Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. desember 1990 carmína - „Engiim Mðarspillir en alltaf haft ákveðnar skoðanir“ Jón Þór Gunnarsson, framleiðslustjóri í Carmínuviðtali Jón Þór Gunnarsson er Akur- eyringur í húð og hár. Hann fæddist 1963, sama dag og Surts- eyjargosið hófst og sjá má að skólafélagar hans hafa séð lík- ingu með þeim atburðum ef litið er í Carmínu frá útskriftarári hans tuttugu árum síðar. Einnig má lesa af spjöldum Carmínu að hann hefur fengið það orð á sig á meðal flestra kennara að verða óróaseggur hinn mesti og friðarspillir bekkjarins auk þess að stunda námið í óhóflegu hófi. Jón Þór hefur alið allan sinn aldur á Akureyri ef frá eru talin fjögur ár er hann stundaði nám í verk- og hagfræði í Bandaríkj- unum. Hann starfar nú sem framleiðslustjóri hjá Iðnaðar- deild Sambandsins á Akureyri. - Óróaseggur og friðarspillir í skóla. Hvað meina gamlir skóla- félagar þínir með því. Varstu alltaf uppi á borðum? Jón Þór segir þetta sennilega tilkomið vegna þess að hann hafi ætíð haft ákveðnar skoðanir á málum og verið ófeiminn við að halda sjónarmiðum sínum fram. Þessir eiginleikar sínir hafi ekk- ert síður komið fram á skóla- árunum en síðar á lífsleiðinni. Hann hafi alist upp við mikla festu í skoðunum og ákveðin skoðanaskipti. Hann segir einnig að afi sinn Jón Pétursson, sem lengi starfaði hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og síðar Samvinnu- tryggingum hafi haft mikil áhrif á sig. „Afi er mjög pólitískur, mikill sjálfstæðismaður og hefur ákveðnar skoðanir á hverjum hlut. Kom það ágætlega fram í því að hann starfaði árum saman hjá Samvinnuhreyfingunni þótt hann væri í andstöðu við hana pólitískt séð. Á þeim árum var algengt að menn litu þann félags- skap annað hvort í svörtum eða hvítum lit eftir því hver stjórn- málaviðhorf þeirra voru. Pegar ég hóf nám í Menntaskólanum var vinstri bylgjan að miklu leyti gengin yfir. Árin á undan hafði sósíalisminn verið allsráðandi og aðrar skoðanir nánast bannfærð- ar á meðal námsmanna. Þetta var hluti af hreyfingu sem gekk yfir öll Vesturlönd á sjötta áratugn- um og á fyrri hluta þess sjöunda. Minn aldurshópur dreifðist yfir mikið víðara svið varðandi skoðanir á þjóðmálum. Að því leyti var ég ekki friðarspillir. Ég var ekki á móti neinum straumum í pólitískum skilningi. “ - Þú ert mikill Akureyringur í þér. Varstu alltaf harðákveðinn í að koma til Akureyrar að loknu námi? „Ég fór til háskólanáms í Bandaríkjunum eftir stúdents- prófið. Hafði ekki viðkomu í Háskóla íslands eins og algengast er eftir menntaskólann. Þegar ég fór út vissi ég ekkert að hverju ég gengi. Ætlaði mér að sjá til en strax eftir fyrsta árið fyrir vest- an var ég alveg ákveðinn í að koma hingað til Akureyrar á nýj- an leik.“ Jón Þór segist hafa farið að leita sér að vinnu eftir heim- komuna og þeim hjá Hagvangi hafi ekkert litist á þegar hann hugðist ráða sig til starfa hjá Iðn- aðardeild Sambandsins. „Ég var beinlínis varaður við því. En nú starfa ég hjá Iðnaðardeildinni og hcf umsjón með daglegum rekstri hennar. Við erum með um 230 manns í vinnu í um 200 stöðu- gildum og í stjórnunardeild- inni er mikið af ungu fólki. Sjálfur er ég 27 ára og fram- kvæmdastjórinn er 35 ára svo dæmi séu nefnd. Við megum ekki gleyma því að Iðnaðardeildin er með stærri útflutningsfyrirtækj- um á landinu og gengur vel.“ - Nú er kvartað undan því að fólk af landsbyggðinni geti ekki flutt heim til átthaga sinna þegar það kemur frá námi vegna þess að engin störf séu til við hæfi þess. Hafðir þú aðeins heppnina með þér? „Ég verð örugglega að teljast heppinn að rekast strax á starf við mitt hæfi hér á heimaslóðum. Margir hafa áhuga á að koma heim aftur. Sést það best þegar störf hér eru auglýst. Þá eiga margir umsækjendur uppruna sinn hér fyrir norðan. Þeir vilja flytjast til heimkynnanna en atvinnuspursmálin halda þeim í burtu. Eg hef sterkar taugar til Akureyrar og það hafa margir fleiri. Við megum ekki alltaf líta á Reykjavík og síðan á Akureyri í framhaldi af því. Akureyri er eðlilega öðruvísi en Reykjavík en við verðum að horfa á okkur beint og í hæfilegu samhengi við höfuðborgarsvæðið." En skortir ekki möguleika á Akureyri. Er það ekki orsök þess að fólk sest ekki hér að. Kýs að eyða ævinni fyrir sunnan eða annarsstaðar? í niðurlagi umsagnar um Jón Þór í Carmínu 1983 er tilgreindur algengur frasi sem mottó fyrir persónu hans. Frasinn er á þessa leið, „þú ert með kaldari mönnum" og Jón Þór gerir til- raun að standa undir því spak- mæli þegar hann bendir á að ýms- ir möguleikarnir séu fyrir hendi. Hann nefnir álversmálið og að slæmt atvinnuástand hafi eðlilega gert kröfu um að álverið yrði reist hér. í sjálfu sér hefði það verið allt í lagi vegna þeirrar tækni sem menn hafa náð tökum á varðandi hreinsun mengandi úrgangséfna. „En við megum ekki líta svo á að álverið hafi ver- ið eina og endanlega launsin á atvinnumálum Akureyrar og Eyjafjarðar. Fjörðurinn býður upp á svo margt annað. Meðal annars ferskleika og hreinleika sem við eigurn að notfæra okkur. Við megum ekki alltaf horfa til einhverra skammtímalausna eða stórs aðila sem einn og sér getur leyst alla hluti. Við verðum sjálf að leysa okkar mál og ekki hika við róttækar lausnir.“ - Hvað getum við þá gert í atvinnumálunum nú þegar flest virðist standa fast? „Bæjarfélagið stendur á tíma- mótum. Ákveðin ládeyða hefur haft lamandi áhrif á alla hluti að undanförnu. Ekkert gerist. Allt stendur í stað. Við verðum að veita fjármagni inn í atvinnulífið til að koma því af stað á nýjan leik. Láta hjólin fara að snúast. Ef á einhverjum tíma er rétt- lætanlegt að veita fé til opinberra framkvæmda þá er það á tímum ládeyðu og athafnaleysis. Á þann hátt er unnt að koma fjármuna- veltu af stað. Akureyrarbær á um 850 milljónir í Útgerðarfélaginu. Með sölu á því fengi bærinn veru- legt fé í hendur. Bærinn á einnig mikið fé bundið í Landsvirkjun. Með því að losa þetta fjámagn mætti veita því inn á nýjar brautir og skapa þannig hreyfingu. Til dæmis ef 850 milljónum yrði veitt út í atvinnulífið má búast við að þær verði að 2000 milljónum eftir að margfaldast þar í einhvern tíma.“ Jón bendir á að Akur- eyringum hafi fjölgað um þrjá á árunum frá 1981 til 1987. Fátt sýni þá stöðnun er ríkt hefur jafn vel. Hann bendir einnig á að upp- bygging miðbæjarins hafi dregist úr hömlu en kostnaður við liana skili sér til baka með ýmsu móti. Hann ræðir um ferðamálin. Þjón- ustuna við ferðamenn sem megi stórauka. „Ferðamenn þurt'a ekki endilega að fara í gegnum Reykjavík. Við verðum að auka beinar komur þeirra hingað. Síð- an geta þeir skroppið suður í leiðinni. Við eigunt einnig að stofna fyrirtæki til að flytja út norðlenskar fiskafurðir. Slíkt norðlenskt fyrirtæki geti annast útflutning á framleiðslu Útgerð- arfélagins, Samherja og einnig annarra útgerðaraðila víðs vegar við fjörðinn. Útgerðarfélagið greiðir Sölumiðstöðinni 1,5% þóknun sent nemur 25 tií 30 milljónum á ári. Það munar um allt.“ Að því búnu er kaffitíminn á teríunni í Sunnuhlíð liðinn og Jón Þór rokinn til daglegra starfa á nýjan leik. Aldrei meira úrval Opið: föstud. kl. 4-10 Laugard. kl. 3-11 Mánud. kl. 9-12 Golfverslun l| David Barnwell Golfskálanum Jaðri © 23846 & 22974

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.