Dagur - 19.12.1990, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 19. desember 1990 - DAGUR - B 23
Fyrir börnin:
Kústur jólasveinamömmu
Einu sinni var ósköp
góð og feit jólasveina-
mamma. Hún átti átján
jólasveina svo vitaskuld
hafði hún nóg að gera
við að elda mat, sauma
föt og halda jólasveina-
hólnum hreinum og
þokkalegum.
Til allrar hamingju átti
hún afbragðs góðan
kúst. Hún þurfti ekki
annað en að segja: „Litli
kústur, litli kústur, sóp-
aðu húsið mitt.“ Þá fór
kústurinn af stað og
sópaði allt svo að hvert
skot varð hreint á svip-
stundu.
En skammt frá jóla-
sveinahólnum var ann-
ar hóll og þar bjuggu
tvö gömul og skapvond
tröll. Tröllamamma
heyrði um kúst jóla-
sveinamömmu og hún
fylltist undir eins af
öfund. „Slíkan kúst þarf
ég að fá,“ sagði hún við
tröllapabba. „Þú verður
að útvega mér hann -
og það strax.“
Sömu nótt voru allir
jólasveinarnir að hjálpa
jólasveinapabba að
bera út gjafir til lítilla
barna. Það vissi trölla-
pabbi og meðan þeir
voru burtu læddist hann
inn í jólasveinahólinn
og tók kústinn.
„Sópaðu nú,“ skrækti
tröllamamma
um leið og
hún sá
kústinn.
„Vertu nú ^
ekki að gaufa
neitt,“ öskraði hún.
Kústurinn byrjaði að
sópa. Hann var ekki
vanur að láta stan
sér. Hann sópaði allan
matinn niður úr hillun-
um í borðstofunni og
sópaði myndirnar af öll-
um Ijótu tröllunum niður
af veggjunum svo að
köngullærnar þutu út úr
fylgsnum sínum. Öllu
var sópað niður á gólf,
diskum, bollum og píp-
um tröllapabba.
Loks réðst kústurinn
á tröllamömmu og trölla-
pabba. Hann sópaði
þeim út úr tröllahólnum,
yfir engjar og haga og
inn í stóran snjóskafl.
í hvert skipti sem þau
ætluðu að stíga á fætur
sópaði kústurinn þeim
um aftur og þarna lágu
þau og skræktu þegar
jólasveinafjölskyldan
kom heim frá vinnu og
átti leið framhjá þeim.
„Taktu kústinn þinn,“
kölluðu tröllin til jóla-
sveinamömmu. Hún
gerði það og nú gátu
tröllin stigið upp úr
snjóskaflinum. Þau
hlupu heim með lafandi
rófu og reyndu að
þurrka sig við ofninn.
Upp frá þessu hefur
jólasveinamamma
fengið að hafa kústinn
sinn í friði fyrir tröllun-
um.
Gleðileg jól
og farsœlt komandi ár
Þökkum viðskiptin á liðnu ári
AKUR
*
Kaupangi v/Mýrarveg, 602 Akureyri
símar 24800 og 24830, pósthólf 498
Sendum mðskiptavinum okkar
bestu jóla- og nýársóskir
Pökkum viðskiptin
TRE tak HF
• BYGGINGAVERKTAKAR •
Sunnuhlíö 3, 600 Akureyri, símar 96-22680 og 22990
Óskum viðskiptamönnum okkar
gleðUegra jóla
EIMSKIP
Gleðileg jól
Þökkum viðskiptin
á árinu sem er að líða
dbqppnantrd
Bestu jóla-
og nýárskveðjur
til viðskiptavina, starfsmanna
og annarra landsmanna
með þökk fyrir árið sem er að líða
FLUGLEIDIR
Innanlandsflug
Óskum viðskiptavinum okkar
svo og öllum landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsœls komandi árs
SJOVAOlirrALMENNAR
Ráðhústorgi 5, símar 22244 og 23600