Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 13 Hver má um binda, ef blæðir hjarta? Hver þerrar tár afþurru auga? Hver sækir Ijós, ef sól hverfur? Eða hver mýkir heljar beiskju? Einn þú, Lávarður lífs og dauða! Einn þú, Alfaðir allrar gæsku. Ó, hve sætlega sjónum mínum skín þín miskunn í myrkri gröf! Þetta er Guð, - hjálp hinnar skammvinnu mannsævi og ljós hins eilífa lífs. Sá Guð, sem fyrr- um sagði við Davíð: „Vel gjörðir þú,“ - talar nú í syni sínurn, frels- aranum í líkingu þess, sem við sjáum hann hér mitt á meðal okkar og hlustum á orð hans. Öll er kirkjan í mynd og máli og anda sínum, að opna okkur leiðina að fótum Frelsarans, til þess að heyra hann segja við okk- ur eins og á vígsludegi: „Komið til mín...“ Stærri köllun og betri afmælisgjöf er ekki hægt að færa okkur og kirkjunni. Mér hefur ávallt fundist helgidómurinn bæði hér inni og tilsýndar, hvar sem kirkjan blasir við augum, vera eins og bæn og bænheyrsla: „Lýs milda ljós.“ Það er í einu orði ómetanlegt, hvers virði Akureyrarkirkja er þessum söfnuði og bæjarfélagi, eins og forseti bæjarstjórnar tók svo vel fram í gær. Kirkjan er tákn bæjarins og ímynd þess besta og dýrmætasta, sem lífið getur veitt. Því segi ég enn: Vel gjörðu þeir, bæði lífs og liðnir, sem forsjá höfðu og reistu þetta hús. Af þeint, sem sáu um bygg- inguna er nú aðeins á lífi heiðurs- borgari bæjarins, Jakob Frí- mannsson. Ffonum flyt ég á þess- um hátíðisdegi sérstakar þakkir, kveðjur og blessunaróskir okkar allra. Með þökk og virðingu blessum við minningu þeirra, sem voru hvatamenn kirkjunnar og nefni ég þar sérstaklega séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup og frú Ásdísi, sem voru fyrstu prestshjón þessa musteris. Það væri ógerningur fyrir mig að nefna þá mörgu er byggðu kirkj- una og höfðu þar forgöngu, enda veit ég, að þar greinir afmælis- bókin frá vel og skilmerkilega. Ég veit, að það skilja það allir að ég vildi sérstaklega mega þakka Jakobi Tryggvasyni organista og séra Birgi prófasti Snæbjörns- syni, sem hefur verið prestur á Ákureyri í 30 ár, samstarfið. Þessar sömu þakkir vildi ég og beina til Áskels Jónssonar, org- anista. Þó að okkar samstarf hafi verið í næstu sókn, handan við ána, þá er þar nú líka Akureyri. Árin 50 eru nú komin og farin. En hvað tekur við? Hver er veg- urinn til hins ókomna? Við spyrjum, því að við sjáum jafnvel ekki hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Eitt segir trúin okkur að sé öruggt: Hann, sem við hófum vegferð með á þessum stað, helgri jörð fyrir hálfri öld, og fer á undan til þess að búa okkur stað í eilífu ríki Guðs á himni. Fylgjum honum. Til þess var þetta musteri reist með turnum sínum, eins og útréttum örmum til að taka á móti öllum þeim, sem koma. Það er á þessari hvatningu KOM, sem Biblían endar. Það verða lokaorðin mín. „Vel gjörir þú,“ trúi ég að Drottinn segi nú við þig, sem tekur af hjarta undir með þeim, er innsiglaði Biblíuna og sagði: „Sá sem þetta vottar, segir: Ég kem skjótt. Amen. Kom þú, Drottinn Jesús. Náðin Drottins Jesú sé með öllum.“ (Opb. 22). „Ég lmmtist mörgum ágætis- konum í gegnum starflð í slysavarnadeildinni“ - segir Valgerður Steinunn Friðriksdóttir, næstelsti núlifandi Akureyringiirinn en hún starfaði með deildinni í mn 50 ár Yalgerður Steinunn Friðriksdúttir í herbcrgi sínu á Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Mynd: kk Valgerður Steinunn Frið- riksdóttir er næstelsti nú- lifandi Akureyringuri nn. Hún er fædd á Hánefs- stöðum í Svarfaðardal þann 3. maí árið 1889 og er því rúmlega 101 árs. Aðeins Rannveig Jóscps- dóttir í Helgamagrastræti 17 er eldri cn hún er fædd 24. apríl árið 1889. Val- gerður er ymgst þriggja systra cn auk þess eignuð- ust foreldrar hennar son scm lést ungur úr barna- vcikinni svokölluðu. Val- gerður dvelur á Hjtíkrun- arheimilinu Hlíð á Akur- eyri og þrátt fyrir háan aldur, er hún nokkuð heilsugóð en er þó farin að missa bæði sjón og heyrn. Blaðamaður Dags hitti Valgerði að máli nýlega og ræddi stuttlega við liana um lífshlaup sitt. í vist yfir fjörðinn til Grenivíkur „Ég bjó heima á Hánefsstöðum fram til 20 ára aldurs en fór þá yfir fjörðinn til Grenivíkur og réðist í vist hjá læknishjónum sem voru nýkomin þangað og var vinnukona hjá þeim í tvö ár. Eft- ir þann tíma fór ég aftur heim í Svarfaðardal og bjó á Hánefsstöö- um næsta árið. Að þeim tíma liðnum réði ég inig í vist hjá Pétri faktor Péturssyni og Þórönnu konu hans á Akureyri og bjó hjá þeim í Gránu í eitt ár. Þau fluttu svo suður en ég flutti mig inn í bæ sem kallað var og réði mig í vist hjá þeim sómahjónum, Hinrik og Önnu Schiöth og var hjá þeim í þrjú ár. Hinrik vann sem banka- gjaldkeri en Anna sem var dönsk, var myndasmiður." Valgerður lét vel af dvölinni hjá þeim Hinrik og Önnu og hafði gaman af því að rifja upp þann tíma sem hún var í vinnu hjá þeim. Gróðursettum plöntur í Lystigarðinum „Frú Anna fékk sendar plöntur frá útlandinu á þessum tíma og gróðursetti þær í Lystigarðinum á Akureyri og hjálpaði ég henni við þá vinnu. Eftir að ég hætti störfum hjá þeim hjónum, fór ég ásamt kærasta mínum, Jónasi Franklín, út í Þorgeirsfjörð. Þar voru karlar sem gerðu út báta og þurftum við stúlkurnar sem þar voru, að stokka línu og beita þeg- ar þeir komu að landi. Það var ákaflegur skemmtilegur tími sem við áttum í Þorgeirsfirði, því þar var svo friðsælt að vera, ekkert skrölt og engin læti." Jónas var sjómaður og í Fjörð- um voru þau Valgerður og Jónas við störf í þrjú sumur en eftir fyrsta sumarið þar, giftu þau sig. Þau bjuggu síðan fyrsta búskap- arárið hjá Magnúsi Kristjánssyni frænda Valgerðar og Dómhildi konu hans í Aðalstræti á Akur- eyri. Magnús átti í útgerðinni sem gerði út frá Þorgeirsfirði. Eftir dvölina hjá Magnúsi og Dómhildi, leigðu þau hús í fjör- unni og seinna keyptu þau hús þar og bjuggu þar í nokkur ár. Síðar byggðu þau 2 hæða hús við Aðalstræti 5 á Akureyri og bjuggu þar í ein 20 ár. Starfaði í mörgum félögum á árum áður „Á þessum árum vann ég í síld og annarri fiskvinnu sem konur störfuðu við í þá daga. Auk þess fór ég að starfa með slysavarna- deildinni á Akureyri en Sesselja Eldjárn frá Tjörn var formaður deildarinnar á þessum árum og fékk okkur systurnar til þess að taka þátt í starfi hennar. Við gerðum það og ég starfaði með slysavarnadeildinni í um 50 ár og kynntist á þeim tíma mörgum ágætiskonum. Einnig starfaði ég í fleiri félögum á þessum árum, m.a. í Kvenfélaginu Hlíf, kirkju- félaginu og með góðtemplurum." - Hvað var fjölskylda þín stór? „Við Jónas eignuðumst tvö börn, pilt og stúlku en þau eru bæði látin. Jóhann sonur minn var giftur Maríu og saman áttu þau son sem heitir Jónas Frank- lín og er læknir á Akureyri. Dótt- ir mín hét Þóra og hún var gift Ólafi og saman áttu þau son sem heitir Ævar og er tollþjónn í Reykjavík. Þóra og Ólafur áttu Aðalstræti 5 á móti okkur og við höfðum það öll yndislegt á þeim stað.“ Á elliheimili í yfir 20 ár - Hvað ert þú búin að vcra lengi á elliheimili? „Eftir að Jónas maður minn lést, þótti okkur ekki hægt að ég væri ein í húsinu. Þóra dóttir mín hafði áður fótbrotnað illa í hús- inu og það má segja að hún hafi aldrei náð sér af þeim meiðslum. Ég fór því á elliheimili og hef ver- ið á slíkri stofnun í yfir 20 ár. Þegar ég fór inn á elliheimilið voru þar fyrir systur mínar tvær en þær eru báðar látnar. Mér hef- ur liðið nokkuð vel á elliheimil- inu, ef undan er skilið þegar ég datt og lærbVotnaði illa. Það var afskaplega erfiður tími fyrir mig en maður varð nú að taka því eins og ööru.“ - En af því að það styttist til jóla, langar mig að spyrja þig að lokum hvernig jólin hafi verið í gamla daga? Fékk alltaf eitthvað nýtt á jólunum „Við höfðum það ævinlega mjög ánægjulegt um jólin. Það var svo margt fólk heima hjá okkur á Hánefsstöðum yfir hátíðarnar. Við gerðum mikið af því að spila á spil og einnig var mikið spjallað yfir kaffibolla, því það var ákaf- lega gestkvæmt heima í þá daga. Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum yfir hátíðarnar, var að fara til kirkju á gamlársdags- kvöld og það var ákaflega yndis- leg stund. Ég hlakkaði alltaf til jólanna, því þá fékk maður alltaf eitthvað nýtt, falleg föt og ýmis- legt annað. Það hefur margt breyst í jólahaldinu frá því að ég man fyrst eftir mér en ég held ég fari nú ekkert nánar út í þá sálma," sagði Valgerður að lok- um. -KK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.