Dagur - 19.12.1990, Qupperneq 19

Dagur - 19.12.1990, Qupperneq 19
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 19 ferð frá Ingólfsskála. Einn sleða varð þó að skilja eftir vegna bil- unar. Áður en lagt var af stað frá skálanum kom flugvél frá Sauð- árkróki og flaug yfir leiðangurs- menn þar sem þeir voru að tygja sig og henni var veifað. Skriðið í poka við Sandá Komið var í Hveravelli um klukkan hálffimm og látið vita af sér og einnig af Frökkunum. Veðurútlit var ekki gott, en samt ákveðið að reyna að komast nið- ur í bílana við Kolkuhól. Farin var sama leið og komin hafði ver- ið á föstudaginn, en þegar norður fyrir Sandkúlufell var komið skall á blindbylur eina ferðina enn svo keyra varð eftir kompás. Austan við Sauðafell komst hópurinn á Kjalveg og ekið var eftir honum nær auðurn og stikunum fylgt. Stoppað var í Sandárbúð, neyð- arskýli Slysavarnafélagsins, og ætlunin að láta vita þar af sér í talstöð, sem síðan reyndist ekki í lagi, og gista þar um nóttina. Par sem talstöðin virkaði ekki var haldið áfram, en við Sandá varð að láta staðar numið í hríðinni, því í henni var vatn og krapi. Slegið var upp tjöldum og svo hvasst var að hafa varð einn mann inni í tjaldinu meðan því var tjaldað, þó svo að sleðunum væri lagt í kringt og í þá bundið. Menn drifu sig ofan í pokana og sofnuðu fljótt. Um hádegi á miðvikudaginn byrjaði að rofa til og þá kom í ljós að hægt var að komast yfir ána á smá rim skammt frá tjald- stæðinu. Ákveðið var að fara og ná í bílana, en á leiðinni að þeim mættu leiðangursmenn tveimur mönnum frá Guðlaugsstöðum sem höfðu verið beðnir um að svipast eftir vélsleðamönnum úr Skagafirði af lögreglunni á Blönduósi. Tjöldum og öðru dóti var nú pakkað saman og farið niður í bíla. Súpa var elduð í skálanum á Kolkuhól og gaf hún ferðalöngunum nýjan kraft. Ekki gekk vel að komast á bílunum til byggða, en hafðist það þó á endanum og um klukkan eitt, aðfaranótt fimmtudags, komu ævintýramennirnir fjórtán til Sauðárkróks eftir mun lengri ferð en ætlað var í upphafi og á sleð- unum höfðu þeir lagt að baki 360 kílómetra. Endirinn sannaði undirbúninginn Svona hljóðar ferðasagan í meg- inatriðum og að sögn þeirra félaga var nægur kostur eftir fyrir lengri útiveru og nær engir farnir að byrja á neyðarbirgðunum. Endirinn á þessari ferð varð trú- lega svona góður vegna góðs undirbúnings og svo að sjálf- sögðu reynslu þeirra manna sem í fararbroddi voru. T.a.m. hafði Ingólfur með sér ný ullarnærföt á allan mannskapinn og kom það sér vel á köldum og blautum stundum. Ingólfur: „Það var náttúrlega ekki glóra í því að vera að fara þessa ferð, öðruvísi en vita hvað væri með í henni og að það væri ekki verið að burðast með mörg sett af því sem nauðsynlegt var. Þess vegna var öllu skipt niður á mannskapinn á skipulegan hátt og ákveðið hvað hver tæki með sér og endirinn á ferðinni sannaði undirbúninginn." Sigurður: „Við vorum alveg þrælskipulagðir og vel útbúnir, enda hefðum við trúlega drepist annars. Ingólfur var t.d. með sjúkrakassa sem í var allt, bæði hægt að lóga mönnum og Iífga þá við aftur. Meira segja þurrt gifs, ef einhver skyldi brotna illa, því þá var ekki ætlunin að snúa heim aftur heldur halda bara áfram.“ Álitnir sjálfbjarga Á þessum tíma voru talstöðvar dýr tæki sem einstaklingar höfðu lítil efni á að fjárfesta í. Lóran- tæki og farsímar ekki komnir til sögunnar sem nokkru nam og kompásinn og kortið því það sem treysta þurfti á. Hópurinn var með útvarp með sér og heyrði því alltaf í fréttum um hina hópana úr Jökuldal sem menn voru að týnast úr og keyra fyrir björg. Aftur á móti var ekkert minnst á þá og segir Þorsteinn að það hafi komið til af því, að þeir voru álitnir sjálfbjarga. Hann segir að kona sín hafi hringt upp í Jökul- dal á mánudeginum og spurt eftir Skagfirðingum. Þar hafi hún fengið þau svör hjá mótsstjóran- um að þeir hefðu farið á sunnu- deginum til baka og að engar áhyggjur þyrfti að hafa af þeim, því þeir vissu hvert þeir væru að fara. Eftirminnilegast Þegar þessir fimm ferðafélagar eru spurðir að því hvað sé eftir- minnilegast úr ferðinni núna sex árum síðar eru þeir sammála um að það hafi verið andinn sem ríkti meðal þeirra og það að hvorki heyrðist víl né vol frá nokkrum manni. Ýmislegt fleira muna þeir þó og gefum nú Þor- steini orðið. „Þegar talað er um það minni- stæðasta úr ferðinm get ég ekki neitað því að semt mun ég gleyma seinasta kvöidinu eftir að við vorum komnir ' tjöldin. Ég var í braggatjaldinu ;.samt Ingi- mundi, Steinari Skarphéðinssyni og Tryggva. Við byrjuðum á að fá okkur smábita, en svo þröngt var í tjaldinu að við sáunt fram á að við yrðum að beita sérstökum tilfæringum til að komast í pok- ana. Byrjað var á að færa sig frá svo Ingimundur gæti rúllað út sínum poka, klætt sig úr og skrið- ið í hann á rneðan við lýstum honum með vasaljósi. Næstur var Steinar og þegar hann var í þann mund að skríða í sinn poka voru eðalhrotur Ingimundar farnar að hljóma um tjaldið. Ég fór næst í minn poka og það var sama sagan að þegar ég var kominn í hann byrjaði Steinar að taka undir við Ingimund. Tryggvi rétti mér nú vasaljósið til að ég gæti lýst honum, en á meðan hann var að koma sér í pokann þurfti hann að vekja mig tvisvar þegar ljósið lýsti ekki alveg eins og það átti að gera. Að lokum vorum við þó all- ir komnir í pokana og sváfum vel.“ Ekki viljað missa af einni mínútu Þeir félagar eru sammála um að þeir hafi á þessari ferð lært að svona stór hópur sé vandmeðfar- inn í vondu veðri og æskilegra að hópar sem fara í ferðir sem allra veðra er von í, séu minni. Nú er búið að flytja mót vél- sleðamanna í Kerlingafjöll og margir þeirra Skagfirðinga sem í þessari ferð voru, hættir að þeysa um fjöll á sleðum sínum og farnir að láta sonum sínum það eftir. Þeir fimm sem Dagur ræddi við voru samt sem áður sammála urn að þeir væru til í að fara aðra svona ferð, en leyfum Þorsteini að eiga lokaorðin: „Ég held við getum allir verið sammála um það að við öðluðumst mikla reynslu í þessari ferð og höfðum af henni gaman þótt erfið væri. Trúlega eru þau orð Ingólfs um ferðina sem hann sagði á ein- hverjum fundi nokkru eftir hana, best til að lýsa áliti okkar allra, en þau voru svona: „Þetta var nú fjandi erfið ferð, en ekki hefði ég viljað missa eina mínútu af henni.““ SBG Steinar Skarphéðinssun og Sigurþór Hjörleifsson taka í spil við Austfirðinga í Jökuldal. Tryggvi Eyinundsson í koju í Ingólfsskála. Ráðherrahjónin frönsku auk ferðafélaga. Bjartur föstudagsmorgunn í Skagafirði. Veðurbarin hús í Jökuldal að morgni sunnudags. Við Ingólfsskála á þriðjudegi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.