Dagur - 19.12.1990, Page 7

Dagur - 19.12.1990, Page 7
 Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 7 „Framlag mitt verða gestaréttir46 — segir Sigurlaug Svavarsdóttir Sigurlaug Svavarsdóttir, kenn- ari við Stórutjarnaskólann í Ljósavatnsskarði, er í matar- krók vikunnar. Hún er mennt- aður almennur kennari, en vegna áhuga og reynslu í mat- argerð hefur komið í hennar hlut að kenna heimilisfrœði við skólann. Sigurlaug hefur unnið í eldhúsinu í Stóru- tjarnaskóla yfir sumartímann, þegar Eddu-hótelið er starf- rœkt og jafnframt hefur hún starfað sem matráðskona í mötuneytum. „Ég ætla að bera á borð þrjá rétti sem ég kalla gestarétti og mjög fljótlegt er að útbúa. Þetta eru allt sjálfstæðir réttir, sem hægt er að grípa til fyrir gesta- boð og valið fer eftir hvers eðlis boðið er. Réttir þessir henta vel yfir jólin, þegar fólk er mikið í heimsóknum hjá vinum og kunningjunt og húsráðandinn vill bera eitthvað gómsætt á borð,“ segir Sigurlaug og hér koma réttirnir. Koníaksís 6 eggjarauður 4 matskeiðar sykur 6 dl rjómi 5 matskeiðar koniak 1 bolli saxað súkkulaði 1 bolli saxaðar hnetur 1 bolli söxuð kokteilber Eggjarauðurnar og sykurinn þeytt saman. Rjóminn er þeytt- ur og honum blandað varlega saman við þeyttu eggjarauðurn- ar og sykurinn. Koníakinu, súkkulaðinu, hnetunum og kokteilberjunum er síðan bætt út í og allt hrært vel saman. Lögunin er síðan sett í mót og henni komið fyrir í frysti. Heit ananasterta 140 g smjörlíki 140 g sykur 140 g hveiti 2 egg '/2 teskeið lyftiduft Deigið er lagað og síðan eru 50 g púðursykur og 5() g smjör brædd í potti og hellt í botn á álklæddu formi. Vi dós af anan- ashringjum er raðað í lögunina og kokteilberjum komið fyrir í gatinu á ananasinum. Þá er deiginu hellt yfir og tertan bök- uð við 170 gráður í tuttugu mínútur. Er tertan er bökuð þá er henni hvolft á fat og hún bor- in fram með ís og þeyttum rjóma. Brokkólíbaka 250 g hveiti 100 g smjör 1 dós kotasœla Smjörið er mulið út í hveitið og vætt í því með kotasælu. Hnoð- að létt. Deigið er flatt út og lagt innan í eldfast mót. \A af deig- inu er geymdur til að skreyta bökuna síðar. Fylling í bökuna: Vj dós sveppir ásamt soði 3 dl mjólk 1 peli rjómi 100 g rjómaostur 150 g saxað svínakjöt, soðið eða steikt 1 pk. frosið brokkólí rifinn ostur, salt og pipar Smjörbolla: 50 g smjör 100 g hveiti Fyrst er gerð smjörbolla. Þá eru sveppirnir, mjólkin og rjóma- osturinn hituð vel í potti og smjörbollan sett út í lögunina. Þá er rjómanum og svínakjöt- inu bætt út í. Brokkólíinu er raðað í eldfasta mótið og sós- unni hellt yfir. Osti er stráð yfir og deigið sem við héldunt eftir sett yfir sent skraut. Rétturinn er síðan bakaður við 170 gráður í 25 mínútur. Þessi réttur er afar góður með snittubrauði og köldu öli. Við þökkum Sigurlaugu fyrir þessa gómsætu rétti og vonandi reynast þeir húsmæðrum vel yfir jólin. Hulda Valdimarsdótt- ir að Hlíðskógum í Bárðardal hefur tekið áskorun Sigurlaugar um að vera næst í matarkrók og hennar uppskriftir birtast því fljótt á nýju ári. ój Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum viðskiptin ÁSGEIR EINARSSON H.F. Engjateig 3, Reykjavík, sími 91-680611 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á nýju ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Gæhidýraverslunin Hafnarstræti 94, Akureyri, sími 27794 Sendum viðskiptavinum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Þökkum viðskiptin á liðnu ári Svæðisskrifstofa Glerárgötu 24 600 Akureyri, símar 23812 og 24242 Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsœld á komandi ári ÍÞRÓTTAVÖRUVERSLUN Strandgötu 8, sími 27771 Við sendum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur úl viðskiptavina okkar og landsmanna allra Þökkum viðskiptm á árinu J Mjólkursamlag KEA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.