og hugmyndir (1984), Leyndarmál Laxdælu (1986) og Mannfræði Hrafnkels sögu frum- þættir (1988).“ Heimur Hávamála er 300 bls. að stærð. Höfundur helgar ritið Menntaskólanum á Akureyri. EINDAGI STAÐGREÐSLUFJÁR ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Eindagi staðgreiðslufjár er 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! Sumar á Sólheimum Bók eftir höfund sem ekki hefur áður kvatt sér hljóðs, Ágústu Ágústsdóttir, söng- konu og prestsfrú að Holti í Önundarfirði. í bókinni lýsir höfundur viðburðaríku sumri krakk- anna í dalnum, sem er á mörkum sveitar og þorps við vestfirskan fjörð. Hugnæm og sérlega skemmtileg bók fyrir alla aldurshópa. Bókina prýðir fjöldi teikn- inga eftir Sigrúnu Sætran. Verð aðeins kr. 1.780. Bókaútgáfan HILDUR Jólatilboð • Jólatlboð Luxus-ís Pepsi Skafís Appelsín Mjúkís 1 lítri kr. 354 Emmess 2 lítrar kr. 158 Sanitas 2 lítrar kr. 460 Emmess 2 lítrar kr. 158 Sanitas 2 lítrar kr 452 Kjörís Sanitas jólaöl Vh lítrar kr. 258 • 5 lítrar kr. 468 Hangi- Hangi- læri framp. Lamba- Bayonne hryggur skinka London lamb úrbeinað kr. 1.239 KEA úrbeinaður kr. 927 KEA léttreyktur kr. 648 KEA kr 1.120 KEA Framp. kr. 768 KEA . Kynnum Samtas jólaöl föstudag og laugardag frá kl. 15-19 Opið laugardag tilkl. 22.00 Sunnudag til kl. 20.00 i V/SA ATH'. Heimsendingar- þjonusta .eKKi tvara '//£.') hepP'11 ■ Opið alla daga til kl. 20.00, 1 líka sunnudaga KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGI 98

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.