Dagur - 14.12.1990, Side 6

Dagur - 14.12.1990, Side 6
6 B - DAGUR - Föstudagur 14. desember 1990 Óskurn viðskiptvinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Pökkum viðskiptin. Eúmívmsimf. Réttarhvammsvegi 1 Sími 26776, Akureyri. Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu Jóla- og nýárskveðjur huh§P<vbR Sími 96-23626, Glerárgötu 32, Akureyri. Óskum Ólafsfirðingum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári ^ Bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á liðnu ári. f . s\MíjF VATRYGGINGAFELAG WM ÍSIANDS HF Svæðisskrifstofa Glerárgötu 24 600 Akureyri, símar 23812 og 24242. Gleðileg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin. Bestu jóla- og nýársóskir sendum við öllum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum. Þökkum viðskiptin. HAGKAUP Akureyri Bakað íyrirjólin Desember er smákökumánuður. Á ílestum helmilum þykja jólin heldur þunnxu: þrettándi ef kökudunkarnir á búrhillunuin eru eldd yfirfullir af gómsætum smákök- um. Fyrir þá bakara sem eru í vandræðum með smá- kökuuppslcriftir fyrir jólin gefum við hér með nokkur sýnishorn af uppáhaldskökum nokkurra valinkunnra smákökubakara. Sænskar liaírakökur úr smiðju Guðbjargar Guðbjörg Ringsted, húsmóðir, myndlistarmaður og bæjarstjóra- frú á Dalvík var ekki lengi að hugsa sig um þegar Dagur bað hana að gefa uppskrift að uppá- haldssmákökutegundinni. „Þess- ar kökur, sem kallaðar eru „sænskar hafrakökur", eru fastur liður á jólaborðinu hér á bæ. t>að eru allir hér sólgnir í þær,“ sagði Guðbjörg. „Ég fékk þessa upp- skrift hjá tengdamóður ntinni og hún fékk hana hjá systur sinni. Sennilega er þetta sænsk ævaforn uppskrift,“ bætti hún við. En lítum á hráefnið í upp- skriftina að „sænskum hafrakök- um": 100 g smjörlíki 100 g haframjöl 1 egg 150 g sykur 1 msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft súkkulaði Smjörlíkið brætt og bráðinni hellt yfir haframjölið. Látið bíða unt stund. Egg og sykur þeytt vel og öllu blandað saman. Sett á bökunarpappír á plötu með teskeið (ekki of stórar „klessur"). Bakað við 200 gráðu hita. Þegar kökurnar eru tilbúnar er súkkulaðið brætt og penslað ofan á kökurnar. Síðan eru tvær kökur settar saman, sem mynda eins- konar samloku með súkkulaði á milli. Súkkulaðismákökur frá Halldóru Halldóra Bjarnadóttir, starfs- maður Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis, sagði, þegar Dagur falaðist eftir smáköku- uppskrift hjá henni, að á hennar heimili væri ekki mikið um smá- kökubakstur, en þess í stað lögð meiri áhersla á heimatilbúna konfektið. Hins vegar sagðist hún ekki alveg hafa lagt smá- kökurnar á hilluna og varð góð- fúslega við þeirri bón að gefa les- endum Dags sýnishorn af smá- kökuuppskrift. Súkkulaðismákökur 600 g hveiti 300 g sykur 250 g púðursykur 300 g smjörlíki 150 g súkkulaði 50-100 g möndlu- eða hnetuspœn- ir 1 tsk. natron 1 tsk. sah 1 tsk. vanillusykur 3 egg Guðbjörg Ringsted. Halldóra Bjarnadóttir. Og svo erþað jólakonfektið Konfekt og jól er einn órjúfanlegur kokteill og á mörg- um heimilum þykir konfektgerð nauðsynlegirr þáttur í jólaundirbúningnum. Hægt er að fara margar leiðir í konfektgerðinni og það er einmitt Qölbreytnin sem ger- ir hana svo skemmtilega. Fyrir þá sem eru að bijóta heilann uin hvemig eigi að bera sig að við að búa til konfekt íyrir jólin birtum við nokkrar góðar uppslcriftir. Allar eiga þær það sammerkt að vera fremur auðveldar viðfangs — en umfram allt góðar. óþh Hnetukúlur (30-35 stk.) 200 g marsipan 50 g hnetur Skreyting: 100 g hjúpsúkkulaði 30-35 g hnetukjarnar Brytjið 50 g af hnetum og blandið þeim saman við marsipan- ið. Mótið í litlar kúlur. Bræðið súkkulaðið og dýfið kúlunum ofan í. Setjið eitt stk. hnetu- kjarna í hverja kúlu. Snöggkælið til þess að súkkulaðið harðni fljótt. Möndlukonfekt (ca. 25 stk.) 200 g marsipan ca. 25 g möndlur 50-75 g hjúpsúkkulaði Mótið marsipanið í litlar kúlur. Hreinsið möndlurnar og setjið eina möndlu í hverja kúlu. Bræð- ið súkkulaðið og dýfið marsipan- kúlunum ofan í súkkulaðibráð- ina. Geymist á köldum stað. Valhnetudraumur 02-15 stk.) 100 g marsipan 2 msk. sherrý 2-3 msk. flórsykur 75-100 g hjúpsúkkulaði 12-15 valhnetur Veltið marsipaninu upp úr sherrýinu og flórsykrinum. Mótið marsipanið í litlar kúlur. Bræðið hjúpsúkkulaðið og dýfið marsipankúlunum ofan í. Setjið að lokum valhnetu ofan á hverja kúlu. Mozart-kúlur (25-30 stk.) 300 g marsipan 1- 2 msk. Grand Marnier 2- 3 msk. flórsykur 150 g lint núgat 100 g hjúpsúkkulaði Blandið Grand Marnier/flór- sykurblöndu saman við marsipan- ið. Mótið marsipanið í lengjur og skerið það í ca. 5 sm sneiðar í þvermál. Hlutið núgatið niður í litla bita og mótið kúlur. Leggið eitt stk. kúlu á hverja marsipan- sneið og vefjið sneiðunum um núgatkúlurnar. Bræðið súkkulað- ið og dýfið „marsipansamlokun- um“ í súkkulaðibráðina. Rjómatoppar (22-25 stk.) 1 dl rjómi 150 g suðusúkkulaði 2 msk. kakó 2 msk. flórsykur 2 tsk. skyndikaffi (Nes-kaffi) börkur af einni appelsínu e.t.v. 1 msk. appelsínusafi Hitið rjómann og látið krauma í stutta stund. Brytjið súkkulaðið og bætið bitunum, flórsykrinum og Nes-kaffinu út í. Hrærið í

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.