Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 10
10 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Óskum viðskiptavinum okkar svo og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Sendum öllum viðskiptavinum okkar óskir um gleðileg jól og farsœldar á komandi ári cFedíSmynd^r, Hafnarstræti 98 og Hofsbót 4 Óskum öllum Hríseyingum nœr ogfjær gleðUegra jóla og farsœldar á nýju ári Þökkum liðið ár Hreppsnejhd Hríseyjarhrepps Sendum viðskiptavinum og starfsmönnum okkar bestu jóla- og nýársóskir, farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Skóverslun M.H. Lyngdal Hafnarstræti 103, sími 23399 og Sunnuhlíð 12, sími 26399 Pórður Halldórsson frá Dagverðará: „Svo er mer sama livort rúmið er af guffl eða gnotf „Ég er 85 ára. Það brakar livergi í mér, livorki í haus né búk. Þjóðverjamir vinir mínir sem ég vann með við kvikmyndagerðina á Snæfellsnesi sögðu, að enginn maður í Þýskalandi gæti gert það sem ég gerði. Sjáðu, þetta var fyrir tveimur árum. Að vísu plataði ég þá ofrnr- lítið, því ég sagðist vera 88 ára. Er ekki í lagi að ýkja ögn? Ég tala aldrei illa um fólk, en ég segi sögur, þá helst af mér sjálfum og mínu fólki, lífs og liðnu. “ Við erum hjá Þórði Halldórssyni frá Dagverðará, en þann 25. nóv- ember sl. varð Þórður 85 ára og opnaði málverkasýningu á Akur- eyri af því tilefni, undir yfirskrift- inni, „Allt frá undirdjúpum og upp fyrir himintungl.“ „Ég hef stundum verið talinn dauður, en það er nú lygi. Viltu sterkt öl og vindil? Ölglas gefur betra spjall.“ Við kveikjum í og reykurinn liðast um stofuna. Grár reykur og Snæfellsjökull í málverki skartar í öllu sínu veldi. Refaskyttan og sögumaðurinn er kominn á flug. Hugarheimur Þórðar frá Dagverðará þekkir engin takmörk. Svo kenndi hún mér það æðsta sem til er í málaralistinni „Við skulum tala lítið um málverk. Þú ættir að gera annað. Þú ættir að spyrja mig, Þórður, hvar lærðir þú? Ég ætla að segja þér það. Fyrst ætla ég að segja þér, hvað ég er skólagenginn. Ég var átta vikur á barnaskóla. Ég strækaði á Gísla sáluga þrátt fyrir að hann væri ágætur kennari. Ég er og var með gott minni og tók gott próf. En með málverkið sjáðu. Ég teiknaði tröll, jóla- sveina og annað úr mínum heimi þegar ég var barn. Ég þurfti að þræla eins og skepna. Ég var alinn upp í fátækt og þurfti að hjálpa mikið til á heimilinu, fyrst foreldrum og síðar systur. Látum það vera, en alltaf var ég að velta fyrir mér myndlistinni. Jafnvel var myndlistin ofarlega í huga mér á sjónum. Ég var á vertíð í 28 vetur. Snæfellsnesið er fallegt drengur og virkar hvetjandi á auga og hönd. Listmálarar fóru að koma í fámennið og fegurðina og ég kynntist þeim. Kjarval kom til okkar í sinni fyrstu ferð um Snæ- fellsnes og bað mig um að sýna sér fyrirmyndir. Þá var ferðast um á hestum út í Lón og víðar og víðar. Svo var nótt hjá okkur. Daginn eftir var Kjarval að mála og enn var ferðast. Ég átti marga hesta, já, já. Þá spurði hann mig: „Hvað tekur þú fyrir fylgdina?“ Á þessum árum lét meistarinn málverk fyrir næturgreiða. Ég segi ekkert annað en það. Ég sá vitaskuld að karlinn var snilling- ur. Þú sýnir mér hvernig þú blandar liti og málar. Getum við ekki samið upp á þetta?“ Það varð úr og ég sagði honum svo góðar sögur að hann var alltaf hlæjandi meðan hann málaði. Ég stældi karlinn og helvíti gekk mér það vel. Ég er skarpur. Fleiri listmálarar komu og ég hafði sömu aðferð við alla. Þetta er lærdómurinn. Svo lærði ég mest af sænskum prófessor. Hann var kona, kennari við lista- akademíu. Hún hringdi og vildi fá herbergi leigt að Stapa. Ætlaði að mála þar. Ég útvegaði her- bergið og aðstoðaði á marga vegu. Ég hafði sama hátt á, fékk að horfa á hana vinna við mynd- gerðina. Ég hef helvíti gott minni skal ég segja þér og lærði alveg hvernig þeir gerðu þetta meistar- arnir. Jæja, svo kenndi hún mér það æðsta sem til er í málaralist- inni. Hún sagði: „Gefðu djöful- inn í alla lærða og leika og mál- aðu beint frá hjartanu. Þú átt að varast lærdóminn því hann er eft- iröpun.“ Var þessi ekki góður? „Fyrst sýndi ég í Bogasalnum. Átti margar myndir að vestan. Kristján Eldjárn síðar forseti íslands gaf mér leyfið. Útkoma sýningarinnar varð sú, að ég keypti Land Rover jeppa, nýjan úr kassanum með díselvél. Takk fyrir. Kona sem sá sýninguna og hafði búið lengi í Bandaríkjunum sagði um málverkin og málarann mig: „Þetta er málað af svoleiðis kjarki að ég er alveg hissa. Mál- verkin eru skyld málverkum ömmu Móses, en þetta er mörg- um sinnum betur gert en hjá henni.“ Var þessi ekki góður?“ Allt hamingjuleysi er kraftleysi til að þola ekki tilveruna „ítalskur listmálari sagði eitt sinn við mig. „Mikinn óhemju kjark hefur þú Þórður, en ísland er of lítið fyrir þig.“ Ég fór til London í boði Loftleiða, til að halda mál- verkasýningu. Þeir héldu að ég gæti platað fólk til íslands. Ég sýndi hjá aðalsmanni í höll skammt frá konungshöllinni. Við bjuggum í sendiherrabústað. Til sýningarinnar var aðeins boðið ríkustu mönnum Bretlands. Ég var svo fínt klæddur að allir héldu mig aðalsmann. Gunnar Dal var hjálparkokkur minn og túlkur. Ég var heppinn sem alltaf. íslenska sendiráðið keypti málverk og eigandi Dunlop verk- smiðjunnar keypti tvö. Hann hélt mér mikla veislu og þar sagði ég höfðingjunum að þeir sem væru búnir að missa trúna á lífið ættu að koma til íslands. Eftir fimm vikur á Islandi myndi þeim finn- ast lífið bjart og göfugt. Á íslandi er tærasta loftið og besta vatnið. Ég minntist á ölkeldurnar og ein- nig það að við jökla og fjöll væri segulsvið jarðar það mikið að all- ir hlæðust upp af orku. Allt ham- ingjuleysi er kraftleysi til að þola ekki tilveruna.“ * Eg bætti í frásögnina þremur ritum sem aldrei voru sett á skinn „Þeim bresku þótti málfarið lið- ugt og spurðu. „Hvar er Þórður skólagenginn?“ Þá sagði ég eftir litla umhugsun, ég er fljótur að hugsa: „Æðsti Háskóli íslands hefur starfað í 1100 ár, en það er íslenska baðstofan. Bestu og merkustu rit jarðar voru þar rituð, verk sem hafa selst fyrir hundruð milljóna á uppboðum: Ég taldi upp Eddurnar, íslend- ingasögurnar, sögur Norðurlanda og ég bætti í frásögnina þremur ritum sem aldrei voru sett á skinn. Ég sagði þessum heiðurs- mönnum, að ef þessi Háskóli baðstofunnar á íslandi hefði ekki verið til þá hefðu konungar Noregs og Svíþjóðar gleymst svo og saga landanna, jafnvel hefði saga lands þeirra og þjóðar einnig gleymst. Þetta voru lærðir menn og ég var spurður, hví þeir þekktu ekki þessi rit. Ég var fljótur að svara. Þær brunnu í Árnasafni. Já ég bjargaði mér fyrir horn sem oftast. Einn þessara manna var með hött, hann var frá Indlandi. Karl- inn var greindur og vissi hvar ísland var. Mikið urðu menn hissa þegar íslendingurinn Gunn- ar Dal ávarpaði manninn á ind- versku. íslendingar eru allra manna greindastir og skarpastir á góðum stundum. Þegar veislunni lauk var Gunnar spurður. „Hver ert þú?“ Gunnar svaraði: „Ég er þjónn og held á málverkaspjaldi fyrir þennan stórmeistara." Já, þar fékk helvítis refaskyttan hólið.“ Hún var svo helvíti horuð og ekki sem álfamær „Ein fín frú, stóröðluð ekkja og læknir, bauð mér í mat í höll sína. Hún átti mikið málverka- safn þar á meðal eftir listaprófess- orinn manninn sinn, sem var auð- vitað dauður. Hún var ung og bróðir hennar bjó til matinn. Jæja, svo fór að hún bauð mér vetursetu og vildi kenna mér ensku. Ég fór að athuga kven- manninn, en hún var svo helvíti horuð að ég þáði ekki boðið. Sjáðu ég er vanur hraundröng- um. Eitt sinn var ég staddur undir Búlandshöfða. Það var orðið áliðið og ég sat undir geysiháu bergi. Allt í einu veiti ég því athygli, að stórkostlega fögur kona gengur í áttina til mín. Ég hef aldrei séð aðra eins fegurð og var bergnuminn. Hún var í afskaplega sérkennilegum kjól. Litinn hafði ég aldrei séð og í ofanáhlaupið var hann allt að því gegnsær. Ég var djöfullega búinn, í úlpugarmi, skítugur og órakaður. Ég kastaði kveðju á konuna og hún svaraði kveðju minni vel og segir: „Má ekki bjóða þér upp á hressingu?" Ég hélt nú það og hún gengur af stað og ég elti. Hún stefnir beint á bergið og þegar við erum komin upp að því, sé ég dyr. Við göng- um inn og þar opnast mér heim- ur, sem erfitt er að lýsa. Ég var staddur í ægifögru herbergi. Fyrir enda þess var gyllt hásæti og þar setur hún mig niður á fínan stól. Síðan ber hún mér eðalvín og kræsingar, svo gómsætar að ég hef aldrei smakkað annað eins. Ég fylltist af orku og krafturinn var meiri en ég hef fundið. Þegar ég var orðinn mettur, kom hún til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.