Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 4
4 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Mynd: Golli Jólahugvekja: Bænin sé undirstaðan í jólaannríkinu Því bú til vöggu í brjósti mér minn besti Jesús handa þér. í hjarta mínu hafðu dvöl svo haldi ég þér í gleði og kvöl. Marteinn Lúther frumkvöðull sið- bótarinnar á að hafa sagt eitt sinn: „Það er svo margt að starfa hjá mér í dag, að ég kemst ekki yfir það öðruvísi en að biðja í þrjár stundir að minnsta kosti.“ Það hafa allir nóg að gera um þessar mundir, og margir sjá vart út úr því sem aðkallandi er. Það þarf að snyrta og skreyta, baka og brasa og ráðast í kaup á gjöfum, sem glatt geta þá, sem standa mönnum næst. Það þarf að leita í huganum að góðum vinum, sem vert væri að senda kveðjur og heillaóskir í tilefni hinnar blessuðu jóla- hátíðar. Allt útheimtir þetta sinn tíma. Rödd Guðs í brjósti okkar minnir okkur einnig á það, að margir hafa ólíkt minna handa á milli en við. Aðrir hafa fengið sorg- ina í heimsókn eða orðið fórnarlömb sjúk- dóma. Fyrir jólin standa raunabörnin okkur nær en á öðrum árstímum, þótt þörf þeirra fyrir liðsinni og hjálp sé hin sama um ársins hring. Hvers vegna allt þetta umstang? Af hverju tökum við ekki öllu með ró, reynum að hlífa okkur og hafa það þægilegt? Væri það ekki miklu betra og gæti stuðlað að vel- líðan og gæfu og veitt lengra líf? Skýringin er auðfundin. Frelsarinn, sem Guð sendi mannheimi, Jesús Kristur, kemst nær okkur mannanna börnum en endranær. Hann mátti ekkert aumt sjá öðruvísi en að koma til hjálpar. Kærleikur hans er smit- andi. Hann eflir og styrkir góðvilja, samhug og ábyrgðartilfinningu manna. Sjálfselska og eigingirni eru hvarvetna á undanhaldi þar sem Kristur fær að koma og hafa sín blessunarríku áhrif. Allir sem leyfa honum að leiða sig finna það, að sannasta hamingj- an í lífinu er fólgin í því að gera aðra ham- ingjusama. Köllum því ákaf eftir hjálp Jesú. Sumir álíta ef til vill að ekki sé tími til bæna í öllu annríkinu og amstrinu. Enga stund megi missa. En við skulum örugg fylgja fordæmi Marteins Lúthers, og ég er viss um það, að bænin verður okkur ómetanleg hjálp þegar mest á reynir. Lúther var oft veikur, en fyrir bæn varð Drottinn máttugur í honum og stuðlaði að því, að hann gæti unnið stórvirki. Kæru lesendur, við skulum bæði fyrir jól- in og endranær fela Guði og frelsaranum það sem framundan er. Biðjum þá að vera í verki með okkur og veita okkur styrk til þess að leggja öllu góðu lið. Biðjum til Guðs í þessum anda: Sr. Birglr Snæbjömsson Mig vantar styrk í kærleik, kraft í trú og kristilega auðmýkt barnsins góða. En veikleik minn og breyskleik þekkir þú og þrá míns hjarta, bænarmálið hljóða. Ó, gef mér kraft að græða fáein sár, og gjörðu bjart og hreint í sálu minni, svo verði' hún kristalstær sem barnsins tár og tindri' í henni ljómi' af hátign þinni. jól. Guð gefi þér sem þessar línur lest gleðileg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.