Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 16
Tf 8 - RUÐAQ - oeer tedmeaab .er 'íUBBbL'jjivóiM 16 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 GleðUeg jól farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Eftirminnileg jólaferð: Legid úti í grenjandi stórhríð \ið rætur Unadalsjökuls Alafoss, Gleráreyrum, sími 21900 Bókend sf., bókhalds- og endurskoöun, Tryggvabraut 1, sími 21838 Brauðgerð Kristjáns Jónssonar Hrísalundi 3, símí 25900 H.S. vörumiðar, Hamarstíg 25, sími 24161 Húsgagnaverslunin Vörubær Tryggvabraut 24, sími 21410 Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600 Skíðaþjónustan, Fjölnisgötu 4b, sími 21713 Alprent Glerárgötu 24, sími 22844 Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins Gíslasonar Fjölnisgötu 2a, sími 22499 Bifreiðaverkstæðið Bláfell sf. Daupnisgötu 7a, sími 21090 Bifreiðaverkstæðið Skálafell sf. Draupnisgötu 4f, Akureyri, sími 22255 Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96 og Sunnuhlíð 12 símar 24250 og 26250 Blikkvirki Kaldbaksgötu 2, sími 24017 Bólstrun Björns Sveinssonar Geislagötu 1, sími 25322 Hér birtist írásögn Nývarðs Jónssonar frá Garði í Ólafs- íirði, af sögulegri ferð þriggja xrngra manna rétt fyrir jól- in fyrir 54 árum. Þetta er í fyrsta sinn sem greint er frá þessum atburðum á prenti, en atbtrrðir þeir sem rætt er um hafa lifað í munnleguin frásögnum fóllts í Ólafs- firði og víðar. „t>að var fyrir jólin, veturinn 1936, að við Jón Sigurðsson frá Vermundarstöðum ákváðum að fara til Ólafsfjarðar í jólafríinu og verða samferða. Jón var þá í Hólaskóla, en ég var vetrarmað- ur á Nautabúi í Hjaltadal. Þar sem skólanum var sagt svo seint upp fyrir jólin náðum við ekki í bátinn sem gekk á milli Sauðárkróks og Akureyrar, með viðkomu á öllum stöðum þar á milli, og var því í daglegu tali nefndur póstbátur eða mjólkur- bátur. Það var svo síðla dags að við lögðum af stað frá Nautabúi í Hjaltadal. Þá var stjörnubjart, léttskýjað og hið ágætasta veður en kalt. Ferðinni var heitið út í Hofsós, þar sem við ætluðum að gista hjá þeim hjónum Sigmundi Sigmundssyni og Rósu Guð- mundsdóttur. Þar var að vísu ekki mikið húsrými, en hjarta- hlýjan og móttökurnar þeim mun meiri. Þar var alltaf nóg pláss fyr- ir alla. Börn hjónanna voru mörg, og því alltaf fullt af ungu og skemmtilegu fólki sem seiddi að. Við ákváðum að fara snemma af stað morguninn eftir, og fara Unadaisjökul. Þá myndum við kannske komast heim til Ólafs- fjarðar á einum degi, því þótt stuttur væri orðinn dagurinn svona rétt fyrir jólin, þá töldum við að við myndum rata þegar komið væri yfir jökulinn. Útlitið var ekki gott Morgunin eftir, þegar komið var á fætur í myrkri, var útlitið ekki gott, svartur kólgubakki til hafs- ins sem hangdi niður á fjöll út með ströndinni, og við vissum vel hvað þýddi. En heim ætluðum við, annað kom ekki til mála. Við vorum á besta aldri, 24 og 25 ára, vanir fjallaferðum og vondu veðri, og töldum okkur því færa í flest. Það var ákveðið um morgun- inn að sonur hjónanna Rósu og Sigmundar, Vernharð, 15 ára gamall, færi með okkur til Ólafs- fjarðar, og yrði þar um jólin, þar sem hann átti búsetta systur í Ólafsfirði. Veðrið var sæmilega bjart er við lögðum af stað, en er við komum fram í Unadalinn fór að slíta úr honum bleytuhríð sem ágerðist strax í birtingu, og þá með vaxandi snjókomu af norð- austri. En öruggir héldum við áfram. Er við komum á fremsta bæinn áður en við lögðum á afréttina og upp á jökulinn, kom- um við í hlað á Bjarnastaðagerði og fengum þar mjólkurblöndu að drekka, en áður en við lögðum af stað frá Hofsósi hafði Rósa hús- freyja látið kjöt og brauð í vasa okkar, sem vissulega kom sér vel næstu nótt þótt beinfrosið væri þá orðið. Nú var haldið áfram, en alltaf versnaði veðrið, og var kom- in blindstórhríð er við komum fremst í afréttina, með miklu frosti. Okkur kom aldrei til hugar að snúa við og þóttumst öruggir að rata, þar sem við vissum að veðrið var norðaustan. Svona gengum við, að okkur fannst, klukkutíma eftir klukkutíma, og urðum við að bera skíðin, því ógangandi var á þeim upp brekk- urnar, sem við urðum ýmist að skríða eða kafa snjóinn, sem var mjög djúpur. Stórhríðin var eins og veggur Þeir, sem aldrei hafa kynnst stór- hríð nema í byggð, geta ekki ímyndað sér hvað háfjallastór- hríðin getur orðið dimm. Það sést hreinlega ekki neitt, dimm- viðrið er eins og veggur sem læsir sig um mann, þegar náttmyrkrið bætist svo við í mesta skammdeg- inu. Það varð því að samkomu- lagi hjá okkur að við græfum okkur í fönn, þar sem við vissum ekki með fullri vissu hvar við vor- um staddir, en til þess höfðum við aðeins skíðin, til að bora okk- ur inn í brekkubrún. Við settum bakpoka Vernharðs í opið svo ekki yrði eins kalt. Þegar við vor- um búnir að vera þarna dálítinn tíma fór að leka niður úr þakinu og við blotnuðum allir, eins seig þakið niður á okkur. Varð því bæði þröngt og loftlaust þarna inni. Við Jón Sigurðsson fórum því til skiptis út um miðja nótt- ina, og sá okkar sem inni var kastaði snjó fram að opinu til að auka plássið. Hinn sem úti var reif frá, svo við lokuðumst ekki inni. Eitt sinn, er Jón kom inn, sagði hann að sér hefði orðið andskoti kalt á fótunum. Ekki var veran þarna neitt sældarlíf, því við skulfum alla nóttina, þótt við værum að syngja og hafa gaman- yrði um hönd, til að hressa okkur og ekki síður til að halda okkur vakandi, því ég held að hvorugur okkar hafi treyst hinum til að vaka einum. Voðinn var vís ef við hefðum allir sofnað þarna inni. Okkur fannst Vernharð sofna öðru hvoru, en það var myrkur og hann skalf eins og við. Nú kom sér vel brauðið og kjötið sem Rósa stakk í vasa okkar þeg- ar lagt var af stað frá Hofsósi, þótt það væri orðið frosið og hart undir tönn. Ekki breytti það

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.