Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 3 Norsku stafldrldumar Islendingar sem ferðast um 1 Noregi taka margir hverjir eftir hinum gullfallegu stafkirkjum víða um landið. Flestir hafa sjálf- sagt heimsótt byggðasafnið á Bygdóy-eyju í Osló og séð þar eina af þeim fallegustu. Sú staf- kirkja stóð upprunalega í Halling- dal en var flutt til Oslóar árið 1880 og lagfærð töluvert. Flestar stafkirkjurnar eru hins vegar enn á sínum upprunalegu byggingar- stöðum og þjóna enn sínum sóknum þrátt fyrir að vera marg- ar hverjar yfir 800 ára gamlar. Flestar kirkjur, sem voru reist- ar í Noregi áður en Svarti dauði herjaði þar í landi árið 1350, voru staildrkjur. Talið er að það hafi verið um eitt þúsund stafkirkjur í Noregi en nú eru einungis um þrjátíu þeirra uppistandandi. Fyrstu kirkjurnar sem reistar voru í Noregi eftir kristnitökuna voru einnig nokkurs konar staf- kirkjur. Uppistöðustólparnir voru hins vegar reknir beint nið- ur í jörðina og þær kirkjur stóðu því ekki mjög lengi. Fljótlega komust norskir kirkjusmiðir upp á lag með að reisa sérstaka stólpa eða undirstöður á nokkrum stöð- Á þessari mynd sjást innviðir stafkirkjunnar í Lom. l»ar sést vel hvernig margir bjálkar halda uppi kirkjuskipinu og þakinu. um undir byggingunum þannig að endingin varð miklu betri. Þetta voru hinir sérstöku stafir eða stofn sem kirkjurnar fá heiti sitt af og er einstakt fyrir Noreg. Fagurlega skreyttar kirkjur Það eru til nokkrar gerðir af staf- kirkjum. Einföldustu kirkjurnar eru einungis eitt kirkjuskip og svo kórinn. í þessum kirkjum hvílir þakið á veggjunum ein- göngu. Nokkrar kirkjur eru þannig að mun hærra er til lofts og þakið er þá stutt af sterkri súlu í miðri byggingunni. Stærstu og fallegustu kirkjurnar eru hins vegar með fleiri en einu skipi og eru þá margir bjálkar sem halda uppi þakinu. Á myndinni af inn- viðum stafkirkjunnar í Lom í Guðbrandsdal sést þessi upp- bygging mjög vel. Margar af stafkirkjunum eru fagurlega skreyttar með málverk- um og útskurði. Sérstaka athygli vekja listilega vel máluð listaverk j' lofti og einnig tréskurðurinn í mörgum kirkjunum. Fæstar af kirkjunum standa í sinni upprunalegu mynd. Seinni tíðar menn hafa oft fundið þörf hjá sér að breyta og bæta, þótt deila megi um ágæti þess síðar- nefnda. Hins vegar gefur auga leið að á 800-900 árum þarf auð- vitað að dytta að hinu og þessu og á mörgum stöðum hafa breyt- ingarnar verið til hins betra. Annars staðar hafa ný gólf eða veggir skemmt heildarsvip bygg- inganna þannig að á þessari öld hefur verið reynt að koma þeim flestum í sitt upprunalega bygg- ingarform. Stafkirkjur finnast hvergi nema í Noregi þannig að ef fólk er á ferð þar í landi ætti það hiklaust að stöðva við þcssar merku byggingar og gefa sér tíma til’að skoða þær gaumgæfilega. En látum myndirnar af kirkjun- um tala sínu máli. Á þessari mynd úr stafkirkjunni í Nore sést hins vegar einfaldari bygg- ingarmáti. Þar er einungis einn bjálki sem heldur uppi þakinu ásamt útvcggjunum að sjálfsögðu. Myndir og texti: Andrés Pétursson Kort yfir þær stafkirkjur sem enn eru uppistandandi í Noregi. Þær eru nú 30 að tölu en talið er að þær hafi vcrið yfir 1000 þegar mest var. Gol-stafkirkjan var flutt frá Gol í Hallingdal á byggðasafnið á Bygdoy við Osló árið 1880. Margir Islendingar kannast sjálfsagt við þessa byggingu enda Bygdoy fjölsóttur ferðamannastaður. Eitt af einkennum þessara kirkna eru hin fjölmörgu þök og gaflar sem eru þakin tjörubornum spón. Hér er vesturgaflinn á stafkirkjunni í Borgund. Loft stafkirknanna voru oft fagurlega máluð. Hér er skreyting úr einni af kirkjunum í Guðbrandsdal. Kirkjan í Lom í Guðbrandsdal er ein af þeim þekktari. Á Urnesi í Sogni er ein af best varð- veittu stafkirkjunum. Kirkjan var smíðuð um það bil árið 1100 en byggingarefnið var úr um 100 ára eldri kirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.