Dagur - 14.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990
jólamatinn
Lambahamborgarhryggur ... kr. 648 kg
Bayonneskinka_ _ _ _ _ kr. 1. 120 kg
Svínakambur úrb..... _ kr. 1.176 kg
Hangilœri úrb... ......_ kr. 1.239 kg
Hangiframpartur úrb.... kr. 927 kg
Skafís 2 lítrar_________ __kr. 460
RC-Cola 1 '/2 lítri ......kr. 99
★
Opið laugardaginn 15. desember
frákl. 10.00-22.00
Kjörbúð KEA
Brehkugötu X
Sími 30375
Mjólkursamlag KEA
Ahureyn Simi 96-21400
Aðventukvöld í Möðru-
vaUaklausturskirkju
Aðventukvöld verður haldið í
Möðruvallaklausturskirkj u
þriðja sunnudag í aðventu, 16.
desember nk. og hefst kl. 21. Kór
kirkjunnar syngur nokkur
aðventu- og jólalög undir stjórn
Hjartar Steinbergssonar organ-
ista, lesin verður jólasaga, auk
þess sem ungmenni úr æskulýðs-
félaginu syngja nokkur lög og
flytja ljósahelgileik. Ræðumaður
kvöldsins verður Ragnheiður
Árnadóttir formaður sóknar-
nefndar Akureyrarkirkju. Eftir
athöfnina selur æskulýðsfélagið
eigin jólakort og friðarljós frá
Hjálparstofnun kirkjunnar til
styrktar ferðasjóði sínum. Verið
velkomin!!
Tónlistarskólinn á Akureyri:
Hinar ýmsu deildir með jólatónleika
Næstu daga verða fernir jólatón-
leikar á vegum Tónlistarskólans á
Akureyri. Fyrstu tónleikarnir
verða á morgun kl. 17 í Akureyr-
arkirkju. Fram koma fjórar blás-
arasveitir skólans.
Jólatónleikar gítardeildar
Tónlistarskólans verða í Lóni á
sunnudag, 16. desember, kl. 20.
Strengjadeildin verður með
sína jólatónleika í Akureyrar-
kirkju mánudaginn 17. desember
kl. 20 og jólatónleikar söngdeild-
ar verða miðvikudaginn 19. des-
ember kl. 20.30 í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og eru allir velkomnir.
Skákfélag Akureyrar:
Hausthraðskákmót
bama og unglinga
Skákfélag Akureyrar efnir til
hausthraðskákmójs fyrir börn og
unglinga laugardaginn 15. des-
ember kl. 13.30. Teflt verður í
tveimur flokkum, 12 ára og yngri
og 13-15 ára.
Skákfélagsblaðið er nýlega
komið út og er uppsetning á jóla-
skákþrautum dálítið óljós. Pær
eru á bls. 8 og ekki er alveg víst
að allir átti sig'á því að skákþraut
nr. 1 er stök, til vinstri við hinar
tvær. í skákþraut 1 skal máta í
öðrum leik en í hinum í þriðja
leik.
Á bls. 13 er birt stöðumynd úr
Glerárkirkja:
Bamasamkoma
og kvöldstund
Pann 16. desember nk., þriðja
sunnudag í aðventu, verður
barnasamkoma í Glerárkirkju og
hefst hún kl. 11.00.
Á sunnudagskvöld verður svo
kvöldstund við kertaljós í kirkj-
unni og hefst kl. 21.00.
skák Jóns Árna Jónssonar og
Jþns Björgvinssonar. Þar er
meinleg villa sem gerir glæsilega
fléttu Jóns Bjórgvinssonar
óskiljanlega. Það vantar nefni-
lega eitt svart peð á reitinn b3.
Tónlistarskóli
EyjaQarðar:
Jólatónleikar
Tónlistarskóli Eyjafjarðar stend-
ur fyrir jólatónleikum í Sam-
komuhúsinu á Grenivík laugar-
daginn 15. desember kl. 15.00 í
Laugarborg sunnudaginn 16. des-
ember kl. 14.00 og skólinn stend-
ur einnig fyrir tónleikum f Sval-
barðskirkju fimmtudaginn 20.
desember kl. 20.30.
Auk þessa verða nemendur
með tónlistarflutning á sérstök-
um tónleikum söngnemenda á
aðventukvöldum víðs vegar á
starfssvæði skólans, svo og á litlu
jólunum í sumum grunnskól-
anna. Vill skólinn á þennan hátt
leggja sitt af mörkum til að auka
hátíðleika aðventunnar.
bœkur
SARA HYI..TON
Vemdargripur Sets
Út er komin skáldsagan Verndar-
gripur Sets, eftir Söru Hylton.
I frétt frá útgefanda segir m.a.:
„í þessari nýju bók Söru Hyltons
er spenna frá fyrstu til síðustu
blaðsíðu. Catheryn St. Claer,
dóttir fornleifafræðings, er tvær
persónur. Að deginum er hún
ensk og elst upp á sveitasetri í
Englandi. En á næturnar lifir hún
í endurteknum draumum lífs og
dauða fornrar egypskrar prins-
essu. Við fornleifauppgröft í
Egyptalandi kemur í ljós að
Catheryn hefur í draumum sín-
um lifað atburði sem gerðust fyrir
þúsundum ára...“
Verndargripur Sets er 244
blaðsíður að stærð. Útgefandi er
Bókaútgáfan Hildur.
Villikettir
í Búdapest
Vaka-Helgafell hefur gefið út
nýja skáldsögu eftir Einar Heim-
isson. Sagan heitir Villikettir í
Búdapest og segir frá tveim ung-
um manneskjum frá ólíkum stöð-