Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 18

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 18
18 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 Á götta sólarhdng á fjöUum - ferð á stofnfimd LIV fyrir sex árum rifjuð upp Oddur Eiríksson þenur nikkuna í Jökuldal. Fyrir rúmum sex árum ákváðu íslenskir vélsleðamenn að hittast uppi á hálendinu og stofna félag. Fundarstað- urinn var Jökuldalur og ein helgi í apríl álcveðin scm íimd- artími. Hópar víða um land fóru að skipuleggja ferðir sínar á þennan stofnfund, en þegar að honum kom gerðu veðurguðimir uppreisn. Flestir þeir sem lögðu af stað komust í Jökuldal, en brjálað veður gerði og dagskrá fundarins raskaðist öll og mönnum gekk illa að komast til baka. Margir lentu í hrakningum og fjölmiðl- ar íjölluðu stíft um mótið og hrakfarir tengdar því. Segja má að allir hópar mótsins nema einn hafi fengið umfjöllun í fjölmiðluin þessa apríldaga. Sá hópur var skipaður Skagfirðingum og var mjög vel útbúinn og í honum reyndir fjallamenn. Mótshaldarar höfðu af hon- um litlar áhyggjur, en fólk í Skagafirði vildi fáta fara að leita að mönnunum þegar ekkert var vitað hvar þeir voru og bijálað veðnr var. Björgunarsveitarmenn í Skagafirði og Húnavatnssýslum komu þó viti fyrir fólk og sögðu einfaldlega að ef þessir rnenn gætu elcki bjarg- að sér í veðrinu þá þýddi lítið fyrir einhveija aðra rejusluminni að fara upp á fjöll. Enda sannaðist það og þótt hópurinn kæmi ekki til byggða fyrr en tæpum þrem- ur sótarhringum seinna en ætlunin var þá voru allir heilir á húfi og ánægðir með ferðina. Ferðasaga þessi hefur lítið verið skráð, enda ferðalangarnir lítið viljað gefa upp um hana. Pegar blaðamanni Dags datt það í hug núna sex árum síðar að e.t.v. væri nú hægt að fá piltana til að segja frá ferðinni tóku þeir samt vel í það og eina kvöldstund í byrjun desember hitti hann fimm af ferðafélögunum. Það voru þeir Ingólfur Sveinsson, Sigurður Sig- fússon, Þorsteinn Kárason, Tryggvi Eymundsson og Ingi- mundur Sverrisson. Ferðasagan var rifjuð upp og litskyggnur úr ferðinni skoðaðar. Lagt af stað Að morgni föstudagsins 6. apríl árið 1984 lögðu fjórtán vaskir vélsleðamenn af stað úr Skaga- firði á bílum með fjórtán vélsleða í hafurtaskinu. Ætlunin var að keyra upp á Auðkúluheiði að Kolkuhól og fara þaðan á sleðun- um, í Hveravelli og suður fyrir Hofsjökul á stofnfund Lands- sambands íslenskra vélsleða- manna í Jökuldal. Sól og gott veð- ur var þennan morgun og ferða- hugur í mannskapnum. Langur undirbúningur hafði verið að ferðinni og m.a. búið að halda tvo skipulagsfundi og raða öllum útbúnaði skipulega niður á mannskapinn, enda flestir mann- anna björgunarsveitarmenn og margir þeirra þaulvanir fjalla- ferðum. Innan um voru samt menn sem varla höfðu komist af mölinni áður, hvað þá upp á há- lendið þar sem allra veðra er von. Upp að Kolkuhól var hópurinn kominn um hádegi á föstu- deginum og sleðarnir þar teknir af í sól og blíðu. Síðan var lagt af stað. Ferðin gekk vel allt þar til Tryggvi gerði tilraun til að fljúga yfir opinn skurð á sínum sleða, en hann var með stóran kassa á bögglaberanum svo að lendingin varð ekki alveg rétt. Sleðinn lenti á brúninni og við það bognaði skúffan svo Tryggvi ferðaðist á úlfalda eftir þetta, eins og einn leiðangursmanna komst að orði. Þegar komið var í Hveravelli, klukkan að ganga þrjú, var sleði Tryggva lagaður og bensín tekið. Einnig var heilsað upp á veðurat- hugunarfólkið á staðnum og ferða- áætlunin skrifuð í gestabókina. Stundarfjórðung yfir þrjú var haldið af stað frá Hveravöllum og stefnt á Ásgarðsfjall. Brenni- steinsfnyk lagði fyrir vitin og austanvindar farnir að blása. Ekið var sem leið lá upp á Illa- hraun og niður með gili einu rétt hjá Blautukvíslaraurum og kom- ið í Nautöldu um klukkan 18.40 og kaffið dregið fram. Farið var að snjóa og þegar hópurinn náði áfangastað í Jökuldal var skollinn á bylur. Skömmu eftir að skag- firski hópurinn kom mættu Þing- eyingar, en Akureyringar voru mættir á undan og nokkrir Aust- firðingar komu á svipuðum tíma og þeir skagfirsku. Skagfirðingar helguðu sér pláss á suðurlofti nýja hússins í Jökuldal og tekið var til matar síns áður en gengið var frá sleðunum fyrir nóttina. Haldið heimleiðis Á laugardagsmorgninum, þegar vaknað var, var komið suðvest- anhávaðarok og skafrenningur, svo ekki var annað að gera en hafa það gott. Helsta dægradvöl- in var að spila bridds og hlusta á ferðasögur. Á laugardeginum bættist við hópinn og Reykvík- ingar og fleiri vélsleðamenn renndu í hlað. Kvöldvaka var haldin á laugar- dagskvöldið og margt gert sér til gamans meðal annars þandi Odd- ur Eiríksson úr skagfirska hópn- um nikkuna af mikilli list. Þröngt var nú orðið á loftinu og jaðraði við að allir í röðinni yrðu að snúa sér ef einn sneri þegar sunnu- dagsnóttin hélt innreið sína. Veðrið var heldur skárra að morgni sunnudags og hríðinni hafði slotað. Sleðar og önnur far- artæki voru komin á kaf í snjó og allt uppfennt svo þíða þurfti blöndungana á sumum með heitu vatni. Skagfirski hópurinn lagði af stað til baka á sunnudeginum og tekin var kompásstefna á 111- viðrahnjúka. Á Langahrygg var farið í vatnsgalla utan yfir vegna bleytusnjókomu og skafrennings, en skömmu síðar var keyrt inn í sólskinsveður, sem stóð þó ekki mjög lengi og fljótlega jókst vindurinn og skafrenningurinn aftur. Að lokum varð að skilja einn sleðann eftir og annan skömmu seinna vegna gangtrufl- ana. Búið var að rífa snjó af jörðu, svo mikið var um grjót og svellabunkar víða og ekki bötn- uðu skilyrði til aksturs við það. Tjaldað í hríðinni Þegar komið var á móts við svo- kallað Tvífell var orðinn svo dimmur bylur að varla sást í þá sleða sem næstir voru. Klukkan var um 22.00 og ákveðið var að tjalda til að hætta ekki á að ein- hverjir heltust úr lestinni í dimnrviðrinu, enda hafði seinasta klukkutímann einungis tekist að leggja að baki um þrjá kílómetra. Slegið var upp tveimur stórum segltjöldum sem fengin höfðu verið að láni hjá Skagfirðinga- sveit og einu braggalaga jökla- tjaldi, í urn 2,8 km fjarlægð frá Ingólfsskála. Um fjögurleytið um nóttina lægði veðrið og tjöldunum var pakkað niður að nýju. Ilia gekk að koma sleðunum í gang aftur og varð að skilja þrjá eftir. Síðan var brunað niður í Ingólfsskála og komu þeir fyrstu þangað um 7.30, en þeir seinustu um 8.30 og var þá kominn blindbylur á nýjan leik. Þar voru fyrir átta Frakkar sem höfðu verið veðurtepptir í tvo daga, en þeir höfðu verið að ferðast á gönguskíðum og voru vel útbúnir tii slíkra ferðalaga. Allur mánudagurinn fór í það að hvílast og það var ekki fyrr en seinnipartinn sem menn fóru að hreyfa sig að ráði. Var þá sest að snæðingi og síðan komið á eins konar fransk-íslenskri kvöld- vöku. í Ijós kom að í franska hópnum var einn ráðherra og hans frú. Leiðangursstjórinn var Frakki með íslenskan ríkisborg- ararétt sem hafði stundað hálendisferðir mikið og kunni íslensku svo tungumálaörðug- leikar ollu engum teljandi vand- ræðum í samskiptum þessara tveggja hálendishópa. Blíða í Himalaja miðað við þetta Franski ráðherrann sagðist m.a. á ferðalögum sínum hafa komist í tæri við óveður í Himalaja- fjöllum, en sagði það hafa verið rjómablíðu miðað við þetta. Dregið var upp rauðvín og fleiri góðar veitingar og hinn íslenski landakútur kom að góðum not- um auk hákarlsins. í fyrstu héldu Frakkarnir að hákarlinn væri ost- ur og þóttu undarlegar þessar tægjur í honum, en þegar þeim hafði verið sagt hvað þetta væri, hafði ráðherrafrúin orð á því að hún hefði haldið að hákarl æti menn en ekki öfugt. Nú var farið að syngja og m.a. stjórnaði ráð- herrafrúin franska keðjusöng á Meistari Jakob, sem hver söng á sínu móðurmáli. Aðfaranótt þriðjudags slotaði veðrinu og um fjögurleytið var farið og náð í sleðana fimm sem orðið hafði að skilja eftir. Illa gekk að fá þá til að ganga og það var ekki fyrr en um hádegisbil, sem farið var að huga að heim- •Ebmingab- I gjafir I miklu urval OULLtMiem I 8IOTRYQOUR * PCTUR I FILMUmusm « * T^^niiVvikudaeur 11. aprfl IW_ - Vé.s.eöamennimii- sem l.rdpubu IPver^U: Hröpuðu 40 metra með snióflóðmu! ■■P® oiiar ncalur vift að grafa s,9 Upp Annar missli allar u®9\u*tta um 4« tau «»■ var vid.ua bylar^™ "i""4r ,/A h™p*w- É« ■* e!?.n*ín 4 Húsavílc. Ingvar WHtu^ ^ ljn„ , c(llt Sk dU8,a í‘ntÚ,rhmkSumai"hálcndinu Ke,ilsso„ og Svcinn k ■•“•.S'ÖSfaír ETÆ:- haín ckkilflhþv' fyír cn daginn eítir aö hann haföi misst ncglur a öllum ftngrum. iiánánar í opnu. Lleöamaður ftá Halldfu™ skvöld. TaliöcrleiL Þannig skýrði Dagur m.a. frá hrakningum þingeysku vélsleðamannanna á hálendinu helgina 7.-8. apríl 1984. Skag- firski hópurinn, sem lenti einnig í hrakningum á hálendinu sömu helgi, slapp hins vegar að mestu við sviðsljós fjöl- miðlanna - þangað til nú, rúmum 6 árum síðar...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.