Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 9
Guðný Sverrisdóttir. Stefán Gunnlaugsson. um öðrum. Þegar við erum búin að borða og opna jólapakkana, förum við fjölskyldan suður að Lómatjörn en þar koma pabbi og hans afkomendur jafnan saman á aðfangadagskvöld. Seinna um kvöldið sækjum við tengdafor- eldra rnína heim og eftir það för- um til kirkju og hlýðum á aftan- söng. Jóladagur og annar í jólum fer síðan í það að borða góðan mat, lesa góðar bækur, narta í konfckt og heimsækja vini og ættinga. Ég geri nú ekki mikið af því að lesa bækur en reyni þó að komast yfir 2-3 bækur yfir jólin. Annað lestr- arefni tengist yfirleitt vinnunni og á öðrum tíma árs er yfirleitt eitthvað um sveitarstjórnarmál á náttborðinu hjá mér. Á annan í jólum er jafnan haldinn dansleik- ur hér og ég læt mig ekki vanta þar frekar en venjulega. Ég verð nú sjálfsagt eitthvað með hugann við vinnuna yfir jólin, því á þessum árstíma kepp- ast flestir þeir við sem hafa með ávísanahefti að gera, að ná end- um saman.“ Stefán Gtumlaugsson veitingamaður á Bautanum: „Maður kemst jafnan í jóla- stemmninguna við að skreyta jólatréð á Þorláksmessukvöld með fjölskyldunni og hlusta á jóiakveðjur í útvarpinu. En þó að mörgum finnist leiðinlegt að hlusta á jólakveðjurnar, hef ég mjög gaman af því og ég tala nú ekki um þær færeysku, sem eru lesnar á annan í jólum. Aðfangadagur og jóladagur eru ósköp hefðbundnir hjá okkur en við leggjum mikla áherslu á að fjölskyldan geti verið öll saman yfir jólin. Við borðum alltaf rjúp- ur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Við gerum lítið af því að fara í heimsóknir á þessunt dögum en á annan í jólum er afrnæli sonar míns og þá er oft gestkvæmt hjá okkur. Að öðru leyti reyni ég að grípa í góða bók og lesa svolítið og eins og margir aðrir, er ég nokkuð duglegur við að borða yfir hátíðarnar og stundum ein- um of.“ Porsteinn Porvaldsson sparisjóðsstjóri í ÓlafsRrði: „Mér hefur fundist að allur jóla- undirbúningur sé að færast fram í ntánuðinn og fólk farið að t.d. að skreyta jólatréð fyrr en áður. Aðfangadagur er nokkuð hefð- bundinn hjá mér og minni fjöl- skyldu. Við erum saman heima fram á kvöld en eftir mat og þegar börnin hafa tekið upp jóla- pakkana, förum við í heimsókn til foreldra minna, þar sem öll fjölskyldan hittist jafnan á þess- um degi. Á jóladag er venjulega kaffi- samsæti í fjölskyldunni en aftur er rólegra á annan í jólurn. Á milli jóla og nýárs þarf maður aðeins að snúa sér að vinnunni aftur en á gamlársdag förum við og hittum fjölskyldu konunnar. Ég kann nú alltaf best við mig í faðmi fjölskyldunnar á jólunum og við reynum þá að gera eitthvað saman, eins og að spila á spil og fara í leiki.“ Auður Biríksdótiir húsfre\ja á Hleiðargarði II Saurbæjarhreppi: „Á Þorláksmessu sjá stelpurnar mínar um að skreyta jólatréð en ég verka rjúpurnar og sýð hangi- kjöt. Á aðfangadag fáum við okkur léttan hádegismat og síðan fer ég í að brúna rjúpurnar og ganga þannig frá þeim að aðeins eigi eftir að gera sósuna um kvöldið. Þá skiptum við ævinlega á rúmunum á aðfangadag. Þó er þessi dagur alltaf mjög rólegur hjá okkur og við reynum að haga hlutunum þannig, að það sé eins lítið að gera og hægt er. Við Jóhann förum snemma í fjós og reynunt yfirleitt að vera komin inn fyrir kl. 18. Á meðan leggja stelpurnar á borð og gera allt klárt, þannig að þegar við Jóhann erum búin í baði, getum við farið að borða. Ég er alltaf með rjúpur á borð- um á aðfangadag og einnig svolít- ið hangikjöt, ef einhverjir vilja það heldur. í eftirmat hef ég svo heimatilbúin jarðarber sem geymd hafa verið í frystikistunni frá því í sumar. Þegar búið er að borða og ganga frá eftir matinn, er kíkt í jólapakkana og það koma yfirleitt alltaf bækur upp úr jólapökkunum hér. Síðan sitjum við hér og slöppum af og kíkjum í bækur og það má segja að þetta sé friðsælasta kvöld ársins hjá okkur. Á jóladag er ég svo með hangi- kjöt og rjúpur í tartalettum og heimatilbúinn ís á eftir. Það hef- ur verið venjan að við systkinin hittumst annaðhvort á jóladag eða á annan í jólurn og skiptumst þá á að bjóða heim. Annar jóladagur hefur nú yfirleitt verið ofan á og þá koma allar fjölskyldurnar saman. í fjölskylduboðinu er alltaf boðið upp á það sama, hvar sem það fer fram en það er hangikjöt og ís. Við Jóhann förum til messu og það er nú ekki alltaf sem okkur tekst að hafa stelpurnar með en kemur þó fyrir. Jóhann er í kórnum og ég reyni alltaf að komast með honum." oeer isrimeasb .er JURGbu^ivöiM - RUOAQ -08 Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 9 Sendum öllum viðskiptavinum bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á árinu Kranaleiga Benedikts Leóssonar Lögbergsgötu 5, Akureyri Sími 24879, bflasími 985-23879 Sendum viðskiptavinum og landsmönnum öllum okkar bestu jóla- og nýársóskir Pökkum viðskiptin á liðnu ári mm DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA SÍMI (96)22360 JAFNAN FYRIRLIGGJANDI Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur Kaffibrennsla Akureyrar Tryggvabraut 16, Akureyri, sími 23800 Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin HÓTEL NORÐURLAND Geislagötu 7 - Akureyri - Sími 22600 Óskum viðskiptamönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs Brautarholti 24, 105 Reykjavík, sími 91-617195

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.