Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 2
2 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Skyggnst í sögu jólasiða: • •• mmnfia Tímamir breytast og mennimir með. Pegar kemur að jólurn og jólasiðum emm við þó öll fastheldin á siðina og viljum sem mest halda í þá jólasiði sem við emm alin upp við. Þannig hafa margir þessara jólasiða lifað mann fram af manni. En um uppmna þeirra kunnum við fátt að segja. Ámi Bjömsson, þjóðháttafræðingur, hefur skrifað tvær bækur um jólahald á íslandi og þar er að flnna ýmsar upplýsingar um jólasiði fýrr á tímum og nú til dags. Hér á eftir hyggjum við að uppmna margra þessara siða. Laufabrauðið og mjölskorturinn Laufabrauðsgerð er siður sem æ vinsælli verður hér á landi. Laufa- brauð mun upphaflega hafa orðið til vegna skorts á mjöli. Til að all- ir gætu fengið ögn af brauði voru kökurnar hafðar næfurþunnar og til þess að þær yrðu girnilegri og hátíðlegri var skorið ýmiss konar munstur í þær. Um laufabrauð er fyrst getið á 18. öld og virðist það vera óþekkt annars staðar en á íslandi. Árni Björnsson segir í bókum sínum að víða í Evrópu séu til skrautleg jólabrauð en öll séu þau matarmeiri en íslenska laufabrauðið. Þessi siður var á 19. öld, og langt fram eftir þess- ari, nær eingöngu bundinn við Norðausturland en á síðustu ára- tugum hefur hann breiðst út um landið og ekki hefur mjölskortur ráðið því heldur hafa margir tek- ið þennan sið upp að gamni sínu. Jólagrauturinn á líka sinn fasta sess í jólasiðum margra heimila. Áður fyrr gat til dæmis verið um að ræða bankabyggsgraut með sírópsmjólk út á eða hnausþykk- an grjónagraut með rúsínum. Og þá var hið torfengna mjöl sparað til jólanna. Einn siður jólagrautnum tengd- ur hefur verið tekinn upp á síðari áratugum og það er mandlan sem Afhveijuer laufabrauðiö svo næfurþunnt? margir setja út í grautinn og hreppir sá verðlaunin sem fær möndluna á sinn disk. Verðlaun- in fyrir möndluna voru líkt og aukajólagjöf. Þessi siður mun hingað kominn frá Danmörku en er þó af frönskum uppruna og þekktist þar þegar á miðöldum en átti við 5. janúar, daginn fyrir þrettánda. Þá var baun eða smámynt komið í stóra köku sem kallaðist kóngskaka og sá sem lenti á bauninni varð baunakóngur og réð öllu samkvæminu þetta kvöld. Jólum fagnað með tertum og kökum Óhætt er að segja að matarvenj- urnar á jólum hafi tekið miklum stakkaskiptum með breyttu mataræði. í bæjunum var drukk- ið öl á jólum en ekki er vitað hvað var drukkið ef öl var ekki að hafa. Talið er að það hafi þá helst verið mjólk, mysa eða grasaseyði sem bragðbætt var með sírópi. Kaffi og te fór ekki að sjást hér á landi fyrr en um miðja 18. öld og var lengi vel ekki notað nema til hátíðabrigða eins og á jólum. Brennivínsstaup fengu margir karlmenn sér en fæstir áttu mikið magn af brenni- víni til að veita. f bókum Árna Björnssonar er nánar vikið að jólamatnum en hann segir: „Kringum síðustu aldamót og þó enn frekar upp úr 1920 varð talsverð breyting á mataræði fólks, einkum í sveitum. Þetta átti ekki síður við um jólamatinn en daglegt fæði. Þá höfðu menn yfirleitt eignast eldavélar með Hvaða kökur voru áður kallaðar Mývetningar? bakaraofni og nóg fluttist inn af hveiti, sykri, lyftidufti, dropum og öðru, sem þurfa þótti til að REYMSHUSID Furuvöllum 1 SÍR hf. sími 96-27788 SIEMENS heimilistæki STRAUMRÁS SF. sími 26988 Þjónusta með loft- og háþrýstivörur HAFTÆKNI HF. sími 96-27222 Þjónusta við siglinga- og fiskileitartæki -trésmiðjan sími 24000 Verktakar í byggingariðnaði Við í Reynishúsinu þökkum viðskiptin Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár baka kökur og tertur. Nú varð það metnaðarmál að geta boðið sem fjölbreytilegastar kökuteg- undir og myndarlegastar tertur. Mest var vandað til þessarar framleiðslu fyrir jólin, enda ent- ist jólabaksturinn stundum fram á sumar, þótt þá gæti vissulega verið orðin þörf á að viðra kök- urnar. Veislan, sem hlakkað var til á aðfangadagskvöld, fólst þá ekki í gómsætu kjöti með viðeig- andi sósum og öðru meðlæti ásamt eftirrétti, heldur í súkku- laði með þeyttum rjóma, rjóma- tertum og fjölda annarra tertu- og kökutegunda.“ Hvemig hljóðaði fyrsta jóia- gjafaaugiýsingin? Jólabaksturinn „Það var auðvitað misjafnt eftir heimilum, hvaða kökur voru helst bakaðar. Hver manneskja hafði sinn stíl. Þær konur, sem gengið höfðu á húsmæðraskóla, hafa væntanlega mótast nokkuð af kennurum sínum. Ekki er kunnugt um nema eina sætabrauðstegund sem beinlínis er kennd við jólin, þ.e. jólakaka, en er reyndar löngu hætt að vera bundin við þau. Orðið jólakaka hlýtur að vera ævafornt, því það hefur komist sem tökuorð inn í bæði finnsku og eistnesku meðan Norðurlönd voru ennþá heiðin og heitir það joulu-kaku eða joulu-kak. Orðið Yule-cake er líka til í gamalli ensku. Sú jóla- kaka hefur sjálfsagt verið ærið frábrugðin þeirri sem við þekkj- um en orðið virðist sýna að bak- að hafi verið til jólanna í heiðn- um sið. Á hinn bóginn voru og eru nokkrar kökutegundir sem sjald- an er haft fyrir að baka nema um jólin eða ef einhverjir stóratburð- ir voru á döfinni á heimilinu. Af þeim má nefna gyðingakökur, hálfmána, piparkökur, síróps- kökur, vanilluhringi, ostasteng- ur, loftkökur, sem sumir kalla Mývetninga, og umslög með málsháttum í. Af tertum má nefna hnoðaða tertu í mörgum lögum, sem ýmist var kölluð Vín- arterta eða Randalín, brúntertu, súkkulaðitertu, rúllutertu og svo rjómatertur með mismunandi botnum, fyllingum og skreyting- um. Þessar venjur fóru aftur að breytast eftir 1950 í þá veru, að maturinn sjálfur tók á ný að skipa hærri sess á aðfangadagskvöld, en súkkulaði, kökur og tertur urðu fremur aukaglaðningur þá og endranær um jólin. Sums stað- ar var það t.d. venja að færa börnum súkkulaði og kökur í rúmið á jóladagsmorgun,“ segir Árni Björnsson í bók sinni. Jólagjafaflóðið byrjar fyrir alvöru „Af því jól og nýár fara nú í hönd, viljum vér vekja athygli foreldra og annarra, sem ætla að gefa börnum og unglingum jóla- eða nýárs gjafir, að ekkert er bet- ur lagað til þessa en hið íslenska Nýa Testamennti, sem hið Eng- elska og útlenda Biflíufélag hefir gefið út.“ Þannig hljóðar elsta jólagjafa- auglýsingin sem fundist hefur en hún birtist í blaðinu Þjóðólfi árið 1866. Eftir miðja 19. öld fer nokkuð að bera á jólagjöfum hér á landi en þá var orðið meira um sölubúðir en áður þar sem komið var á fullt verslunarfrelsi hér á landi. Þegar nær dró síðustu aldamótum fór jólagjafaglysið vaxandi, æ fleiri vörur voru aug- lýstar til jólagjafa, jafnvel myndir af látnum stórmennum. Með talsverðum rökum er hægt að segja að jólagjafir nútím- ans séu óhóflegar. En þetta er ekki fyrirbæri sem við lýði hefur verið um fárra ára skeið, því svona hefur þetta verið allt frá því um 1940. Og hver er ástæðan fyrir breytingunni þá? Jú, hana má setja í beint samband við það að á stríðsárunum tókst verka- lýðshreyfingunni í landinu að knýja fram áður óþekktar kjara- bætur. Eitt af fyrstu viðbrögðum verkafólksins, þegar lífskjörin bötnuðu var að sjá til þess, að börn þeirra skyldu fá jólagjafir ekki síður en börn hinna sem bet- ur máttu sín. Nú gerði sveinki mnn Jóni og séra Jóni Og meira um gjafir. Sífellt fleiri láta sér ekki nægja að gefa börn- um sínum jólagjafir heldur verð- ur það æ algengara að börn setji skó sinn út í glugga á hverju kvöldi nokkru fyrir jól í þeirri von að jólasveinn hafi látið eitt- hvert góðgæti eða annað smáræði í hann næsta morgun. Árni Björnsson segir að þessi venja hafi borist hingað til lands á þriðja áratug aldarinnar, líklega frá Þýskalandi. Hennar sé fyrst getið opinberlega í jólasveina- kvæði árið 1989. „Siðurinn breiddist svo út eins og eldur í sinu eftir 1950 og varð miklu hamslausari en úti í Evr- ópu. Þar er yfirleitt látið nægja að gera þetta á hverju laugar- dagskvöldi í jólaföstu og aldrei kemur annað en lítilræði í skóinn. Hér byrjuðu sumir á þessu strax 1. desember og stund- um komu heilar fjárfúlgur í skó- inn sem börnin stærðu sig af í skólanum daginn eftir. Þótti þá sumum sem jólasveinarnir gerðu heldur en ekki mun á Jóni og séra Jóni. Nú virðist þetta ætla að fær- ast í það eðlilega horf að byrja daginn sem fyrsti jólasveinninn kemur ofan af fjöllunum, hvort heldur það er 13 eða 9 dögum fyrir jól. Og þeir munu vilja gera öllum nokkurn veginn jafnhátt undir höfði.“ JÓH Forsíðu- myndln Forsíðumynd Jólablaðsins að þessu sinni, „Jól í Ólafs- fjarðarhöfn" er gerð sér- staklega fyrir Dag af Kristni G. Jóhannssyni, listmálara. Myndin er unnin með olíu- krít á pappír. Kann blaðið Kristni bestu þakkir fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.