Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 17

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 17
miklu og settum við slíkt ekki fyrir okkur. Fötin frusu utan á okkur Undir morguninn, þegar okkur fannst að myndi fara að birta af degi, fórum við að hugsa okkur til hreyfings. Við vorum kaldir og blautir og öll fötin frusu utan á okkur um leið og við komum út úr snjóskýlinu. Fórum við þá að taka saman skíði og stafi og ákváðum að snúa til baka aftur niður í Unadalinn. Aldrei fundum við einn stafinn, en í fjárgöngum haustið eftir fann Sigmundur hann. Stafurinn var í skarðs- brekkunni rétt við jökulinn, svo við höfðum verið alveg á réttri leið. En Jón Gunnlaugsson, bóndi á Móafelli, sagði síðar að við hefðum verið heppnir að snúa þarna við, því skarðið ofan í Móafellsdalinn væri mjótt og standbjarg báðum megin við það. Vonlaust hefði verið að rata þar í gegn í siíku veðri eins og verið hafði þessa nótt. Eftir að við vorum búnir að ákveða að snúa til baka héldum við okkur hátt uppi í fjallshlíð- inni og höfðum hana á hægri hönd svo við villtumst ekki. Svona gengum við hlið við hlið og leiddumst mest, svo við misst- um ekki hver af öðrum, því ekki vorum við færir um að liggja aðra nótt úti, eins og við vorum á okk- ur komnir. Á þessum tíma þekkt- ust ekki úlpur eins og seinna komu, við vorum í svokölluðum búðarfötum sem ekki pössuðu á okkur, því við Jón vorum báðir stórir og jakkarnir of ermastuttir, þannig að bert var á milli vettl- inga og jakkaerma. Ekki var um að tala að fá saumuð á sig föt á þess- um tíma. Eins var með skíðaút- búnaðinn, við vorum bara með einn staf, það voru engar skíða- bindingar, aðeins táband sem kallað var, og smeygði maður fætinum í það, að öðru leyti var fóturinn laus á skíðinu. En þetta vandist, og fundum við ekki svo mikið til þess. Komið að Bjarnastöðum við illan leik Svona héldum við áfram þótt hægt færi, þar til við komum að húsum. Eléldum við þá að við værum komnir til bæja, en ekki gátum við áttað okkur strax á því hvar við vorum staddir, stórhríð- in var svo mikil. Þegar betur er að gáð sáum við að þetta var fjárhús, og vissum við þá strax að ekki var langt til bæja. Stönsuð- um við þarna hjá fjárhúsunum um stund því ekki þótti okkur fýsilegt að sleppa þeim nema sjá til bæjarins. Allt í einu sáum við bláma fyrir þústu, en hún hvarf strax aftur í sortann. Þetta töldum við vera bæinn og héldum í þá átt. Reynd- ust þetta vera Bjarnastaðir í Unadal. Við urðum harla fegnir og börðum að dyrum að gömluni sveitasið. Út kom húsbóndinn, sem tók okkur opnum örmum og fór með okkur inn í baðstofu, eins og það hús var kallað sem fólk vann sín verk í á daginn við tóskap og fleira, og svaf í á nótt- unni. Þarna bjuggu ung hjón, Jón Þorgrímsson og Guðrún Sveins- dóttir, og mig minnir tvö eða þrjú ung börn. Þau hjón klæddu okk- ur úr snjóugum og frosnum fötunum og létu okkur fara niður í volg rúmin. Jón vildi láta okkur fara með fæturnar niður í vaskafat sem hann lét steinolíu í. Taldi hann þetta verja fæturna fyrir kali. Slíkt höfðum við ekki þekkt áður. Jón sagðist telja þetta gagnslaust og vildi ekkert við það eiga. Guðrún vafði ullar- flókum, vættum í olíu, um úlnlið- ina á okkur, og á þeim stöðum þar sem við virtumst næst því að vera kalnir. Sérstaklega leist mér — frásögn Nývarðs Jónssonar af ferð þriggja manna írá Skagafirði til Ólafsíjarðar rétt fyrir jólin 1936 illa á eyrun á Vernharð, þau voru eins og klessa þegar þau þiðnuðu og mér datt ekki annað í hug en að þau myndu detta af honum. Svo voru það fæturnir á Jóni. Þegar hann fór úr sokkunum voru þeir allir blásvartir, og þeg- ar þeir þiðnuðu kom í ljós að tvær stærstu tærnar á hvorum fæti voru eitt gapandi sár, og skein á stöku stað í hvítt beinið. Guðrún húsfreyja vakti við það nóttina eftir að bjástra við okkur og þurrka fötin okkar, sem hefur að sjálfsögðu verið erfitt verk. Hún setti upp snúrur kring- um eldavélina og þurrkaði fötin þannig, því ekki var heitt vatn eða rafmagn til afnota þá. Jón var enginn meöalmaður Eftir að við höfðum fengið vel og rausnarlega að borða lögðumst við í hjónarúmið og fórum að sofa. Vöknuðum við ekki fyrr en komið var fram á dag daginn eftir, og fórum þá strax að hugsa til heimferðar. Tærnar á Jóni voru ekki ferðalegar. Guðrún tók léreft, bar í það feiti og vafði um þær. Síðan vafði hún ull þar utan yfir, bjó svo til skinnskó svo stóra að þeir kæmu sem minnst að fót- unum. Þá voru fæturnir orðnir mjög stórir og ekki líkir neinum mannsfótum. Síðan varð að stækka tábör.din á skíðunum svo Jón kæmi þessum stóru fótum í þau og þurftu þau að ganga upp undir ökkla til að hann þyldi að ganga á skíðunum. Eftir þetta héldum við af stað niður í Hofsós, þar varð Vern- harð eftir hjá foreldrum sínum, en við héldum áfram út að Höfða og gistum þar. Mikið var Jón búinn að bölva þegar hann var að komast í táböndin þegar við þurftum að stansa, því viðkvæmt mun það hafa verið. En Jón var harður af sér og ekki neinn með- almaður, sem sýnir að á þessum fótum gekk hann frá Höfða á Höfðaströnd út í Ólafsfjörð á tveimur dögum í misjöfnu veðri og færi. Þegar við komum út í Ólafs- fjörð varð Jón eftir hjá foreldrum sínum en ég fór heim að Garði, þar sem ég átti heima. Nokkru seinna var farið með Jón á sjúkrahús, þar sem Bjarni læknir tók af honum tærnar og græddi skinn yfir stúfana.“ EHB Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 17 Sendum viðskiptamnum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur TRÉSMIÐJAN BORKUR Frostagötu 2 - 603 Akureyri Sími 96-21909 - Fax 96-21287 Óskum viðskiptavinum og starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. BSV Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýársóskir Þökkum viðskiptin á liðnu ári FASTEIGNA& M skipasalaSSZ NORÐURLANDS I) Glerárgötu 36, III. hæö, sími 11500 Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin A.V.J. TEIKNISTOFA TRYGGVABRAUT10, AKUREYRI, SÍMI 96-25778 Gleðileg jól ogfarsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða byggir hf. Viðjulundi 2, símar 26277 og 26172 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsœldar á komandi ári

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.