Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 22

Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 22
22 B - DAGUR - Miðvikudagur 19. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 > Lausnarseðill jólakrossgátu Lausn: Nafii: Ileimiltsfang: Súni: Utanáskriftin er: Dagur — (jólakrossgáta) • Strandgötu 31 • Pósthólf 58 • 602 Akureyri Skilaírestur er til 16. jatniar 1991 Stefán Tiyggvason, lögreglumaðnr á Akureyri, dvaldi á Hawaii og á eyjum í Karabíska liaíinu um jólin 1988 og 1989: „Mcr faimst ckld vera tieiii Hann flýði jólastressið á íslandi og leitaði á vit hlýrra vinda á Hawaii og ejjuni í Karabíska haflnu. Og líliaði jólahaldið á þessum íramandi slóðum bara dável. Jóla- matseðillinn hljóðaði að vísu ekki upp á hangikjöt, laufabrauð og ijúpur. Veðrið var heldur ekki eins og gengur og gerist í jólamánuðinum á íslandi. En það var í góðu lagi. Stefán Trjrggvason, lögreglumaður á Akur- eyri, sltýrir lesendum Dags írá jóla- og áramótadvöl í fjarlægum löndum. Hann fór vestur til Iíawaii-evja árið 1988 og í fyrra lá leið hans til eyja í Karabíska hafinu. Um næstu áramót ætlar hann að nema land í Prag í Tékkóslóvakíu. Það var fátt sem minnti Stefán á íslenskt jólahald á Hawaii-eyjum um jólin 1988. Hér er hann ásamt þarlendri blóinarós og virðist ekki bcint óánægður með lífíð og tilveruna! Langaði alltaf til Hawaii „í mínum huga eru jólin fjöl- skyldu- og friðarhátíð. Ég hafði alltaf verið heima um jólin þang- að til sfðustu þrjú ár. Ut frá mín- um persónulegu aðstæðum gat ég ekki hugsað mér að vera heima um jólin 1988. Ég fór þá til Hawaii. Hrein tilviljun réði því að ég valdi það land. Það var einhvern tímann í nóvember það ár sem ég rakst á auglýsingu í sunnu- dagsblaði Moggans frá Sam- vinnuferðum, Flugleiðum og Delta-fyrirtækinu í Bandaríkjun- um um pakkaferðir vestur um haf. Meðal annars var boðið upp á ferð til Hawaii. Allt frá því að ég var strákur hefur mig langað til að fara þang- að og fannst því kjörið tækifæri að skella mér. Daginn eftir fór ég niður á ferðaskrifstofu og keypti miða í ferðina. Ég flaug til New York um miðjan desember og þaðan áfram eftir tveggja daga stopp til Dallas. Þaðan fór ég svo til Hawaii og dvaldi þar í 15 daga.“ Yildi gleyma jólunum Stefán hafði aldrei áður farið vestur um haf og sagðist aðspurð- ur ekki hafa leitt hugann að því að láta sér vaxa þetta ferðalag í augum. „Ég hugsaði ekkert út í það. En í flugvélinni vestur til New York hugsaði ég með mér „út í hvern andskotann ertu nú að fara, drengur?“ En ég ákvað að fyrst ég væri kominn af stað yrði ekki aftur snúið og ég yrði að njóta ferðarinnar.“ Stefán segir að sér hafi ekki fundist vera nein jól á Hawaii. Fátt hafi minnt á þau nema jóla- yfirbragð á verslunum. Verslanir voru opnar á aðfangadagskvöld og jóladagur var ekki haldinn hátíðlegur að sama marki og hér á Fróni. Að vísu snæddu eyjar- skeggjar betri mat en venjulega á jóladagskvöld. „Eina sem minnti mig á jólin var stund í kaþóiskri kirkju, sem ég sótti að kvöldi jóladags,“ sagði Stefán. „Mín hugsun var að fara til Hawaii til þess að gleyma jólun- um og ég gerði það þarna,“ bætti hann við. í Hollywood um áramót Stefán ber fólki á Hawaii vel Söguna, segir það vinalegt og lífsglatt. Mikið var um ýmiss konar samkvæmi og óneitanlega fannst Stefáni það nokkuð fram- andi að dvelja þar ytra léttklædd- ur í sumri og sól á sama tíma og hér heima geisaði frost og funi. Áramótunum eyddi Stefán í Hollywood, háborg kvikmynda- iðnaðarins. Á gamlársdag fór hann í skoðunarferð í Universal- kvikmyndaverið. „Mér fannst lít- ið um að vera um sjálf áramótin. Ég varð ekki var við neitt. Þau liðu án þess að nokkuð sérstakt gerðist.“ Þessi ferð til Hawaii kveikti rækilega í Stefáni og ekki kom annað til greina en að fara út fyrir landsteinana um síðustu jól og áramót. Eyjur í Karabíska hafinu urðu fyrir valinu. Næsti áfangastaður Púertó Ríkó Flogið var til New York um miðj- an desember í fyrra og síðan áfr- am niður til Púertó Ríkó. „Þó að gaman væri að dveljast á Hawaii, þá var enn skemmtilegra þarna niður frá. Ég þvældist milli eyj- anna og hafði tækifæri til að sjá allt milli himins og jarðar. Áður en ég fór út hafði ég fyrir milli- göngu Alþjóðasambands lög- reglumanna samband þarna vest- ur og þarlendir lögreglumenn og lögreglumenn frá bandaríska sjóhernum tóku á móti mér og sýndu mér ýmislegt markvert. Mér fannst sláandi hversu mikla fátækt fólk á þessum eyjum býr við. Stéttaskiptingin er greinileg, miklu meiri en hér. Litið er upp til ferðamanna. Þeir koma með peninga til eyjanna og fá þjón- ustu í samræmi við það. Því var alveg sama hvar ég kom, mér fannst allir vilja gera allt fyrir mig,“ sagði Stefán. Hann dvaldi á eyjunni Monu, lítilli eyju skammt frá Púertó Ríkó, um síðustu jól. Þarna var ekkert sem minnti á jólin, en fólk skemmti sér á hefðbundinn hátt við dans og drykkju. Einstakir gleðimenn Um áramótin var Stefán á Púertó Ríkó og þar var nú aldeilis líf í tuskunum. Gamla árið var kvatt á viðhh'tandi hátt og nýju heilsað. Áramótadrykkjan hófst um miðj- an dag á ströndinni í steikjandi sól og hita og um kvöldið lá leiðin á stórt hótel, þar- sem fólk skemmti sér fram á rauða nótt. „Þarna sá ég Lambada dansaðan í fyrsta skipti af hópi stúlkna. Það má með sanni segja að ekki hafi verið spjör utan á þeim. Þær báru einungis nokkurs konar víravirki utan á sér. Við þetta tækifæri fékk ég forláta hatt, sem ég tók með mér heim. Innfæddir á Púertó Ríkó eru alveg einstakir gleðimenn og ég hef aldrei skemmt mér eins vel um áramót," sagði Stefán. Mannlífið þarna var um margt framandi. Stefán minnist þess að einu sinni fór hann með þarlend- um lögreglumanni að líta á næt- urlífið. „Ég hef aldrei séð eins mikla almenna notkun á eitur- lyfjum og þarna. Meirihluti eitur- lyfja kemur frá löndum Suður- Ámeríku og Púertó Ríkó og næstliggjandi lönd eru eins konar stökkpallur fyrir eiturlyfjadreif- ingu til Bandaríkjanna.“ Eyðir áramótunum í Prag Stefán sagðist hafa verið búinn að ákveða að fara í heilmikla utanlandsferð um komandi jól, en þau áform hafi breyst. í stað þess ætlar hann að fara austur til Prag í Tékkóslóvakíu milli jóla og nýárs og dvelja þar í góðu yfir- læti hjá fjölskyldu tékkneska leikmannsins í 1. deildarliði KA í handknattleik. Sá piltur heitir Pavel Mikes og býr hjá Stefáni. Mikes hefur boðið honum að heimsækja sig og fjölskyldu sína um áramótin. Stefán segist vita- skuld vera spenntur að fara aust- ur til Tékkóslóvakíu og sjá með eigin augum þær miklu breyting- ar sem þar hafi orðið. Styttir skammdegið Stefán segir að af fenginni reynslu telji hann eftirsóknarvert að dvelja erlendis um jól og áramót. Með því losni hann við kaupæði og allan þann ys og þys sem fylgi jólahaldi á íslandi. „Mér finnst gott að vera laus við það. Ef litið er á kostnaðarhliðina er ég hand- viss um að það hefur ekki verið dýrara að fara erlendis, en halda jól hér heima,“ sagði Stefán. Þá eru ónefndir aðrir þeir kost- ir sem Stefán telur að utanlands- ferðir á þessum tíma hafi. Hon- um er ofarlega í huga hve mikil- vægt það sé að brjóta upp skammdegið og fljúga á vit hlýrra veðurs og meiri birtu. Þetta segir Stefán að sé ómetanlegt. „í fyrstu áttaði ég mig ekki á því hversu mikilvægt þetta er fyrir mann. Þetta styttir veturinn umtalsvert. Maður kemur heim aftur á nýju ári þegar daginn er tekið að lengja. Andlega hefur það mikið að segja.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.